Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 27

Morgunblaðið - 21.11.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 27 Agnar Bragi Magn- ússon — Minning Fæddur 3. desember 1905 Dáinn 7. september 1993 Foreldrar Agnars voru hjónin Ögn Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon,. er fluttust vestur um haf fyrir aldamótin. Þau áttu þijá syni. Elstur var Sigurður Tryggvi, er fæddist í Vatnsdal 5. október 1897. Hann starfaði sem tannlækn- ir í Seattle í 55 ár og lést þar 2. apríl 1979. Annar var Guðmundur Frímann. Hann fæddist í bænum Cavalier í North Dakota í Banda- ríkjunum 14. mars 1901. Hann rak um tíma bifreiðaverslun í Seattle og lést þar á árinu 1958. Yngsti bróðirinn var hinn nýlátni Agnar Bragi. Hann fæddist á Point Roberts og þar lést hann. í þessari tslendingabyggð settust þau Ögn og Magnús að á landnámsjörð sinni á árinu 1901. Dóttir Agnars Braga, Ögn Kimberley Magnússon (kölluð Kim) hefur skrifað um föður sinn minningargrein, sem fer hér á eftir í íslenskri þýðingu: „Agnar Magnússon, 1890 Ben- son Road, Point Roberts, lést 7. september 1993, 87 ára. Móðir hans, Ögn Guðmundsdótt- ir, og faðir hans, Magnús Magnús- son, fluttust tii Point Roberts frá North Dakota. Þar ólst Agnar upp með bræðrum sínum tveimur, Sig- urði og Frímanni. Húsið var byggt úr efniviði frá niðurlögðum fisk- gildrum, og stendur enn á gatna- mótum Benson og South Beach Road. Hann var skírður í höfuðið á móður sinni, Agnar, dregið af Ögn. Upp úr 1920 voru ekki nema 10 bekkir í skólanum á Point Roberts. Því var það, að Agnar fór til Port- land, Oregon, til að ljúka mennta- skólanámi. Hann fór síðan aftur heim til Point Roberts. Þessu næst fékk hann móður sína til að koma með sér til Seattle og vera hjá hon- um á meðan hann var við nám í háskólanum, University of Wash- ington. Eftir lát móður sinnar settist Agnar aftur áð í gamla bústaðnum á Point Roberts, _ sem hafði lengi verið mannlaus. íslensk fjölskylda í nágrenninu var í húsnæðisvand- ræðum, svo hann bauð fólkinu að koma og búa hjá sér. Þessi ijöl- skylda bjó hjá honum í nokkur ár sem hans eigin fjölskylda. Nokkru seinna frétti hann af tilviljun, að til stæði að sýslan seldi jörðina hans vegna vangoldinna skatta. Hann hraðaði sér til Bellingham til að tryggja sér jörðina og frétti þá, Minning Stefán Halldórsson að aðrir hefðu sótt um að fá hana. Þrátt fyrir þetta tókst honum að halda jörðinni með því að veðsetja væntanlegar tekjur sínar af prammafarmi af tijákvoðuviði. Sýslan leyfði honum að halda áfram að greiða á þennan hátt í fimm ár, og þannig tókst honum að kaupa jörð fjölskyldu sinnar á kreppuárun- um, þegar lítið var um lausafé. A þessum árum vann Agnar við fískveiðar og krabbaveiðar, gróf upp skeljar í fjörunni handa niður- suðuverksmiðjunni á staðnum, og gróf brunna fyrir ábúendur með handverkfærum. Síðdegis mörgum árum seinna gekk lagleg blaðburðarstúlka frá Oseyrarbæ í nágrenninu inn á lóð- ina hjá honum. Hún hét Shirley Dennison, og hann gerði við leka slöngu á hjólinu hennar á meðan hún las nokkur af ljóðum sínum fýrir hann. Þau giftusi á árinu 1948 og ólu með tímanum upp þijú börn í bænum þar sem Agnar hafði alist upp. A sjötta áratugnum byggði Agn- ar og rak sögunarmyllu á landar- eign fjölskyldunnar. A sjöunda ára- tugnum