Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994
8 B
H-----
Félag harmonikuunnenda heldurskemmtifund
íTemplarahöllinni í dag kl. 15.00.
Meðal gesta sem koma fram verða Högni Jónsson, Elías
Davíðsson, Jón IngiJúlíusson, Þorleifur Finnsson, Magnús
Jörundsson og margirfleiri.
Garðar Jóhannesson leikur fyrir dansi.
Allirvelkomnir.
Skemmtinefndin.
----------------------------N
Leikfimi
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri hefst í
Melaskóla 11. janúar.
Upplýsingarog innritun alla daga eftir
kl. 18.00 í síma 73312.
Ingibjörg Jónsdóttir, íþróttakennari.
^ ^
TILBOÐ
ÓSKAST
í Ford ExplorerXLT 4x4, árgerð '92 (ekinn 12
þús. mílur), Ford Aerostar Eddie Bauer, árgerð
'88, Nissan King Cab SE V6 4x4, árgerð '87
(tjónabifreið) og aðrar bifreiðar er verða sýndar
á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 11. janúar
kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
SÓLARKAFFI
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
ísfirðingafélagið gengst fyrir sínu árlega
SÓLARKAFFI föstudagskvöldið 21. janúar
nk. að veitingahúsinu Hótel Islandi,
Armúla 9, Reykjavík.
Húsið opnar kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst
hefðbundin hátíðar- og skemmtidagskrá
með kaffi og rjómapönnukökum.
Borgardætur, Villi Valli & Co. og Lúdó-
sextett leika fyrir dansi til kl. 3 e.m.
Aðgangseyrir kr. 1.800,-
Forsala aðgöngumiða fer fram að Hótel
Islandi laugardaginn 15. janúar kl. 14-16.
Borð verða tekin frá á sama stað og tíma.
Miðapantanir auk þess í síma 91-687111
dagana 17.—21. janúar milli kl. 14 og 18.
Greiðslukortaþ j ónusta.
VISA
wffimmm
Níræð
Kristín S. Helga
dóttir frá Odda
Þegar Kristín mín frá Odda fyllir
níunda áratuginn leita æskuminn-
ingarnar á hugann í fylkingum svo
vandi er úr að velja að setja á blað
svo að gagni megi koma að lýsa
þeirri heiðurskonu. En skyldan kall-
ar að sýna henni þakklætisvott þótt
í litlu verði.
Þegar ég hugsa til bernskuár-
anna í Ögurvík við Djúp vestur
fínnst mér eins og þar hafi oftast
verið gott veður. Nú veit ég og all-
ir kunnugir að vísu betur. A vetrum
gengu á norðaustan stórhríðar dög-
um og vikum saman og allt fennti
í kaf. En það var ekki tiltökumál
og því síður annálsvert. Ekki voru
þar rafmagnsljósin að lýsa upp
skammdegið. Samt var hlýtt og
bjart um alla bæi vegna fólksins
sem þar lifði og hrærðist. Ég verð
að undanskilja bernskuheimili mitt
á Svalbarði af auðskildum ástæð-
um, en leitun mun hafa verið um
endilangt ísafjarðardjúp að heimili,
þar sem greiðvikni, glaðværð og
góðsemi húsbændanna ríkti sem í
Odda hjá Stínu og Þórði, seint og
snemma. Undirrituðum er málið
eiginlega of skylt til að geta borið
heimili þeirra vitni sem vert væri,
þar sem hann var hálft um hálft í
fóstri á þeim bæ vegna órofa vin-
áttu við einkasoninn Helga Guðjón
frá blautu bamsbeini. Og svo við
þau systkini öll.
Þráfaldlega hefír verið spurt af
ókunnugum: Var ekki mikil fátækt
víða í þessum byggðum við Djúp,
þar sem fjöldinn lifði af sjósókn á
opnum bátum rónum lengst af, ein-
staka með smávegis landnytjar,
kýrbein og örfáar rolluskjátur?
Sá sem hér heldur á penna gerði
sér aldrei grein fyrir því, enda sá
maður talinn þá bjargálna sem átti
til hnífs og skeiðar. Aldrei heyrðist
þess getið að menn liðu matar-
skort, þótt menn ættu ekki margra
kosta völ ef um menntun var að
ræða t.d.
En auðæfi voru þar og þá, reynd-
ar ekki talin í því sem mölur og ryð
fá grandað. Auðlegð þessa fólks
fólst í auðlegð andans, þar sem
menn undu glaðir við sitt í nánu
sambýli við móður náttúru. Hennar
atlot vom að vísu á stundum heldur
harðneskjuleg, en því var líka tekið
með æðruleysi.
Þegar þessar aðstæður em rifjað-
ar upp hljóta hjónin í Odda í Ögur-
vík að verða einstaklega minnis-
stæð. Þau voru alin upp við hart,
en horfa nú að ævilokum yfir farinn
veg sem glæsilegir sigurvegarar í
lífsstríðinu.
