Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 11 Tvær geislaplötur með leik Páls Isólfssonar ________Tónlist Ragnar Björnsson í tilefni þess að 100 ár eru lið- in frá fæðingu Páls ísólfssonar standa Ríkisútvarpið, Reykjavík- urborg og Spor að útgáfu tveggja geislaplatna með orgelleik Páls. Hér er vitanlega um misjafnlega gamlar upptökur að ræða og flest- ar þeirra hafa áður komið út á einhveijum þeirra þriggja hljóm- platna sem áður hafa komið út með leik Páls. Hljóðritanirnar eru gerðar á þrjú orgel, Frobeniusar- orgelið í Dómkirkjunni, Sauer- orgelið í Fríkirkjunni og orgel í „All Soul’s Church“ í London. Verksmiðjuheiti þess hljóðfæris er því miður ekki nefnt í verkefna- skrá útgáfunnar, svo er reyndar heldur ekki um hin hljóðfærin og er það miður því hér er um sögu- lega útgáfu að ræða. Á þessari nýju útgáfu hefur verið notuð ný aðferð við hreinsun á gömlum upptökum með svoköll- uðum Cedar DC 1. Declicker. Undrandi stendur maður frammi fyrir þessari nýju tækni, brak og brestir þurrkast að mestu út. Spumingunni um hvort ekkert annað þurrkist út um leið, er þó ósvarað. Hljóðupptökumar á geislaplötunum tveim em eðlilega misjafnar og kannske misgóðar. Upp úr gnæfa hljóðritanimar á gamla Dómkirkjuorgelið. Þar fékk Páll tíma til að meitla sinn af- burða orgelleik og þótt aðstæður til upptöku í Dómkirkjunni væm ekki þær æskilegustu, var þar hans „residens", hans annað heimili og vinnustaður, sem ég held að honum hafi verið einna kærastur. Mikill missir er að Páli skyldi ekki hugsa út í að gera fleiri hljóðritanir á Frobeniusar- orgelið, sem að mörgu leyti hent- aði verkum Bachs og fyrirrennara hans vel, en einmitt í því „repertu- ari“ reis orgelleikur Páls hæst. Ónefnd er hljóðritunin á Sauer- orgelið í Fríkirkjunni, sem hlýtur að verða söguleg, þar sem orgelið er jú eitt sinnar tegundar á ís- landi, valið af Páli og með sama heiti og orgelið sem Páll hafði til umráða í Thomasarkirkjunni í Leipzig. Á Fríkirkjuorgelið leikur Páll Tokkötuna í d-moll og fúguna í D-dúr eftir M. Reger. Hér er Páll í sínu besta formi sem orgel- leikari enda er leikur hans í Tok- kötunni glæsilegur. Hljóðritanim- ar gerðar í London, bera þess nokkur merki að Páll hafi ekki fengið nægan tíma, þar á em hnökrar, smávægilegir að vísu, en sem auðvelt hefði verið úr að bæta með nægum tíma. Hér er ekki vettvangur til að fjalla um hvert einstakt verk á plötunum tveim, Páll hefur þegar fengið sinn dóm og framtíðin mun halda þeim dómi áfram, deila um með- ferð hans á gömlu meisturunum, deila um skilning hans á þeim, deila um leiktækni Páls og enn önnur deilumál verða upp fundin, því eru geislaplöturnar tvær ekki hvað síst sögulegar minjar um orgelleikara sem hafði óvenju djúpan, heiðarlegan, ómengaðan og um leið sannan skilning á verk- um Bachs og fyrirrennara hans. Niðurstaðan eru diskamir tveir, svo og plöturnar þrjár, sem líklega eru orðnar ófáanlegar. MENNING/LISTIR Myndlist Vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason Opnuð hefur verið sýning á verkum eftir Svavar Guðnason í sýningarsaln- um Önnur hæð á Laugavegi 37. Sýn- ingin er opin á miðvikudögum frá kl. 14-18 út desember. Til sýnis eru tíu vatnslitamyndir frá sjöunda áratugnum, þ.e. frá