Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESÉMBER 1993 19 Vid erum niskupúkar UNGU hjónin Dunja og Jens Schaffarczik sem giftu sig fyrir fjórum mán- uðum langar að eignast börn en segjast ekki ætla að láta það eftir sér næstu þrjú árin, því fyrst ætli þau að byggja og koma sér fyrir. Þau hafa gert nákvæma fjárhagsáætlun varðandi bygginguna og dregið úr öllum óþarfa útgjöldum. þeirri byggingarstofnun, því ég var ákveðin í að eignast hús einhvern tíma og fá þá lán. Síðan reynum við að leggja alltaf um 63.000 inn á bók á mánuði, sem fer beint í húsið.“ Viðskiptabankinn sér um að greiða öll föstu gjöldin fyrir þau. Þau hjónin segjast greiða alla hluti með reiðufé. Kort og tékka noti þau aðeins til að ná sér í pening í bönk- unum. „Við höfum aldrei á ævinni farið framyfir á reikningi okkar.“ Fjárhagsáætiun Dunja og Jens vita upp á hár hvernig þau ætla að fjármagna húsbygginguna. Jens er 27 ára gamall, lærður matreiðslu- maður og starfar hjá heilbrigðiseftirliti borg- arinnar, og Dunja er 26 ára gömul og vinn- ur á skrifstofu hjá útflutningsfyrirtæki. Þau leigja litla, fallega risíbúð í Ganderkesee, skammt fyrir utan Bremen, og greiða lága húsaleiga, eða kr. 20.200 á mánuði. „Lág leiga hefur gert okkur kleift að leggja fyrir um kr. 63.000 á mánuði í húsið,“ segja þau. Heimilisbókhald Ráðstöfunartekjur þeirra hjóna á mánuði, eftir að þau hafa greitt 30% í skatt, eru samanlagt kr. 184.400. „Eftir að við fórum að byggja höfum við dregið úr öllum útgjöldum, og það má segja að við séum orðnir hinir verstu nískupúkar," segir Dunja. „Þar sem ég er yfimirfillinn hef ég haldið heimilisbókhald og yfirleitt eru útgjöldin hjá okkur á mánuði um kr. 120.000. Við rekum tvo bíla, Jens þarf að nota bíl í vinnunni, hitakostnaður hefur verið meiri hjá okkur í ár því við greiddum of lítið í fyrra og stór upphæð fór í gjafir þennan mánuð því bæði voru afmæli og brúðkaup í fjölskyldunni." Og Dunja er ekki feimin við að tala um tekjur og gjöld fremur en aðrir landar henn- ar, því hún romsar upp úr sér helstu útgjöld- um októbermánaðar mér til mikillar gleði: „Húsaleiga 20.200, hiti, vatn og rafmagn 5.900, líftrygging 13.900, matur- og drykkj- arvörur 25.200, bensín 10.500, fatnaður 4.200, veitingahús 2.100, og gjafir 19.000. Svo lögðum við kr. 16.800 inn á spari- reikninginn hjá Bausparkasse. Fyrir fjórum árum fór ég að leggja reglulega fé inn hjá Húsið sem verður um 170 fm á tveimur hæðum mun rísa á baklóð við foreldrahús Jens. „Móðir mín á lóðina og ætlar að gefa okkur hana. Það gerir gæfumuninn, annars hefðum við varla ráðið við að byggja," segir Jens. Húsið mun kosta fullbúið kr. 11.300.000. Þau eiga kr. 1.050.000 inni á Bauspar- kasse, upphæðina sem Dunja hefur verið að safna síðustu árin, og fá því lánaða sömu upphæð hjá stofnuninni. Það lán er til 7 ára með 4,5% vöxtum. Hjá viðskiptabanka sínum fá þau lán til 30 ára að upphæð kr. 6.300.000, með 6,5% vöxtum, og afganginum, kr. 2.900.000, ætla þau að bjarga með skammtímalánum, og að sjálfsögðu, sparnaði. Ekki er óalgengt að húsbyggjendur geri kostnaðaráætlun, en að þeir skrái nákvæm- lega hvem lið, heiti hans og upphæð, ári áður en bygging hefst, þekkist