Morgunblaðið - 21.11.1993, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
ERLEIMT
INNLENT
Keyptur
varanlegur
kvóti eign í
skilningi
skattalaga
Hæstiréttur staðfesti þá niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur
í máli fjármálaráðherra gegn
útgerðarfélagsinu Hrönn á
ísafirði að fyrirtækið skuli í bók-
um sínum færa keyptan varan-
legan aflakvóta sem eign og af-
skrifa um 20% á ári, þar sem
með kaupum á varanlegri afla-
hlutdeild hafi fyrirtækið öðlast
réttindi sem falli undir eignar:
hugtak 73. greinar skattalaga. í
dóminum er fjallað um keyptan
langtímakvóta, ekki þær afla-
heimildir sem útgerðarfyrirtæki
fá úthlutað endurgjaldslaust á
ári hverju.
Skattalög hefta árangur af
viðskiptafrelsi
Núgildandi skattalög taka
ekki með viðunandi hætti til
ýmissa breytinga sem orðið hafa.
í atvinnu- og viðskiptalífí íslend-
inga undanfarin 15 til 30 ár, að
mati skattamálanefndar Félags
löggiltra endurskoðenda. Nefnd-
in telur að ákvæði laga um tekju-
og eignarskatt og framkvæmd
þeirra séu hvorki fallin til að
örva þátttöku íslendinga í at-
vinnurekstri erlendis né útlend-
inga til fjárfestinga hérlendis og
hefti framgang annarra laga sem
stefni að auknu frelsi í viðskipt-
um milli landa. Nefndin telur að
mikið vanti á að samræmi sé í
framkvæmd milli skattstjóra-
embætta og jafnvel innan emb-
ætta og betur þurfí að tryggja
jafnræði í viðskiptum almenn-
ings og yfírvalda og eyða skatta-
legum ójöfnuði milli mismunandi
rekstrarforma og hópa einstakl-
inga.
Lá við árekstri breiðþotna
vegna mistaka
Röð mistaka í flugumferðar-
ERLENT
NAFTA
samþykkt
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
samþykkti á miðvikudag með
miklum meirihluta Fríverslunar-
sáttmála Norður-Ameríku,
NAFTA. Er þetta talinn mikill
sigur fyrir Bill Clinton, Banda-
ríkjaforseta, sem hafði lagt mik-
ið undir til að knýja sáttmálann
í gegnum þingið. Sagði Clinton
eftir að niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar lá fyrir að Banda-
ríkjamenn hefðu þarna hafnað
einangrunarhyggju og gefíð tón-
inn fyrir framhald GATT-við-
ræðnanna.
Samkomulag um s-afríska
sijórnarskrá
Stjórn F.W. de Klerks, for-
seta Suður-Afríku, og Afríska
þjóðarráðið náðu á miðvikudag
samkomulag um drög að nýrri
bráðabirgðastjórnarskrá, sem
kveður á um jafnrétti allra kyn-
þátta í landinu. Litir íbúar lands-
ins fá kosningarétt á við hvíta
og eru fyrstu frjálsu kosningarn-
ar fyrirhugaðar í lok apríl á
næsta ári. Þá náðist einnig sam-
stjóm olli því að tvær farþega-
þotur frá SAS og Air Canada
flugu svo nærri hvor annarri
yfír íslensku flugumferðarsvæði
skömmu fyrir hádegi 11. ágúst
sl. að lá við árekstri, segir í
skýrslu flugslysanefndar. Megin-
orsök atviksins var að skeyti
flugumferðarstjóra með heimild
til annarrar flugvélarinnar um
að hækka flugið var sent rangri
vél. Árekstrarvari um borð í
Boeing 767 þotu SAS lét fiug-
stjórann vita af yfírvofandi
árekstri og gat hann hækkað
flugið í tæka tíð. Flugstjórinn
telur að ekki hafí verið meira en
500 metra fjarlægð á milli vél-
anna og að þær hafí verið í beinni
flugstefnu hvor á aðra. Nú er
unnið að því að setja árekstrar-
vara í þrjár Boeing 757 þotur
Flugleiða.
