Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 16 ára stúlka dæmd í 5 ára fangelsi fyrir árás j HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 16 ára stúlku til 5 ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa í félagi við 14 ára ósakhæfa telpu ráðist á 15 ára stúlku í miðborg Reykjavíkur aðfara- nótt 2. október sl. og slegið hana og sparkað m.a. margsinnis í höf- uð svo að stúlkan missti skömmu síðar meðvitund vegna blæðingar inn á heila og lá vikum saman meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Stúlk- an, sem er nýlega komin til meðvitundar, varð fyrir miklum hfeila- skemmdum með taugalömun og lömun á öllum útlimum og telja læknar ákaflega ósennUegt að hún nái fullri heilsu aftur. í dóminum kemur fram að sá hluti heila hennar sem sé skemmdur hafi ekkert að gera með vitsmuni, sjón eða heyrn og með besta hugsanlega bata yrðu vitsmunir hennar óskertir. í máli þessu var réttað fyrir luktum dyrum eins og kveðið er á um í lögum um mál sakborninga yngri en 18 ára. Imifliitiiing'- ur tómata heimilaður eftir helg’i ÁKVEÐIÐ var í landbúnaðarráðu- neytinu í gær að heimila innflutn- ing á tómötum þannig að sala geti hafist í síðasta lagi næstkom- andi mánudag. Innflutningsfyrir- tækið Mata hf. sótti í gær um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins um að hefja strax innflutning á tómöt- um en var synjað á þeirri forsendu að enn væri nóg framboð á inn- lendum tómötum og gætu birgðir enst út þessa viku. Mata flutti til landsins tæplega 600 kassa af tómötum og sagði Egg- ert Á. Gíslason hjá Mötu að með synjun ráðuneytisins hefði enn á ný verið brotinn samningur íslands og Evrópubandalagsins. Að sögn hans er skráð heildsöluverð á innlendum tómötum 325 krónur kílóið en verð á innfluttu tómötunum í heilsölu yrði líklega um 130 kr. ------♦ ♦ ♦----- Útlendingar vilja meiri- hluta í hlý- sjávareldi Sauðárkróki. HLUTHAFAFUNDUR í Máka hf., sem er félag um eldi hlýsjávar- fiska samþykkti í gærkvöldi að haldið yrði áfram samningavið- ræðum við hollenskan fjárfest- ingaraðila um kaup á 52% eignar- hlut í fyrirtækinu, en viðræður hafa staðið yfir frá síðastliðnu sumri. Það er Guðmundur Öm Ingólfsson líffræðingur sem hefur sérhæft sig í eldi hlýsjávarfiska, sérstaklega fisksins „seabass", sem hlotið hefur íslenska nafnið barri, sem stofnaði ásamt einstaklingum og Sauðár- krókskaupstað fyrirtækið Máka hf. Hefur hann unnið að undirbúningi þess að koma hér upp eldisstöð sem framleiða mun 30 tonn af matfiski á ári ásamt fullkominni rannsóknar- aðstöðu, en Franska hafrannsókna- stofnunin IFREMER, og Sjávarút- vegsdeild Háskóla íslands hafa einn- ig komið að þessu verki. Strandir í Portúgal dýrar Guðmundur Öm sagði að hann hefði í sumar verið að leita eftir aukningu á hlutafé tii fyrirtækisins, og þá komist í samband við Hoilend- ingana, sem þá hefðu verið að kanna íjárfestingar í barraeldi á suður- strönd Portúgals, en vegna þess hve strendur þar væru dýrar og miklu meira virði sem ferðamannastaðir, hefði ekki gengið saman milli aðila. Því hefðu þeir snúið sér að þessu hlýsjávareldi hér og væru nú tilbúnir að leggja þegar inn í fyrirtækið 21 milljón, eftir að hafa komið og skoð- að allar aðstæður. BB í dómi Héraðsdóms er vísað til þess að rækilega hafi verið leitt í ljós með skýrslum stúlknanna tveggja sem frömdu árásina og fjöl- margra sjónarvotta að þær veittust tvær saman að stúlkunni með högg- inu á Hnjóti. Antonov-vélamar hafa verið eft- irsóttar í Bandaríkjunum og voru rússneskir flugmenn að fljúga þess- ari vél vestur um haf í sumar þegar skyndilega var sett á tímabundið bann við innflutningi flugvéla frá Rússlandi. Var vélinni flogið