Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
Breskir íhaldsmenn boða afturhvarf til hinna gömlu gilda
Frelsi einstaklingsins eða
óhófleg afskiptí ríkisvaldsins?
Rætt um að styrkja hjónabandið og fjölskylduna og skilyrða aðstoð við einstæða foreldra
INNAN breska íhaldsflokksins hafa að undanförnu magnast kröf-
ur um að hert verði á ýmsum helstu grundvallarsjónarmiðum
flokksins á vettvangi félagsmála og tillögur um uppskurð á vel-
ferðarkerfinu liggja nú þegar á borði ríkisstjórnarinnar. Á flokks-
þingi breskra íhaldsmanna á dögunum lagði John Major forsætis-
ráðherra þunga áherslu á gildi þess að horfið yrði frá mörgum
þeim kennisetningum sem viðteknar hafa verið á undanförnum
árum á sviði menntamála og er áhrifa þessa þegar tekið að gæta.
Forsætisráðherrann er nú tekinn að orða þessa hugsun sína á
þann veg að tímabært sé að hverfa aftur til viðtekinna gilda en
íhaldsmenn greinir á um hver þau eru og hversu djúpstæð upp-
stokkunin skuli vera. „Fjölskyldugildi", þekkt hugtak úr banda-
rískri þjóðmálaumræðu, hefur á ný skotið upp kollinum í Bret-
landi.
Hefðarfólk
HEFÐBUNDIN gildi, fjölskyldan og hjónabandið, eiga undir högg
að sækja að mati breskra íhaldsmanna.
Breska tímaritið The Econom-
ist fjallar um þetta efni í Bagehot-
dálki sínum og segir að í uppsigl-
ingu kunni að vera hugmynda-
fræðileg deila í röðum breskra
íhaldsmanna. Talsmenn Majors
segja að forsætisráðherrann hafi
ekki í hyggju að boða allsherjar
afturhvarf til
fortíðarinnar.
Frekar beri að
líta verkefnið
þeim augum að
nauðsynlegt sé
að bæta mennta-
kerfið í Bretlandi og leita þurfi
nýrra leiða til að veijast þeirri
bylgju glæpa og ofbeldisverka
sem riðið hafi yfir Bretland á
undanförnum misserum. Sam-
hliða þessu beri stjórnvöldum að
Ieiða Breta út úr efnahagskrepp-
unni. Þessi umskipti kalli á að
endurvakin verði sú grundvallar-
afstaða sem nefnd hefur verið
„ábyrgð einstaklingsins."
Endurskoðun
velferðarhugtaksins
Ýmsir helstu hugmyndafræð-
ingar íhaldsmanna hafa látið til
sín taka í umræðum þessum og
hið sama hafa ritstjórar virtustu
dagblaða gert. Menn eru sammála
um að upplausn ríki í bresku sam-
félagi og að nauðsynlegt sé að
breyta velferðarkerfinu, sem löng-
um hefur verið fjárfrekt en er nú
tekið að sliga breskt efnahagslíf.
Velferðarhugtakið sjálft þarfnist
endurskoðunar því skilgreining
þess hafí ekki verið í samræmi
við þjóðfélagsþróunina.
Kraftbirtingarform upplausn-
arinnar eru mörg að mati breskra
íhaldsmanna og um sum þeirra
er alls ekki deilt. Hvergi í Evrópu
er hlutfall einstæðra foreldra svo
hátt sem i Bretlandi. Einstætt
foreldri framfleytir 17% fjöl-
skyldna í Bretlandi (samkvæmt
upplýsingum Hagstofu er þetta
hlutfall um 12% á íslandi).
Fimmta hver móðir í Bretlandi
undir 24 ára aldri er einstæð.
Helmingur
blakkra bama
fæðist utan
hjónabands. Á
sama tíma og
þessi þróun hef-
ur átt sér stað
hafa útgjöld til félagsmála aukist
gífurlega. Framreiknað hafa þau
aukist um 65% frá árinu 1979 og
um þijú prósent sem hlutfall af
landsframleiðslu.
Bent hefur verið á að það sé
öldungis ósannað að tengsl séu á
milli aukinnar glæpatíðni, vaxandi
fjölda einstæðra foreldra, og auk-
inna krafna á hendur velferðar-
kerfinu. Á hinn bóginn eru marg-
ir þeirrar hyggju að ekki sé unnt
að aðgreina þetta þegar viðbragða
samfélagsins sé þörf og að undan-
förnu hafa þeir sem telja að leggja
beri þunga áherslu á hin hefð-
bundnu gildi, hjónaband og fjöl-
skyldulíf, látið til sín taka í vax-
audi mæli.
Skilyrt aðstoð við einstæða
Skiptar skoðanir eru um með
hvaða hætti stjórnvöld geti beitt
sér í þessum efnum og raunar
heyrist það sjónarmið einnig að
slíkt geti aðeins flokkast undir
óhófleg afskipti af einkalífi við-
komandi. Þeirri hugmynd hefur
verið varpað fram að stjómvöld
geti hlaðið undir hjónabandið með
ýmsum hætti og þannig stýrkt
þessa stofnun í samfélaginu.
