Morgunblaðið - 12.12.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
41
vel fyrir hana seinna í lífinu. Fyrst
þegar hún var við nám í Englandi,
þá launaði hún fyrir sig með listileg-
um púðum og dúkum. Seinna setti
hún á stofn saumastofu ásamt
skólasystur sinni, frú Margréti
Ólafsson. Þar voru framleidd silki-
nærföt ísaumuð með blúndum, nátt-
kjólar og sloppar með púffum og
pifum o.fl. og þá dugði ekkert
minna en útflutningur.
Frú Halldóra móðir hennar giftist
1908 Davíð Kristjánssyni, verzlun-
arstjóra hjá Þorsteini Arnljóts mági
sínum. Árið 1932 fluttust þau til
Reykjavíkur og settu á stofn Versl-
un Davíðs Kristjánssonar á Skóla-
vörðustíg 13 og bjuggu þar til ævi-
loka. Þar þótti gott að koma, Bryn-
dís dóttir þeirra aðstoðaði þau alla
tíð við að halda þessu gestrisna
heimili opnu fyrir öllu vensla- og
vinafólki, en því miður auðnaðist
mér ekki að kynnast því þar eð ég
kom seinna inn í þessa fjölskyldu,
en sjaldan hef ég heyrt fallegra
talað um nokkra móður en frú
Halldóru. Systkini Margrétar eru
Arnljótur, Hólmfríður, Snæfríður,
Bryndís og Þorsteinn. Eftir lifa
Snæfríður, Bryndís og Þorsteinn.
Margrét byijaði snemma að ferð-
ast, strax í bernsku og voru margar
ferðimar farnar sjóleiðis, fyrst til
Húsavíkur þar sem hún gekk einn
vetur í barnaskóla og var oft vitnað
í þann tíma, er hún bjó hjá Guðjohn-
sens-fólkinu. Síðan var siglt til
Blönduóss og Skagastrandar og
dvaldist hún til skiptis hjá móður-
systrum sínum, frú Sigríði Arnljóts
og frú Jóhönnu Hemmert. Á ungl-
ingsámm dvaldist hún oft á Akur-
eyri hjá frændfólki sínu. Þar átti
hún góðar vinkonur og frænkur og
þá hljóma nöfn eins og Þóra Stein-
gríms, Hulla Ragnars o.fl. og var
unað sér við leik og dans. Ung að
aldri sigldi hún til Reykjavíkur til
að stunda nám í Kvennaskólanum
og á þeim árum dvaldist hún hjá
frændfólki sínu, Sighvati Bjarna-
syni bankastjóra og fjölskyldu.
Seinna lá leið hennar í verslunar-
skóla í Englandi, en Snæbjörn Arn-
ljóts móðurbróðir hennar studdi
hana fjárhagslega og var einkar
kært með þeim og Borghildi konu
hans. í einni skipsferðinni suður til
Reykjavíkur varð á vegi hennar
ungur og myndarlegur maður,
Blómastofa
FnÖfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiðöllkvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Hjalti Björnsson stórkaupmaður, og
örlögin höguðu því svo þannig til
að þau vora bæði á leið til útlanda
með sama skipi, hún í nám til Eng-
lands og hann í verslunarferð til
Þýskalands. Og er ekki að spyija
að því eftir miklar bréfaskriftir
tókst honum að vinna hug þessarar
ungu og fallegu stúlku og giftu þau
sig árið 1925.
Oft sagði tengdafaðir minn okkur
frá því þegar hann sá hana í fyrsta
sinn, og var hann strax ákveðinn í
að þessa konu og enga aðra vildi
hann eiga. Hjalti Björnsson var
fæddur að Ríp í Skagafirði, sonur
hjónanna Bjöms Jónssonar skip-
stjóra og Guðríðar Hjaltadóttur.
