Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.12.1993, Blaðsíða 52
Verið tímantega með jélapóstinn -jaggC- PÓSTUR OG SÍMI MORGVNBLADJD, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆJJ 85 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. V estmannaeyjar Dregið af kauptrygg- ingu sjó- manns til kvótakaupa Frá Grími Gíslasyni fréttaritara Morgun- blaðsins í Vestmannaeyjum. KVÓTABRASKIÐ burt, var yfir- skrift fundar sem stéttarfélög sjómanna í Eyjum gengust fyrir á föstudaginn. Á fundinum, sem um 80 manns sátu, kom fram mikil andstaða við kvótakerfið og þátttöku sjómanna í kvóta- 4nkaupum. Elías Björnsson, formaður Jöt- uns, tók dæmi um þátttöku sjó- manna í kvótakaupum og sagði að jafnvel þó að hlutur næði ekki tryggingu þá væri dreginn af sjó- mönnum kostnaður vegna kvóta- kaupa. „Einn sjómaður kom til mín um daginn með uppgjör sem hljóð- aði upp á lægri upphæð fyrir 30 dagana en kauptryggingin var því útgerðarmaðurinn þurfti að ná upp í kvótakaup." í Morgunblaðinu í dag eru viðtöl við fjóra sjómenn sem lýsa reynslu sinni af þátttöku í kvótakaupum útgerða og þeim afleiðingum að neita að taka þátt í kaupunum. Sjá bls. 10 og 11. ----♦ ♦ ♦ Eldvarnaræfing Skemmd- ir urðu á íbúðarhúsi IsafjBrður SKEMMDIR urðu á íbúðarhúsi af völdum hita og reyks, þegar slökkviliðið brenndi gamalt íbúðarhús, Fjarðarstræti 21, í æfingaskuyni í gærmorgun. Hægur vestan andvari var þegar kveikt var í húsinu en síðar snerist í norðaustan. Þegar slökkvistarfið hófst bilaði aðaldæla liðsins og vegna öldugangs í fjörunni rétt við brunastaðinn þurfti að leggja lagnir þvert yfir eyringa inn á Poll til að ^fá vatn. Reynt var að kæla ná- - grannahúsið niður og til stóð að setja á það hlífðarteppi, en horfið var frá því, og tókst að koma í veg fyrir meiri háttar skemmdir. Úlfar Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Borað verði 400 metra STARFSMENN Jarðborana hf. hafa sl. tíu daga unnið að gerð borholu við sunnanverðan Hvalfjörð vegna fyrirhugaðra jarðganga. Nota þeir einn bor við verkið sem fer skáhallt niður 400 metra langt. Myndin var tekin af bormönnum við vinnu sína í gærmorgun. Borað vegna Hvalfjarðarganga STARFSMENN Jarðborana hf. eru þessa dagana að bora svokallaða kjarnaholu milli Saurbæjar og Hjarðamess við sunnanverðan Hvalfjörð vegna fyrirhugaðra Hvalfjarðar- ganga. Stendur Spölur hf. fyrir framkvæmd- unum en tilgangurinn er að kanna jarðlög og taka sýni úr berginu sem á að rannsaka með tilliti til jarðgangagerðar undir fjörðinn. Boruð er hola á ská undir fjörðinn. Er hún í fyrstu með þrjátíu gráðu halla en er dýpra kemur verður hallinn minnkaður í þrepum niður í sex gráður. Holunni er ætlað að veita upplýs- ingar um vatnsleiðni bergsins og aðrar tæknileg- ar upplýsingar. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, stjórnarformanns Spalar hf., verður borholan væntanlega 400 metrar að lengd undir fjörðinn. Borun hófst fyrir 10 dögum en gekk nokkuð brösulega í fyrstu vegna veðurs, m.a. fauk vinnuskúr þeirra niður í fjöru, en vinnan hefur gengið ágætlega að undanfömu. Er gert ráð fyrir að verkið muni standa fram undir jól. Gylfi sagði að ákveðið hefði verið að bora á þessum stað vegna þess að bergið væri lausara í sér við sunnanverðan fjörðinn. Ríkisstjómin samþykkti sl. sumar að ríkis- sjóður veitti 50 millj. kr. lán til að fjármagna jarðlagarannsóknir