Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 Bergur Thorberg Myndlist Eiríkur Þorláksson Leiðirnar að listinni eru jafn- margar og fjölbreyttar og þær persónur sem verða til að heiga sig listagyðjunni. Þannig er alls ekki algilt að listamenn eigi endi- lega að baki skipulegt nám sem tengist þeirra starfi. Listasagan geymir mörg dæmi þess að ein- stakir listamenn hafi starfað á öðrum sviðum, áður en listin tók við og jafnvel aldrei í listaskóla komið, heldur nálgast listina á eigin forsendum. Stundum hafa slíkir einstaklingar þrátt fyrir skort á formlegu námi náð að skipa sér í fremstu röð, eins og dæmin sanna, bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi. Í innri sal Portsins við Strand- götu í Hafnarfirði stendur nú yfir fyrsta einkasýning Bergs Thorberg, sem ekki hefur farið hefðbundnar leiðir að listinni. Að loknu stúdentsprófí starfaði hann í nokkur ár sem kennari, en flutti síðan til Svíþjóðar, þar sem hann hefur búið lengst af síðan. Berg- ur byijaði að mála 1985, og tók þátt í sinni fyrstu samsýningu í Lundi tveimur árum síðar; ekki verður ráðið af sýningarskrá, að hann hafi stundað skipulegt list- nám og telst því sjálfmenntaður í listinni. A sýningunni getur að líta tuttugu málverk, flest frá síðustu tveimur árum, unnin með akrýl og/eða olíu á striga. Myndir Bergs eru nær allar fígúratífar, en eru ekki persónumyndir í hefð- bundnum skilningi; í hinni ein- földu myndbyggingu má fremur sjá tilvísanir í umhverfíshrif eða tilfinningar. Það er mikill kraftur í fram- setningunni og listamaðurinn ber oftar en ekki þykkt á, þannig að áferð myndarinnar verður virkur hluti verksins. í öðrum myndum er síðan gengið í þveröfuga átt„ þannig að myndefnið er aðeins mótað með fáeinum, grófum dráttum; hvítur striginn verður þá mest áberandi þáttur verks- ins. Hér vantar meira jafnvægi í heildina, til að þessir öfgar fái notið sín. Myndirnar eru málaðar af mik- illi litagleði, og Bergur hikar ekki Bergur 1992. Thorberg: Evakona. Gígja Baldursdóttir í aðalsal Portsins við Strand- götu í Hafnarfirði hefur nú verið opnuð þriðja einkasýning ungrar listakonu, Gígju Baldursdóttur, en þar sýnir hún tíu málverk, gerð með akrýl á striga, sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum. Gígja hefur tekið sér góðan tíma í sínu listnámi. Hún stund- aði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Oslo Maleskole áður en hún innritaðist í Myndlista- og handíðskóla íslands, en þaðan útskrifaðist hún 1986. Frekara nám hefur hún síðan sótt vestur um haf, á sléttur miðríkja Banda- ríkjanna, en hún lauk B.F.A. námi frá Iowa ríkisháskólanum á síð- asta ári. Það fyrsta sem gestir taka eft- ir á sýningunni er vönduð mynd- bygging og hve hvikulir einstakir litfletir geta samt orðið. Lista- konan ber litinn oft á strigann með breiðum penslum eða sköfum og vinnur ijölda littóna ofan í sama flötinn; fyrir vikið skapast iðandi líf sem myndar ágætt mótvægi við þá kyrru myndbygg- ingu sem markar heildina. Þetta kemur vel fram í ýmsum verkum, t.d. „Hugsað til baka“ (nr. 1) og „Gulleyjan" (nr. 6), þar sem rauði flöturinn í hinni síðarnefndu er einkar lifandi. Myndefni listakonunnar er að stofni til óhlutbundið, en í verkun- um má þó finna ýmsar tilvísanir, sem falla ágætlega að titlum