Bjuggu þau alla sinn búskap á
Karlsstöðum. Hjalti var stórglæsi-
legur maður og harðduglegur. Af
eigin rammleik tókst honum að
komast suður til Reykjavíkur. Þá
vora ekki til neinir peningar og kom
hann gangandi í snjó og frosti. Slík
var harkan. Hann tók inntökupróf
í Verslunarskóla íslands og lauk
þar verslunarskólanámi. Síðar
stofnaði hann sinn eiginn rekstur
og vann við hann allt þar til hann
andaðist 30. apríl 1986, daginn sem
hann átti að vera heiðursgestur sem
elsti þálifandi verslunarskólanem-
inn og vora þá liðin 70 ár frá því
hann útskrifaðist. Margrét og Hjalti
byijuðu sinn búskap í Vonarstræti
4 í Reykjavík. Valgerður móður-
systir Margrétar fluttist fljótlega
suður til þeirra og bjó hjá þeim þar
til hún andaðist. Síðan þyggðu þau
sér heimili á Hagamel 8 eftir ýmsa
flutninga í millitíðinni og bjuggu
þar allt til dauðadags.
Þau eignuðust fjögur börn, Hall-
dóru Valgerði, Snæbjörn Arnljóts,
Braga Bjöm Orra og Guðríði Val-
borgu og er ættboginn orðinn æði
stór.
Eins og ég hef minnst á var frú
Margrét glæsileg kona. Hún var
einkar kurteis í orðum og háttum
og mikill fyrirmennskubragur á öllu
hennar fasi. Hún hafði næman feg-
urðarsmekk og átti hún glæsilega
hatta í öskjum og flotta kjóla sem
hún hafði keypt sér á árum áður
„ytra“ eins og þún sagði alltaf. Hún
vildi hafa vítt til veggja og hátt til
lofts, húsbúnað að hætti drottninga
og þannig varð það. Svo vildi hún
hafa veislur og helst láta dansa og
segja mér systur hennar að þær
hafi verið annálaðar veislurnar
hennar Möggu systur.
En umfram allt þá var hún góð
manneskja og einkar skilningsrík
og full samúðar ef komið var til
hennar með raunir sínar og mikill
trúnaðarvinur.
Að við skyldum verða svona góð-
ar vinkonur held ég að sé mikið að
þakka því hversu greind og
skemmtileg kona hún var. Hún
naut þess svo innilega að vera í
góðra vina hópi og var alltaf sjálf-
sagt að hún væri með þegar góða
gesti bar að garði, ekki bara hjá
okkur hjónunum, heldur hjá öllum
börnunum sínum og tengdabömum.
Hún laðaðist að unga fólkinu og
var það gagnkvæmt.
Ég hef nú dvalið lengst við æsku
og uppeldisár Margrétar, en eins
og ég sagði í upphafi þá mótaðist
hún einstaklega af sínu uppeldi,
sem fylgdi henni alla ævi og þegar
hún þverfur af sjónarsviðinu þá
finnst mér hverfa með henni and-
blær þess tíma sem svifið hefur um
hér á Hagamel 8.
Nú er komið að leiðarlokum.
Þótt árin séu orðin mörg þá hélt
Margrét vel bæði líkamlegri og
andlegri heilsu fram á síðustu
stund. Bjó alltaf á sínu eigin heim-
ili og gat tekið á móti fólkinu sínu.
Hún fékk áfall fyrir tveimur mánuð-
um og lá á Borgarspítalanum um-
vafin ástúð barna sinna og umönn-
un yndislegs hjúkrunarfólks. Ég vil
fá að kveðja hana með eftirfarandi
minningarljóði, sem sr. Matthías
Jochumsson orti um ömmu hennar.
Kalt er haustið: hússins sólarljómi
horfinn er að Alvalds dómi,
litum bregður loft og jörð og sær.
Móðir, systir, kona, kvennasómi!
Kalt er lífið, horfinn allur blómi,
drúpur sveit, en hnípir höfðingsbær.
Hjartans þakkir, hjartans vinan kæra!
Hjartað ríka, stóra, hvílstu nú.
Glóðheit tár þér grátnir vinir færa:
Guð þér launi dygð og trú!
Við kveðjum þig með klökkum
róm.
Heba Guðmundsdóttir.
Amma mín, Margrét, er farin úr
þessum heimi.
Við bjuggum undir sama þaki
fyrstu 25 ár ævi minnar og mynduð-
ust sterk tengsl á milli okkar. Minn-
ingar um hana eru margar og allar
góðar. Amma var meira en bara
amma, hún var félagi og vinur, ein
af okkur, hvort sem það var í félags-
skap fjölskyldu eða vina.
