Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 ATVIN N \3AUGL YSINGA R I 3 Laus staða Staða aðstoðarmanns framkvæmdastjóra flugvalladeildar hjá Flugmálastjórn er laus til umsóknar. Starfið felst í umsjón og eftirliti með rekstri flugvalla, viðhaldi tækja og mannvirkja, gerð rekstraráætlana, söfnun tölfræðilegra upp- lýsinga o.fl. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri Flugmálastjórnar í síma 694100. Óskað er eftir að umsækjendur hafi háskóla- próf á sviði rekstrartækni eða sambærilega menntun, reynslu af stjórnunarstörfum, gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlanda- máli. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 31. desember 1993. Reykjavík, 2. desember 1993. Samgönguráðuneytið. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Skurðhjúkrunar- fræðingur Staða skurðhjúkrunarfræðings er laus til umsóknar á skurð- og slysadeild FSÍ. Um er að ræða almenna skurð- og slysahjúkr- un, auk móttöku á göngudeild og gæsluvakta. FSÍ er nýtt og mjög vel búið almennt sjúkrahús með starfsemi í örum vexti. Starfsaðstaða er til fyrirmyndar. Byggingarframkvæmdir standa enn yfir og er ráðgert að Ijúka innréttingu 25 rúma legudeild- ar á næsta ári. Á skurðdeild hafa kviðarholsspeglanir fengið aukið vægi með sk. „hnappagataaögerðum" um kviðsjá. Þá hafa aðrar speglanir einnig verið videóvæddar. Góður starfsandi er á FSl og góð fagleg sam- vinna einkennir starfsemina. Tekið skal fram, að reykingar eru ekki leyfðar inanhúss á FSÍ. Isafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og miðstöð menningar, mennta og samgangna. Þar er rekiö öflugt tómstunda- og félagslíf við flestra hæfi. Skíðalandið og aðstaða fyrir skíðafólk er ein hin besta á land- inu, þar er góður 9 holu golfvöllur og stutt í ósnortna náttúruna, m.a. Hornstrandir. Skurðhjúkrunarfræðingar eru hvattir til að láta í sér heyra og afla sér nánari upplýsinga hjá hjúkrunarforstjóra, Herði Högnasyni, eða deildarstjóra skurðdeildar, Helgu Sigurgeirs- dóttur, í síma 94-4500 á dagvinnutíma eða heimasímum 94-4228, eða 94-3249 álkvöldin. FORLAGIÐ Aðalritstjóri Bókaútgáfan FORLAGIÐ óskar eftir að ráða aðalritstjóra til starfa. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun í íslensku og víðtæka þekkingu á bókmenntum. Starfið er aðallega fólgið í því að búa útgáfu- efni til prentunar í nánu samstarfi við höf- unda, þýðendur, útlitshönnuði og prent- smiðjur, búa bækur til útgáfu í erlent sam- prent og semja kynningarefni. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist til Jóhanns Páls Valdimarssonar, Forlaginu, pósthólf 786, 121 Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í janúar 1994. Upplýsingar ekki veittar í síma. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIP A AKUREYRI 70% staða sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum við HNE-deild FSA er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1994. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sveinsson, yfirlæknir, í síma 96-30100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fóstra Fóstra óskast til starfa í leikskólann á Siglu- firði. Leikskólinn er þriggja deilda og er í nýju glæsilegu húsnæði sem tekið var í notk- un sl. haust. í leikskólanum starfa nú fjórar fóstrur og einn þroskaþjálfi auk annars starfsfólks. Á Siglufirði er góð tómstunda- og íþróttaað- staða. Þar eru m.a. nýlegt íþróttahús, eitt besta skíðasvæði landsins, öflugur tónlistar- skóli auk mjög fjölbreytts mannlífs. Siglufjarðarkaupstaður greiðir flutnings- kostnað og útvegar húsnæði. Allar upplýsingar um starfið veitir leikskóla- stjóri í síma 96-71359 á daginn og 96-71996 á kvöldin. Leikskálar Siglufirði. Áhugavert starf hjá Gulu línunni Sífellt fleiri leita upplýsinga hjá Gulu línunni. Því óskum við eftir að ráða starfskraft í svörun. Starfið felst í að svara fyrirspurnum um vör- ur, þjónustu og umboð. Viðkomandi þarf að vera á aldrinum 20-35 ára, hafa stúdentspróf og góða íslensku- og vélritunarkunnáttu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafa góða yfirsýn, áhuga og þekkingu á vörum og við- skiptum. Mikil áhersla er lögð á vandaða framkomu, þolinmæði og þjónustulund. Vinsamlegast leggið inn umsóknir á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins merktar: „BE - 3875“ fyrir föstudaginn 10. desember. 