hér innanlands þangað til henni hlekkt- ist á við lendingu á flugvellinum á Eyri við Kollafjörð vestra. Agli var boðið að kaupa vélina fyrir safnið og ákvað hann að gera það. „Svona tækifæri gefst ekki nema einu sinni svo ekki var annað að_ gera en hrökkva eða stökkva. Ég tel að þessar Antonov-vélar séu merkileg- ur þáttur í flugsögu heimsins. Þá er mér sagt að þessi vél sé elsta um og spörkum, þar á meðal í höf- uð hennar. Þær tvær hafi átt fullan og óskiptan hlut að árásinni og ekki verði fullyrt um hvaða högg eða spörk hafí valdið hinum mikla vélin af þessari gerð sem eftir var í Rússlandi og hún er eina vélin sem varðveitt er í safni á Norðurlöndun- um,“ sagði Egill. Hönnuð 1932 Antonov hannaði þessa flugvéla- tegund 1932 og framleiðsla hófst 1946. Vélin á Hnjóti var smíðuð í Póliandi 1967 og notaði rússneska ríkisflugfélagið Aeroflot hana til flutninga. Rússneska flugvélin verður fyrst um sinn höfð til sýnis við flugminja- safnið. Vélin fær síðan varanlegan samastað í gamla flugskýlinu úr Vatnagörðum þegar það verður sett upp á Hnjóti. áverka. Hins vegar var mál aðeins höfðað gegn annarri stúlknanna tveggja sem að árásinni stóðu þar sem hin hafði ekki náð almennum sakhæfisaldri, sem er 15 ár, og verður því ekki dæmd til að þola refsingu. Yngri stúlkunni var eftir árásina komið í vistun á vegum bamavemdaryfírvalda. Einn reyndi að ganga á milli í dómi Héraðsdóms er rakinn framburður fjölmargra sjónarvotta sem var efnislega á þá leið að skyndilega hafí stúlkumar tvær komið að þeirri sem fyrir árásinni varð og formálalítið farið að ýta við fómarlambi sínu, slá hana og sparka í hana. Vinkonur þeirrar sem fyrir árásinni varð urðu við- skila við hana í þvögu sem safnað- ist um stúlkumar. Maður um tví- tugt reyndi að skerast í leikinn, gekk á milli og náði að slíta fómar- lambið laust og sagði vinkonum hennar að hlaupa á brott með hana. „Hvað er að ykkur?“ Þær sem árásina frömdu fylgdu hins vegar eftir, náðu stúlkunni og byijuðu að beija á henni að nýju. Meðal annars kom fram að stúlk- urnar hafi rifið í fléttur í hári fóm- arlambsins, togað höfuð þess niður og látið högg og spörk dynja á skrokk hennar og höfði. Eitt vitn- anna ber að hafa heyrt stúlkuna gráta og segja „hvað er að ykkur?“ meðan hún hraktist undan árásun- um. Stúlkan fór í fylgd vinkvenna sinna til lögreglumanna sem voru í Austurstræti og óku þeir henni á slysadeild. Á leið þangað missti stúlkan meðvitund og hætti skömmu síðar að anda. Lögreglu- maður náði að lífga hana við með blástursaðferð áður en hún komst undir læknishendur en þá strax var Halldór nefndi sem dæmi að bankamir sjálfír hefðu tekið á sig hundmð milljóna króna kostnað vegna greiðslumiðlunar af tékka- þjónustunni og tiltók einnig gíró- þjónustu og innheimtuþjónustu, sem til þessa hefði verið rekin með tapi. „Núna þegar vaxtamunur þreng- ist sífellt verða ekki lengur til þess- ar tekjur sem við höfum hingað til haft til að borga niður þessa þjón- ustu. Þess vegna mun þjónusta bankanna verða dýrari smám sam- an,“ sagði hann. Hundruð milljóna tekjumissir Landsbanka í máli hans kom einnig fram að aðgerðir Seðlabankans myndu bæta viðskiptakjör bankanna og draga úr þeim tekjumissi sem þeir verða fyrir vegna raunvaxtalækkana. „En eftir sem áður má búast við að tekjumissirinn verði alveg gífurleg- ur. Það skiptir hundruðum milljóna bara fyrir Landsbankann. Það knýr á um að bankarnir fari að verð- gerð bráðaaðgerð á höfði hennar. ) Blæðing í heila stúlkunnar var mjög mikil og stafaði af því að bláæð yfír litla heila rofnaði á þeim stað í höfðinu sem er viðkvæmastur fýr- ir höggi. í dóminum er vitnað til lækna sem fullyrða að stúlkan hefði