Morgunblaðið - 21.11.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 21.11.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 Svava Sölvadótt- ir — Minningarorð Fædd 31. október 1909 Dáin 12. nóvember 1993 Elsku besta amma mín! Nú ertu farin og mér fínnst allt svo tómlegt. Nú kemur engin amma í sunnudagsmatinn til okkar. Ég man þegar við komum til þín í Norður- brúnina og þú varst alltaf að lauma 100 krónum í lófa okkar systkinanna sem við geymum í baukunum okkar. Alltaf viidir þú vera að gleðja okkur með gjöfum. Þú varst alltaf svo góð og nú sakna ég þín svo voða mikið. Ég ætla að biðja Guð og englana að geyma þig. Þín Berglind Ýr. Margt er það og margt er það sem minningamar vekur og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Okkur systkinin langar í nokkrum orðum til að minnast elsku ömmu okkar, Svövu Sölvadóttur, sem lést á Borgarspítalanum 12. nóv. sl. Þó að dauðinn sé óumflýjanlegur og eitt af því fáa sem við getum verið viss um í þessu lífi sé það að lífið tekur einhvem tímann enda hjá okkur öllum, er hann alltaf jafn sár og alltaf jafn erfítt að horfast í augu ~*við hann. Það eru ekki nema rétt tæpar þijár vikur síðan við vomm í afmælinu hennar Svövu ömmu, þar sem hún var að halda upp á 84 ára afmælið sitt. Þá gmnaði engan að svo skömmu síðar myndi hún sofna svefninum langa, en dauðinn gerir svo sannarlega ekki alltaf boð á und- an sér. En þegar dauðann ber að garði vakna minningamar og samvem- stundimar verða ljóslifandi. Við >Lsystkinin minnumst þess t.a.m. vel að þegar við vomm böm rifumst við oft um það hvort okkar fengi að gista hjá Svövu ömmu, svo gaman var það. Alltaf fann hún eitthvað nýtt og skemmtilegt að sýna okkur, þá kenndi hún okkur margar bænir, sem hún bað okkur svo að fara með fyrir svefninn og þegar við fómm heim aftur leysti hún okkur alltaf út með ýmsum gjöfum. Svava amma var gestrisin með eindæmum og gestir hennar aldrei of margir. Hún hafði svo sannarlega tíma fyrir okkur sem sóttum hana heim og taldi ekki eftir sér fyrirhöfn svo að enginn færi ómettaður frá hennar borði. Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Þegar við heimsóttum Svövu ömmu á gjörgæsludeild Borgarspít- alans fyrir rúmum tveimur vikum fórust henni svo orð: „Það er verst að geta ekki boðið ykkur neitt.“ Þessi orð segja meira en margt annað um þessa hjartahlýju og gestrisnu konu. Umvafin slöngum og með súrefnis- grímu á andlitinu var það hennar eina áhyggjuefni að geta ekki boðið okkur neitt. Umhyggjusemi og hjartahlýja Svövu ömmu var mikil. Alltaf var hún að spyrja um líðan annarra og sérstaklega ef einhver í fjölskyldunni var veikur. Við höfum það einna helst á tilfinningunni að það hafí skipt ömmu meira máli hvemig öðr- um leið heldur en henni sjálfri. Svava amma hafði yndi af því að spila og oft sátum við með henni fram eftir kvöldi og spiluðum marías eða manna. Þá sagði hún okkur skemmtilegar sögur og fræddi okkur um fólk úr ætt sinni, því sleip var hún í ættfræðinni og ótrúlega minn- ug af svo gamalli konu að vera. Aldrei hraut henni hnjóðsyrði af vörum og aldrei heyrðum við hana hallmæla nokkurri sál. Jólin koma oft upp í hugann þegar við hugsum um þær stundir sem við áttum með Svövu ömmu. Maður fyll- ist tómleika þegar maður hugsar til komandi jóla án hennar. En nú er hún Svava amma fallin frá. Hún skilur eftir sig djúpa gjá í hjörtum okkar sem þekkjum hana, gjá sem seint verður fyllt upp í. Það eina sem við eigum eftir eru ótal minningar um þessa góða konu. Það verður skrýtið að halda jól án hennar. Elsku amma, við geymum minn- ingu þína í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Egill R. Sigurðsson og Linda B. Sigurðardóttir. Elsku góða amma min. Það er svo sárt að þú skulir vera farin frá okkur. Við fórum oft til þín á sunnudögum og alltaf gafst þú okkur svo gott með kaffínu. Þú varst svo góð við alla. Ég á alltaf eftir að sakna þín, amma mín. Ég vona að þér líði vel núna því að nú hittir þú afa Egil og foreldra þína. