Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 35 Morgunblaðið/RAX RITSTJÓRN Skemmtiritsins stödd á myndasafni Morgunblaðsins. F.v. Valur ■Sigurðsson, Hrafnkell Már Stefánsson, Birkir Már Sævarsson, Konráð Jónsson ritstjóri, Kjartan Hrafn Matthíasson og Magnús Jóhannesson. Aðstoðarritstjórinn Gunnar Ingi Sveinsson hafði ekki tök á því að mæta. UTGEFENDUR Efnilegir blaðamenn Sex ungir drengir úr 4SI í Hlíða- skóla heimsóttu Morgunblaðið í síðustu viku til að kynna sér starf- 1 semi þess. Þeir voru mjög áhugasam- ir, enda starfa þeir allir sem blaða- menn með skólanum. Blaðið sem I þeir gefa út heitir Skemmtiritið og er Konráð Jónsson ritstjóri þess. Það kemur út þrisvar á ári og er blað- I stærð þess breytileg. Tvö tölublöð hafa verið gefin út fram til þessa og var annað 11 síður en hitt 13 síður. Blaðið hefur tekið töluverðum breytingum til framfara og má þar finna leiðara, efnisyfírlit, getraun, frumsamdar sögur, viðtal við Ama Magnússon skólastjóra Hlíðaskóla, gátur, brandara og fræðsluhorn. Flest er efnið frumsamið en heimilda er getið, ef efnið er tekið annars staðar frá. Veitt eru verðlaun við réttum svömm í getrauninni. Ein smáauglýsing er í blaðinu, þar sem óskað er eftir ljósmyndafyrir- sætum. „Vinur bróður míns auglýsti og hann borgaði 100 krónur fyrir," sagði Konráð. Auglýsingaverðið er ekki hátt, enda eru blöðin ekki gefin út í nema í 40-50 eintökum. ( — Hverjum seljið þið blöðin? ámanstur Viðtal við skólastjóra Hlíöaskóla -bb 7 Sögur - bls 4-6 & Eiffel- turninum STOLIÐ í nótt -bls 8 Veðrið á mon Eins og OPNI IKonróó rit— IkiÓ . i ionn stjóri vonor iný tiungur -Off.joð bað verð' ÞETTA ER NÓVEMBERBLAÐIÐ Forsíða síðasta tölublaðs Skemmti- ritsins. Við látum fljóta með tvo brandara úr því blaði: „Einu sinni voru tveir Hafnfirð- ingar. Þeir voru að keppast um hvort gæti teygt höfuðið lengra út um gluggann. Allt í einu vann annar.“ „Palli var einn í heiminum. Og þá var bankað.“ „Fólki hér í Hlíðunum, þar sem við eigum heima. Blaðið kostar 50 krónur.“ — Hvernig datt ykkur í hug að gefa út blað? „Okkur finnst bara svo gaman að skrifa. Við vorum með aðstoðarrit- stjóra í fyrsta blaðinu, en hann nennti ekkert að skrifa, svo að ég varð að reka hann,“ sagði Konráð alvarlegur á svip. — Hvar vinnið þið blaðið? „Heima í vinnustofunni hjá mér,“ svaraði Konráð og bætti við: „Ég set allt inn í tölvuna, síðan prentum við það út og ljósritum á skrifstofunni hjá pabba. Bróðir minn, Gunnlaugur, gerði forsíðuna fyrir okkur.“ — Fáið þið laun fyrir vinnuna? „Já-á,“ svara þeir allir í kór og Konráð bætir við: „Þeir fá svona 100-130 krónur, en ég fæ 150 krón- ur.“ — Hvað vinnið þið lengi við blaðið í einu? „Annan hvem dag í svona klukku- tíma. Um helgar má maður ráða því hvort maður vinnur,“ sögðu þessir ungu og efnilegu blaðamenn að lok- um. HÆTTULEGT SK0TMARK Frumsýnd a fostudag HASKOLABIO BACKMAN..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.