Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 KNATTSPYRNA 43^ Sigurvln Óiafsson Sigurvin og Stutt- gart á toppnum Sigurvin Ólafsson hefur átt góða leiki með unglingaliði Stutt- gart í þýsku deildinni að undan- fömu og gerði eitt mark í 5:2 sigri gegn Sindelfingen um helgina. Sig- urvin hefur leikið framarlega á miðjunni með yngri flokkum ÍBV og 18 ára landsliðinu, en er í stöðu „libero", aftasta manns hjá Stutt- gart. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Sigurvin við Morgunblaðið. „Við höfum leikið sjö leiki og sigrað í öllum með yfirburðum. Sigurvin, sem er 17 ára, sagðist kunna vel við sig f vöminni, „en ég bregð mér oft í sóknina og hef náð að skora.“ Hann verður hjá Stuttgart út leiktíðina. HANDKNATTLEIKUR Ostojic stakk af Átti að leika með UBK gegn Fram í gærkvöldi SERBNESKi risinn Miladin Ostojic, sem nýiega skrifaði undir samning viö Breiðablik eftir stutta viðveru hjá Víkingum, átti að leika með iiðinu gegn Fram í 2. deild í gærkvöldi, en lét ekki sjá sig. Þegar farið var að athuga málið kom i ijós að hann hafði stungið af til útlanda. Breiðablik fékk Ostojic fyrir hálfum mánuði frá Víking- um sem sögðust ekki hafa not fyrir hann. Kristján Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að þetta hefði komið öllum í félaginu á óvart, jafnt stjórnarmönnum sem ieikmönnum. „Við vorum búnir að gera skriflegan samning við hann og voram ánægðir með hann sem leikmann og hann virt- ist einnig ánægður hjá okkur. Hann mætti á æfíngu í gær (mánudag) og var boðaður í leik- inn gegn Fram. Þegar hann lét ekki sjá sig rétt fyrir leik hringd- um við þangað sem hann bjó og þá var okkur sagt að hann væri farinn til útlanda. Þetta er mjög slæmt fyrir okkur því hann styrkti lið okkar verulega," sagði Kristján. Ostojic bjó í sömu íbúð og Branislav Dimitrivich, sem leikur með ÍR-ingum. Þegar Blikar spurðu Dimitrivich um Ostojic sagði hann: „Hann vakti mig klukkan sex í morgun og bað mig að keyra sig út á Keflavíkur- flugvöll." KORFUKNATTLEIKUR Tókst ekki að afvopna „ÞAÐ er erfitt að einbeita sér þegar reiknað er með pottþétt- um sigri hjá manni," sagði Ing- var Jónsson þjálfari Hauka þegar liðið, sem er efst í B- riðli, vann Val, neðsta liðið í A-riðli, 71:95, að Hlíðarenda í gærkvöldi. „En sigurinn hafðist og ég fyrirgef mínum mönnum. Annars tek ég ofan fyrir Vals- liðinu því þeir nýttu vopnin sín, þriggja stiga skotin, mjög vel en við ætluðum einmitt að taka þessi vopn af þeirn," bætti Ing- var við. Haukunum gekk illa að ná sam- an en Valsmenn börðust sem einn og Sturla Örlygsson hélt John Rhods alveg niðri Stefán svo ^ann gerði sín Stefánsson fyrstu stig í lok fyrri skrifar hálfleiks. Þrátt fyrir að Ingvar þjálfari þramaði yfir sínum mönnum náðu Valsmenn forskotinu um tíma en gestimir náðu því aftur til sín rétt fyrir leikhlé. Eftir hlé var jafnræði með liðun- um þar til um miðjan hálfleik er Haukar keyrðu upp hraðann. Við því áttu ungu drengirnir í Val ekk- ert svar enda bæði Sturla og Brynj- ar Sigurðsson farnir