Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTSR MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 FIMLEIKAR IMM í trompi hér á landi Norðurlandamót í trompi verður haldið hér á landi næsta laugardag og verður þetta fjölmennaasta fimleika- mót sem hér hefur verið haldið. Keppni í trompi er hópakeppni þar sem hóparnir keppa í gólf- æfingum, dýnustökkvum og stökki á trampolíni. Keppendur koma frá öllum Norðurlöndun- um og auk þess verða fulltrúar frá bretlandi til að fylgjast með framkvæmdinni því þetta keppnisfyrirkomulag hefur notið vaxandi vinsælda að undan- förnu, enda gengur mótið hratt fyrir sig og mikið er um að vera þannig að áhorfendum er haldið vel við efnið allan tímann. I tenglsum við mótið verður hald- ið dómaranámskeið og tækni- fundur. Mótið verður í Digranesi og sér Fimleikafélagið. Gerpla um framkvæmd þess. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Gudjón aftur í landsliðið GUÐJÓN Árnason, leikstjórn- andi FH, er í landsliðshópnum, sem mætir Búlgörum i'Evrópu- keppni landsliða í Laugardals- höll annað kvöld og á föstu- dagskvöld, en ekki í kvöld eins og mishermt var í blaðinu í gær. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari tilkynnti 15 manna landsliðshóp sinn í gær og komu strákarnir saman í hádeginu og aftur síðdegis. Leikmennirnir, sem spila með erlendum liðum, koma ekki í leikina og sagði Þorbergur við Morgunblaðið að þess vegna vantaði vissa kjölfestu, en Guðjón gæti brúað bilið. Guðjón lék síðast með landsliðinu á æfingamóti í Frakklandi í febrúar sem leið, en fyrst fyrir tæplega fimm árum. Hann á samtals 38 landsleiki að baki og hefur gert 30 mörk í þeim. Búlgarir hafa leikið fjóra leiki í 4. riðli og tapað stórt fyrir Hvíta- Rússlandi og Króatíu. Þorbergur sá liðið gegn Hvít-Rússum ekki alls fyrir löngu og sagði að þá hefðu engar stjörnur verið á ferð, en leik- irnir væru mjög mikilvægir með framhaldið í huga og enginn gæti leyft sér að vanmeta mótheijana. Eftirtaldir leikmenn eru í ís- lenska landsliðshópnum: Guðmundur Hrafnkelsson Val, Bergsveinn Bergsveinsson FH, Sig- mar Þröstur Óskarsson KA, Konráð Olavson Stjörnunni, Páll Þórólfsson UMFA, Hálfdán Þórðarson FH, Gústaf Bjarnason Selfossi, Valdi- mar Grímsson KA, Gunnar Bein- teinsson FH, Ólafur Stefánsson Val, Magnús Sigurðsson Stjörn- unni, Dagur Sigurðsson Val, Guðjón Árnason FH, Patrekur Jóhannesson Stjörnunni og Einar Gunnar Sig- urðsson Val. 1. DEILD KVENNA Baráttan í algleymingi í KVÖLD fer fram 9. umferðin í 1. deild kvenna á íslandsmót- inu og má búast við spennandi leikjum. Fjögur efstu liðin, Stjarnan, Grótta, Víkingur og Fram eru með jafnmörg stig og mætast þau innbyrðis í kvöld. Fram og Stjarnan spila íHöllinni kl. 18.15. og Víkingur og Grótta íVíkinni kl. 20.00. Framliðið hefur komið á óvart í vetur eftir að hafa verið í lægð síðustu ár en þá hættu nokkrir eldri leikmenn og yngri tóku við. Liðsheild Fram hefur verið góð undanfarna leiki og endurkoma Guðríðar Guðjónsdóttur styrkir liðið eflaust. Kolbrún Jóhannsdóttir er í markinu og stendur alltaf fyrir sínu. Einnig hefur Steinunn Tómasdóttir LANDSMOT UMFI Guðrún R. Kristjánsdóttir skrifar átt góða leiki undanfarið. Stjarnan missti nokkra leikmenn frá því í fyrra til ÍBV en Herdís Sigurbergsdóttir er komin aftur