Morgunblaðið - 21.11.1993, Side 20

Morgunblaðið - 21.11.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga spennumyndina Fanturinn, The Good Son, með bamastjömunni Macaulay Culkin í aðalhlutverki. í myndinni sýnir hann á sér nokkuð aðra hlið en áhorfendur þekkja úr Home Alone myndunum. Mátar ÞEIR félagar Mark og Henry eru mestu mátar í byrjun en fljótlega verður Mark ljóst hið illa innræti frænda síns. Hugmyndaríkur UPPÁTÆKI Henrys eru af margvíslegum toga og virðist ímyndunarafli hans vera lítil takmörk sett. Hið illa hefur margar ásjónur FANTURINN, eða The Good Son, hefur verið ein mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum frá því að myndin var frumsýnd þar í haust og í byijun nóvember hafði myndin þegar halað inn rúmlega 40 milljónir dollara i kassann. I myndinni leikur Macaulay Culkin hinn slótt- uga Henry Evans, ungan dreng sem býr yfir margvís- legum leyndarmálum. Á yfirborðinu er hann skýr strák- ur sem er elskur að foreldrum sínum, góður við litlu systur sína og tryggur vinur vina sinna, en undir engil- blíðu útlitinu leynast illar hvatir og hugsanir sem myndu ofbjóða hans nánustu ef þær væru þeim kunnugar. En það sem hinum fullorðnu reynist hulið getur verið sýni- legt öðru barni, og þegar Mark Evans (Elijah Wood) frændi Henrys kemur til að búa hjá ættingjum sínum eftir að hafa misst móður sína, þá kemst hann að raun um að hið illa hefur margar ásjónur. í fyrstu kemur frændun- um ungu ágætlega saman þar sem þeir leika sér og gera margvísleg prakkara- strik. Það breytist hins vegar smám saman eftir því sem samband Marks og mömmu Henrys verður nánara, en það er Henry síður en svo að skapi. Og eftir því sem Mark kynnist Henry nánar þeim mun minna þykir honum til hans koma. Þetta á sér- staklega við eftir að Henry drepur hund nágranna síns, sendir litlu systur sína út á ótraustan ís, og verður þess valdandi að tíu bílar lenda í árekstri á hrað- brautinni. Það er því engin furða að Mark tekur að efast um að slys hafí vald- ið því að yngri bróðir Henr- ys drukknaði eins og álitið hafði verið á sínum tíma. Þegar hann svo reynir að gera hinum fullorðnu grein fyrir því hvert sé hið raun- verulega eðli Henrys halda hins vegar allir að það sé hann sjálfur sem sé trufl- aður á geðsmunum og frá- fall móður hans sé orsökin fyrir því. Leikstjóri The Good Son er Joseph Ruben, en hann hefur m.a. leikstýrt spennumyndunum Sleep- ing With the Enemy, með Juliu Roberts í aðalhlut- verki, og The Stepfather. Hann segir að þótt myndin fjalli á yfírborðinu um tvo drengi, annan góðan og hinn vondan, þá sé hún í raun og veru um einskæra óútskýranlega illsku á óvæntum stað, þ.e. innra með yndislegum og heill- andi tólf ára gömlum dreng, en boðskapurinn sé að það sé ekki endilega ástæða fyrir þessari illsku. „Ég kann vel að meta spennumyndir vegna þess að í þeim er hægt að gera meira á myndrænan hátt en í flestum öðrum tegund- um kvikmynda. Það er hægt að hafa myndavélina á hreyfingu, leika sér að lýsingunni og hafa stjóm á öllum þáttum í mynd- inni. Það er vissulega ánægjulegt að geta náð fram tilfínningalegum við- brögðum hjá áhorfendum á þennan hátt og fá þá til þess að stökkva upp í sæt- A þunnum ís HENRY kemur systur sinni í lífshættu með því að fara með hana út á ótraustan ís. Vantrú ÞEGAR Mark reynir að segja hinum fullorðnum frá illsku Henrys leggur enginn trúnað á það sem hann segir. unum og öskra,“ segir Ruben. Áskorun að breyta ímynd barnasljörnunnar Ruben segist ekki hafa viljað æfa leikarana ungu of mikið í hlutverkum sín- um áður en tökur á kvik- myndinni hófust, en það hefði dregið úr ósjálfráðum viðbrögðum þeirra og eðli- legri framkomu á hvíta tjaldinu. Hann segir að það hafí ekki valdið minnstu um að hann tók að sér að leikstýra