Kristín Svanhildur, sem hún heit-
ir fullu nafni, var í heiminn borin
9. janúar 1904 á Skarði í Skötu-
fírði og ólst þar upp. Foreldrar
hennar voru hjónin Karitas María
Daðadóttir, bónda á Borg í Skötu-
fírði, Hallssonar, Arasonar í Skál-
vík. Móðir Kristínar var Ásgerður
Einarsdóttir, Magnússonar, bónda
á Garðsstöðum í Ógurvík og Karit-
asar Ólafsdóttur, hattamakara á
Eyri í Seyðisfirði vestra, systir Þur-
íðar í Ögri. Bróðir Ásgerðar var Jón
Einarsson á Garðsstöðum, faðir
Jóns Auðuns, alþm., og þeirra
systkina.
Faðir Kristínar var Helgi Guðjón
Einarsson, Hálfdáharsonar, bónda
á Hvítanesi, Einarssonar prests á
Eyri í Skutulsfirði. Bræður sr. Ein-
ars vom Helgi lektor faðir Jóns
biskups og sr. Guðjón faðir Hálf-
dapat vígslubiskups. Bræður Helga
á Skarði vom m.a. Guðfinnur á
Litlabæ, faðir Einárs í Bolungarvík,
Vernharður á Hvítanesi og enn fleiri
og er mikill ættbogi þessa fólks
vestur þar og víða um land.
Eins og fyrr segir ólst Kristín
upp í foreldrahúsum, en missti
móður sína aðeins þriggja ára göm-
ul. Miðað við þeirra tíma aðstæður
naut Kristín góðrar menntunar. 15
ára að aldri fer hún til Reykjavíkur
og er þar lengst af á snæmm
frænda síns, Jóns biskups. Biskup
hvatti hana og studdi til náms í
Kvennaskólanum, sem þá þótti ekki
lítill frami fátækri stúlku frá Skarði
í Skötufirði.
Kristín stundaði kennslu í nokkra
vetur við Djúp, en vorið 1927 ráð-
ast örlög hennar þegar hún gerist
fanggæzla á Óbótatanganum í Ög-
urvík hjá ungum sægarpi frá
Strandseljum, Þórði Ólafssyni. Þau
giftust 15. september 1928 og
reistu sér hús á Skothúsnesi í Ögur-
vík og nefndu Odda. Oddi brann til
kaldra kola á örskotsstundu vorið
1943. Árið eftir fluttu þau til ísa-
fjarðar en 1947 flytjast þau búferl-
um til Reykjavíkur þar sem heimili
þeirra stóð til 1984 að þau fá inni
hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem
þau voru sjálf sín allt til sl. vors
1993.
Kristín og Þórður eignuðust fjog-
ur börn og eru þessi í aldursröð:
Helgi Guðjón, verkfræðingur,
kvæntur Þorgerði E. Mortensen,
hjúkranarfræðingi frá Færeyjum;
Guðrún, kennari, d. 26. september
1984, gift Guðbjarti Gunnarssyni,
kennara, þau skildu; Cecilía, deild-
arstjóri, d. 27. mars 1990, ógift;
Þórunn, starfsm. hjá Ferðafélagi
íslands, gift Hjálmtý Péturssyni,
kaupm., en hann er látinn fyrir all-
mörgum áram.
Auk þess ólu þau Kristín og Þórð-
ur upp Sigurð Þ. Guðmundsson,
stýrimann, sem sinn eigin son.
Hann er kvæntur Kristínu Einars-
dóttur.
Hér hefir verið stiklað á því
stærsta í lífshálupi Kristínar Helga-
dóttur. Þess er undirritaður fullviss
að fyrr en síðar muni ævi merkis-
hjónanna frá Odda gerð miklu fyllri
og verðugri skil. Þeim, sem nú lifa
sín manndómsár, og léku á lófum
aldamótakynsióðarinar og þeirra
sem næstir tóku við, hvílir sú lág-
marksskylda á herðum að sýna
ræktarsemi lífi og starfi'þeirra, sem
voru framkvöðlar þjóðlífsbyltingar-
innar íslenzku, þegar fólkið reis úr
örbirgð til bjargálna.
Og svo er þá aðeins eftir að
þakka Þórði og Kristínu fyrir mig
og mína. Ég og mitt fólk stendur
í óborganlegri þakkarskuld við
höfðingshjónin frá Odda.
Guð gefi þeim fagurt og friðsælt
ævikvöld, héðan í frá sem hingað til.
Sverrir Hermannsson.
Sudurbæjarlaug Haf narf jaröar
Innritun í síma 46208
MALASKOLI REYKJAVIKUR
Tungumálakennsla í sérflokki - fyrir alla
VISA STÖÐUPRÓF 10.-14. jan. frá kl. 12.00-20.00 SÍmÍ: 62 88 90
Fí IRO
NÁMSKEIÐ HEFJAST 17.jan. Brautarholti 4 105 Reykjavík
Pýska
Spænska
Almenn kenasla
Einkatímar
Sænska
Danska
Hollenska Einkatímar
Rússneska
Franska
SKÓLAR ERLENDIS
Tungumálakennsla fyrir alla aldurshópa
Bell, Swan, Intemational House o. fl.
Icelandic for Foreigners
JACQUI KOOS
rLnska
Almenn enska, Bókmenntahópar,
Kráarhópar, Viðskiptaenska,
Einkatímar
phone: 62 88 90