síðasta megintímabili í list Svavars. Myndimar eru í einkaeign Ástu Eiríksdóttur, eftir- lifandi konu listamannsins. Þær voru valdar af aðstandendum sýningarsalar- ins f samráði við hana. Samsýning 13 lista- kvenna á Mokka Samsýning 13 listakvenna hófst á Mokka við Skólavörðustíg sunnudag- inn 7. nóvember sl. Sýningin fjallar um íslensku konuna, stöðu hennar og áhrif í þjóðfélaginu, en þátttakendur eru: Amgunnur Yr Gylfadóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðbjörg Hjartardóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Inga Svala Þórsdóttir, íris Elfa Friðriksdótt- ir, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Ragna Hermannsdóttir, Ragnheiður Jónsdótt- ir, Ráðhildur Ingólfsdóttir, Þóra Sig- urðardóttir og Þórdfs Alda Sigurðar- dóttir. Öll verkin nema eitt vora gerð sér- staklega fyrir þessa sýningu, en hún er liður í áframhaldandi kynningu Mokka á málefnum femfnismans, sem hófst með „Stálkonunni“ í október og Ragna Hermannsdóttir. „Sjálfsmynd" 44x33 cm. lýkur með „míní“ yfirlitssýningu á verkum bandarísku listakonunnar Car- olee Schneemann í ágúst á næsta ári. Tónlist Slagverkstónleikar í Kópavogi Slagverkstónleikar verða í sal Menntaskólans f Kópavogi miðviku- daginn 10. nóvember kl. 20.30. Flytj- endur era Eggert Pálsson, Pétur Grét- arsson, Kjartan Guðnason og Steef van Oosterhout. Tónleikamir era liður í skólatónleik- um og tónleikum fyrir bæjarbúa í Kópavogi. Leikið verður á margvisleg slagverkshljóðfæri allt frá þríhorni til páka. Tónleikar Kammer- músíkklúbbsins Þriðju tónleikar á 37. starfsári 1993- 1994 verða sunnudaginn 14. nóvember kl. 20.30. f Bústaðakirkju. Flytjendur era: Martial Nardeau, flauta, Guðrún S. Birgisdóttir, flauta, Elín Guðmundsdóttir, sembal, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, pfanó. Á efnisskrá era verk eftir Wilhelm Friedmann Bach (1710-1784): Tríó- sónata nr. 2 fyrir 2 flautur og continuo í D-dúr, F. 47 (um 1762), leikin á barokkflautur; Johann Sebastian Bach (1685-1750): Tríósónata fyrir 2 flautur og continuo í G-dúr, BWV, 1039 (um 1720), leikin á barokkflautur; Michael Haydn (1737-1806): Dúó nr. 2 fyrir 2 flautur í F-dúr (1738); Ludvig van Beethoven (1770-1827): Allegro og menúett fyrir 2 flautur, WoO 26 (1792); Friedrich Kuhlau (1786-1832): Tríó fyrir 2 flautur og píanó í G-dúr, op. 119 (um 1829). Bókakynning Stefán Jón Hafstein kynnir bók sína Stefán Jón Hafstein kynnir bók sína: New York! New York! f Borgarbóka- safninu í Gerðubergi í dag, miðviku- daginn 10. nóvember, kl. 15.30. Kynningin verður túlkuð á táknmáli. Allir velkomnir. Nýjar bækur ■ Skáldsagan Bókasafn Nemos skipstjóra eftir sænska rithöfundinn Per Olov Enquist er komin út í þýð- ingu Hjartar Pálssonar. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar sem út kemur á íslensku, en leikrit hans hafa farið sigurför um Norðurlönd á liðnum árum. Fyrr á þessu ári var hið nýjasta þeirra, Stund gaupunnar, sýnt í Þjóðleikhúsinu. Í kynningu segir: „Sjaldan hefur norrænn rithöfundur hlotið jafn ein- róma lof lesenda og gagnrýnenda fyrir verk sitt og Per Olov Enquist fyrir þessa nýju skáldsögu sína. Oðr- um þræði er hún furðusaga úr heimi draums og ímyndunar þar sem allt getur gerst, á