víst varla nema í Þýskalandi. Jens gerði fjárhagsáætlun í fimm liðum. í fyrstu fjóru liðunum er skráð verð hússins tilbúið undir tréverk, gatnagerðargjöld, raf- magns- og vatnsinntak, og lögmannskostn- aður, en í fimmta liðnum er innréttinga- kostnaður sundurliðaður nákvæmlega. Áætl- unina gerði Jens eftir að hafa aflað sér upp- lýsinga um kostnað við byggingar og kíkt í verslanir sem seldu byggingarvörur, inn- réttingar, flísar og þess háttar. Það yrði ekki auðvelt okra á svona manni. Verð aldrei ríkur Ungu hjónin fara með um 200 þúsund krónur í fatnað á ári samanlagt, en í skemmt- anir og frí fer ekki mikill peningur. „Við fórum í brúðkaupsferð til Grikklands, en árið þar á undan fómm við í tjaldútilegu. Hún var eiginlega miklu skemmtilegri,“ seg- ir Dunja. „Annars líður okkur best þegar við eigum góða kvöldstund saman tvö ein. Það eina sem við látum orðið eftir okkur er að fara út að borða og það kostar yfirleitt rúmar tvö þúsund krónur fyrir okkur bæði,“ segir Dunja. „Ef við förum út að borða og dansa á eftir, sem við gerum sjaldan núna, kostar það rúmar fjögur þúsund krónur. Af nískupúkaástæðum tökum við aldrei leigu- bíla, heldur skiptumst við á að vera á bíl. Hér áður fyrr eyddi ég meira í föt og annað dót, og Jens í seglbretti, tölvuspil og geisladiska, en við erum steinhætt því, enda þýðir það ekkert ef maður ætlar að eignast hús. Eg er þannig að ég verð að hafa einhver markmið, annars finnst mér lífið leiðinlegt. Ég get því vel neitað mér um allt ef ég ætla mér að eignast ákveðinn hlut. Meðan ég var í foreldrahúsum var ég nauðbeygð til að spara því ég fékk svo lítinn vasapening. Þar var líka margbrýnt fyrir mér að spara og safna og kaupa síðan vand- aða og endingargóða hluti.“ Dunja segist ætla að hætta að vinna ef þau eignast börn. „Það er mikilvægt að ég sé heima fyrstu árin svo þau fái gott upp- eldi. En þótt markmið mitt sé að eignast hús og fjölskyldu, vil ég þó að við Jens höf- um tíma hvort fyrir annað.“ Eiginmaðurinn er henni sammála. „Ég er opinber starfsmaður og verð því aldrei rík- ur. En ég er í öruggu starfi, hef gaman af vinnu minni og er kominn heim klukkan fjög- ur á daginn. Faðir minn vann gífurlega mik- ið og tók sér aldrei frí, en þegar hann hafði borgað upp húsið sitt og var skuldlaus, lést hann aðeins 48 ára gamall. Foreldrar Dunju eru vel stæð núna, eiga fallegt hús og glæsi- kerru en þau eru líka vinnandi alla daga. Þótt það sé nauðsynlegt að spara og safna, má maður ekki gleyma sjálfum sér. Ég vil ekki þurfa að segja eftir þijátíu ár: Ég fór aldrei í frí og ég fór aldrei út að borða og ég ók aldrei stórum, kraftmiklum bíl.“ Svo horfir hann á teikninguna af húsinu sínu og segir: „Ég gæti svosem keypt mér sportbíl núna, en ánægjan yrði búin eftir viku. Mig vantar nefnilega eldhúsinnrétt- ingu.