eftir barnseignarfrí og ásamt Unu Steinsdóttur, Ragnheiði Stephen- sen, Guðnýju Gunnsteinsdóttur og Ninu Getsko í markinu eru þær til alls vísar. Aðal Stjömuliðsins und- anfarin ár hefur verið hraðaupp- hlaupin og ef Framliðinu tekst að stöðva þau getur allt gerst. Víkingur kemur sterkur til leiks í vetur. I hópinn bættust þær Hjör- dís Guðmundsdóttir, Heiða Erl- ingsdóttir og Hulda Bjarnadóttir sem spiluðu með Selfossi í fyrra. Þar eru fyrir landsliðskonurnar Inga Lára Þórisdóttir, Halla María Helgadóttir og Svava Sigurðar- dóttir. Má því segja að Víkings- stúlkur séu með sterkasta liðið á pappírnum því nú eru 6 landsliðs- Undirbúningur gengur vel UNDIRBUNINGUR fyrir lands- mót UMFÍ sem haldið verður á Laugarvatni 14.-17. júlíer nú í fullum gangi. Gott útlit er fyr- ir að mannvirki verði öll eins og best verður á kosið. Skipu- lagning framkvæmdaaðila gengur einnig vel. Ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri í fullt starf, Ólafur Örn Haraldsson. Hann hóf .störf um miðjan september. Ólafur er landfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Laugarvatni og var keppandi á landsmótunum ’65, ’68 og ’71 fyrir HSK. Landsmót ungmennafélaganna hafa haft þá tilhneigingu undanfar- in ár að stækka að umfangi með hvetju móti. Nú ber svo við að sam- bandsþing UMFÍ hefur samþykkt að bæta ekki við keppnisgreinum á mótinu á Laugarvatni. Landsmóta- nefnd HSK, undir stjórn Þóris Har- aidssonar formanns nefndarinnar, hefur einnig lagt ríka áherslu á að fjölga ekki greinum en ná þeim mun betur að gera mótið að heil- steyptri fjölskylduhátíð sem rúmast á þessu litla svæði. Allt mótssvæðið á Laugarvatni er innan fimm hundr- uð metra frá aðalvellinum. Framkvæmdir við endurbygg- ingu fijálsíþróttavallarins ganga samkvæmt áætlun. Undirbyggingu hlaupabrautanna og frágangi gras- vallarins er lokið og er nú unnið að frágangi kantsteina við brautina. Endanlegur frágangur brautanna með gerviefni verður síðan í vor. Verktaki við þennan fyrsta áfanga er Jón og Tryggvi á Hvolsvelli. Gísli Halldórsson teiknaði völlipn en verkfræðistofa Guðmundar Óskars- sonar sá um hönnun og verkfræði- teikningar. konur eru í liði þeirra. Gróttuliðið með þær Laufeyju Sigvaldadóttur og Vigdísi Finns- dóttur í fararbroddi blandar sér örugglega í toppbaráttuna í vetur. Þær hafa fengið til liðs við sig búlg- arskan leikmann, Krassímíru Talli- eva, til að styrkja liðið. Gróttuliðið hefur ekki spilað vel síðustu tvo leiki en ef þær ná góðum leik og Laufey er búin að jafna sig eftir kirtlatöku ætti leikurinn í kvöld að geta orðið jafn og skemmtilegur á að horfa. 1 kvöld mætast einnig liðin sem eru í botnbaráttunni þannig að lín- umar í deildinni ættu aðeins að fara að skýrast eftir þessa umferð. KR og Ármann spila í Höllinni kl 21.30., FH og Fylkir í Kaplakrika kl. 20.00 og Haukar og Valur í Strandgötu kl 18.30. ÍBV situr hjá í þessari umferð. Guðjón Árnason lék síðast febrúar. með landsliðinu á æfingamóti í Frakklandi í í kvöld Körfuknattleikur Urvalsdeild Stykkishólmur: Snæfell - UMFG ..20 Handknattleikur 1. deild kvenna Höll: Fram - Stjaman ..18.15 Höll: KR-Ánnann „21.30 Kaplakriki: FH - Fylkir 20 Strandgata: Haukar- Valur.. „18.30 Víkin: Víkingur - Grótta 20 2. deild karla Höll: Ármann-ÍBK 20 KORFUBOLTI / TVEIR