myndinni að hinn bjartleiti Macaulay hafði verið ráðinn til að leika strákinn með skuggalegu hliðamar og jafnframt hafí það verið ákveðin áskorun að breyta ímynd bama- stjömunnar í augum áhorfenda. Þá hafí það einnig verið spennandi að kvikmynda söguna frá sjónarhóli barns og taka myndina frá lágu sjónar- horni alls staðar sem því var komið við, en með því hafí gefíst tækifæri til að gæða kvikmyndina magn- þrunginni hræðslutilfínn- ingu. „Þegar þú ert krakki er allt risavaxnara og til dæmis þegar þú vaknar upp um miðja nótt þá eru skuggarnir á veggjunum orðnir að algjörum ófreskj- um. Og þegar þú ert krakki þá óttastu það hvað mest að enginn trúi því sem þú segir. Þennan ótta förum við með á ystu nöf í mynd- inni. Mark veit hvað Henry er að bralla, en hins vegar vill enginn hlusta á hann því það sem hann sakar Henry um er of ótrúlegt til þess að hægt sé að leggja á það trúnað,“ segir hann. Handritið að The Good Son skrifaði breski skáld- sagnahöfundurinn Ian McEwan. Hann hefur skrifað fimm skáldsögur og hafá tvær þeirra, The Comfort Of Strangers og Black Dogs, verið tilnefnd- ar til Booker-bókmennta- verðlaunanna. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sög- um hans og hefur hann í nokkrum tilfellum skrifað kvikmyndahandritin sjálf- ur. Ný hlið á barnastjörnunni MACAULAY Culkin sýnir svo sannarlega á sér aðra hlið I The Good Son heldur en í gamanmyndinni Home Alone 2: Lost in New York, þar sem hann fór á nýjan leik með hlutverk hins hugprúða Kevins McCallisters úr Home Alone, sem er fjórða mest sótta kvikmynd allra tíma. Það var Kit Culkin, faðir bamastjörnunnar og umboðsmaður, sem fékk því framgengt að Mac- aulay fengi hlutverk hins illa innrætta Henrys, en með því vakti fyrir honum að opna dymar fyrir hinn þrettán ára gamla son sinn að fullorðinshlutverkum. Kit Culkin er álitinn einn af áhrifamestu mönnum í Hollywood vegna vel- gengni og vinsælda sonar hans og þvf hefur hann getað fengið því framgengt sem hann hefur óskað. Þannig fékk hann hlutverk fyrir sjö ára gamla dóttur sína, Quinn, í The Good Son, en í myndinni leikur hún litlu systur Henrys. Gagnrýnendur vestan hafs telja flestir hveijir að með áræðni sinni hafi Kit Culk- in ekki stefnt ímynd sonar síns í hættu með því að láta hann leika í The Good Son, heldur hafí honum þvert á móti tekist að sýna fram á að Macaulay sé ákaflega hæfíleikaríkur leikari. Sjálfur sýndi strák- ur að hann bar engan kvíð- boga fyrir hlutverki sínu í mjmdinni og ekki varð vart neinna stjömustæla hjá honum eins og kannski mætti búast við hjá 13 ára strák sem fékk ríflega fímm milljónir dollara greiddar fyrir hlutverk sitt í myndinni. Macaulay Culkin kom fyrst fram opinberlega á sviði þegar hann var fjög- urra ára gamall, en það var í New York J)ar sem hann er fæddur. Á næstu árum kom hann fram í ýmsum leikritum og þá oftast nær í aðalhlutverki, en fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann árið 1987. Það var í kvikmyndinni Rocket Gi- braltar þar sem hann lék á móti Burt Lancaster, en skömmu síðar lék hann son Jeff Bridges og Farrah Fawcett f mynd Alans J. Pakulas, See You in the Morning. Þá lék hann með Tim Robbins í Jacob’s Ladder og með John Candy í Uncle Buck, en það var síðan í Home Alone sem hann sló í gegn fyrir al- vöru. Culkin hefur nýlega lokið við að leika í Hnetu- bijótnum, kvikmynd sem gerð er eftir einu frægasta verki Tsjajkovskís, og um þessar mundir er hann að leika í gamanmyndinni Getting Even With Dad þar sem hann leikur á móti Ted Danson. Milljónasnáðinn MACAULAY Culkin sýnir á sér nýja hlið í The Good Son, og þykir þessi há- launaða barnastjarna þar með hafa sýnt fram á að hún eigi framtíð fyrir sér í kvikmyndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.