“ Dóttirin býr í sömu götu og mamman og kemur því oft með kærast- ann í mat. Frá vinstri: Claas Westermann, Martina Rabe og Heide. í GÖMLU virðulegu húsi í norður- hluta Bremen býr Heide Rabe með kettinum sínum. Hún hefur starfað á auglýsingadeild dagblaðsins Weser Kurier frá því hún var sext- án ára gömul. Heide sparar til að tryggja framtíðina og til að eiga fyrir antikhúsgögnum og fögrum munum sem hún getur örugglega selt aftur. Ég fæddist sama ár og stríðinu lauk,“ segir Heide. „þá voru engir peningar til og því aldrei hægt að leggja fyrir. Ég sá ekki peninga fyrr en ég fór að vinna, 16 ára gömul. Ég var alltaf nísk. í stað þess að eyða aurunum í föt setti ég allt inn á bók. Keypti mér svo smám saman silfur og lín, bollastell og borðbúnað fyrir 12 manns, handklæði, visku- stykki og stafla af hvítum servíettum. Var að safna í búið! Þegar Heide gifti sig 22 ára göm- ul átti hún allt til alls eins og gefur að skilja. Hjónin slitu samvistum fyr- ir rúmu ári, en þau eiga eina dóttur sem nú er 21 árs. „Lögskilnaður er of dýr, kostar okkur samanlagt um kr. 200.000. Því búum við sitt í hvoru lagi, en erum góðir vinir,“ segir Heide. Búrið í antikskáp Þau hjónin áttu lítið þríbýlishús, seldu íbúðina á fyrstu hæð þar sem þau bjuggu saman, en leigja hinar tvær út. Sjálf fóru þau svo út á leigu- markaðinn. Dóttirin fylgdi móður- inni, en aðeins í skamman tíma því hún fór fljótlega að búa með kærasta sínum. Þess má geta að leigjendur í Þýska- landi búa við mikið öryggi og leigja oft sömu íbúðina alla sína ævi. Heide býr nú ein með læðunni sinni í 90 fm íbúð á þriðju og efstu hæð í gullfallegu húsi frá fjórða áratugn- um. Húsgögn, innréttingar og efni Fallegir munir heilla Heide Rabe. Hér er hún í einni af uppáhaldsbúðum sínum. eru í stíl Laura Ashley, og svo smekklegt, fínt og fágað er hjá frúnni að það kemur ekki til greina að vera með brussugang þar inni. Konan er einstakur fagurkeri sem sjá má bæði á stórum hlutum og litlum. Sérstaka eftirtekt _ vekja allir skáparnir. I hveiju herbergi eru , háir antikskápar og gegna þeir allir ákveðnu hlutverki. Einn fyrir fatnað frúarinnar, einn fyrir borðbúnaðinn, einn fyrir bækurnar, einn fyrir dúka, vasa og aðra muni, einn er notaður sem búr í eldhúsinu, einn fyrir úti- fatnað, og einn, sá minnsti, er á bað- herberginu undir handklæði og snyrtivörur. „Ég fjárfesti í antikskápum,“ segir frúin vinsamlega þegar ég hef gapað nógu lengi inni í skápunum, og eink- um yfir þýska skipulaginu sem þar ríkir. „Verð hækkar sífellt á antikhús- gögnum, skápur sem kostaði um 40 þúsund krónur fyrir átta árum, kost- ar helmingi meira núna. Skáparnir gegna allir ákveðnu hlutverki og þá er hægt að selja með hagnaði. Þegar við seldum íbúðina fékk ég i minn hlut um 1,3 milljónir íslenskar útborgaðar. Fyrir það fé innréttaði ég þessa íbúð. íbúðir hér eru sjaldan leigðar með innrétt- ingum og heimilistækjum. Ég keypti eldhúsinnréttingu, heimilis- tæki, húsgögn og efni. Ég ákvað að einu sinni á ævinni skyldi ég hafa íbúðina mína eins og ég hef alltaf viljað hafa hana. Frá því ég flutti inn í febrúar hef ég setið við og saumað, málað og veggfóðrað hveija einustu helgi. Svo ég tali nú ekki um tímann sem ég hef eytt í búðarráp til að leita að réttu hlutunum. Nú líður mér eins og ungri stúlku sem er að flytja að heiman og mér líður alveg óskaplega vel! Nýtir fatnað Heide vinnur 36 tíma á viku og eru ráðstöfunartekjur hennar, þegar hún hefur greitt um 40% í skatt, 110.500 kr. á mánuði. Auk þess fær hún andvirði húsaleigu fyrir aðra íbúð