útaf með 5 villur, auk þess sem hittnin brást. Brynjar er á stöðugri uppleið og var besti maður Vals í gær en 17 ára leikmaður Vals, í drengja- og unglingalandsliðinu, Bergur Emils- son hefur vaxið með hverjum leik og var góður. „Við stóðum í þeim í byijun en misstum síðan dampinn. Þetta er erfítt án Bookers því þegar hann kemst á skrið losnar um aðra leikmenn. Við höfum aldrei býijað svona illa, með aðeins 2 stig af 16 mögulegum. Andinn í liðinu hefur oft verið betri en við erum ekki hættir og höldum okkur uppi, það er engin spurning," sagði Bergur. Ragnar Þór Jónsson og Guðni Haf- steinsson voru ágætir. Annars mátti liðið sín lítils undir körfunni því það hirti samtals 18 fráköst í vörn og sókn, tapaði boltanum tuttugu og fjórum sinnum en aftur á móti var nýting á þriggja skotum nokkuð góð. Leikmenn Hauka geta verið sátt- ir við stigin og lítið annað í þessum Jón Arnar Ingvarsson og félagar hans í Haukum eru nú efstir i B-riðli úrvalsdeildarinnar. Jón Arnar gerði 15 stig gegn Val í gærkvöldi. leik, allavega miðað við stöðuna í riðlunum og fyrri leiki. Þó stærðar- hlutföll leikmanna hafi verið þeim í hag, náðu þeir „aðeins" samtals 38 fráköstum en töpuðu boltanum átján sinnum. Sallh Heimir Porca Porca til FH? SALIH Heimir Porca, Bosníu- maðurinn sem lék með Fylkis- mönnum í 1. deildinni sl. sum- ar, hefur verið íviðræðum við FH-inga og er talið líklegt að hann leiki með liðinu næsta sumar. Porca sagði í samtali við unblaðið að það myndi skýrast á allra næstu dögum hvort hann gangi til liðs við FH. „Ég neita því ekki að ég hef verið í viðræðum við FH-inga. FH er gott' lið og það væri reglulega gaman að spila með Hafnarfjarðarliðinu næsta surnar," sagði Porca. Hann sagðist einnig hafa verið í viðræðum við Breiða- blik en ekki lengur. „Það hafa einn- ig nokkur lið í 2. deild haft sam- band við mig, en ég hef aðeins áhuga á að leika í 1. deild.“ .______ Jón Sveinsson, leikmaður meö Fram til nokkurra ára, hefur ákveð- ið að leika með FH næsta sumar. FH-ingar hafa hins vegar misst Andra Marteinsson sem gekk til liðs við Lyn í Noregi og eins Hilmar Bjömsson sem fór aftur yfír í sitt gamla félag, KR. FOLK. I JOE Jordan , fýrram landsliðs- maður Skota, hefur verið orðaður við framkvæmdastjórastarfíð hjá Stoke. Jordan var aðstoðarmaður hjá Liam Brady er hann var hjá Celtic. Chic Bates, sem hefur stjórnað Stoke frá því Lou Macari fór til Celtic fyrir tveimur vikum, hætti störfum hjá félaginu í gær og tekur við starfi aðstoðarþjálfara hjá Celtie. ■ ÞORLÁKUR Björnsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR í staðinn fyrir Ingólf Garðarsson, sem er farinn til Bandaríkjanna í fram- haldsnám. I ERLA Karlsdóttir úr Goliw klúbbnum Leyni á Akranesi fór holu í höggi á golfvelli í Kissimmee í Bandaríkjunum. Hún lék í móti Samvinnuferða-Landsýnar ásamt um 40 íslenskum kyflingum. ■ ÓLAFUR Jakobsson hafnaði í 8. sæti á sterku móti í loftskamm- byssu-keppni sem haldið var í Upp- sala í Svíþjóð fyrir skömmu. Hann hlaut samtals 574 stig. Sigurvegar