Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.11.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 RAÐA UGL YSINGAR LlSTASJÓÐUR PennanS ÍSLENSKIR MYNDLISTARMENN Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árið 1993 Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í annað sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 1. desember 1993 Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. PENNINN SF. HALLARMÚLA 4 PÓSTHÓLF 8280 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 91-68 39 11 • FAX 91-68 04 11 KENNSLA Málþing um daggæslu barna í heimahúsum Haldið f Borgartúni 6, laugardaginn 27. nóvember 1993. Kl. 9.30-15.00. 9.30 Skráning og afhending gagna. 10.00 Setning. Ávarp félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur. Félagsþjónusta sveitarfélaga - ábyrgð og skyldur við börn. Ingibjörg Broddadóttir deildarsér- fræðingur í félagsmálaráðuneyti. Barnaverndarlöggjöfin Guðjón Bjarnason deildarsérfræðing- ur í félagsmálaráðuneyti. Reglugerð um daggæslu barna i heimahúsum. Bragi Guðbrandsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Fyrirspurnir og umræður. Kaffihlé. Vinnulag mismunandi sveitarfélaga. Reykjavíkurborg: Bergur Felixson framkvæmdastjóri Dagvistar barna. Akureyri: Helga Magnúsdóttir hverf- isfóstra. Selfoss: Ólöf Thorarensen félags- málastjóri. Fyrirspurnir óg umræður. Ábyrgð foreldra/ skyldur sveitarfé- lagsins. Lilja Eyþórsdóttir umsjónarfóstra hjá Dagvist barna í Reykajvík. Hádegishlé. 13.00. Starf dagmóður. Starfsemi samtaka dagmæðra. Halla Hjálmarsdóttir formaður Sam- taka dagmæðra í Reykjavík. Sjónarmið foreldra. Guðrún Ögmundsdóttir foreldri og borgarfulltrúi. Kynning á námsefni fyrir dagmæður. Ingibjörg Broddadóttir. Þátttökugjald er kr. 1000,- Innifalið í verði er kaffi og léttur hádegisverður. Þátttaka tilkynnist í síma 609100 í félags- málaráðuneyti eigi síðar en 25. nóvember nk. Ertu fædd/ur árið '76, '77 eða ’78? Ertu opin/n og jákvæð/ur? Hefurðu kjark til að takast á við hið nýja og ókunna? Viltu læra tungumál? Hefurðu áhuga á öðrum þjóðum og mannlífi? Viltu eiga ógleymanlegt ævintýraár sem ASSE skiptinemi? Ertu að missa af einstæðu tækifæri? Hafðu sem fyrst samþand við: ASSE, Lækjargötu 3, (Skólastrætismegin), 101 Reykjavík, sími 91-621455. Innritun á vorönn 1994 Innritað verður mánudag 22. og þriðjudag 23. nóvember kl. 15.00-18.00 í Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta nám er í boði: 1. Dagnám Samningsbundið iðnnám (námssamningur fylgi umsókn). Grunndeild í málmiðnum. Grunndeild í rafðnum (m.a. hraðdeild). Grunndeild í tréiðnum. Grunndeild í múrsmíði. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. Framhaldsdeild í bókiðnum. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. Framhaldsdeild í hárskurði. Framhaldsdeild í húsasmíði. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. Almennt nám. Tölvubraut. Tækniteiknun. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). Meistaranám. (Sveinsbréf fylgi umsókn). 2. Meistaranám (Sveinsbréf fylgi umsókn). 3. Öldungadeild Grunndeild rafiðna (2. önn). Rafeindavirkjun (4. og 6. önn). Tölvubraut. Tækniteiknun. Almennt nám. Innritað er gegn gjaldi sem er kr. 10.600 í dagnámi en kr. 2.500 á hverja einingu í kvöldnámi, þó aldrei hærri upphæð en kr. 19.600. Verði einhver innritaður eftir 23. nóvember, þarf hann að greiða 2000 kr. aukagjald. Innritun á einstakar brautir er með fyrirvara um þátttöku. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest afrit af gögnum um fyrra nám. YBarnaheiII Aðalfundur Norðurlandsdeildar Barnaheilla verður haldinn þriðjudaginn 23. nóvember 1993, kl. 20.30, á Hótel KEA. Dagskrá: 1. Kynning. Kynnt verður könnun á högum barna og unglinga á Akureyri. 2. Erindi. Már Magnússon, forstöðumaður sál- fræðideildar skóla, og Páll Tryggvason, barnalæknir, halda erindi um málefni barna og unglinga. 3. Almenn aðalfundarstörf. Mætum öll! Stjórnin. Hundahreinsun í Garðabæ Hundahreinsun fer fram á Lyngási 18, Garðabæ, eftirtalda daga: Mánudaginn 22. nóv. kl. 16.00-19.00. Miðvikudaginn 24. nóv. kl. 16.00-19.00. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Garðabæ er hundeigendum skylt að færa hunda sína árlega til hreinsunar. Sinni hundeig- endur ekki þeirri skyldu sinni, geta þeir átt von á því, að hundar þeirra verði fjarlægðir, skv. 5. gr. samþykktar um hundahald í Garðabæ. Athygli eigenda óskráðra hunda er vakin á að færa þá til skráningar og hreinsunar. Hundaeftiriitsmaður. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenskra lækna Umsóknir um styrki úr sjóðnum óskast sendar til einhvers okkar undirritaðra stjórn- armanna fyrir 1. des. nk.: Friðrik Sveinsson, Reykjaiundi, 270 Mosfellsbæ. Guðmundur H. Þórðarson, Smáraflöt 5, 210 Garðabæ. Ingólfur S. Sveinsson, Flókagötu 58, 105 Reykjavík. Frá menntamálaráðuneytinu Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1993-94. Styrkfjárhæðin er 6.700 s.kr. á mánuði í átta mánuði. Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrk- irnir eru til 8 mánaða dvalar en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. janúar nk. á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 19. nóvember 1993.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.