Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 Skaddaður SKADDAÐ andlit McLeods verður tilefni alls kyns gróusagna um fortíð hans. lega blind á þörf hans fyrir athygli verður skyndilega heiftúðug og ásakandi í garð McLeods og krefst þess að hann komi ekki nærri syni hennar. Chuck verður felmtri sleginn við þessi við- brögð og McLeod verður ævareiður. Mikil móðursýki grípur um sig meðal þorpsbúa og áður en Chuck fær áttað sig á því hefur þetta sumar vináttu og upp- fræðslu skyndilega verið málað mun dekkri litum af illgjörnum tungum. Hann verður því að segja skilið við læriföður sinn fyrir fullt og allt, en þó ekki fyrr en hon- um hefur tekist að undirbúa sig fyrir inntökuprófið og þar með taka fyrstu skrefin í átt til fullorðinsáranna. Og McLeod, andlitslausi maður- inn, hefur lært að lifa í sátt við fortíð sína og líta með skilningi á ótta fólks við það sem það ekki skilur, en jafn- framt kann hann vel að meta þann styrk sem raun- veruleg vinátta hefur á ný fært inn í líf hans. KVIKMYNDIR/REGNBQGINN og Borgarbíó á Akureyri frumsýnir á næstunni kvikmynd- ina Andlitslausi maðurinn, „The Man Without a Facetc, með Mel Gibson í aðalhlutverki. Þetta er jafnframt fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir og hefur hann hvarvetna hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína beggja vegna myndavélarinnar. Fastur í sessi HINN ástralski Mel Gibson er kominn í þá öfundsverðu aðstöðu að vera einn fárra kvikmyndaleikara í Hoily- wood sem eru algjörlega sjálfráðir um hvaða hlutverk þeir taka að sér. Hvorki valdamiklir framleiðendur né forsU'órar kvikmyndavera geta sagt honum fyrir verk- um. Þeir eru þvert á móti himinlifandi samþykki hann að taka að sér hlutverk í myndum þeirra, jafnvel þótt greiða þurfi honum að lágmarki tíu milljónir dollara fyrir viðvikið, því þær myndir sem hann leikur í eru nánast alltaf öruggar með að skila tugmilljóna dollara gróða til framleiðendanna. Gibson hefur hins vegar ekki látið peningagræðgi hlaupa með sig í gönur, heldur hefur hann sett takmarkið hátt og sífellt leitast við að sanna sig sem iistamaður í hæsta gæðaflokki. Eftir að hafa öðlast miklar vinsældir um allan heim fyrir kvikmyndaleik kom að því að Gibson vildi spreyta sig sem framleiðandi og leik- stjóri. í þessum tilgangi stofnaði hann sitt eigið fyr- irtæki, Icon, ásamt umboðs- manni sínum, og þegar hand- ritið að Andlitslausa mannin- um, sem gert er eftir skáld- sögu Isabelle Holland, rak á fjörur þeirra félaga ákvað hann að slá til. Hann ætlaði sér þó alls ekki að leika sjálf- ur í kvikmyndinni og því sendi hann handritið til þriggja leikara sem hann taldi ákjósanlega í hlutverk andlitslausa mannsins, en sögusagnir herma að William Hurt hafi verið einn þeirra. Þeir voru hins vegar ekki til- búnir í slaginn, annaðhvort vegna þess að þeir voru upp- teknir við önnur verkefni eða þá að þeir tóku ekki áhætt- una á að vera með í frum- raun Gibsons sem leikstjóra. Að eigin sögn horfðist hann því sem framleiðandi í augu við sjálfan sig í spegli og samdi um að hann tæki að sér hlutverkið gegn lægri greiðslu en hann er vanur að taka. Frammistaða Gibsons í kvikmyndinni, bæði fyrir framan og aftan myndavél- ina, hefur hvarvetna hlotið mikið lof gagnrýnenda og þar sem myndin hefur verið tekin til sýninga hefur að- sókn að henni verið geysi- góð. Þykir hann á vissan hátt hafa skipað sér á bekk með þeim Robert Redford og Clint Eastwood og tryggt framtíð sína í kvikmyndum jafnvel þótt stjama hans sem kvikmyndaleikara kunni að falla einhvem tíma í framtíð- inni. Þá spillir það ekki fyrir velgengni myndarinnar að Nick Stahl sýnir sannkallað- an stjömuleik í hlutverki unga drengsins, en þetta er frumraun hans í kvikmynda- leik og þykir ljóst að þarna er á ferðinni efni í afbragðs- leikara. Glæstur ferill Eftir að hafa lokið prófi frá menntaskóla í Ástralíu innritaðist Gibson í ríkisleik- listarskólann í Sydney, og skömmu eftir að hann lauk prófi þaðan fékk hann hlut- verk í kvikmyndinni „Mad Max“ sem á svipstundu gerði hann að stórstjömu. Þrátt fyrir þessa velgengni innrit- aðist hann á nýjan leik í ríkis- leiklistarskólann til frekara náms og einnig til að afla sér reynslu sem sviðsleikari. Hann lék um skeið með ríkis- leikhúsi S-Ástralíu og hlaut mikið Iof fyrir frammistöðu sína á leiksviðinu. En Gibson sneri sér