Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 A KROSSGOTUM eftir Pál Þórhallsson ÞAÐ er mikill kraftur í þeim hjúkrunarfræðingum sem blaðamaður ræddi við í tilefni af tuttugu ára afmæli Náms- brautar í hjúkrun. Blómlegt rannsóknarstarf er innan deild- arinnar eins og vikið er að í rammagreinum og með skipu- lagi námsins er lagður góður grundvöllur að starfi hjúkrun- arfræðinga innan heilbrigðisþjónustu sem er í örri þróun. Hjúkrunarfræðirigar vísa því á bug að starfið hafi fjarlægst sjúklinga og felist nú að miklu leyti í pappírsvinnu og stjórn- unarstörfum. Hinu sé ekki að neita að hjúkrunarfræðingar njóti meira sjálfstæðis í starfi hér en víða erlendis og stjórn- un, skráning og eftirlit sé þar veigamikill hluti. Athyglis- vert er í því sambandi að meirihluti opinberrar nefndar sem fjallaði um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu komst að þeirri niðurstöðu í vor að læknar ættu einir að að bera ábyrgð á rekstri sjúkradeilda. „Þetta er að verða einhver goð- sögn,“ segir Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri gjör- gæslu og bráðamóttöku á Landspít- alanum, þegar hún er spurð hvort umönnun sjúklinga sé að verða aukaatriði í hjúkrunarstarfmu. „En það er engin spurning að pappírs- vinna hefur aukist. Eftir því sem hjúkrun verður flóknari vex þörfín fyrir skráningu og eftirlit ekki sist til að tryggja öryggi sjúklinga." í fréttabréfi í hjúkrunarfræði frá því í vor leggur dr. Kristín Björns- dóttir lektor til að fram fari grund- vallar endurskoðun á því hvernig hjúkrunarstarfíð er skipulagt. Rann- sóknir hennar hafa sýnt að hjúkrun- arfræðingar sjálfír leggja mikið upp úr því að tengjast sjúklingum og eiga við þá góð samskipti. En álag í starfí komi niður á þessu. Kristín segir ennfremur: „Mikilvægir þættir hjúkrunarstarfsins, þættir sem fræðimenn hafa jafnvel lýst sem kjarna þess, eru ekki hluti af opin- berri orðræðu í hjúkrun, né af starf- seminni á deildinni almennt. Að mínu mati dregur þessi þögn verulega úr möguleikum hjúkrunarfræðinga til að móta ákvarðanatöku um meðferð og framtíð sjúklinganna ... Það er einnig mitt álit að það myndi vera öllum til hagsbóta, sjúklingunum, hjúkrunarfræðingunum og sam- starfsfólki þeirra að rödd hjúkrunar- innar, það sjónarhorn og innsýn sem hún getur veitt, heyrðist betur og skýrar innan heilbrigðisþjónustunn- ar.“ Samband lækna og hjúkrunarfræðinga Það heyrist löngum að hjúkrun- arfræðingar hafí seilst mjög til áhrifa á spítölunum og séu að mörgu leyti betur undir stjórnunarstörf búnir en læknamir. Stjórnun er þannig hluti af hjúkrunarnáminu, 4 einingar af 120, en hún er aftur á móti ekki hluti af læknanáminu. „Eftir því sem störfin verða flókn- ari, sjúklingarnir veikari og tæknin meiri eykst samhjálpin og samvinna stéttanna. Einleikur á ekki við,“ seg- ir Lovísa. „Auðvitað er það læknir sem ákveður hvenær sjúklingur kemur í aðgerð en hjúkrunarfræð- ingar þurfa að skipuleggja allt í kringum það og eftir það,“ segir hún. Bæði læknar og hjúkrunarfræð- ingar skoða sjúklinga. „Læknir kem- ur fram með læknisfræðilega grein- ingu. Við erum ekki að setja fram læknisfræðilega greiningu heldur hjúkrunarfræðilega því við erum að skoða einstaklinginn heildrænt. Við spyrjum t.d. í hvaða sporum er hjartasjúklingur? Hvaða einkenni