Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 9 Eitt áreiðanlegasta spamaðarformið í þrjá áratugi í nærri þrjá áratugi hafa spariskírteini ríkissjóðs veriö ein öruggustu veröbréfin á markaönum. Og þau eru alltaf jafn vinsæl sparnaðarleið enda fá verðbréf sem standa þeim jafnfætis í öryggi, arðsemi og sveigjanleika: Þú getur komið í Þjónustumibstöð ríkisverbbréfa og keypt spariskírteini fyrir litlar sem stórar fjárhæðir í almennri sölu. Þú getur tekið þátt í mánaðarlegum útbobum á spariskirteinum meb aðstoð starfsfólks Þjónustumibstöbvarinnar. Þú getur keypt spariskírteini í mánaðarlegri áskrift og þannig sparab reglulega á afar þægilegan hátt. Gulltryggðu sparnaðinn með spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Ö®03§(tÉiHS? FRÉTTABLAD VSÍ - VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS S. tbl. 6. árg—7 1993 Sameining sveitarfélaga - að velja kjörin eða kerfíð Rýrir kerfið kjörin? í forsíðugrein fréttabréfsins „Af vettvangi" segir m.a.: „í kosning- unum 20. nóvember verða greidd atkvæði um hvort óhagkvæmt skipulag eigi að halda niðri lífskjörum og atvinnustigi ... hvort við- halda eigi aldagömlu hreppaskipulagi eða hvort sveitarfélögin eigi að þróast til nútímalegra og hagkvæmari starfshátta." Kostir augljósir Fréttabréf VSÍ segir: „Frá sjónarhóli at- vinnulífsins eru kostir sameiningar augljósir; atvinnusvæði stækka, þjónusta við atvinnulifíð batnar og nýjar forsend- ur skapast fyrir sam- vinnu og samruna fyrir- tækja. Því stuðlar sam- einingin að því að gera fyrirtækin samkeppnis- hæfari og treystir þar með atvinnu og byggð í landinu. Skattheimta sveitarfé- laganna hefur aukizt stórlega á síðustu árum. Frá árinu 1985 hafa tekj- ur sveitarstjórnarstigsins aukist sem svarar rúm- um 7 þúsund krónum á mánuði á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Á sama tima hefur skuld- setning þeirra einnig far- ið úr böndum, eða aukizt um 1.600 krónur á mán- uði á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Þrátt fyrir það hversu langt hefur verið gengið í skattheimtu, eiga smærri sveitarfélög í vaxandi erfiðleikum með að sinna þjónustuhlut- verki sínu. Þessum vanda verður ekki mætt með aukinni skattheimtu, heldur verður sveitar- stjómarstigið að nýta skattfé betur. Sú aukna skilvirkni og hagkvæmni sem er samfara samein- ingu er því nauðsyn." Stærri atvinnusvæði „Ljóst er að stækkun og fækkun sveitarfélaga fylgir ekki einasta spam- aður í stjómsýslu heldur einnig í rekstri og fjár- festingum hins opinbera. Stærri atvinnusvæði og sveigjanlegri vinnu- markaður leiða til þess að skammtimahagsmun- ir einstakra sveitarfélaga víkja fyrir sameiginleg- um hagsmunum heilla svæða og greiða því fyrir sameiningu og samvinnu fyrirtælga. Einnig verður sá möguleiki fyrir hendi að auka samnýtingu opin- berrar þjónustu og að uppbygging samgöngu- mannvirkja, hafna, flug- valla og vega taka mið af hagsmunum heildar- innar.“ * Arangur og kostnaður „Fyrirtækin hafa horft fram á minnkandi tekjur samfara aukinni sam- keppni heima og erlend- is. Þessu hefur verið mætt með stöðugum kröfum um lækkun fram- leiðslukostnaðar og aukna hagræðingu. Markmiðið hefur öðru fremur verið að halda uppi kjörum og atvinnu. Eigi áfram að tryggja þegnunum aðstæður og kjör hliðstætt því sem gerizt í grannlöndum okkar verður að gera sömu grundvallarkröfur til sveitarstjórnarstígsins og þar verður að ná meiri árangri með minni tíl- kostnaði. Skipulags- breyting á borð við stækkun sveitarfélaga stuðlar því að aukinni samkeppnishæfni fyrir- tækja. Með sameiningu myndast möguleikar á flutningi verkefna frá riki til sveitarfélaga. Slíkur flutningur er í eðli sínu hagræðing, þvi búast má við að öll stjórn- sýsla verði umfangs- minni heima í héraði en hjá ríkisvaldinu...“. Kosningar 20. nóvember nk. „í kosningunum 20. nóvember verða greidd atkvæði um hvort óhag- kvæmt skipulag eigi að halda niðri lífskjörum og atvinnustigi. Valið stend- ur um það hvort viðhalda eigi aldagömlu hreppa- skipulagi eða hvort sveit- arfélögin eigi að þróast tíl nútímalegri og hag- kvæmari starfshátta. Úr- slit kosninganna munu eiga stóran þátt í að ákveða lífskjör á íslandi á komandi árum - valið stendur því um að styrkja kjörin eða halda aftur af þeim með úreltu kerfí.“ Raflagnaefni "N í miklu úrvali RAFSOL Skipholti 33 S.35600 Fagmenn aðstoða VIÐ TRYGGJUM ÞER NY SPARISKÍRTEINI MEÐ SKIPTIUPPBÓT Þeir sem eiga spariskírteini í flokki 1988/3D5 sem eru á gjalddaga í dag geta tryggt sér ný 5 eða 10 ára spariskírteini með skiptiuppbót hjá VÍB. Við innleysum bréfin og veitum ráðgjöf um fjárfestingar að kostnaðarlausu. Spariskírteini með skiptiuppbót bjóðast nú til 5 og 10 ára með 5% föstum vöxtum, auk verðtryggingar. Einnig fást spariskírteini með öðrum gjalddögum og Sjóðsbréf 5 sem eru bæði eignarskatts- ftjáls og mjög örugg. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um innlausn og sölu spariskírteina. Verið velkomin í VIB! VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavik, sími 91 - 68 15 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.