fljótlega að kvik- myndaleik að nýju og fyrir hlutverk sitt í „Tim“ hlaut hann verðlaun áströlsku kvikmyndastofnunarinnar sem besti leikari í aðalhlut- verki. Næst lék hann í stríðs- myndunum „Attack Force Z“ og „Gallipoli", en fyrir hlutverk sitt í henni hlaut hann aftur verðlaun ástr- ölsku kvikmyndastofnunar- innar. Persónan sem hann lék í „Mad Max“ öðlaðist svo líf á nýjan Ieik í myndinni „The Road Warrior“ (1982) og aftur í „Mad Max Beyond the Thunderdome" (1986). í Leiðbeinandinn MEL Gibson leiðbeinir hinum efnilega Nick Stahl við tökur á Andlitslausa manninum. millitíðinni lék hann í „The Year of Living Dangerously" á móti Sigoumey Weaver og í „The Bounty" þar sem hann fór með hlutverk Fletchers Christians. Fyrsta kvik- myndin sem Gibson lék í í Bandaríkjunum var „The Ri- ver“, en árið 1987 lék hann svo í fyrstu „Leathal Weap- on“-myndinni af þremur sem áttu eftir að festa hann end- anlega í sessi sem eina helstu stórstjömu hvíta tjaldsins. Á milli þess sem hann lék í þeim myndum lék hann í „Tequila Sunrise", „Bird On a Wire“ og „Air America“, <MíAmandÍllIl en síðast sást hann á hvíta ölJUI UdllUllUl tjaldinu í myndinni „Forever GIBSON kíkir í myndavélina við tökur á fyrstu mynd- Young". inni sem hann leikstýrir. Vináttusamband veldur tortryggni REGNBOGINN og Borgarbló á Akureyri tekur á næst- unni til sýninga fyrstu kvikmyndina sem stórstjaman Mel Gibson leikstýrir, en hún fjallar um vináttusamband sem tekst á milli tólf ára drengs og manns sem beijast þarf við skugga fortíðar sinnar. Þetta er dramatísk mynd sem fléttar saman sögu um það hvemig yfírvinna má einmanaleika og stíga fyrstu skref fullorðinsáranna, en um er að ræða minningar drengsins um einstakt sumar þegar gagnkvæmur skilningur, vinátta og hvatning verð- ur til þess að straumhvörf verða í lífi þeirra beggja. í augum íbúa Cranesport í Mainefylki í Bandaríkjunum hefur Justin McLeod (Mel Gibson) verið utanveltumað- ur alla tíð síðan hann fluttist í þetta friðsæla sjávarþorp. í sjö ár hefur hið skaddaða andlit hans og dulúðin sem fortíð hans er sveipuð orðið tilefni kjaftagangs og hæðni þorpsbúa, en í gangi eru sög- ur um hryllilegt umferðarslys ' sem hann lenti í, nemanda hans sem þá lét lífíð og glæsilegan kennaraferil sem tók skyndilega endi. McLeod hefur hins vegar tilneyddur lært að lifa með líkamslýti sitt í einsemd á heimili sínu innan um bækur og málverk. Hinn tólf ára gamli Chuek Norstadt (Nick Stahl) er einnig utanveltu, en þó fyrst og fremst innan ijolskyldu sinnar. Hann býr hjá yfir- borðslegri og daðurgjami móður sinni sem er í þann veg að krækja í fímmta eig- inmann sinn, og tveimur hálfsystrum sínum. Chuck á aðeins óljósar minningar um látinn föður sinn sem hvarf honum þegar hann var enn smábam. Óvissan varðandi hvarf föður síns og sú tilfínn- ing að hann sé óvelkominn í eigin fjölskyldu hafa gert Chuck fjarrænan og í eilífri vamarstöðu á ytra borðinu en innra með honum býr mikil óhamingja. Hann er staðráðinn í því að skapa sér hlutverk í lífínu þar sem hann þarf ekki að standa í sam- keppni við systur sínar, og hyggst hann eyða sumrinu í Cranesport til að undirbúa sig undir inntökupróf í heimavistarskóla sem faðir hans hafði verið nemandi í. Hann hefur þegar fallið á prófinu einu sinni og þess vegna snýr hann sér til McLeods í leit að aðstoð við námið. Eftir því sem líður á sum- arið læra bæði Chuck og McLeod meira en þeir höfðu vænst í upphafí. Vinátta þeirra sem reyndar var ekki hnökralaus í upphafi þróast í einlæg og falslaus skoðana- Námfús CHUCK leggur sig fram við námið eftir nokkra árekstra við kennara sinn. skipti sem báðum reynast gagnleg og varpa nýju og mikilvægu ljósi á líf þeirra. Chuck uppgötvar námshæfni sína og greind, traust og umburðarlyndi, en McLeod uppgötvar á nýjan leik hæfi- leikann til að tengjast ann- arri manneskju og jafnframt ánægjuna og spennuna sem fýlgir því að vera í kennara- hlutverki. En þorpsbúar sem vanir eru að sjóða saman og leggja trúnað á alls kyns sögusagn- ir um McLeod fýllast tor- tryggni í garð mannsins sem þeir bæði óttast og skilja með engu móti þegar það verður öllum ljóst að hann hefur tekið að sér að kenna Chuck. Einangraður MCLEOD býr í einsemd á heimili sinu innan um bækur og málverk. Móðir drengsins sem árum saman hefur verið gjörsam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.