62*62*62 Einar J. Skúlason hf. Hugbúnaðarsvið EJS óskar eftir að ráða starfsmenn til hugbúnaðarstarfa. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í tölv- unarfræði eða sambærilega menntun. Krafist er a.m.k. tveggja ára reynslu við smíði Oracle gagnagrunnskerfa. Umsækjendur skulu hafa góða kunnáttu í einu norðurlandamáli og ensku eða frönsku. Þeir verða að geta unnið sjálfstætt jafnt sem með hóp. Þeir mega búast við að þurfa að vinna erlendis um lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar um starfið veitir Olgeir Kristjóns- son, framkvæmdastjóri. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „EJS - 13055“ eða til EJS hf., Grensásvegi 10 fyrir 10. desember nk. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður TOLVUDEILD Tölvunarfræðingur/kerfisfræðingur Tölvunarfræðingur eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við tölvudeild Ríkisspítala frá 1. janúar 1994. Upplýsingar gefur Gunnar Ingimundarson, yfirverkfræðingur, í síma 602380. HANDLÆKNINGADEILDIR Hjúkrunarfræðingar Lausar verða tvær stöður hjúkrunarfræðinga frá áramótum og tvær frá 1. mars 1994 á handlækningadeild 3, 11-G. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerða- deild, sem er í örri þróun m.a. vegna fjölgun- ar hjartaaðgerða hér á landi. Byrjað var með einstaklingshæfða hjúkrun um miðjan sept- ember sl. Haldin verða námskeið fyrir fyrir nýtt starfs- fólk í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga í mars, sem felur m.a. í sér markvissa aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Jafnframt eru fyrirlestrar einn eftirmiðdag í viku, í 6 vikur. Nánari upplýsingar veita Steinunn Ingvars- dóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 601340 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 601300. Læknaritari Starf læknaritara við handlækningadeild Landspítalans er laust til umsóknar. Um er að ræða afleysingastöðu í 3 mánuði frá 1. desember nk. 100% staða, vinnutími frá kl. 8-16. Frekari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 601332. BARNASPÍTALI HRINGSINS Hjúkrunarfræðingar Afleysingar vegna námsleyfa. Frá áramótum vantar nokkra hjúkrunarfræðinga á barna- deildir. Stöðurnar eru afleysingastöður í eitt ár vegna námsleyfa. Ennfremur eru lausar fastar stöður á barnadeild 3, 13-E, sem er 13 rúma handlækningadeild fyrir börn á aldr- inum 2-16 ára og á vökudeild gjörgæslu nýbura. Allar deildir bjóða góða og markvissa aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Semja má um ráðningartíma og starfshlutfall. Upplýsingar veita Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601000/ 601033, Ragnheiður Sigurðardóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri vökudeiidar, sími 601040 og Anna Ólafía Sigurðardóttir, hjúkrunardeildar- stjóri 13-E, í síma 601030. SKURÐDEILD LANDSPITALANS Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinnar starfsemi skurðdeildar Land- spítalans getum við boðið hjúkrunarfræðing- um þjálfun í skurðhjúkrun frá og með 1. jan- úar nk. Ennfremur er laus staða skurðhjúkr- unarfræðings. Starfsemi deildarinnar er í örum vexti og ákaflega fjölbreytt. Upplýsingar veita Svala Jónsdóttir, hjúkrun- arstjóri, í síma 601319 og Anna Stefánsdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601366. RÍKISSPÍT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og meö, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.