látist hefði hún ekki komist undir læknishendur um nóttina. Auk hinnar ákærðu og stúlkunn- ar sem ásamt henni tók þátt í árás- inni voru leidd fyrir dóminn 11 vitni á aldrinum 14-30 ára, sem orðið höfðu vitni að árásinni að einhveiju leyti í mannþrönginni í Austur- stræti aðfaranótt 2. október. Þar á meðal var eins og fyrr sagði maður um tvítugt sem reynt hafði að sker- ast í leikirin. í framburði telpnanna tveggja um ástæður árásarinnar kom fram að tilefni árásarinnar i hefði verið það að frænka hinnar dæmdu hefði talið sig eiga sökótt við þá sem ráðist var á, en þær i unnu saman í unglingavinnunni í ’ sumar. Báðar könnuðust við að hafa veist að stúlkunni en hvorug við að hafa slegið eða sparkað í höfuð hennar, eins og fjölmörg vitni báru um. Refsing miðuð við nokkurn bata Um ákvörðun viðurlaga í málinu segir í niðurstöðum Péturs Guð- geirssonar héraðsdómara að við refsinguna beri annars vegar að líta til ungs aldurs telpunnar og miða við að stúlkan sem fyrir árásinni varð nái nokkrum bata, eins og læknir telji hugsanlegt, enda_ sé þá ekki á hina dæmdu hallað. Á hinn bóginn verði að líta til þess að stúlk- urnar tvær hafi hrottalega og tilefn- islaust veist að stúlkunni, að árásin I hafí staðið í nokkra stund og þær sóttu að og létu ekki segjast þótt gengið væri á milli. Því þótti hæfíleg ) refsing stúlkunnar fangelsi í 5 ár. leggja hveija tegund þjónustu sem þeir veita í takt við kostnað," sagði Halldór. Auglýsingablaðinu KJARABÓT, sem Okkar sérsvið gefur út, er dreift með Morgunblaðinu í dag. Samgönguleið yfir Kleppsvik Borgarstjóri segir tímabært að huga að gerð samgönguleiðar yfir Kleppsvík 16 Rússar kaupa Lísu Maríu Rússneska félagið Sovrybfiot hefur keypt fjölveiðiskipið Lísu Maríu frá Ólafsfirði 18 Hittu Söru Ferguson_____________ Þrír íslendingar hittu Söru Fergu- son á ráðstefnu í Bretlandi 34 Leiðari_________________________ Umbylting í sjávarútvegi 22 Um 800 skip og bátar mp. fávinnsluleyfíáfram j3#r j- f WrS'F-in!**♦*««» CvéfMé SSaSSr —■=£$= '. * * . ' Úr verinu ► 800 bátar og skip fá vinnslu- leyfi áfram - 9.000 tonn úr Smugunni - Landssmiðjan hasl- ar sér völl erlendis - Fimm fisk- vinnsluhús loka eða hætta rekstri ttannia lelka Myndasögur ► Er hrifnust af hömstrum - Heimilisverk barna - Þrautir - Myndasögur - Frásögn af því hvemig böm í Afríku leika sér - Bókakynning - Teikningar Morgunblaðið/Pétur Johnson Tvíþekja á flugminjasafn ÞESSI rússneska Antonov-tvíþekja með merkjum Aeroflot verður höfð til sýnis í flugrninjasafninu sem Egill Ólafsson hefur byggt upp á Hnjóti í Orlygshöfn. Antonov á fiug- minjasafnið á Hnjótí EGILL Ólafsson, bóndi og safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð, hefur keypt rússnesku tvíþekjuna Antonov AN-2 sem hlekktist á í Kollafirði í sumar. Vélin er 26 ára gömul flutningaflug- vél. Vélinni var flogið að Hnjóti í fyrradag og lent á túninu þar. Var það hennar síðasta flug því að hún verður hluti af flugminjasafn- Halldór Guðbjarnason Landsbankastj ór i Þjónustugjöld hækka fljótlega HALLDÓR Guðbjamason, bankastjóri Landsbankans, segir að minni vaxtamunur bankanna vegna vaxtalækkana muni leiða til þess að þjónusta bankanna verði mun dýrari en verið hefur. Hærri verðlagn- ing þjónustunnar muni koma fram á næstu mánuðum en ekki sé ólíklegt að einhveijar breytingar muni fljótlega sjá dagsins ljós. Halldór segir að til þessa hafi stærstur hluti af þjónustu bankanna ' verið niðurgreiddur með þeim tekjum sem bankarair hafi haft af vaxtamun en með harðnandi starfskjörum muni bankarnir verð- leggja hverja tegund þjónustu upp á nýtt og þá í samræmi við kostnað. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.