Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 Fundur borgarstjóra með íbúum í Grafarvogi Tímabært að huga að sam- gönguleið yfir Kleppsvík MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri hélt fimmta hverfafund sinn í Fjörgyn í Grafarvogi sl. laugardag. Fundarstjóri var Reynir Karls- son og fundarritari Magnús Jónasson. Eftir erindi um stöðu bergar- mála og sýningu skýringarmynda svaraði borgarsljóri fjölda fyrir- spurna, sneru þær flestar að framkvæmdum og skipulagsmálum í Grafarvogi. Samgöngur að og frá hverfinu voru einnig ofarlega á baugi og kom fram í máli borgarstjóra að tímabært væri að huga að gerð samgönguleiðar yfir Kleppsvík. Skipulagsmál íbúar hafa mótmælt lagningu Hallsvegar neðan við Garðhús þar sem áætluð er umferð 20 þúsund bíla á sólarhring vegna nálægðar vegarins við íbúðarhúsin. Fyrirspyrj- andi benti á að 30 metrar væru frá húsunum að stofnbrautinni, hinum megin væri svo 20 metra bil að kirkjugarðinum. Spurði hann hvort ekki væri eðlilegt að meira tillit yrði tekið til lifandi íbúa hverfisins með því að færa brautina nær kirkjugarð- inum. Borgarstjóri taldi skipulagið upp- fylla almennar viðmiðunarreglur en ætlar að ræða vegarstæðið nánar við yfírmenn borgarskipulags og skipu- lagsnefnd. Talsvert var rætt um nýja bensín- stöð við söluskála sem stendur til að byggja við Gagnveg, ofan við íþrótt- amiðstöðina. Þeirri framkvæmd hef- ur verið mótmælt, eins og fram kem- ur í annarri frásögn á næstu síðu, bls. 17. Borgarstjóri sagði málið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og myndi hún fjalla um mótmælin. Byggingu við leikskóla við Funa- fold hefur verið mótmælt vegna ná- lægðar við fjöru og fjölfama umferð- aræð, auk meira umferðarálags gegnum íbúðarhverfí. Borgarstjóri svaraði því til að skipulag hefði ætíð gert ráð fyrir dagvistarstofnun á lóðinni og hér væri um að ræða hagsmuni íbúa alls hverfisins. Nú eru fjórar dagvistar- stofnanir sem sinna 400 bömum í hverfínu og 300 böm á biðlista. Ver- ið er að byggja tvo leikskóla til við- bótar, þann sem mótmælt hefur ver- ið við Gullinbrú og annan í Engja- hverfí, alls verður pláss fyrir 200 böm í nýju leikskólunum svo biðlisti mun styttast mjög. Borgarstjóri sagði eftirtektarvert hve víða kæmu fram andmæli gegn því að leikskólar risu nálægt mannabústöðum, þrátt fyrir sífellt tal um skort á dagvistar- plássum. Hann taldi ekki ástæðu til að óttast um velferð og öryggi bama frekar á þessum dagvistarstofnunum en öðrum í borginni. íþróttir og útivist Spurt var hvort mögulegt yrði að hraða uppbyggingu íþróttaaðstöðu Fjölnis í Foldahverfí, því með núgild- andi hraða yrði framkvæmdum ekki lokið fyrr en börnin í dag væru upp- komin. Fjölnir hefur sótt um að halda unglingalandsmót 1995 og Landsmót UMFÍ árið 2001. Einnig var spurt um gerð íþróttasvæðis í Rimahverfí og hvort vænta mætti sundlaugar innan tíðar. Borgarstjóri sagði borgina hafa bundið sig í samningum um fjárveit- ingar til íþróttamála næstu sex ár upp á einn milljarð króna. Hann hrós- aði dugmiklu starfí Fjölnis, en sagði erfítt um vik að gera meira en samn- ingurinn kyeður á um. Ef til lands- móts UMFÍ kæmi kallaði það á sér- stakar aðgerðir. Gert er ráð fyrir að 25 metra sundlaug verði byggð í Grafarvogi og verður tekin ákvörðun snemma á næsta ári um hvort hún verður næsta sundlaugarbygging borgarinnar. Gert er ráð fyrir litlum íþróttahús- um