var Svíinn Benny Ostlund með 580 stig. _ ■ SIGFÚS Gizurarson Hauka- maður fékk á sig tæknivíti í gæ*^. kvöldi fyrir að slá Valsarann Guð- mund Guðjónsson og var rekinn í sturtu fyrir vikið. Dómararnir sögðu slíkt þýða tveggja leikja bann og þeir muni senda skýrslu til aga- nefndar sem kveði upp úrskurð. ■ FRANC Booker gat ekki spilað gegn Haukum á gærkvöldi en sagðst tilbúinn í slaginn gegn Grindavík á sunnudaginn. ÚRSLIT Valur - Haukar 71:95 Iþróttahúsið að Hlíðarenda, úrvalsdeildin í körtuknattleik, þriðjud. 9. nóvember 1993. Gangur leiksins: 14:19, 22:22, 29:27, 29:33, 34:35, 34:41, 37:41, 37:43, 40:51, 50:55, 52:67, 61:83, 65:91, 71:93, 71:95. Stig Vals: Brynjar Karl Sigurðsson 24, Ragnar Þór Jónsson 19, Bergur Emilsson 10, Sturla Örlygsson 7, Björn Steffensen 4, Hjálmar J. Sigurðsson 3, Guðni Haf- steinsson 3, Guðmundur Guðjónsson 1. Stig Hauka: Bragi Magnússon 18, Jón Amar Ingvarsson 15, Sigfús Gizurarson 13, Jón Óm Guðmundsson 12, Pétur Ing- varsson 11, John Rhods 10, Tryggvi Jóns- son 8, Rúnar Guðjónsson 5, Guðmundur Bjömsson 2, Steinar Hafberg 1. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson vora mjög ákveðnir og leik- menn kvörtuðu stíft. Áhorfendur: 90. A-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig SNÆFELL 7 4 3 580: 594 8 IBK 7 3 4 687: 606 6 SKALLAGR. 7 3 4 555: 571 6 IA 7 2 5 566: 663 4 VALUR 8 1 7 681: 773 2 B-RIÐILL Fj. leikja u T Stig Stig HAUKAR 8 6 2 682: 602 12 NJARÐVIK 1 6 1 662: 586 12 GRINDAVIK 7 5 2 622: 594 10 KR 7 4 3 639: 620 8 TINDASTOLL 7 2 5 511: 576 4 1. deild karla IR - Þór .75:72 Leiknir-Þór .41:80 Reynir - Léttir.... 66:102 ÍR-tS A-RIÐILL .68:67 Fj. leikja u T Stig Stig ÞOR 7 4 3 653: 484 8 IS 5 4 1 363: 318 8 UBK. 4 3 1 319: 295 6 LETTIR 6 2 4 452: 556 4 b-riðill Fj. leikja u T Stig Stig IR 6 4 2 425: 378 8 HÖTTUR 5 3 2 358: 349 6 LEIKNIR 6 2 4 369: 447 4 REYNIR 5 0 5 293: 405 0 1. DEILD KVEIMNA IS- VALUR .40: 43 IR- IS .24: 68 Fj. leikja u T Stig Stig IBK 5 4 1 428: 247 8 KR 4 4 0 302: 183 8 GRINDAVIK 4 3 1 246: 200 6 TINDASTOLL 5 3 2 292: 308 6 VALUR 6 2 4 324: 399 4 IS 7 1 6 351: 402 2 ÍR 3 0 3 85: 289 0 Handknattleikur 2. deild karla HK - IH ..22- 21 FJÖLNIR- FYl KIR ..24: 25 VÖLSlJNfilIR- fiROTTA ..21: 26 UBK - FRAM ..21: 20 Fj. leikja u J r Mörk Stig HK 7 6 1 0 182: 140 13 GROTTA 7 5 1 1 185: 147 11 IH 7 5 1 1 162: 134 11 UBK 7 4 1 2 163: 160 9 FJÖLNIR 7 4 0 3 168: 165 8 FYLKIR 7 3 0 4 157: 183 6 ARMANN 6 2 0 4 122: 134 4 FRAM 7 2 0 5 150: 173 4 VÖLSUNGUR 7 1 0 6 166: 177 -2 IBK 6 0 0 6 132: 174 0 Knattspyrna England Deildarbikarinn, 3. umferð: Peterborough — Blackpool......2:1 ■Peterborough mætir Portsmouth í 4. umferð. Shrewsbury — Blackbum.........3:4 ■Staðan var jöfn 3:3 eftir venjulegan leik- tíma. Blackburn mætir Tottenham í 4. umferð. Skotland Úrvalsdeild: Aberdeen — Celtic................1:1 Dundee United — Raith............2:2 Hibemian — Kilmamock.............2:1 Motherwell — St Johnstone........1:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.