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H. Pétursson) Þín Jóhanna Björk. Á morgun, mánudaginn 22. nóv- ember, fer fram frá Fossvogskirkju útför móður minnar, Svövu Sölva- dóttur. Mamma fæddist i Skógum í Amarfirði hinn 31. október árið 1909 og var hún elst sex systkina. Foreldr- ar hennar voru hjónin Pálína Eles- eusardóttir og Sölvi Bjamason. Systkini hennar voru Bjami, en hann drukknaði rétt innan við þrítugt, Eleseus eldri, dó ungur, Eleseus yngri, fæddur árið 1915, dáinn árið 1983, Páll, fæddur árið 1917, kvænt- ur Ólínu Friðriksdóttir og búa þau í Reykjavík, og yngstur var Pétur Mikkel, en hann dó 12 ára gamall. Mamma ólst upp við búskap og stundaði hún almenn sveitastörf eins Guðný Torfa- dóttir — Minning Guðný Torfadóttir var fædd 15. sepember 1914 í Branton í Kanada. Foreldrar hennar voru hjónin Torfi Bjömsson og Stefanía (Guðnadóttir) Bjömsson. Á meðan heimsstyijöldin geisaði fluttust þau Torfi og Stefan- ía heim, nánar tiltekið til Seyðisfjarð- ar, ásamt þrem börnum sínum; Guð- mundi Guðjóni, Ragnari og Guðnýju. Fjórða barnið, Ólaf, eignuðust þau 1918, þá komin til Reykjavíkur. Á því ári kom spænska veikin og úr henni dó Stefanía. Þegar þetta gerð- ist var Torfí sjómaður á norskum skipum. Þá var það sem Jón Páls- son, bankagjaldkeri við Landsbanka íslands, og kona hans tóku Ragnar og Guðnýju að sér. Jón Pálsson var um margt merkismaður. Hann var forystumaður í hinni fjölmennu og áhrifamiklu sveit Templara. Hann gaf út bækur um þjóðlegan fróðleik, hann var dýravinur og umhverfís- sinni og síðast en ekki síst studdi hann efnilega listamenn til náms, þar á meðal Pál ísólfsson. Árið 1925 fiuttist Jón Pálsson og fjölskylda hans í glæsilegt hús á Líklristuvinnustofa Lijvinclar Ai Vmasonap Úftc [jónusta t ffistusmíái Vesturhlíð 3 ♦ Sími: 13485 '♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasími: 39723 Laufásvegi 59. Guðný var nú orðin gjafvaxta, hafði farið á húsmæðra- skóla í Danmörku og hafði kynnst ungum manni, Kristni Vilhjálmssyni, blikksmið. Leiðir þeirra höfðu legið saman í Góðtemplarareglunni og heimili hans var heldur ekki langt undan, eða á Laufásvegi 20. Þau giftu sig 1940. Eins og áður segir var Kristinn blikksmiður, sem vann um þær mundir hjá Nýju blikksmiðj- unni. Síðan gerðist hann starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur og þar var hann til 1969 en þá var hann jafn- framt orðinn starfsmaður húseigna Templara í Reykjavík og Jaðri. Þaðan lá starfsvettvangur Kristins í Templ- arahöllina við Eiríksgötu og nú síðat í Veltubæ við Skipholt. Fáir eða eng- ir bindindismenn eiga að baki eins merkilega athafnasögu og Kristinn og þar stóð Guðný dyggilega við hlið hans. Heimili þeirra var okkur öllum opið og þar voru oft samankomnir þeir sem mótað hafa stefnu bindind- ismanna hina síðari áratugi og þau eru ófá kvöldin og nætumar sem ég hef átt hjá þeim hjónum. Guðný var góðviljuð kona og ákaflega vinaföst. Síðustu árin gekk hún ekki heil til skógar. Þau Kristinn og Guðný eign- uðust tvö böm: Önnu Sigríði, fædda 10. febrúar 1942, gifta norskum manni, Finn Fredriksen, og eiga þau fjögur böm; og