Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 14

Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 F J ÖLSKYLDAN FJÖLSKYLDA Rafns Jónssonar styður hann í baráttunni. Strákarnir, Egill og Ragn- á tónleikunum í Borgarleikhúsinu með pabba sínum. Friðgerður hefur tekið þátt í ar, eru báðir í hljómsveitum á Isafirði og æfa þar á sumrin. Þeir ætla að koma fram starfi MND félagsins og vinnur við fréttabréf félagsins. í næstu viku spilar Rafn Jónsson í síðasta skipti opinberlega á trommurnar. Hann heyr daglega baráttu vid skæðan sjúkdóm og er staðráðinn í að leggja sitt af mörkum til að fella þennan illskeytta óvin MÍMMS eftir Guðna Einarsson Söngtextor eftir Rafn Jónsson Örlög mín voru ráðin þá ég berja tók vaska og fat ég keypti margar bítlaplötur spilaði fljótt á þær gat Rafn Jónsson er fæddur á Suður- eyri við Súgandafjörð í desem- ber 1954. Líkt og aðrir púkar fyrir vestan _ lærði hann snemma að vinna. I þá daga var bítlaöld í al- gleymingi jafnt í stórborgum heims- ins og á annesjum íslands. Rétt um fermingu fékk Rabbi að taka í kjuða og framtíðin var ráðin. Trommari skyldi hann verða hvað sem tautaði eða raulaði. Það var ekki verið að væla í foreldrunum um sett heldur skellti pilturinn sér á togara og svitnaði sjálfur fyrir sínum tromm- um úti á Halamiðum. Uppúr 1970 hófst innrás vestfír- skra rokksveita á höfuðborgar- svæðið. Strákarnir að vestan komu með ferskan tón inn í landspoppið. Þeir voru uppaldir við harðfísk, skötu og hnoðmör og með súg vetr- arveðranna í eyrunum. I mörgum þessara hljómsveita sat Rafn Jóns- son við trommumar. Takturinn þungur og þéttur, mótaður við kröft- ugan díseldyninn á Vestfjarðatogur- unum, keyrði stuð í mannskapinn. Nöfn eins og Náð, Ýr og Grafík hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem eru að komast á virðulegan aldur. Hljómsveitin Grafík var þeirra þekktust og starfaði með hléum í sex ár, úr þeim hópi em margir fremstu flytjendur dægurtónlistar í dag, má neftia þau Rúnar Þórisson, Andreu Gylfadóttur og Helga Bjömsson sem öll leggja Rafni lið á nýrri plötu hans. Þegar Vestfírð- ing^innrásinni linnti tók við spila- mennska með sveitum á borð við Bítlavinafélagið, Sálina hans Jóns míris og hljómsveitina Galíleó, sem Rafn hefur starfað með undanfarið. Hlustaðu á sálina þína skoðaðu þinn innri mann fer fram mikil glíma leikinn enginn kann Fyrir sex árum var Rafn tekinn fantataki af illskeyttum óvini og hefur glíman staðið hvern dag síðan. „Við vomm að fara að spila úti á landi og allt í einu var ég draghaltur," segir Rafn um hinn örlagaríka dag þegar MND sjúk- dómurinn knúði dyra. „Mér datt ekki annað í hug en að þetta væri eitthvað tilfallandi, hélt ég hefði misstigið mig án þess að taka eftir því eða eitthvað slíkt. En þetta vildi ekki batna." í hönd fóm tíðar læknaheimsóknir og loks um það bil ári seinna kom niðurstaðan. Ólæknandi sjúkdómur hafði grafíð um sig í líkama hans. „Eg fór heim í eldhús og bara grét, þetta var mér mikið áfall,“ segir Rafn. „Þetta er reyndar í eina skiptið sem ég hef brotnað niður, frá því að ég veiktist. Fljótlega tók ég ákvörðun um að setja í mig hörku og keyra mig áfram. Maður þarf að vera þijóskur til að takast á við þetta. Það þýddi ekkert að leggjast í kör.“ Rafn hefur ekki slegið slöku við og um þessar mundir er hann að senda á markað nýja geislaplötu og snældu, Eféghefði vængi. Þetta er önnur hljóðritunin sem Rafn stendur að í eigin nafni á tveimur ámm. Á henni era 9 lög eftir Rafn og semur hann einnig texta við mörg þelrra. Fjöldi þekktra hljóð- færaleikara og söngvara leggur hönd á plóginn. Sú fyrri, Andartak, náði miklum vinsældum og seldist í stóru upplagi. Ágóðinn af þeirri plötu rann til Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og MND félagsins. Arðurinn af nýju plötunni mun renna til Rannsóknasjóðs MND fé- lagsins, en það er nýstofnaður sjóð- ur sem mun veita fé til rannsókna bæði innan lands og utan. Þú smýgur inn í huga minn og óttinn flýtur að fyrir þér ég alltaf finn án þess að vita hvað Yrkisefnin bera þess merki að höfundurinn hefur þurft að kryfja erfið mál til mergjar, hann er ófeiminn við að sýna inn undir skelina og á stundum blasir ber kvikan við. „Mér finnst ekki létt að semja texta, það er erfitt að höndla og tjá það sem maður er að upplifa. Textarnir em mjög persónulegir og fjalla öðmm þræði um það hvernig maður leitar að sjálfum sér í nýjum kringumstæðum, þetta er sjálfs- skoðun. Efinn er eitthvað sem ég verð sífellt að takast á við. Þó maður sé búinn að herða sig upp og telja í sig kjark, þá leitar efínn alltaf á. Sækir sjúkdómurinn hraðar á en hann gerði? Er ég í afturför eða stend ég í stað? Þessi texti fjallar um hvemig ég hef lært að taka ef- ann og geyma hann á vísum stað... Fólk veit ekkert út á hvað þetta gengur, það sér mig, en hefur ekki séð fólk sem er lengra leitt. Með tímanum hefur sjúkdómurinn áhrif á alla útlimi, þeir rýrna og lamast. Sjúklingurinn heldur samt alltaf fullum sönsum, en undir lokin getur hann ekki tjáð sig. Það er verst að vera sambandslaus við umheiminn en hafa fulla hugsun, vit og vilja. Mér fínnst erfiðast að horfast í augu við það. Maður spyr sig hvort ekki væri betra að missa dóm- greindina líka?“ Rafn segist biðjast fyrir á hveij- um degi og hafa gert það frá því hann var barn. Hann er þó ekki kirkjurækinn, fer í kirkju við sér- stök tilefni. Á síðari árum hefur hann lesið svolítið um andleg mál- efni, en er fjarri því að vera bóka- ormur. Ég vil springa út gráta í kyrrðina gára flötina hverfa inn í sólina svífa á vit andanna dansa inn í nóttina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.