keypti hann nokkra land- skika sem hann gerði að byggingar- lóðum og seldi síðar ýmsu fólki. Margt af þessu fólki varð langtíma vinir hans. A æviskeiði sínu nytjaði hann skóglendið á jörð sinni þann- ig, að hann gat fjórum sinnum upp- skorið söluhæfan trjávið af sama landinu. Hann var sjálfboðaliði við eld- varnir áður en Point Roberts kom sér upp slökkviliði og var vel kunn- ur vatnsfötuhandlöngun og skóflu- liði áður fýrr. Hann gegndi einnig störfum vatnseftirlitsmanns og nýtti í því starfí hvern möguleika til að ná í vatn handa samfélagi, sem leið af alvarlegum vatnsskorti. Agnar lagði marga vegi um Point Roberts, þar á meðal um hina ill- ræmdu Slönguhæð, Snake Hill, sem er hluti af Providence Road. Agnar var mjog hrifínn af sögu víkinga og menningu. Eins og margir íslendingar taldi hann sig mjög til þessa hluta forfeðra sinna. Hann hafði lengi dreymt um að ferðast til íslands, og loksins kom að því að sá draumur rættist á ár- inu 1974. Honum tókst að heim- sækja fæðingarstað móður sinnar og heimsins fyrsta þingstað, þar sem fornmenn þinguðu, og jafn- framt að endurnýja löngu glötuð tengsl við skyldmenni sín, en mörg þeirra hétu líka Agnar. Áttatíu árum eftir fæðingu Agn- ars fæddist honum sonarsonur í sama sveitabænum og hann sjálfur og börn hans höfðu alist upp í. Þarna var þá komin fjórða kynslóð- in af Magnússon-ættinni á sama stað. Agnar var síðasti eftirlifandi frumheiji sinnar kynslóðar af þeim hópi íslendinga, sem settist upphaf- lega að á Point Roberts. Hann var alkunnur fyrir góðvild sína, greiða- semi, gestrisni, þurra kímnigáfu, óvenjulega tungumálakunnáttu, þjóðsagnakennda vinnuhneigð og aldrei skyldi gleyma hans öru lund. Hann lætur eftir sig konu sína Shirley, þijú börn: Kristínu Lomedico, Ógn (Kimberley) Magn- ússon, Trygve Magnússon, og fímm barnabörn: Tom Mojica, Georgia Mojica, Travis Bragi og Holly Magnússon, og tvo bróðursyni: Tom og Gerry Magnússon. Hinsta ósk hans var, að ösku hans skyldi dreift yfir gröf ástkærr- ar móður hans. Agnari var heitt unnað og hans verður sárt saknað.“ Hér lýkur minningargrein Agnar Kimberley um föður hennar. Hún lætur þess getið, að á íslensku deild- inni í Norræna safninu í Ballard, Washington, megi sjá verðlauna- myndir af hjónunum Ögn Guð- mundsdóttur og Magnúsi Magnús- syni. Ögn er sýnd með sínum mörgu kindum, og Magnús í vegavinnu við að leggja Benson Road. Point Roberts, sem landar vestra nefna jafnan Tangann, er vestasti hluti meginlands Bandaríkjanna, þar sem 49. breiddargráða myndar landamæri Kanada og Bandaríkj- anna og liggur þvert yfir Tangann. Hann telst því til Washington-fylk- is. Njáll Þórarinsson. * Armann Guðmunds son - Minning Fæddur 21. nóvember 1918 Dáinn 29. október 1993 Mig langar að minnast afa míns, sem hefði orðið 75 ára í dag, 21. nóvember, nokkrum orðum. Afi var alltaf mjög hress og kát- ur. Ég man ekki mjög oft eftir hon- um með sorgarsvip. Hann var mér alltaf mjög kær. Þegar ég var yngri fórum við stundum á sunnudögum í matarboð til afa og ömmu og þá stökk maður upp í fangið á afa og hjúfraði sig að honum og síðan var farið að hlusta á plötur og sungið á meðan amma tók til matinn. Við matarborðið var oft mjög mikið fjör, en eftir matinn lagði afi sig og á meðan lékum við okkur og biðum eftir því að afi