Giftusamleg björgun úr eldi
Helgu Bjömsdóttir tókst með
snarræði sínu og aðstoð tengda-
föður og eiginmanns að koma
sjálfri sér og ungum bömum
undan eldtungunum er eldri
bærinn á Haukagili í HVítársíðu
brann til kaldra kola í vikunni.
Helga var að bræða tólg í potti
í eldhúsi hússins þegar eldur
kviknaði.
Samkomulag um GATT
Samkomulag tókst milli land-
búnaðarráðherra og utanríkis-
ráðherra um efni skuldbindinga
íslands vegna landbúnaðarkafla
GATT-samninganna. Hafa verið
gerðar ráðstafanir til að koma
tilboði íslands á framfæri við
GATT, en ljúka þarf viðræðum
fyrir 15. desember næstkom-
andi. Ef það tekst má gera ráð
fyrir að íslendingar þurfí að
svara fyrir tilboð sitt í febrúar á
næsta ári. Samningurinn á að
taka gildi í ársbyijun 1995 og
verður dregið úr tollvemd í
áföngum til 2001.
íslandsbanki lækkar vexti
íslandsbanki mun lækka vexti
á verðtryggðum lánum í dag, 21.
nóvember um 0,15%. Bankinn
hefur þá á 10 dögum lækkað
vexti á öllum útistandandi verð-
tryggðum lánum um 2,15% og
eftir lækkunina á sunnudag
verða kjörvextir 5,50%.
komulag um skiptingu valda í
bráðabirgðastjórn fram að kosn-
ingum og tilhögun lögreglu- og
vamarmála á sama tímabili.
Hjálpargögn tíl Bosníu
BÍLALESTIR Sameinuðu þjóð-
anna hófu í vikunni að flytja hjálp-
argögn til Bosníu á ný eftir að
um það hafði náðst samkomulag
við leiðtoga stríðandi fylkinga í
landinu. Þetta samkomulag jafn-
gildir þó ekki vopnahléi. Flutning-
unum hafði verið hætt eftir að
danskur bílstjóri léf lífíð í árás á
bílalest SÞ í síðasta mánuði.
Kosið I Rússiandi í júní?
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, sagði í blaðaviðtali á
mánudag að til-
skipun hans um
að forsetakosn-
ingar ættu að
fara fram í júní
væri enn í gildi
þar til að hann
myndi ógilda
hana. Jeltsín
sagðist þó vera
tregur til að sækjast eftir endur-
kjöri áður en kjörtímabili hans
lyki. Þingkosningar fara fram í
Rússlandi þann 12. desember.
Reuter.
Kennedy-fjölskyldan selur „vetrarbústaðinn“
KENNEDY-fjölskyldan hefur ákveðið að selja hinn
fræga „vetrarbústað" ættarinnar í Palm Beach á
Flórida. Hjónin Joseph og Rose Kennedy keyptu
eignina árið 1933 og greiddu fyrir 120 þúsund
dollara. Þegar sonur þeirra, John F. Kennedy,
varð forseti dvaldi hann þar margsinnis og var
húsið þá kallað „Vetrar Hvíta húsið“. Húsið komst
aftur í fréttir árið 1991 er kona sakaði William
Kennedy Smith, frænda forsetans fyrrverandi, um
að hafa nauðgað sér á ströndinni fyrir framan
húsið. Hann var sýknaður af þeirri ákæm. Að
sögn Renee Harris, framkvæmdastjóra Sotheby’s
í Palm Beach, sem fengið hefur húsið í einkasölu,
fer fjölskyldan fram á sjö milljónir dollara fyrir
eignina.
EB ákveður að setja
lágmarksverð á lax
Ósló. Fré Jan Gunnar Furuty, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAMKVÆMDASTJORN Evrópubandalagsins hefur ákveðið
að setja lágmarksverð á lax, sem seldur er innan bandalagsins
og verður það að öllum líkindum rúmar 300 krónur. Var þetta
gert í kjölfar kvartana um undirboð norskra Iaxeldisfyrirtækja.
Fulltrúar laxeldis í Skotlandi
og írlandi höfðu krafíst þess að
settar yrðu magntakmarkanir á
norskan lax en það hefði komið
mjög illa við norska útflytjendur,
ekki síst þar sem nú fyrir jól er
eitt helsta sölutímabilið á laxi að
hefjast.
