Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1993 37 „Nú dugar ekk- ert minna en mikill flótti“ Bókmenntir Soffía Auður Birgisdóttir Steinunn Sigurðardóttir: Ástin fiskanna. Skáldsaga, Iðunn 1993, 107 bls. Ástin fiskanna er stutt frásögn rúmlega þrítugrar konu af lífí sínu síðustu þrjú ár. Ýmislegt hefur gerst á þeim tíma hjá henni, hún hefur ferðast til útlanda nokkrum sinnum, hafið sambúð með manni, og hún hefur kynnst ástinni í öllu sínu veldi. Það er ástarsagan sem er miðpunkt- ur frásagnarinnar. Þetta er ást í meinum, saga af elskendum sem var ekki skapað nema að skilja. Að þessu leyti minnir og sagan á Tímaþjófinn en samt eru þetta mjög ólíkar sögur — bæði hvað varðar stíl og efnistök. Alda í Tímaþjófnum átti hundrað daga með Antoni og eyddi siðan restinni af ævinni í því að rækta sorgina og ástunda söknuðinn. Sam- anta í Astin fiskanna á aðeins ör- skotsstundir með Hans Örlygssyni, stundir sem dreifast yfir þrjú ár og á þeim tíma hefur hún sambúð með öðrum manni og elskhuginn giftist og eignast barn með annarri konu. Samanta ætlar ekki að láta söknuð- inn yfirbuga sig líkt og Alda, reynd- ar virðist sem hún forðist alla reynslu sem krefst þess að hún gefi sig að fullu. Þetta er mesta ráðgáta frásagnarinnar: Hvers vegna ná þau Samanta og Hans ekki saman? Ekki fer á milli mála að Samöntu er annt um Hans, henni stendur hreint ekki á sama um hann. Framan af sögu lætur Samanta reyndar að því liggja að fátt snerti hana djúpt. Hún lifir sínu lífi „hægt og rólega og beint af augum“, hún staðhæfir að hún sé „ekki að leita að neinu sérstöku", líf hennar sé „kannski ekki beint skemmtilegt, enda (sé) ekkert eftirsóknarvert að eiga skemmtilegt líf“ (26). Hún er í góðri stöðu hjá útgáfufyrirtæki, gæti ekki annað en orðið útgáfu- stjóri einn dag, en „því mundi hún ekki nenna“ (46). Ekki nennir hún heldur að „stumra yfir“ fjölskyldu. Síst af öllu þykist Samanta vera að leita að manni: „mér hefur alltaf þótt best að mega sofa ein í rúmi. Það leit satt að segja út fyrir að einlífi ætti við mig og ég saknaði þess ekki að vera í samúð“ (26). Og í sambandinu vð Hans virðist Sam- anta samkvæm sjálfri sér í þessu, því hún leggur sig eftir því að forð- ast manninn; hún felur sig, þykist ekki vera heima, tekur síma úr sam- bandi og svarar ekki dyrasímum. En þetta eru látalæti hjá konunni sem er kolfallin fyrir manninum strax frá fyrsta degi. Samanta og Hans hittast af tilvilj- un í útlöndum. Hann er á tölvunám- skeiði og hún „dundar við að þýða ljóð“. Hún býr í „útibúi“ frá kastala og þegar á líður söguna fær maður á tilfinninguna að hún búi í „útibúi" frá lífínu sjálfu. Að vissu leyti er hún lífsnautnakona, hún ferðast, liggur í sólbaði, borðar góðan mat, drekkur góð vín, kaupir sér dýra skartgripi. En hinar sönnu nautnir Steinunn Sigurðardóttir lífsins neitar hún sér um; þær nautn- ir sem spretta af djúpu sambandi við aðra og eru vísust leið til lífsham- ingju. Samanta afneitar hamingj- unni. Hún segir það „leikaraskap" hjá fólki að þykjast eiga skemmti- legt líf og vera hamingjusamt: „Kannski var leikaraskapurinn The Real Thing, kannski var ekki hægt að komast nær kjarna málsins, og þegar best léti yrði leikaraskapurinn að því sem hann leit út fyrir að vera“ (31). En andstætt þessu lífviðhorfi sögukonu er teflt fram lífí annarra persóna sögunnar og þar fara fremst í flokki foreldrar Samöntu. Lýsingin á hjónabandi þeirra er falleg lýsing á tveimur einstaklingum sem eru hamingjusamir, lífsglaðir og kunna að njóta lífsins og samvista við hvort annað. Þau halda dýrðlegar veislur fyrir sig tvö í sumarbústað sínum, en dóttirin lýsir því yfir að ekki