vaknaði og færi í bíltúr með okkur. Þegar ég var tíu ára fékk afi heilablóðfall og lamað- ist á hægri helmingi líkamans og átti mjög erfitt með að tjá sig. Við skildum hann oftast, en mamma var samt best í því. Afi fylgdist alltaf mjög vel með öllu, hann hlust- aði á allar fréttir og svo sögðum við honum frá því sem gerðist í bænum, sérstaklega því sem gerðist við höfnina. Afí var alltaf mjög glaðvær þó að hann ætti erfítt með að tjá sig. Síðustu æviár sín var afi á sjúkrahúsinu. Oftast þegar ég gekk þar fram hjá sat afi við gluggann og vinkaði mér, en núna er tómlegt að labba framhjá, enginn afí við Fæddur 20. nóvember 1923 Dáinn 8. nóvember 1993 Ég ætla að senda nokkur orð til að kveðja elsku afa minn. Það er svo erfitt að vera langt í burtu á svona stundum og geta ekki verið með og fylgt þér síðasta spölinn. Minningarnar hrannast upp, margar minningar á ég sem lítil stelpa. Hann afi var alltaf svo skemmtilegur og lífsglaður, og þeg- ar hann var að hjálpa mér við lær- dóminn var allt svo auðvelt. Ég man líka þegar fjölskyldan kom saman að það brást aldrei að hann kom öllum til að hlæja og líða vel. Ég man líka þegar hann veiktist, gluggann. Afi var í miklu uppáhaldi hjá mér og mér fínnst mjög erfítt að þurfa að kveðja hann svo fljótt. Ég hlakka mjög mikið til að hitta þig aftur uppi á himnum, afí minn. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár. Minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Þín afastelpa, Sigríður Margrét. að það voru mjög erfiðir tímar fyr- ir okkur öll og sennilega mest fyrir hann sjálfan því að hann var svo vel gefínn og yndislegur maður, pabbi og afi. Þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu, elsku afi minn, en mér er huggun að vita að þú ert laus við þjáningar og ert nú meðal vina sem á undan þér hafa farið. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? (Kahlil Gibran). Guð geymi þig afi minn. Hekla í Tyrklandi. Fæddur 11. júní 1948 Dáinn 15. nóvember 1993 Uppáhaldsfrændi minn er dáinn. Frá því að ég man eftir mér var Ármann mér alltaf svo góður. Allt- af var hann að gera eitthvað fyrir mig, gefa mér fallegar og yndisleg- ar gjafír og bara að tala við mig. Þegar ég var þriggja ára fór hann með mig til að láta setja göt í eyrun á mér. Og ég man ennþá eftir því þegar hann þetta sama ár fór með mig í myndatöku. Það var stór viðburður í lífí mínu og man ég hvað ég var feimin og hálfhrædd við ljósmyndarann. En Ármann var þarna hjá mér og sagði að þetta væri ágætis kall þrátt fyrir lætin í honum. Þá þorði ég loksins að horfa framan í myndavélina og brosa. Svona var Ármann alltaf góður við mig. Hann var og verður minn besti og yndislegasti frændi. Það tók mig sárt að sjá hann svona veikan eins og hann var orð- inn, en ég vissi að sá tími mundi koma að honum myndi batna, hvort sem það yrði hér eða hinum megin. En þegar ég fór á fætur að morgni 15. nóvember síðastliðinn sagði mamma mér frá því að Ár- mann hefði kvatt okkur í nótt, en ég trúði því ekki, þó að ég vissi að það væri því miður satt. Elsku Ármann, það er erfítt að kyngja því að þú sért farinn frá okkur, en ég veit að nú líður þér vel þar sem þú ert og því ætla ég að reyna að brosa í gegnum tárin. En ég mun alltaf muna eftir þér, ætíð hugsa til þín og óska að þú hefðir ekki þurft