Lágmarksverðið mun ná til alls
þess lax sem seldur verður innan
Evrópubandalagsins og er því ekki
um sérstaka mismunun á norskum
lax að ræða. Telja Norðmenn að
með þessu hafí framkvæmda-
stjórnin vísað ásökunum Skota og
íra á hendur Norðmönnum um
undirboð á bug. Evrópuþingið
hafði einnig samþykkt ályktun á
miðvikudag þar sem Norðmönn-
um er alfarið kennt um kreppuna
á markaðinum fyrir laxafurðir.
í kjölfar kvartana frá skoskum
og írskum framleiðendum reyndi
framkvæmdastjómin að fá norsk
stjómvöld til að samþykkja höml-
ur á útflutning á norskum laxi.
Þessu höfnuðu Norðmenn á fundi
á fímmtudag og gerðu þar einnig
grein fyrir þeim aðgerðum sem
norsk laxeldisfyrirtæki hafa gripið
til til að draga úr offramleiðslu
og þar með hækka verð.
Atlanta, San Franciseo. Reutcr.
EYÐNI er nú orðin algengasta orsök þess að karlar á aldrinum
25-44 ára í Bandaríkjunum deyja fyrir aldur fram. Áður voru
slys, þ. á m. bílslys, algengasta orsökin í þessum aldurshópi.
Þetta kom fram í skýrslu sjúkdómsvamastofnunar landsins á
fimmtudag og sagði þar að eyðni hefði þegar í fyrra orðið
áttunda algengasta dánarorsök landsmanna.
Fjórða hvert andlát meðal
svartra karla er nú af völdum
eyðni í Bandaríkjunum. Eyðni er
nú ofar á áðurnefndum lista yfír
dánarorsök en manndráp og
sjálfsvíg og rétt fyrir neðan lifrar-
sjúkdóma. Meðal kvenna á aldrin-
um 25-44 ára er eyðni í fjórða
sæti og um bæði kynin gildir að
sjúkdómurinn er enn skæðari
meðal svartra og fólks af suður-
og miðamerískum uppruna en
hvítra.
Bandarískir vísindamenn við
Stanford-háskóla í Kaliforníu
skýrðu frá því í gær að þeir hefðu
fundið upp nýja aðferð til að
greina undirflokka HlV-veirunnar
sem yeldur eyðni og væri hún mun
hraðvirkari og ódýrari en fyrri
aðferðir. Framvegis myndi það
aðeins taka nokkrar klukkustund-
ir í stað vikna að greina flokkinn
og þetta myndi létta mjög róður-
inn við að fínna mótefni gegn
sjúkdómnum. Fullyrt var að að-
ferðin væri ekki flóknari en „að
sjóða egg“.
Flestir vísindamenn telja að
þegar m'ótefni verði loksins upp-
götvað muni reynast nauðsynlegt
að fínna upp margvísleg afbrigði
af mótefninu en þegar hafa
greinst sjö afbrigði af eyðni.
Reynt að hindra glæpi
Washington. Reuter.
LÖG sem ætlað er að stuðla að fækkun ofbeldisverka í Banda-
ríkjunum voru samþykkt í öldungadeild Bandaríkjaþings á
föstudag.
Frumvarpið var samþykkt með
95 atkvæðum gegn fjórum. Að
því frágengnu tók öldungadeildin
svonefnd Brady-lög til meðferðar
en þau voru samþykkt í fulltrúa-
deildinni í síðustu viku og sam-
kvæmt þeim verða að líða fimm
dagar frá því falast er eftir
skammbyssu og þar til kaupin
geta farið fram. Jafnvel var búist
við samþykkt þeirra í deildinni í
gær.
Samkvæmt frumvarpinu er ætl-
unin að fjölga lögreglumönnum
um 100.000 og reisa 10 svæðis-
fangelsi og betrunarbúðir víða um
land fyrir unga afbrotamenn.
Búðimar eru sagðar koma til með
að líkjast helst þjálfunarstöðvum
fyrir nýiiða í hernum. í frumvarp-
inu var gert ráð fyrir því að sam-
þykkt þess hefði í för með sér
22ja milljarða dollara útgjöld,
jafnvirði 1.562 milljarða króna.