Bóta- og tryggingagreiðslur til
einstæðra telja sumir að binda
þurfi ákveðnum skilyrðum.
Stjórnvöldum beri með skipulögð-
um hætti að hvetja ógiftar konur
til að fresta bameignum. Skyld
þessu er síðan sú hugmynd að
aginn í samfélaginu verði almennt
aukinn þannig að foreldrar verði
t.a.m., í nafni ábyrgðar og skyldu-
rækni, látnir svara til saka sýni
afkvæmi þeirra af sér óþolandi
hyskni í skóla. I raun snýst þessi
umræða um hvar ábyrgð einstakl-
ingsins sleppir og samfélagsleg
ábyrgð tekur við. Á hvaða sviðum
ber að leggja þann kostnað, sem
tilteknar gjörðir eða atferli ein-
staklingsins framkallar, á herðar
skattborgaranna?
Portillo í sóknarhug
Vitað er að innan bresku ríkis-
stjórnarinnar eru mjög skiptar
skoðanir um hvernig bregðast
beri við þessari þjóðfélagslegu
þróun og þeim kostnaði sem hún
hefur í för með sér. Þannig eru
þeir Kenneth Clarke fjármálaráð-
herra og næstráðandi hans, Mich-
ael Portillo, á öndverðum meiði í
þessu efni. Kenneth Clarke telur
að samfélagið verði að sætta sig
við þá staðreynd að stór hluti for-
eldra í þjóðfélaginu sé og verði
einstæður. Portillo, sem margir
telja að sé nú helsti vonarpening-
ur Thatcher-armsins innan
íhaldsflokksins og hugsanlega
forsætisráðherraefni, telur hins
vegar að unnt sé að snúa þessari
þróun við þótt það muni vafalaust
taka nokkurn tíma. Portillo sem
er fertugur vann fyrir Margaret
Thatcher í kosningunum 1979 þá
aðeins 26 ára að aldri og vakti
athygli hennar. Hugsanlegt er að
hann hyggist feta í fótspor hennar
og velja sér félagsmálin sem vett-
vang sem þarfnist byltingar líkt
og Thatcher gerði er hún réðst
gegn hinum helgu véum verka-
lýðsfélaga og ríkisrekstrar á síð-
asta áratug.
Michael Portillo kveðst þeirrar
hyggju að styrkja megi hjóna-
bandið með skattaívilnunum og
að jafnframt beri að skilyrða
ýmsa þá aðstoð sem einstæðum
er nú veitt á vegum hins opin-
bera. Portillo viðurkennir að erfitt
kunni að reynast að samræma
vald og einstaklingsfrelsi en er
jafnframt heimspekilegur í svari
sínu: „Þótt takmarka beri svið það
sem valdið nær til er valdið engu
að síður forsenda þess að frelsið
verði tryggt." Sagt er að Portillo
hafi í hyggju svipað kerfi og tek-
ið hefur verið upp í tveimur ríkjum
Bandaríkjanna, Michigan og
Wisconsin en þar hefur þegar
verið dregið úr aðstoð við ein-
stæða foreldra. Að sögn breska
dagblaðsins The Independent
liggja þegar fýrir tillögur bresku
ríkisstjómarinnar, sem m.a. kveða
á um að einstæðir foreldrar.sem
skrá sig húsnæðislausa, skuli ekki
lengur njóta forgangs í húsnæði-
skerfinu og að einstæðir foreldrar
á aldrinum 16-17 ára skuli ekki
lengur fá sérstakar bætur. Á
móti munu foreldrar viðkomandi
fá aðstoð. Almennt er talið að
bætur til einstæðra foreldra verði
skertar en tillögurnar kveða einn-
ig á um að kynfræðsla verði stór-
aukin í skólum landsins. Talið er
að einnig verði reynt að innleiða
kerfí sem hamlar gegn því að ein-
stæðir foreldrar sem eru á fram-
færi hins opinbera eignist fleiri
börn.
Vitanlega hafa vangaveltur í
þessa veru þegar hleypt illu blóði
í samtök einstæðra foreldra á
Bretlandi, heyrst hefur að ein-
stæðar mæður sæti ofsóknum.
Aðrir telja það með ólíkindum að
þessar raddir skuli vera uppi innan
Ihaldsflokksins, sem jafnan hafi
boðað að ríkisvaldið eigi að hafa
sem allra minnst afskipti af lífí
einstaklingsins. Þá vaknar sú
spurning hvort það fari saman við
frelsishugtakið að ríkisvaldið
ákveði að framkalla þjóðfélags-
breytingar sem það kann að telja
æskilegar en snerta lífsform sem
margir hafa valið sér og skerða
möguleika einstaklingsins til að
haga lífi sínu að vild.
BAKSVIÐ
eftir Ásgeir Sverrisson
STÓR
PIZZA
(fyrir 3-4)
að eigin vali
A VERÐI
MIÐSTÆRÐAR
(frá 235 krónum á mann)
— mest selda pizzati í heiminum
Mjócld Hótel Esja
682208 680809
NÓVEMBERTILBOÐ A
HREINLÆTISTÆKJUM O.FL.
25-50% AFSLÁTTUR
VATNSVIRKINN HF.
Ármúla 21. simar 68 64 55 - S8 59 6S