Jón, trésmið, fæddan 17. október 1946. Að leiðarlokum sendum við hjónin Kristni og fjölskyldulians okkar inni- legustu kveðjur og samúðaróskir. Hilmar Jónsson. Mánudaginn 22. nóvember verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík og þau gerðust í þá daga. Faðir henn- ar var bæði sjómaður og bóndi og var hann þekktur skútusjómaður og aflasæll. Hún elst upp á Skógum, Laugabóli og Steinanesi sem allt eru bæir í Arnarfirði og em iöngu komn- ir í eyði, en þar bjó hún hjá foreldrum sínum, þar til hún stofnaði eigið heimili. Æska mömmu var eins og al- mennt gerðist í þá daga. Lífið sner- ist að mestu um að sinna sveitastörf- um og þegar tími gafst til leikja voru bræðurnir hennar einu leikfé- lagar. Menntun var ekki mikil í þá daga. Auk þeirrar almennu fræðslu sem hún fékk frá farkennurum er heimsóttu bæina dvaldi hún einn vetur í vist og læri, þá 13 ára, hjá Ingunni Jensdóttur og Magnúsi Jóns- syni á Bíldudal. Hún varð snemma læs og tíðkaðist það á dimmum vetr- arkvöldum að hún læsi fyrir heimilis- fólkið og var hún oft kölluð „lestrar- kappinn". Mamma giftist pabba, Agli Svein- björnssyni frá Krosseyri, árið 1930 og bjuggu þau fyrstu árin að Steina- nesi með foreldrum hennar, en fluttu síðan til Bíldudals. Á Bíldudal bjuggu þau til ársins 1946, en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Pabbi hafði þá átt við langvarandi veikindi að stríða og þurfti að leita lækninga í Reykjavík. Á Bíldudal starfaði mamma við fisk- vinnslu en pabbi stundaði sjó- mennsku. Er þau fluttust til Reykjavíkur bjuggu þau fyrstu mánuðina í leigu- húsnæði inn við Laugardal, en festu fljótlega kaup á litlu húsi við Háa'eit- isveg og bjuggu þar til ársins 1963. Á þessum árum var mamma að mestu heimavinnandi húsmóðir, en hafði þó starfað frá því um 1960 hluta úr degi á elliheimilinu Grund, en pabbi hafði starfað sem verka- maður á meðan heilsan leyfði, við vikursteypu og fiskvinnu. Þessi ár voru oft ansi erfið hjá mömmu, lítil fjárráð, stórt heimili, þröngur húsakostur og nánast engin nútíma heimilistæki til að létta störf- in, svo og veikindi pabba. í lok árs- ins 1966 fluttist ijölskyldan í nýtt og gott leiguhúsnæði við Kleppsveg, en tæpu ári síðar missir hún pabba eftir langvinn veikindi. Um þetta leyti hóf hún störf í eldhúsinu á Kleppsspítala og þar starfaði hún til ársins 1982, síðustu árin þó aðeins í hlutastarfi. Síðustu fjögur ár ævi- útför Guðnýjar Torfadóttur, en hún lést 11. nóvember sl. í Landspítalan- um_ eftir ströng veikindi. Áður en varir er ævinnar dagur að kveldi. Víst er, að þeim dómi verð- ur ekki áfrýjað. Guðný fæddist í Kanada árið 1914, dóttir Stefaníu Guðnadóttur og Torfa Bjömssonar. Fjögurra ára gömul var hún tekin í fóstur af þeim heiðurs- hjónum Önnu Sigríði Adólfsdóttur og Jóni Pálmasyni. Starfaði hann lengi sem aðalféhirðir Landsbanka íslands, eða til ársins 1928. Einnig var hann lengi organisti Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Jón Pálsson gerðist starfsmaður bankans árið 1909 þeg- ar bankamálin stóðu sem þæst og allri bankastjóminni með Tryggva Gunnarsson í broddi fylkingar var vikið frá störfum. Var loft lævi bland- ið og hefur Jón eflaust ekki farið varhluta af því. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, en í spönsku veikinni árið 1918 tóku þau tvö fósturböm, Guðnýju og innar bjó mamma í Norðurbrún 1 í Reykjavík. Mamraa eignaðist sex börn. Þau em: Ársæll, kvæntur Jóhönnu Guð- mundsdóttur og búa þau á Tálkna- firði; Ingi Rafn, ókvæntur, býr í Reykjavík; Dísa, ekkja, búsett í Bandaríkjunum; Sólbjört, gift Sig- urði Gíslasyni, búsett í Reykjavík; Sölvi kvæntur Guðrúnu Einarsdótt- ur, þau búa í Reykjavík, og Svein- björn, kvæntur Sigrúnu Önnu Jóns- dóttur, búsett í Reykjavík. Mamma eignaðist 17 barnaböm og sjö bama- barnabörn. Ég og systkini mín minnumst mömmu sem blíðlyndrar og hógvær- ar manneskju, sem vildi öllum vel, lagði ekki illt til fólks, heldur reyndi frekar að sætta. Hún var mjög gestr- isin og gjöful, þótt ekki væri hún rík af veraldlegum auði. Barngóð var hún og elskuð mjög af bamabömum og langömmubömum sínum. Ekki var hún síður hlý tengdabörnum sín- um og ávallt þakklát öllum sem réttu henni hjálparhönd. Systur mínar minnast þess sér- staklega þegar þær komu heim úr skólanum sem börn, oft ískaldar á höndum og fótum eftir langa göngu um hávetur í frosti og snjó. Þá byrj- aði mamma að nudda kaldar hendur þeirra og fætur og hlúa að þeim með heitu kakói og öðmm notalegheitum. Þeim finnst gott að minnast þess að alltaf var mamma heima til að taka á móti þeim er þær vom í bama- skóla og þurftu mest á henni að halda. Ég minnist þess einnig sér- staklega þegar ég var einn eftir heima hjá mömmu, hvað hún hugs- aði vel um „litla drenginn sinn. Allt- af var heitur matur í pottunum enda þótt ekki væri alltaf komið á réttum tíma í matinn. Já, hún mamma hugs- aði svo sannarlega vel um bömin sín. Ég minnist þess einnig hversu gaman henni þótti að spila. í æsku minnist ég glaðværðar við spilaborð- ið þegar vinafólk kom í heimsókn til að taka nokkur spil og síðar eftir lát pabba, er mamma var í spilaklúbbi með nokkrum vinkonum sínum, þá var nú mikið hlegið og mikið gaman. Elsku mamma, við systkinin geymum öll ljúfar minningar um þig og góðmennsku þína. Megi góður guð varðveita þig og blessa. Þinn sonur, Sveinbjörn Egilsson. Ragnar. Þetta mikla menningar- heimili á Laufásvegi 59 í Reykjavík, þar sem Guðný ólst upp, laðaði að sér stóran hóp vina og skjólstæð- inga. Margt annað fólk dvaldist á heimili þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna nokkra af mestu tónlistarmönnum þjóðarinn- ar eins og Pál heitinn ísólfsson og Ragnar Bjömsson organista. Krist- inn föðurbróðir minn, eiginmaður Guðnýjar, hefur sagt mér að þama hafí oft setið í góðu yfírlæti miklir andans menn og listamenn, einkum tónlistarmenn, en heimilisfaðirinn var kunnur organleikari og húsfreyj- an var komin af einni kunnustu tón- listarætt landsins. Voru þau þre- menningar að frændsemi Syðra-Sels- hjónin Páll og Margrét, Einar-„borg- ari“ á Eyrarbakka, faðir Sigfúsar tónskálds og dómkirkjuorganleikara, Sigríður á Stokkseyri, dóttir Jóns ríka í Móhúsum og móðir Adólfs bónda í Stokkseyri föður Önnu. Var þetta ein mesta söngætt landsins og hefur tónlistargáfan fylgt þessu fólki alla tíð. Árið 1940 giftist Guðný eftirlif- andi eiginmanni sínum, Kristni Vil- hjálmssyni. Eignuðust þau tvö mann- vænleg börn, Önnu Sigríði, fædd 1942, húsmóðir, gift norskum versl- unarmanni, Finn Frederiksen, búsett í Noregi og eiga þau fjögur börn, og Jón Pálsson, alnafni fósturafans, fæddur 1946, trésmiður og ókvæntur í föðurhúsum. Guðný var sú gæfukona að fá til samfylgdar eiginmann, sem skildi hana og mat að verðleikum, mikinn ágætismann og sannkallað valmenni sem var henni jafnmikils virði í blíðu og stríðu, örugg stoð og nærgætinn vinur og félagi. Hún fór vel með þær náðargjafir, sem henni voru veittar. Hún var trygg fólkinu sínu og góð börnum sínum og vinum. Ég sendi fjölskyldu hennar og ást- vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Sigríður Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.