að fara strax. Elsku Þórir, amma, afi og öll hin, ég veit að missir ykkar er mik- ill og sár. Enginn mun koma í stað- inn fyrir Ármann og ég veit að hann mun lifa áfram í hjörtum okk- ar og huga. Hrönn litla frænka. Mér finnst eins og það hafi verið í gær að kallað var á eftir mér, þegar ég gekk upp eftir götunni heima „Hæ frænka". Það var þá Ármann sem kallaði og stóð hann fyrir framan eitt hrörlegasta hús í öllum Hafnarfirði. Hann kynnti sig og sagðist vera frændi minn, var svo stoltur þegar hann sagðist hafa fest kaup á húsinu ásamt vini sínum Þóri og ætluðu þeir að gera það íbúðarhæft. Og þetta sumar breytt- ist það úr kofa í lítið, fallegt hús sem vakti athygli þeirra sem fram hjá því fóru fyrir einstaka snyrti- mennsku og fallegt umhverfi. Hann var laghentur og gat gert nánast hvað sem var, hann hafði líka mikinn áhuga á garðrækt og mér fannst hann vita allt sem við- kom blómum. Fyrstu þrjú árin eftir að við kynntumst var hann mikið einn því að Þórir var lítið heima vegna vinnu sinnar. Þá leið varla sá dagur að við fengjum okkur ekki kaffibolla saman og spjölluðum aðeins. Seinna urðum við öll þrjú svo góðir vinir að stundum fannst manninum mín- um nóg um allt þetta karlastúss á mér, en þrátt fyrir það varð ágætis kunningsskapur á milli þeirra þriggja. I garðinum hjá þeim óx upp með húsveggnum fallegt vafnisblóm sem blómstraði í öllum litum, og á hveiju sumri þegar fyrstu blómin höfðu sprungið út kom hann til mín með lítinn vönd, vafínn inn í blauta bómull, og færði mér. Eitt vorið þegar mér höfðu verið gefnir 100 túlipanalaukar sem gróðursettir voru fyrir framan hús- ið mitt, sprungu þeir síðan út og var þetta mjög fallegt að sjá, svona mörg rauð blóm í einu beði, en þegar blómin féllu þá sleit ég alla stilkana í burtu. Hann var aldeilis ekki ánægður með hana vinkonu sína þegar hann sá hvað ég hafði gert og fékk ég heldur betur á baukinn fyrir það, en annars lét han mig alltaf halda að ég væri sú besta og sparaði aldrei falleg orð í minn garð. í haust fluttust þeir til Reykjavík- ur og kom það þá af sjálfu sér að við hittumst sjaldnar, en þrátt fyrir að veikindin væru farin að segja til sín og þrekið að minnka lét hann sig hafa það að koma í heimsókn. Elsku Þórir minn og aðrir ástvin- ir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Megi hann hvíla í friði. Katrín. „... og sorgin gleymir engum“! Mér fínnst lífíð óréttlátt. Það gefur okkur von til handa öllum þeim er við elskum, en tekur vonina síðan frá okkur og skilur okkur eftir i sárum. Vonin er óskhyggja! Betra líf, heilsa og ást, allt sem við þráum. — Síðan lýkur lífinu allt of fljótt. Og hvað lifir í minningunni? Við höfum kynnst fólki, góðu og miður góðu, í vondum, hörðum heimi. Ég kynntist góðum, listrænum og ljúfum manni, sem gaf af sjálfum sér. — Ég fór alltaf frá honum rík- ari en ég kom til hans. Fallegur drengur, sem sýndi mér alltaf það bezta, sem í honum bjó. Mér þótti svo undur vænt um hann. Ég mun ætíð minnast hans Ármanns míns sem þess manns, sem ég vildi hafa átt að í ellinni. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Áðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt aupakast, sem aldrei verður tekið til baka? (E. Ben.) Sigrún. Minning Pálmi Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.