vegna undirbúnings við gerð Hvalfjarðarganga. Ágúst Guðmundsson jarð- fræðingur hefur eftirlit með boruninni. Útboð undirbúið Síðastliðinn fimmtudag voru staddir hér á landi fjármálaráðgjafar frá japönskum banka, sem er meðal þátttakenda í fjármögnun fram- kvæmdanna. Sóttu þeir fund hér með tæknileg- um ráðgjöfum til að leggja gmndvöll að gerð útboða, sem eiga að fara fram fyrir lok febrúar á næsta ári. Stefnt er að því að framkvæmdir við gerð jarðganganna geti hafíst síðla næsta sumar. Sagði Gylfí einnig að nú lægju fyrir niðurstöður úr hljóðbylgjumælingum sem gerðar voru í sumar og sagði hann að þær staðfestu í megindráttum fyrri niðurstöður. Rekstrarbati hjá Flugleiðum fyrstu níu mánuði ársins Afkoman fyrir skatta batnaði um 100 millj. AFKOMA Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins varð talsvert betri en á sama tíma í fyrra samkvæmt milliuppgjöri félagsins. Nam hagnað- ur fyrir tekju- og eignarskatta um 224 milljónum og jókst um 100 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra. Endanlegur hagnaður Flug- leiða fyrstu níu mánuði ársins'varð alls hins vegar 404 milljónir króna samanborið við 39 milljóna hagnað á sama timabili i fyrra. I þessari hækkun vegur þungt 180 milljóna lækkun á tekjuskattsskuldbindingu. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, var afkoman fyrstu níu mánuðina betri en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir. Með auk- inni starfsemi hafa rekstrartekjur félagsins aukist um 6% milli ára meðan rekstrargjöld hafa aðeins hækkað um 4,7%. Greiðslustaða Flugleiða var góð eftir fyrstu níu mánuði ársins og átti félagið 1.542 milljónir í banka- innstæðum samanborið við 1.368 milljónir á sama tíma í fyrra. Fleiri farþegar - verri nýting Sætaframboð á árinu er um 8% meira en í fyrra. Frá júní til loka septembermánaðar voru fluttir tæplega 18 þúsund farþegar á þess- ari flugleið. Til viðbótar fóru 10 þúsund farþegar milli íslands pg Hamborgar með viðkomu í Kaup- mannahöfn. Þá hefur framboðið verið aukið í Norður-Atlantshafs- fluginu með flugi til Fort Lauder- dale í Flórída. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttir 5,1% fleiri far- þegar í millilandaflugi en á sama tíma í fyrra en farþegar í innan- landsflugi voru 2,1% færri en í fyrra. Sætanýting er hins vegar heldur lakari fyrstu níu mánuðina en á sama tímabili í fyrra. Þannig var hún 74% í Norður-Atlantshafs- fluginu og 62% í Evrópuflugi sem er um 1% lakari nýting en í fyrra. Sömuleiðis lækkaði sætanýting í innanlandsfluginu úr um 61% í 59% milli ára. Búist er við að um 150 milljóna tap verði af innanlandsfluginu á þessu ári. Eigið fé Flugleiða var alls um 4,5 milljarðar króna eftir fyrstu níu mánuði ársins samanbor- ið við 4,3 milljarða eftir sama tíma- bil í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Verkamenn féllu 8-10 m með krana TVEIR menn voru fluttir á slysa- deild eftir að þeir féllu 8 til 10 m með bómu byggingarkrana við Eggertsgötu 18 í gærmorgun. Mennirnir eru ekki lífshættulega slasaðir. Tvímenningarnir, starfsmenn KS verktaka, voru að taka krananna niður þegar hluti bómu með þeim féll til jarðar, 8-10 m. Læknir á slysadeild sagði að menn- irnir væru ekki lífshættulega slasað- ir en komið væri í ljós að annar þeirra hefði lærbrotnað. Hinn hefði hlotið minniháttar meiðsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.