hinn bóginn er hér rakin jarðbundin lífsreynslusaga sögumannsins og samferðamanna hans — ógleymanleg og margslungin í fegurð sinni og þjáningu." Útgefandi er Forlagið. Bóka- safn Nemos skipstjóra er 216 bls. Jón Ásgeir Hreinsson hannaði kápu og Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 2.680 krónur. ■ Jólaævintýri afa gamla eftir Brian Pilkington myndlistarmann og rithöfund er komin út. Þetta er þriðja bókin sem hér kemur út um afa gamla jólasvein og allt það sem hann tekur sér fyrir hendur. í kynningu frá útgefanda segir: „Aðfangadagur er runninn upp og jólasveinninn er í vanda staddur. Hann er svo kvefaður að hann treyst- ir sér ekki til að ferðast um heiminn með allar jólagjafimar. En hver get- ur hlaupið í skarðið? Enginn annar en hann Haraldur, afí gamli jóla- sveinn. Og þetta varð viðburðaríkt aðfangadagskvöld... “ Útgefandi er Iðunn. Bókin, sem kemur út samtímis í mörgum lönd- um, er prentuð á Ítalíu. Þórgunn- ur Skúladóttir þýddi. Bókin kostar 1.180 krónur. A HOTEL ISLANDI FÖSTUDAGINN 12. NÓVEMBER 1993 Þaö veröur drukkid, boröaö, hlegiö, sungiö, kjaftaö, dansaö og prangaö. Á fyrstu almennilegu uppskeruhátíö hestamanna, því allir hestamenn á landinu þveru og endilöngu munu koma saman og skemmta sér konunglega. Útnefndur veröur hestaíþróttamaöur ársins. Skemmtiatriöi veröa öll úr rööum hestamanna: Heiöraöir verða afreksmenn Hestakaupahorn Fjöldasöngur Sýnt verður frá stórmótum sumarsins á risaskjá. Ræðumaður kvöldsins: Páll Pétursson alþingismaöur Efirherman Hermann Árnason Einsöngur: Baldvin Kr. Baldvinsson Danssýning Veislustjóri: Guömundur Birkir Þorkelsson HLJÓMSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR leikur fýrir dansi Matseðill RjómalöguO humarsúpa Grillsteikt lambaflllet meö rauövínssósu Grand Marnier tryffte Verö með þriggja rétta kvöldverði, skemmtiatriöum og dansleik aðeins kr. 3.900,- Miðasala og borðapantanir í síma 687111. Hórtl IðiJÁND Húsið opnað fyrir matargesti kl. 20.30 og fyrir dansgesti kl. 24.00 NÝUA BÍLAHÖL.LIN FUNAHÖFÐA 1 S:672277 Ford Ranger XLT '91, brúnn, ek. 57 þ. Honda Prelude EXI 16v árg. '91, hvitur, ek. Toyota Landcruiser GX árg. '88, blár, 38" Nissan Vanette árg. '91, ek. 21 þ. km Subaru statlon 4WD árg. '87, ek. 112 þ. km., álfelgur og -hús. Verð kr. 1.475.000 42 þ. km., ABS, r/ö leður. Verð kr. 1.950.000 dekk, álfelgur, spil, hlutföll. Verð kr. grár, 8 manna. Verð kr. 1.050.000 stgr. ' km., vínrauður. Verð kr. 650.000 stgr. stgr., ath. skiptl. stgr., ath. skipti. 2.590.000 stgr., ath. skipti. ’ Toppbill. BÍLATOFtG FUNAH Chevrolet Blazer árg. '83, blásans, 8 cyl., 350, 33“ dekk, sjálfsk., spil, Recaro stólar. Verð kr. 750.000, skipti. Toyota Cellca 1600 GT árg. '87, rauöur, fallegur bill, ek. 74 þ. km. Verð kr. 700.000, skipti.________________________________________ Suzuki Swlft GL árg. '91, rauður, ek. 46 þ. km. V. 620.000. Góð kjör. Toyota Corolla Touring GLi árg. '91, grár, álfelgur, ek. 57 þ. km. Verð kr. 1.270.000, skipti - skuldabréf. VW Jetta CL árg. '91, grænsans, vökvast., * 5 g., ek. 35 þ. km. Verð kr. 970.000 skipti. § V E G N A G Ó Ð R A R 5 Ö LU V A N T A R N Ý L E G A B í L A Á 5 T A ÐIN N - INNISALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.