Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993
10-12% hækkun stræt-
isvagna vegna vsk?
Stjórnarnefndir hafa skorað á ríkis-
stjórn að endurskoða skattlagninguna
STJÓRNARNEFNDIR um almenningssamgöngur á höfuðborgar-
svæðinu munu, að sögn Sveins Andra Sveinssonar formanns stjórnar-
nefndarinnar í Reykjavík, leggja til 10-12% hækkun strætisvagnafar-
gjalda strax eftir áramót verði ekki fallið frá áformum um að leggja
virðisaukaskatt á tekjur almenninssamgöngufyrirtækja en áskoranir
þess efnis hafa verið sendar ríkisstjórn. Sveinn Andri segir að auk
þess muni virðisaukaskatturinn kosta sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu 65-65 milljónir króna á ári, þar af Reykjavík 40 milljónir
króna, vegna þess að skatturinn verði lagður á framlög sveitarfélag-
anna eins og allar aðrar tekjur almenningsvagnafyrirtækjanna.
Sveinn Andri sagði að laga-
skylda til að krefja sveitarfélög um
virðisaukaskatt hvíli aðeins á þeirri
starfsemi á þeirra vegum sem rek-
in sé í samkeppni við atvinnufyrri-
tæki. „Strætisvagnar eru ekki
reknir í samkeppni við nein at-
vinnufyrirtæki nema hugsanlega
við leigubíla, en þjónusta leigubíla
er hins vegar ekki virðisauka-
skattsskyld," sagði Sveinn Andri
og sagði að því yrði þetta eki til
að jafna samkeppnisaðstöðu heldur
til að skerða samkepponisstöðu
strætisvagna.
V atnsútflutningur
Lærtaf
mistökuni
annarra
ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
PAUL H. Miiller, fyrrverandi
framkvæmdasljóri Alusuisse, er
annar stóru hluthafanna í nýju
fyrirtæki á Sauðárkróki sem
hyggst flytja út íslenskt lindar-
vatn. Miiller og Gunnar G.
Schram eiga 40% hvor í fyrirtæk-
inu en Sauðárkrókur 20%. Miiller
fjárfesti í fyrirtækinu af því að
hann bindur vonir við rekstur
þess. „Maður lærir af mistökum
annarra og gerir betur en þeir,“
sagði hann við Morgunblaðið
þegar hann var spurður hvort
fyrri tilraunir með útflutning á
íslensku vatni sýndu ekki að þær
borguðu sig ekki.
Miiller átti stóran þátt í uppbygg-
ingu áliðnaðarins í Straumsvík.
Hann kynntist íslendingum og eign-
aðist marga góða vini á meðan
hann stjórnaði svissneska álfyrir-
tækinu og hefur æ síðan haft tengsl
við landið. Hann sagði að það væri
of fljótt að segja nokkuð um fram-
tíðaráætlanir fyrirtækisins á Sauð-
árkróki. „Fyrst þarf að kanna hlut-
ina gaumgæfílega," sagði hann.
„Rannsaka gæði og magn vatnsins,
gera kostnaðaráætlun og markaðs-
könnun. Það verður ekki hægt að
segja neitt ákveðið um áætlanir
okkar fyrr en í byijun næsta árs.“
Sveinn Andri sagði að Reykja-
víkurborg greiddi um 150 milljónir
króna á ári með SVR og önnur
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
greiddu um 170 milljónir með
akstri Almenningsvagna. Á þetta
framlag leggist um áramót 14%
virðisaukaskattur, og auk þess á
ferðaþjónustu fatlaðra og skóla-
akstur á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ekki skipti mali hvort sveitar-
felagastyrkur sé í formi niður-
greiðslna eða með ábyrgð á beinum
rekstri. Sveinn Andri sagði að að-
eins hefði liðið rúmt ár frá því að
sveitarfélögin yfirtóku þá þjónustu
frá ríkinu þar til lagður er virðis-
aukaskattur á framlög sveitarfé-
laganna til þessa málaflokks.
Sveinn Andri Sveinsson sagði að
forsvarsmenn almenningssam-
göngufyrritækjanna mundu á
næstunni eiga fundi með fjármála-
og samgönguráðherrum og einnig
samgöngunefnd og fjárhags- og
viðskiptanefnd alþingis til að leitast
við að fá skattlagningunni hnekkt.
Komi til hennar og fargjaldahækk-
unar í kjölfarið sé hætt við að far-
þegum fækki og verulega dragi úr
útreiknuðm 4-500 milljóna króna
árlegum ábata þjóðarbúsins af al-
menningssamgöngum jafnvel svo
að áhrifin á afkomu ríkissjóðs verði
gagnstæð við það sem fyrirætlanir
standi til.
Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson
Meistarinn
VIÐ tökur á auglýsingunni (f.v.) Jón Karl Helgason, kvikmynda-
tökumaður, sem hefur brugðið sér í leikbúning, og sjálfur meistar-
inn Krislján Jóhannsson, óperusöngvari.
Kristján auglýsir Maestrodebetkort
Hann er meistari
„HANN er meistari. Við erum með Maestro-kort og auðvitað vild-
um við okkar eigin meistara. Svo einfalt er það,“ sagði Gunnar
Bæringsson framkvæmdasljóra Eurocard. Fyrirtækið fékk Krist-
ján Jóhannsson, óperusöngvara, í lið með sér i auglýsingu á
Maestro-debetkortum. Auglýsingin verður frumsýnd um helgina.
Gunnar sagði að auglýsingin að ræða upphæð sem fyrirtækið
hefði verið tekin upp í Vínarborg
í september. Hann vildi hins vegar
ekki tjá sig um innihald hennar
að örðu leyti en því að hann væri
afar ánægðpr með útkomuna.
„Hún er góð. Kristján er líka góð
ímynd fyrir kortið. Við, hér að
íslandi, erum með þeim fyrstu í
Evrópu til að gefa það út,“ sagði
Gunnar en útgefandi kortsins er
alþjóðlegt fyrirtæki með höfuð-
stöðvar í Bandaríkjunum.
Ekki vildi Gunnar gefa upp hve
Kristján hefði tekið fyrir auglýs-
inguna. Aðeins að um hefði verið
réði vel við.
Hann sagði að Kristján væri
ar búinn að sækja um debetkort.
Þegar hafa hins vegar verið gefin
út 1.000 til 1.500 kort fyrir starfs-
menn bankanna. Álmenningi
gefst kostur á að sækja um debet-
kortin í öllum bönkum og spari-
sjóðum á mánudag.
Auglýsingastofan Hvíta húsið
gerði auglýsinguna í samvinnu við
Hugsjón hf., fyrirtæki Einars
Bjarnarsonar og Bjöms Br.
Björnssonar.
Uppsagnir
hjá verzlun
E G hf. Bol-
ungarvík
Bolungarvík.
STARFSFÓLKI Verslunar E.
Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík
hefur verið sagt upp störfum
frá og með 1. desember að telja.
Hér er um að ræða 17 starfs-
menn og er uppsagnarfrestur
þeirra flestra þrír mánuðir.
Framkvæmdastjóri verslunár-
innar, Kristján Jónatansson, sagði
í samtali við fréttaritara að ástæð-
ur þessara uppsagna væri nauð-
synleg endurskipulagning á fyrir-
tækinu en verulegir erfiðleikar
hafa verið í kjölfar gjaldþrots út-
gerðarfyrirtækisins Einars Guð-
fínnssonar hf. fyrr á þessu ári, en
verslunin á inni töluverðar kröfur
í þrotabúið.
Samdráttur hjá
þjónustufyrirtækjum
Þá hefur verulegs samdráttar
gætt á þessu ári hjá þjónustufyrir-
tækjum í Bolungarvík þar sem
ráðstöfunartekjur fólks hafa óneit-
anlega minnkað á tímum atvinnu-
leysis og erfiðleika í sjávarútvegi.
Verslunin E. Guðfinnson hf. varð
til sem sjálfstæð rekstrareining
þegar umfangsmikil endurskipu-
lagning var gerð á hinu mikla
ættarveldi Einars Guðfinnsonar
árið 1990.
Þá hefur Jón Friðgeir Einarsson
byggingaverktaki jafnframt sagt
upp öllu sínu starfsfólki en hann
hefur um langt árabil rekið blóm-
lega byggingastarfsemi og bygg-
ingavöruverlsun. Hjá því fyrirtæki
eru nú 13 starfsmenn sem munu
hætta störfum um áramótin.
Gunnar.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir betra árferði í þjóðarbúskapnum en áætlað var
ViðskiptahaUinn gæti orðið
minni en 5,5 milljarðar kr.
ViðskiptahaJlinn var átján milljarðar árið 1991 og tólf milljarðar á síðastliðnu ári
Skoðanakönnun DV
Meirihlutinn er and-
vígur veiðileyfagjaldi
SAMKVÆMT skoðanakönnun DV sem birt var í gær er meiri-
hluti kjósenda sem afstöðu taka á höfuðborgarsvæðinu fylgjandi
veiðileyfagjaldi, eða 54%, en 46% sögðust vera því andvígir. Á
landsbyggðinni eru hins vegar 67% þeirra kjósenda sem afstöðu
taka andvígir veiðileyfagjaldi en 33% fylgjandi. Sé einungis tekið
mið af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni reyndust 56% kjós-
enda á landinu öllu vera andvígir veiðileyfagjaldi, en 44% fylgj-
andi.