myndi hún nenna að standa í elda- mennsku í sumarbústað — frekar myndi hún naga epli. Foreldrarnir ferðast til útlanda, fara þar á tón- leika, skoða söfn og eru himinlif- andi. Dóttirin nennir ekki að skoða sig um í útlöndum, en sér þó eftir því þegar heim er komið. Reyndar langar Samöntu heim þegar hún er í útlöndum og til útlanda þegar hún er heima. í augum hennar virðist lífið vera annars staðar og hún horf- ir jafnvel með tortryggni á ást og samheldni foreldra sinna. Annað par bókarinanr er andstæða við þessa „fullkomnu" mynd af foreldrunum: Erlingur sambýlismaður Samöntu og fyrrverandi kona hans, Halla. Hjónabandi þeirra lauk vegna drykkjuskapar og framhjáhalds — en engu að síður lifir ennþá í glæðun- um: „sambýlismórar elska draugfull- ar skottur úti í bæ“ (100). Samanta er alls staðar utanveltu, hún dæmir sjálfa sig úr leik á einhvern illútskýr- anlegan hátt. Tvennt langar hana mikið til að gera, að fara í Skafta- fell og vera með Hans Örlygssyni — hvorugu kemur hún í verk. Það er kannski út af þessari afstöðu hennar sem henni fínnst sem „ekkert gerist um leið og það gerist. Allt gerist eftir á... (56). Þessi saga er vitanlega átakanleg. Þetta er saga af manneskju sem lætur lífið renna sér úr greipum, sem kann ekki að nýta sér þau tækifæri sem lífið hefur að bjóða henni þó hún hafi þann grunn sem flestum þykir eftirsóknarverðastur: hún er falleg, efnuð og í góðri stöðu. En þó sagan sé í eðli sínu átakanleg, er yfir stíl Steinunnar léttur hálfkær- ingur; þetta er stíll sem dregur úr, gefur í skyn og gantast með alvarleg mál. Þetta er hrífandi stíll, margræð- ur og magnaður. Einnig eru í þess- ari bók kaflar sem elnkennast af ljóðrænu. Ég bendi sérstaklega á náttúrulýsingar sem eru með þeim skemmtilegri sem ég hef lesið lengi. Lýsingin á sumarbústaðavist for- eldranna er ein þeirra, þar jaðrar stíllinn reyndar við að vera paródísk- ur, slík er sveitasælan, þó fer hanh ekki yfir markið. Lýsingin á heimþrá Samöntu þegar hún er í útlöndum er fögur og frumleg lýsing á náttúru íslands. Kannski er þetta fyrst og fremst bók um náttúruna í fólkinu og íslenska náttúru. Og þá er vert að geta þess að bókin er fagurgræn á litinn, falleg og fer vel í hendi og huga. Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar Arbók safns- ins komin út ÚT ER komin Árbók Listasafns Sigurjóns Ólafssonar fyrir árin 1991 og 1992. Eins og fyrri árbækur safnsins er þetta tvíæringur og sá fjórði í röðinni. Meðal efnis er: Myndir í fjalli, grein eftir Auði Ólafsdóttur list- fræðing um lágmyndir Siguijóns Ólafssonar á framhlið stöðvarhúss Búrfellsvirkjunar sem hann vann á árunum 1966-69. Er þetta í fyrsta sinn sem gerð er listfræðileg rannsókn á verkinu. Saltfískstöfl- un — veggmynd án veggjar heitir grein eftir Sólveigu Georgsdóttur safnvörð um tilurð þessa verks, sem Siguijón vann 1934-35 með- an hann enn var nemandi við Kon- unglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn. Inga Lára Baldvins- dóttir safnvörður segir frá Agnesi Lunn, sérstæðri myndlistarkonu sem dvaldi á Eyrarbakka flest bernskusumur Siguijóns og nefnist grein hennar Við myndlistarstörf á Eyrarbakka. í ritgerðinni Byggð- arlag sem varð borgarhverfi rekur Þorgrímur Gestsson þúsund ára sögu Laugarness. Birt er ljóð eftir Susanne Jorn, Spor í sandi, við samnefnt verk Siguijóns í íslenskri þýðingu Steinunnar Sigurðardótt- ur. Öllum greinum fylgir útdráttur á ensku. Árbókin er í sama broti og fyrri rit safnsins, 120 blaðsíður og prýdd fjölda ljósmynda. Ritstjóri er Birg- itta Spur. Bókin er unnin í prent- smiðjunni Odda hf. og kostar 1.714 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.