Amma gerði víðreist, hafði komið
á alla þá staði í Evrópu sem að ég
kunni að nefna. Hún var sem gluggi
úti í heiminn fyrir strákinn, heims-
borgari í eðli sínu, víðsýn. Amma
var viðræðuhæf um nánast alla
skapaða hluti. Við hana gat ég
rætt mörg hugðarefni og oft var
ekki til annarra að leita.
Amma var aldurslaus, var ein-
faldlega á þeim aldri sem hæfði
hveijum félagsskap fyrir sig. Sterk
minning úr bernsku, við spiluðum
kasínu daginn út og inn, ég fimm
ára. Keppnin var áköf og voru öll
leyfileg sem og óleyfileg brögð not-
uð. Alllöngu síðar þegar snilldar-
verk tónlistar vora afhjúpuð á
Hagamelnum var amma vel með á
nótunum.
Amma vissi hvert stefndi. Síðasta
samtal okkar vora vangaveltur um
spumingu hennar hvað tæki svo
við. Hún var haldin efa um að til
væri framhaldslíf en, eins og við
flest, útilokaði hún ekkert. Nú veit
hún svarið.
Nú er hún farin, söknuðurinn er
mikill. Megi hún njóta góðrar dval-
ar á hinum nýja stað.
Örn Orrason.
t
Bróðir okkar,
EINAR AHRENS,
lést á Vífilstaðahæli 3. desember,
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum starfsfólki Kópavogshælis, þar sem hann dvaldist mikinn
hluta ævi sinnar, frábæra hjúkrun og umönnun.
Ágústa Ahrens,
Erlendur Ahrens.
‘ t
Elskulega litla dóttir okkar,
GABRIELA JASONARDÓTTIR,
Miðholti 11,
Mosfeilsbæ,
andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans fimmtudaginn 9. desember sl.
Heiena Björk Magnúsdóttir,
Jason Kristinn Ólafsson.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR,
Sólvallagötu 2,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 14. desember
kl. 10.30.
Lárus Sigurðsson, Valdfs Atladóttir,
Karólína Lárusdóttir og Sigurður Hólm Lárusson.
t
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma,
ARNFRÍÐUR INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SÖRENSEN
frá Seyðisfirði,
lést í Kaupmannahöfn 26. nóvember síðastliðinn.
Útförin hefur ferið fram.
Kristinn Erlendur Kaldal,
Kirsten Vilborg Jensen,
Birgitt Erla Thorsbro,
Friðjón Árnason,
Þórunn Árnadóttir Larssen,
Bjarnheiður Björnsdóttir,
Kurt Jensen,
Gudmund Thorsbro,
Huld Árnadóttir,
Margrét Árnadóttir Clapson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
YNGVI GRÉTAR GUÐJÓNSSON,
Löngumýri 24,
Garðabæ
áður Skólavörðustíg 44,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 14. desember kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, láti
Landssamtök hjartasjúklinga njóta
þess.
Valdís Gunnlaugsdóttir,
Guðmundur Pétur Yngvason, Berglind Bragadóttir,
Elvar Andri Guðmundsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þjótanda,
Hraunbæ 103,
sem lést á heimili sínu 5. desember, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 15.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Einar Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir,
Sesselja Ólafsdóttir,
Gunnar Ólafsson, Sólveig Gyða Guðmundsdóttir,
Árni Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓN STEFÁNSSON,
Gyðufelli 12,
sem lést 6. desember, verður jarðsunginn
frá ríkissal votta Jehóva, Sogavegi 71
mánudaginn 13. desember kl. 13.30.
Margrét Jóna Jónasdóttir,
Jónas P. Sigurðsson, Ólöf María Guðbjartsdóttir,
Karl Á. Sigurðsson, Bera Pétursdóttir,
Steinunn H. Sigurðardóttir, Alfreð Alfreðsson,
Stefán E. Sigurðsson, Bára Baldursdóttir,
Ágústa G. Sigurðardóttir, Sigurður Jóhannesson,
Aron Þ. Sigurðsson, Kristin Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÚLFAR V. ÞORKELSSON
vélstjóri,
siðast til heimilis
á Kumbaravogi,
lést 4. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 13. desember kl. 13.30.
LaawHnmnn
Kolbrún Úlfarsdóttir,
Örn V. Úlfarsson,
SævarV. Úlfarsson,
Þorkell I. Úlfarsson,
tengdadóttir og barnabörn.