myndanna. „Bátur Karons“ (nr. 3) er einföld smíð, en heitir og kaldir litirnir ná vel að gefa til kynna eðli þessa farartækis, sem eitt flytur sálimar yfir örlagafljót- ið Styx, sem skilur að líf og dauða. Það er þó samspil litanna, sem skiptir mestu. Gígja er óhrædd við að setja óhefðbundna liti í ná- grenni hvem við annan, eins og sést í „Vort daglegt brauð“ (nr. við að vinna mikið með sterkum, óblönduðum litum; rauðum, blá- um, grænum. í sumum málverk- anna gengur þetta upp, eins og t.d. í „Evukona“ (nr. 9) og„Gull- regn“ (nr. 11); í öðrum verður litirnir einfaldlega flatir, þar sem þeir yfirgnæfa myndina. Af þessari sýningu má vel sjá, hvaða listamenn hafa einkum orðið til að hrífa Berg með verk- um sínum, því ímyndir þeirra endurspeglast vel hér. Þar ber fyrst að nefna franska málarann Jean Dubuffet, einkum viðfangs- efni hans frá fimmta og sjötta áratugnum; Willem de Kooning vann mikla röð konumynda, sem hér má sjá enduróm af, og lita- fletir Karels Appels eru ekki Gígja Baldursdóttir: Bátur Kar- ons. 1992. 4), þar sem íjólubláir og vínrauðir fletir leika sér innan um daufari liti. Stundum er eins og ekki hafí verið endanlega ákveðið, hvaða litir skuli vera á yfírborðinu, og hveijir undir, líkt og má sjá í „Snert hörpu mína“ (nr. 7). langt undan. Eins og áður segir birtist mik- ill kraftur og verkþrá í þessum málverkum, en um leið eru þau á stundum of mikið unnin, jafn- vel svo tala má um ofhlæði. Hins vegar fer minna fyrir yfirvegun og jafnvægi, og því er spurning hvort sýningin sé einfaldlega ekki of snemma á ferðinni. í ljósi þess áhuga sem skín út úr verk- unum eiga aukin kynni við mögu- leika litanna og dýpt þeirra ör- ugglega eftir að skila betri árangri í framtíðinni. Málverkasýning Bergs Thor- berg í innri sal Portsins í Hafnar- firði stendur til mánudagsins 22. nóvember. í heildina eru litir þó dumbað- ir, þó þar megi finna gott flæði og víða kraumi undir. í myndinni „Atök“ (nr. 8) brýst þetta þó fram á yfírborðið í sterkum lit og spennu milli efri og neðri hluta flatarins, og þar sem þetta er nýjasta mynd Gígju, má leiða lík- ur að því að þarna komi fram hvert stefnir í myndum hennar - sterkari litir og meiri átök á strig- anum. Það er gott jafnvægi í þessari sýningu og greinilega til hennar vandað. Við fyrstu sýn gefur hin ákveðna myndbygging verkum Gígju íhugult yfírbragð, en við nánari skoðun kemur í ljós að listakonan hefur næmt auga fyrir tilbrigðum litanna og nýtir þá til hins ýtrasta við að skapa iðandi myndheim sem allir ættu að fá notið. Sýning Gígju Baldursdóttur í aðalsalnum í Portinu við Strand- götu í Hafnarfirði stendur til sunnudagsins 21. nóvember og er rétt að benda fólki á að líta inn. Sönglög dr. Gylfa í Friðrikskapellu Á tónlistarkvöldi sem haldið verður í hinni nýju Friðríkskapellu á Hlíðarenda í kvöld, verða sönglög dr. Gylfa Þ. Gíslasonar á efnisskránni. Sönglögin sem eru í útsetningu Jóns Þórarinssonar verða flutt af Ólöfu Kolbrúnu Hárðardóttur og Garðari Cortes, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Einnig syngja félagar úr Fóstbræðrum við undirleik stjórnanda síns, Árna Harðarson- ar. Kynnir á tónleikunum verður Ágúst Bjarnason. Nýjar bækur ■ í tilefni af fimm ára afmæli Siðfræðistofnunar Háskólans er komin út bókin Erindi siðfræð- innar sem geymir valdar greinar um siðferðileg efni. í bókinni eru eftirtaldar greinar: „Að kenna dygð“ eftir Kristján Kristjánsson; Hver er hinn sanni heimur? eftir Pál Skúlason; „Á ég að gæta bróð- ur míns?