Úrtakið í skoðanakönnun DV að á höfuðborgarsvæðinu eru
var 600 manns og var skipt jafnt 35,3% fylgjandi veiðileyfagjaldi,
á milli kynja og á milli höfuðborg- 29,7% eru andvíg og 35% eru óá-
arsvæðis og landsbyggðar. Spurt kveðin eða neita að svara.
var hvort viðkomandi væri fylgj- Á landsbyggðinni eru 21,3%
andi eða andvígur veiðileyfagjaldi fylgjandi gjaldtöku, 42,7% andvíg
í sjávarútvegi. Sé tekið mið af og 36% óákveðin eða neita að
svörum allra svarenda kemur í ljós svara.
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forsljóri Þjóðhagsstofnunar, segir að við-
skiptahalli á árinu gæti orðið minni en þeir 5,5 milljarðar sem
spáð var að hann yrði í þjóðhagsáætlun sem lögð var fram í
upphafi þings, en í nýjum tölum Hagstofunnar yfir innflutning
fyrstu tíu mánuði ársins kemur fram að hann varð 10% minni en
á sama tímabili í fyrra. Hallinn í ár nær ekki þriðjungi þess sem
hann var fyrir tveimur árum en 1991 var viðskiptahallinn 18
milljarðar og í fyrra um 12 milljarðar króna.
Hagstæður jöfnuður fyrstu
tíu mánuði ársins
Fyrstu tíu mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður
um 11,2 milljarða króna en sama
tímabil í fyrra var afgangur á
vöruskiptum 1,8 milljarðar á föstu
gengi. Þórður sagði að þessar töl-
ur um innflutning væru traust vís-
bending um að viðskiptahallinn
yrði ekki meiri en spáð hefði verið
í þjóðhagsáætlun og gætu einnig
bent til þess að viðskiptahallinn
yrði minni en spáð hefði verið.
Minni viðskiptahalli en sex millj-
arðar króna þýddi að skuldir þjóð-
arinnar minnkuðu að raungildi
milli ára.
Samdráttur í einkaneyslu og
fjárfestingu
Þórður sagði að samdráttur í
einkaneyslu og fjárfestingu skýrðu
minni viðskiptahalla að verulegu
leyti, en gert væri ráð fyrir að
einkaneysla yrði 4% minni í ár en
í fyrra og fjárfesting 9% minni.
Þá hefði olíuverð verið hagstæðara
á þessu ári en reiknað hefði verið
með og útflutningur væri líklega
meiri en spáð hefði verið, meðal
annars vegna veiða í Smugunni,
en það hefði ekki að fullu verið
komið inn í þjóðhagsáætlun í
haust.
„Að öllu samanlögðu er þetta
ár hagstæðara en reiknað var með
og kannski er alveg sérstaklega
mikilsvert í því sambandi sá
árangur sem náðst hefur í að
draga úr viðskiptahallanum því
viðskiptahalli á bilinu 5-6 milljarð-
ar felur í sér að erlend skuldasöfn-
un eykst ekki að raungildi og verði
hallinn minni þá minnka skuldirn-
ar á milli ára á þennan mæli-
kvarða,“ sagði Þórður.
Þjóðarútgjöld dragast
saman um 4%
Hann sagði um ástæðurnar fyr-
ir þessu að jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum hefði verið gott að mörgu
leyti, verðbólga lág og þjóðarút-
gjöld hefðu dregist meira saman
en þjóðartekjur. Samkvæmt áætl-
un drægjust þjóðarútgjöld saman
um 4% en þjóðartekjur um 2%.
Þetta væru gríðarlega mikil um-
skipti og það mætti benda á að
minni viðskiptahalli væri svo ein
meginforsenda þess að hægt hefði
verið að ráðast í aðgerðir til þess
að lækka raunvexti.
Eskifjörður
Múlafoss
sigldi á
bryggjuna
Eskifirði.
MÚLÁFOSS sigldi á bryggj-
una á Eskifirði síðdegis í
fyrradag þegar verið var að
snúa skipinu í höfninni. Ekki
urðu teljandi skemmdir á
skipinu, en einhveijar
skemmdir urðu á bryggjunni.
Ekki hefur verið unnt að
meta hversu miklar þær eru,
og þarf jafnvel að taka upp
stálþil til að kanna það.
Mjög hásjávað var þegar
óhappið varð og rakst perust-
efnið á Múlafossi í bryggjuna.
Lögregluskýrsla var tekin eftir
ásiglinguna, en að því búnu hélt
Múlafoss áleiðis til Reykjavíkur
þar sem sjópróf vegna málsins
fara fram.
Benedikt.