sína, 31.500 kr. á mánuði. Heide borgar hins vegar mun hærri húsa- leigu fyrir þá íbúð sem hún leigir sjálf, eða 52.500 kr. með hita og vatni. „Bankinn sér um allar greiðslur fyrir mig og þegar hann hefur tekið fyrir húsaleigu, einkalífeyri, 13.000 kr., rafmagni 3.300 kr. og síma 2.100 kr., hef ég rúmar 70 þúsund krónur til að lifa af. „Ég fer með um 21 þúsund í mat og 4.600 í fargjöld. Það tekur mig um 45 mínútur að fara með lestinni í vinnuna og ég læt það eftir mér að ferðast á 1. fariými. Ég á ekki bíl og hef ekki einu sinni bílpróf." Þegar ég spyr hana hvort hún sé sparsöm játar hún því hiklaust. „Ég hef til dæmis aldrei fengið mér iðnaðarmenn þegar eitthvað þarf að gera, sem ég gæti hugsanlega gert sjálf. Ég nýti allan fatnað af- skaplega vel, á föt lengi, uppáhaldsbl- ússan er sjö ára. Reyndar kaupi ég mér sjaldan föt en þá dýr og góð. Helst itölsk. Kápur læt ég duga minnst í fimm ár. Ég fer með um 80 þúsund krónur á ári i fatnað og skótau. I þeirri upphæð er líklega eitthvað af fatnaði á dóttur mína. Fjárfestir í skápum Ég kaupi oft föt handa henni eða gef henni pening. Hún er læknarit- ari, er með 110.000 krónur í mánað- arlaun og fær ekki nema 67.000 kr. þegar búið er að taka af henni öll gjöld. Kærasti hennar er í háskólan- um, fær um 30 þúsund á mánuði frá foreldrum sínum og af þessu þurfa þau að borga húsaleigu greyin, og lifa. En þau fara bæði vel með pen- inga og stundum nær hann sér í aukapening með því að vinna sem plötusnúður." Safnar og kaupir svo Búrið fylli ég á hálfs árs fresti,“ segir Heide. „Dóttir mín ekur mér þá í ódýran stórmarkað og þar kaupi ég allt sem má geyma. Marmelaði bý ég til sjálf. Annars kaupi ég inn einu sinni í viku. Kjöt kaupi ég mest einu sinni í viku, enda er það bæði dýrt og óhollt. Fisk borða ég þó fimm sinn- um í mánuði, þótt hann sé dýr, helst nýjan silung steiktan með hvítlauk. En mest borða ég af grænmeti. Bý til allskonar rétti úr því. Bjór kaupi ég aðeins fyrir gesti, en vínið kaupi ég hjá heildsala og þá kostar flaska af góðu rauðvíni 336 kr.“ Heide segist ekki skemmta sér mikið. „Ég fer þó oft út að borða með vinum mínum, oft þrisvar í mán- uði, en aldrei á böll. Góður matur með víni kostar yfirleitt 1.300 kr. á manninn. Annars fór ég á kínverskan stað um daginn þar sem þeir seldu kókglasið á 200 kall! Hugsa sér frekj- una. Hann fékk líka að heyra það, eigandinn. Ég stíg aldrei fæti inn fyrir þær dyr meir. Ég fer líka stundurn til Hamborgar á tónleika og í leikhús, og í óperu fer ég sex sinnum ár ári. Annars fer ég alltaf snemma í háttinn á kvöldin, er oft komin í rúmið um áttaleytið. Ég fer líka á fætur klukkan sex á morgnana, hálfsex ef ég þarf að þvo á mér hárið.“ íbúðirnar sem Heide og maður hennar eiga eru greiddar að fullu. Heide er skuldlaus og hefur aldrei keypt sér neitt nema að eiga fyrir því. Safnar fyrst og kaupir svo. „Ég á alltaf peninga á sparibók. Ég nota eingöngu reiðufé, en á ferðalögum nota ég oft kort til að taka fé út úr bönkum eða sjálfsölum. Helst vil ég eyða peningunum mín- um í ferðalög og hluti fyrir íbúðina mína. Ég elska að hafa fallega muni í kringum mig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.