“ — Um siðferðilegan grundvöll velferðarsamfélagsins og þjóðfélagslega ábyrgð kirkjunn- ar eftir Björn Bjömsson; Lífsskoð- un fjölhyggjumanns eftir Róbert H. Haraldsson; Skyldur og ábyrgð starfsstétta eftir Sigurð Kristins- son; Sjálfræði eftir Guðmund Heið- ar Frímannsson; Samviskan eftir Atla Harðarson og Fóstureyðing- arvandinn eftir Vilhjálm Árnason. Auk þess eru í bókinni kunnar rit- gerðir eftir W.K. Clifford, Réttur- inn til sannfæringar og W. James, Trúarvilji. Róbert H. Haraldsson, starfsmaður Siðfræðistofnunar, er ritstjóri bókarinnar. Útgefandi er Rannsóknar- stofnun í siðfræði við Háskóla íslands. Erindi siðfræðinnar er 232 bls. að stærð. Bókin er til sölu í helstu bókabúðum lands- ins og kostar 2.300 krónur. Dr. Gylfi Þ. Gíslason var sem kunnugt er formaður í Samtökum um byggingu Friðrikskapellu, sem færðu Fóstbræðrum, KFUM, KFUK, Knattspyrnufélaginu Val og Skátasambandi Reykjavíkur kapell- una að gjöf á afmælisdegi Sr. Frið- riks Friðrikssonar, 25. maí síðastlið- inn. Tónleikarnir eru heiðurs- og þakklætisvottur sem aðstandendur Friðrikskapellu vilja sýna dr. Gylfa fyrir forystu hans um byggingu hússins. „Þegar kapellan var teiknuð, var tekið tillit til þess að henni var ekki bara ætlað að vera guðshús," sagði dr. Gylfi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, „heldur var ætlun- in frá upphafi að þar yrði hægt að halda tónlistarkvöld. Til þess var tekið tillit í sambandi við hljómburð og síðan eru sætin færanleg, þann- ig að hægt er að raða þeim upp í hring og hljóðfæraleikararnir geta spilað í miðjum hringnum". Það voru Ólöf Kolbrún og félagar í Fóstbræðrum sem áttu frumkvæði að því að fyrsta tónlistarkvöldið í kapellunni er helgað dr. Gylfa sem Dr. Gylfi Þ. Gíslason. hefur samið mörg sönglög sem okk- ur íslendingum eru hugleikin. „Mér kom þetta alveg á óvart,“ sagði dr. Gylfi ennfremur. „Tónsmíðarnar hafa verið mín tómstundaiðja í gegnum árin og hafa gert mér kleift að gera það sem ég hef þurft að gera. Það er í áhuga á tónlist sem ég hef fundið frið frá daglegu amstri og hún hefur nýst mér til að endurnýja kraftana. Það er nú einu sinni svo að maður þarf að hafa eitthvað annað en stjórnmálin, ef maður ætlar að halda vinnuna þar út.“ Sem fyrr segir, eru tónleikarnir í Friðrikskapellu í kvöld, og heljast þeir klukkan 20.30. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Árni Helgason Fóstbræður heimsækja Stykkishólm Karlakórinn Fóstbræður frá Reykjavík hélt nýlega tónleika í Stykkishólmskirkju. Stjómandi kórsins er Ámi Harðarson og píanóleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Yfír 20 lög vom á söngskránni auk þess sem kórinn varð að syngja 3 aukalög fyrir þakkláta áheyrendur. Einsöngvarar voru kórfélagarnir Eiríkur Tryggvason, Þorsteinn Guðnason, Grétar Samúelsson og Bjöm J. Emilsson. í hléi lék David Enns píanóleikari og kennari hér við Tónlistarskólann tvö verk. - Árni. /O kAj ?A JN M ^OARA 20% , --“ZS Kápan 1943-1993 apnœUsafsláltiu1 \ Laugavegi 66, s. 25980 nœstu 4 dqga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.