A TVO Iþróttafélagió Huginn Seyóisfirói óskar að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Upplýsingar gefa: Hjörtur Unnarsson í símum 97-21378 og 97-21261 og Þorsteinn Arason í símum 97-21172 og 97-21565. Verðlaunahafar. Aftari röð frá vinstri: Einar Arnason, Sigurður Sigurðs- son, Jóhannes Arason, Guðjón Gíslason, Einar Kristjánsson, Ásgeir Þórisson og Agnar Leifsson. Neðri röð frá vinstri: Bjöm Sverrisson, Hallur Helgason, Ásgeir Kristinssson, Lúðvík Bjamason, Stefán Borgþórsson og Emil Sigurðsson. Globetrotters sigraði í unglingaflokki Globetrotters sigraði í unglinga- flokki í körfuboltamótinu Tveir á tvo, sem fór fram í Vegg- sporti um liðna helgi, en Björn Sverrisson og Einar Árnason kepptu undir þessu nafni. 40 lið tóku þátt. Allir í meðferð (Stefán Borgþórs- son, Emil Sigurðsson og Lúðvík Bjarnason) varð í öðru sæti og Boccia (Hallur Helgason og Ásgeir Kristinsson) í því þriðja. Pizza 67 (Einar Kristjánsson og Guðjón Gíslason) sigraði í karlaflokki, Bræðralagið (Ásgeir Þórisson og Agnar Leifsson) hafnaði í öðm sæti og Briddsliðið (Jakob Péturs- son og Einar Ólafsson) varð í þriðja sæti. Frændurnir (Jóhannes Arason og Sigurður Sigurðsson) sigmðu í b-riðii karla og Steel Dicks (Erling- ur og Arnar) varð í öðru sæti. URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir á mánudag: Boston - Milwaukee.........108:100 ■ Sherman Douglas skoraði 19 stig fyrir Boston og Robert Parish 18, en Eric Murdock var stigahæstur gestanna, skoraði 22 stig. Chicago - Atlanta..........106:80 ■Scottie Pippen lék ekki með Chicago vegna meiðsla, en B.J. Armstrong var stiga- hæstur með 23 stig og Pete Myers, arftaki Jordans, skoraði 15 stig og átti sjö stoðsend- ingar. Dominique Wilkins var með 17 stig fyrir Atlanta. Utah - Seattle.............100:101 ■Ricky Pierce gerði sigurkörfuna 11 sek- úndum fyrir leikslok og var með 16 stig, en 29 sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu. Sam Perkins skoraði 18 stig fyrir Sonics, en Karl Malone var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. Íshokkí NHL-deildin Leikir á mánudag: N.Y. Rangers - Tampa Bay.......6:3 ■ Steve Larmer skoraði tvö mörk fyrir Rangers og hefur þar með gert þijú mörk og átt þijár stoðsendingar í þremur leikjum. FELAGSLIF Arshátíð Hauka Árshátíð knattspyrnudeildar Hauka í Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 13. nóvember n.k. í veitingahúsinu Hraunholti. Húsið opnar klukkan 19.30, en miðasala stendur yfir í Haukahúsinu. Aðalfundur Fylkis Aðalfundur knattspyrnudeildar Fylkis verður fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í félagsheimi félagsins. Leiðréttingar í frétt um áhorfendafjölda á 1. deildarleikjum í knattspyrnu í sum- ar, í blaðinu í gær, féll niður ein tala, sem breytti miklu. Næst flest- ir áhorfendur komu á leik KR og FH, 1.855. Flestir áhorfendur á einu keppnistímabili, 90.930, voru sagðir hafa mætt á leiki í deildinni sumarið 1991 en hið rétta er að þetta var 1981. Þá vantaði nafn Dags Sigurðssonar á lista yfír markaskorara Vals í síðari leiknum gegn Sandefjörd í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Dagur var markahæstur í leiknum, eins og í þeim fyrri, gerði aftur 8 mörk, þar af 2 úr vítum. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.