er hann með og hvernig upplifír hann að vera veikur og komast ekki í vinnu og hver er upplifun aðstand- enda hans? Við reynum að útskýra fyrir sjúklingi lyfjagjöf og verkun lyfja. Við búum hann undir heimferð í samvinnu við sjúkraþjálfara. Hjúkr- unarfræðingurinn er mjög mikill tengiliður við alla. Hann er með heildaryfírsýn yfír öll mál sjúkling- ins,“ segir Sóley S. Bender. Nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu fjallaði einmitt um mörk læknis- og hjúkrunar- starfsins í tengslum við rekstur sjúkradeilda. Álit nefndarinnar var einróma nema hvað varðar ábyrgð á rekstri sjúkradeilda. Meirihlutinn, Ingimar Sigurðsson lögfræðingur formaður nefndarinnar, Sigbjörn Gunnarsson alþingismaður og Gunn- Hvort eiga lækn- ar eða hjúkrun- arf ræöingar aÖ bera úbyrgö ú rekstri sjúkra- deilda? Kynfræðsla og þungun- artíöni ÞUNGUNARTÍÐNI meðal unglingsstúlkna er hvergi hærri á Norðurlöndum en hérlendis. Sóley S. Berider hjúkrunarfræðingur telur að ein skýringin á þessu sé skortur á kynfræðslu. Sem dæmi um hve lítil áhersla er lögð á þetta málefni nefnir hún að kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hefur verið lögð riiður. Þungunartiðni er samanlögð tíðni fæðinga og fóstureyðinga. Þungunartíðni í aldurshópnum 15-19 ára hefur heldur lækkað á undanförnum árum hérlendis en er þó mun hærri en á öðrum Norðurlöndum. Fóstureyðingar eru aftur á móti ekki jafnal- gengar hér á landi og á öðrum Norðurlöndum. Afleiðingin er sú að barneignir unglings- stúlkna eru tíðari hér en í ná- grannalöndunum. „Af hverju ákveða svona margar stúlkur að eiga börn?“ spyr Sóley, en hún kennir fjöl- skylduáætlun við Námsbraut í hjúkrunarfræði. „Finnst okkur eðlilegt að stúlkur á þessum aldri séu að eignast börn? Eig- um við að vinna með það við- horf eða á að koma því til skila að unglingsstúlkur ættu frekar að ljúka námi áður en þær axla þá miklu ábyrgð að eign- ast barn?“ spyr hún. Samkvæmt rannsóknum nota 15-40% unglinga ekki getnaðarvarnir. Sóley telur skýringuna m.a. ómarkvissa kynfræðslu hérlendis þó veru- leg breyting hafí orðið á því á síðustu árum með markvissara námsefni. Ekki sé nóg að fjalla um þessa hluti eins og pípu- lagnir heldur þurfi að leggja rækt við kennsluna t.d. með hópvinnu. Og ekki sé nóg að veita bara kynfræðslu í skól- um. Unga fólkið þurfi að geta leitað eitthvert. Sóley segist harma það að búið sé að loka göngudeild um kynfræðslu á Heilsuverndarstöðinni en það var gert nú í sumar. Menn hafi dregið þá ályktun af lítilli aðsókn að þörfin væri lítil í stað þess að velta því fyrir sér hvort ekki þyrfti að auglýsa betur þjónustuna og rýmka opnunartíma. Á tímamótum NÁMSBRAUT í hjúkrunarfræði á tvítugsafmæli um þessar mundir. Á myndinni eru frá vinstri Herdís Sveinsdóttir dósent formaður sljórnar námsbrautarinnar, Marga Thome dósent og Sóley Bender lektor. I bakgrunni eru málverk af tveimur skólastýrum Hjúkrunarskóla íslands, Þor- björgu Jónsdóttur og Sigríði Bachmann. ar Ingi Gunnarsson heilsugæslu- læknir, vill að yfirlæknir hafí einn yfírumsjón með starfsemi hlutaðeig- andi sjúkrahúsdeildar. Ingimar segir að það gangi ekki að þessi ábyrgð sé á margra höndum eins og nú sé og Iæknar hafi eiginlega um of get- að skotið sér undan henni fyrir vik- ið. Eðlilegt sé að hún sé í höndum yfirlæknis