við skólana, vegna íþróttakennslu yngri bama, og viðameiri íþrótta- mannvirkjum og sundlaug í Kjama í Borgarholti. Þá er verið að ræða byggingu sundlaugar og íþróttahúss í félagi við Ármann, en félagið mun flytja í nýju hverfín norðan Grafar- vogs. Einnig verður áfram unnið að uppbyggingu íþróttasvæðis Fjölnis. Borgarstjóri lagði áherslu á að öll þessi íþróttamannvirki yrðu samnýtt af skólum og íþróttafélögum, eftir því sem kostur væri. Það væri spum- ing, á samdráttartímum, hvort ekki þyrfti að skoða allar áætlanimar um sundlaugar og íþróttahús að nýju, með betri heildarnýtingu í huga. í vetur verður sett upp skíðalyfta nálægt Keldum og næsta sumar verður athugað með aukna íþrótta- aðstöðu á skólalóðum í hverfínu. Þá er líklegt að í framtíðinni verði al- menningsgolfvöllur í Gufunesi. Talsvert var rætt um göngustíga og trimmaðstöðu í hverfínu. Spurt var m.a. um tengingu við aðra göngustíga í borginni og hvort hægt væri að lýsa upp gönguleiðir. Borgarstjóri sagði að rætt hefði verið um gerð göngubrúar utan við Gullinbrú og gönguleiðar að göngu- stígum í Elliðaárdal. Mörg sjónarmið em uppi um þörf fyrir lýsingu og hvernig henni verður komið fyrir. Ráðgert er að byija á að flokka stíg- ana með tilliti til nálægðar við byggð og lýsingarþörf. Verið er að vinna að uppsetningu einfalds búnaðar til líkamsæfinga við göngustíga í borg- inni, líkt og gert hefur verið í Öskju- hlíð. Samgöngur Fundið var að því að samgöngu- leiðir inn og út úr hverfínu væru knappar og önnuðu ekki umferð. Spurt var hvort vænta mætti sam- göngubóta og var borgarstjóri hvatt- ur til að þrýsta á fjárveitingar frá ríkisvaldinu til þjóðvegagerðar í þétt- býli. Borgarstjóri sagði Vegagerðina hafa lagt áherslu á að halda áfram endurbótum á Vesturlandsvegi með mislægum gatnamótum við Höfða- bakka og nýrri Elliðaárbrú, síðan kæmi borgin á móti með breikkun Miklubrautar. Útreikningar Vega- gerðarinnar sýndu að þetta væri hagstæðasta aðgerðin og því hefði hún slegið gerð Osabrúar yfír Elliða- vog á frest. Borgarstjóri taldi tíma- bært að menn færu að skoða betur gerð brúar eða jarðganga yfír Klepp- svík, það yrði vænlegri kostur en að tvöfalda Gullinbrú. Borgarstjóri taldi að sameining sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu myndi ýta á gerð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfafundur í Grafarvogi UM 150 íbúar mættu á fundinn sem haldinn var í Fjörgyn í Grafarvogi sl. laugardag. Viðræður um sölu togara til Namibíu Skagaströnd. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Namibíu, H. Angula, kom í heimsókn til Skagastrandar laugardaginn 6. nóvember sl. Er- indi ráðherrans, sem mun vera fyrsti erlendi ráðherrann sem kemur hingað, var að skoða ísfisktogarann Arnar, sem er í eigu Skagstrendings hf. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Ráðherrann H. Angula skoðar vinnsludekk Arnars ásamt Sveini Ing- ólfssyni og aðstoðarmanni sínum. Ríkisendurskoðun um RARIK Athugasemdir við bifreiða- notkun og kostnaðarliði RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert ýmsar athugasemdir við bókhald og reikningsskil Rafmagnsveitna ríkisins. Fram kemur í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings 1992 að i nokkrum tilvikum hafi verið um að ræða samfellda notkun starfsmanna á bifreiðum fyrirtækis- ins. Akstursdagbækur hafi ekki verið útfylltar og akstursskýrslur starfsmanna vegna greiðslna til þeirra fyrir einstakar ferðir í þágu fyrirtækisins ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar um greiðslur utan staðgreiðslu. 