Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) f¥^ Fjárhagur þinn ætti að fara batnandi á næstunni. Fjár- festing gefur góðan arð. Ástvinir ná tilætluðum árangri í sameiningu. Naut (20. apríl - 20. maí) Samband ástvina fer óðum batnandi. Þú kemur miklu í verk í vinnunni fyrri hluta dags, en hugurinn leitar annað síðdegis. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þróun mála á vinnustað verður þér hagstæð næstu mánuðina. Gríptu þau tæki- færi sem gefast. Ástvinir eiga ánægjulega kvöld- stund. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Á næstunni gefast þér mörg tækifæri til að fara út að skemmta þér þótt vinnan og fjölskyldan hafí áfram forgang. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Framundan er tími hag- stæðrar þróunar í fjármál- um þínum og þér gefast ný tækifæri til að bæta afkom- una. Meyja (23. ágúst - 22. scptcmbert Á næstu mánuðum gefast þér tækifæri til ferðalaga. Sumir taka upp nýja tóm- stundaiðju. Fjölskyidan er í fyrirrúmi í dag. Vog . (23. sept. - 22. október) Á næstu vikum mátt þú eiga von á kauphækkun eða tækifæri til að auka tekjurn- ar. Láttu til þín taka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) I hönd fer tími vaxandi sjálfstrausts og velgengni hjá þér. I dag þróast fjár- málin mjög þér í hag. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú færð betri tíma til að sinna einkamálunum á kom- andi mánuðum. í dag væri hagstætt að skreppa í heim- sókn til vina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinahópurinn fer stækkandi á næstunni. Sumir gerast félagar í klúbbi eða samtök- um. Þú nærð góðum árangri í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) tfyk, F’ramundan er tímabil vel- gengni í vinnunni og þú nýtur aukinnar virðingar. í dag ertu með hugann við hugsanlegt ferðalag. Fiskar I (19. febrúar - 20. mars) £ Á næstu mánuðum gefast þér góð tækifæri til ferða- laga. Eigið frumkvæði í vinnunni tryggir þér vel- gengni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi , byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI ' M£> UAR T/CH/ T7L StUXCI K 1 á — ^ TTS: LJOSKA : TÚHriSKGAUAT A£> (SEKA. -ÉCS þAHfromcO. \ R.ÍKAH /YIAT % u^i FERDINAND W L. 74n\ SMÁFÓLK I THINK i'LL A5K THE TEACHEK IF I CAH M0VE MV PE5K NEXT TO THAT LITTLE REP-HAIRED 6IRL.. THEN,0NE PAV I CAN REACH 0VER AND T0UCH HER HANP.. ANP 5HE CAN LOOK AT ME LIKE l'VE L05T MVMINP! 'zr MAV0E l'LL A5< THE TEACHER IF I CAN MOVE MV PE5K OUT INT0THE HALLWAV.. Ég held að ég spyrji kenn- Þá gæti ég einhvern dag- Og hún gæti horft á mig Kannski ætti ég að spyrja arann hvort ég megi færa inn teygt mig yfir og snert eins og ég væri genginn kennarann hvort ég megi borðið mitt að hliðinni á hönd hennar. af göflunum! færa borðið mitt út á gang. litlu rauðhærðu stelpunni. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson í vörn gegn þremur laufum dobl- uðum byrjar vestur á því að taka ÁK í hjarta, hugsar sig sfðan lengi um áður en hann spilar spaðadrottn- ingu. Settu þig f spor austurs: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ KG8 ¥ 97632 ♦ G7 ♦ 532 Austur ♦ Á109742 r dio ♦ 10853 ♦ 8 Vestur Norður Austur Suður — — 2 spaðar 3 lauf Dobl Pass Pass Pass Sagnhafí leggur auðvitað kónginn á drottninguna. Og nú er það spurn- ingin: Á austur að drepa á ásinn og spila spaða í þeirri von að spaða- drottning vesturs sé einspil, eða á hann að spila upp á Dx og dúkka til að halda sambandinu í litnum opnu? Sem gæti verið nauðsynlegt til að byggja upp trompslag hjá makker sfðar. Formálalaust á pappír er þetta hreint bridsvandamál. En í reynd (og með formálanum að ofan), veit aust- ur auðvitað að drottningin er ekki ein á ferð. Vestur myndi tæplega hugsa svo lengi með drottninguna blanka. Vandi austurs er því siðferði- legur. Sé hann vandanum vaxinn, á hann að drepa á ásinn og spila spaða. Norður ♦ KG8 ¥ 97632 ♦ G7 + 532 Vestur ♦ D5 ¥ ÁK84 ♦ 962 ♦ Á974 Austur ♦ Á109742 ¥ D10 ♦ 10853 ♦ 8 Suður 4 63 ¥ G5 ♦ ÁKD4 4 KDG106 Spilið kom upp í tvímennings- keppni í Bandaríkjunum. En vestur varðist ekki eins og rakið er að of- an. Hann tók reyndar ÁK í hjarta og hugsaði sig lengi um. Og komst að þeirri niðurstöðu að besta vörnin væri að spila spaðdrottningu, sem makker yrði að dúkka. Þannig mætti byggja upp fímmta slag varnarinnar á laufníu. En vestur var heiðarlegur spilari, sem vildi ekki leggja á makk- er svo vandræðalega stöðu. Þess í stað valdi hann næst bestu vörnina: spilaði hjartafjarka í þeirri von að trompeinspil makkers væri nógu öflugt til að auka gildi laufnfunnar. Sem reyndist vera. Umsjón Margeir Pétursson Þegar Kasparov hafði tryggt sér sigur yfir Short í einvígi þeirra í London, 12'/2—7 ‘/2, voru tefldar atskákir, hraðskákir við áhorfend- ur og svokallaðar þemaskákir, en í þeim var dregið um það hvaða byijun yrði tefld. Þessi staða kom upp í einni af 25 mínútna skákun- um. Gary Kasparov (2.805) hafði hvítt og átti leik, en Nigel Short (2.655) var með svart og lék síð- ast 19. - Be7-b4?. Þar með tók hann valdið af g5-reitnum og gaf færi á gamalkunnugu fléttustefi: 20. Bxh7+! - Kxh7 (20. - Kh8, 21. Rg5 bjargaði engu.) 21. Rg5+ - Kg8, 22. Hh3 (hótar máti í þremur með 23. Hh8+! o.s.frv.) 22. - He8, 23. Df3 - Dd7, 24. Dh5 - Kf8, 25. Rh7+ - Ke7, 26. Bg5+ - f6, 27. Rxf6! og Short gafst upp. Tefldar voru þijár 25 mínútna skákir og Kasp- arov vann þær allar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.