því það séu lækningastörf fyrst og fremst sem fram fari á sjúkradeildum. „Eins og málin hafa þróast á undanförnum árum eru hjúkrunarfræðingar að taka við hin- um almenna rekstri deildanna," seg- ir Ingimar. Minnihlutinn, Lára Mar- grét Ragnarsdóttir alþingismaður og Olafur Ólafsson landlæknir, vilja hins vegar að yfírlæknir og hjúkrun- ardeildarstjóri fari saman með þessa yfírstjóm. Morgunblaðið/Júlíus Vanlíöan mæðra ungbarna MÖRGUM íslenskum mæðrum líður mjög illa nokkru eftir að nýtt barn er komið í heiminn samkvæmt rannsóknum Mörgu Thome, dósents í hjúkrunar- fræði. I samvinnu við heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga fylgd- ist hún með öllum mæðrum sem fæddu börn síðustu þrjá mánuði ársins 1992. Skýringarnar á vanlíðaninni eru m.a. sambúðar- örðugleikar og óværð barnanna. Það er ekki einfalt mál að rann- saka vanlíðan fólks á hlutlægan hátt. Margá notast við spuminga- lista sem notaður hefur verið er- lendis til að greina mismunandi gerðir þunglyndis hjá konum. Hann hefur ekki verið notaður fyrr til að greina á milli eðlilegrar líðanar og vanlíðanar. Samkvæmt könnun- inni líður um 14% kvenna með ungböm mjög illa og hafa töluverð þunglyndiseinkenni. Þessi tíðni kemur ekki á óvart að sögn Mörgu þegar hafðar eru í huga rannsókn- ir erlendis frá. En þær komu henni á óvart vegna þess að athugun sem hún gerði árið 1990 á 201 konu á höfuðborgarsvæðinu benti til að tíðni vanlíðunar í kjölfar fæðingar væri með minnsta móti hérlendis. Rannsóknir erlendis frá sýna að andleg vanlíðan kvenna er meiri eftir fæðingu en á meðgöngu. Van- líðanin þróast yfirleitt á fyrstu sex til tíu vikunum. Ekki er talið neitt óeðlilegt þótt konur finni fyrir ein- hverri vanlíðan til að byija með. T.d. kom fram í könnun ljósmæðra- nema árið 1989 að önnur hver móðir fínnur fyrir einhverri vanlíð- an fyrst eftir fæðingu sem birtist í grátköstum og depurð. En vanlíð- an sem helst lengur er alvarlegra mál. Rannsóknir Mörgu miða ein- mitt að því að leiða í ljós hversu algeng vanlíðan á 2.-6. mánuði eftir fæðingu er. Algengustu einkenni vanlíðunar eru sjálfsásökun, spenna, hræðsla, úrræðaleysi og kvíði. Meðal orsaka eru sambúðarörðugleikar, óværð barna og heilsufarsvandamál. Leituðu ekki til læknis Það vakti athygli Mörgu að fæst- um kvennanna hafði dottið í hug að leita til læknis vegna líðanar sinnar. Og þær konur sem það gerðu höfðu yfirleitt átt við þung- lyndi að stríða fyrir fæðinguna. „Konurnar virtust ekki líta á þetta sem heilsufarsvanda heldur fremur sem félags- eða andlegt vanda- mál,“ segir Marga. Hún dregur þann lærdóm af rannsókninni að það sé mikilvægt fyrir konur að þær átti sig á því að þær geta orð- ið fyrir þessu sjálfar og að karlam- ir túlki ekki alla erfíða framkomu maka sinna sem frekju. Einnig ættu heilbrigðisyfirvöld að átta sig á þessum vanda og e.t.v. að leita skipulega að honum. Loks má gera ýmislegt til að draga úr vanlíðan og flýta bata. „Konurnar reyndust gera heilmikið sjálfar til að bæta líðan sína. Mikilvægast virtist vera að hafa trúnaðarvin til að tala við. Þvínæst að binda sig ekki um of við heimilið heldur fara út á meðal fólks, öðlast tilbreytingu og hreyfa sig - gera semsagt eitthvað fyrir sjálfa sig,“ segir Marga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.