5Ul£P VARMASKIPTAR Á NEYSLUVATNSKERFIfl • Koma í veg fyrir kísilhúö á hand- laugum, baökörum, blöndunartækjum o.fl. • Afkastamiklir • Fyrirferöalitlir • Auöveld uppsetning • Viöhald í lágmarki • Hagstætt verö Þú finnur varla betri lausn! = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Með ráðherranum voru aðstoð- armaður hans ásamt Birni Dag- bjartssyni forstjóra Þróunarsam- vinnustofnunar íslands og Sigfúsi Jónssyni framkvæmdastjóra Nýsis hf. Gamli Amar hefur verið bund- inn við bryggju frá áramótum þeg- ar hann var úreltur vegna nýja Arnars. Hugmynd ráðherrans og stjómenda Skagstrendings hf. er að Namibíumenn kaupi Arnar ef samkomulag næst um verð togar- ans. Mun á næstu dögum koma óháður aðili til að meta skipið og verðleggja það. Náist samkomulag um söluna mun Skagstrendingur hf. fá skipið greitt með hlutabréf- um í útgerðar- og fískvinnslufyrir- tækinu Seaflower í Namibíu sem nú rekur 12 humarbáta og einn fyrstitogara og er að bæta öðrum fyrstitogara við flota sinn á næst- unni. Seaflower er nú í eigu nam- ibíska ríkisins en ríkisstjómin hef- ur óskað eftir aðstoð íslendinga við að byggja upp sjávarútveg þar. Hlutafé í Seaflower er um 600 milljónir króna og er ætlun namibískra yfírvalda að fyrirtækið verði 51% í eigu þeirra en 49% í eigu erlendra aðila. Fyrirtækið á 9.000 tonna kvóta af lýsingi í dag, ásamt kvóta af aukaafla, en hefur loforð fyrir að fá 4.000 tonn til viðbótar af lýsingi verði þess þörf. Seaflower vantar skip til að veiða þennan kvóta sinn og hefur mikinn áhuga á að byggja upp fiskvinnslu í landi og því vilja stjómendur þess komast yfir ís- fiskskip sem landa muni hjá fisk- vinnslu fyrirtækisins. Sveinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf. sagði að þeir ásamt nokkrum öðr- um aðilum sem áhuga hafa fyrir samvinnu við Namibíumenn hefðu stofnað hlutafélagið Sæblóm fyrir skömmu og mun það fara með eignarhlut Islendinga í Seaflower. Að sögn Sveins munu íslendingar veita Namibíumönnum tæknilega aðstoð og sjá um sölumál fyrir þá. Verður þetta gert á þann hátt að smám saman komi heimamenn meira inn í þessi mál og að lokum sjái þeir alfarið um þau sjálfír. í lok mánaðarins er áætlað að nokkrir íslenskir aðilar, sem að þessu máli koma, fari í kynnisferð til Namibíu til að skoða aðstæður þar og ræða við stjómendur Sea- flower. - ÓB Ríkisendurskoðun telur að bæta þurfí innra eftirlit hjá RARIK varð- andi ýmsa kostnaðaríiði s.s. risnu, gjafir, funda- og námskeiðakostnað og ferðakostnað innanlands og er- lendis. ennfremur að setja þurfí skýr- ar reglur um heimildir til ráðstöfunar fjármuna með beiðnakerfí og áritun- um en fram kemur í skýrslunni að Ríkisendurskoðun gerði athugasemd vegna sömu atriði við endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 1991. Þá telur Ríkisendurskoðun að ástæða sé til að takmarka aðgang að lager og lagerbókhhaldi og bend- ir á að ekkert reglubundið eftirlit sé með eldsneytisbirgðum RARIK. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að birgðamál RARIK séu nú til gagngerðar endurskipulagn- ingar og að unnið sé að endurbótum vegna þeirra athugasemda sem kom- ið hafí fram við endurskoðun á reikn- ingsskilum stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.