Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 15

Morgunblaðið - 09.01.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 B 15 Hart RAPP HARÐA rappið fór stórum á siðasta ári, þar fremstir forðura félagar í brautryðjendasveitinni NWA Dr. Dre, Eazy-E og Ice Cube. Seint á árinu kom út plata frá þeim síðasttalda, Lethal Injection, og var ein af bestu plötum ársins 1993. Það segir sitt um hve NWA var áhrifamikil í harða rappinu hvað liðs- menn sveitarinnar hafa náð góðum árangri einir síns liðs. Plata Dr. Dre er ein mest selda plata rappsög- unnar, aukinheldur sem flestar rappplötur sem kom- ið hafa út síðan hafa dregið af henni dám, Eazy-E náði einnig langt, þó ekki væri það eins langt og Dre og loks kom plata Ice Cube, eins og áður er rakið, og selst hefur í bílförmum. Reyndar hefur samkomu- lagið ekki verið upp á marga fiska hjá þessum forðum fóstbræðrum og eftirminni- legt er í því sambandi þegar Ice Cube jarðaði þá sem eft- ir voru í sveitinni í laginu No Vaseline og bannað var í Bretlandi. Ice Cube hefur alltaf ver- ið með forvitnilegri röppur- um fyrir skemmtilegar laga- smíðar og er við sama hey- garðshornið á plötunni nýju, þó alltaf sé hann jafn óbil- gjarn og hrár í textagerð. Skemmtilegt innskot á plöt- unni á funkafínn George Clinton, sem rappar með Ice Cube í endurgerð af gömlum Funkadelic-slagara. Forvltnilegur Ice Cube. FOLK WkEKKI hefur mikið farið fyrir SSSól síðustu mánuði, þó sveitin hafi átt merkilega útsetningu á gömlum slagara á safnplötunni Heyrðu 2 fyrir síðustu jól. Fyrir skemmstu gerðust þó þau tíðindi að Jakob Magnús- sou, bassaleikari sveitarinn- ar frá örófi, sagði skilið við hana. SSSól-liðar sem eftir eru láta þó ekki hugfallast og eru um þessar mundir að prófa bassaleikara og eru ýmsir í sigtinu. Nokkuð ligg- ur á, því taka á upp næstu breiðskífu sveitarinnar í mánuðinum og stendur til að sú komi út með vorinu. Jakob hefur jvo verið orðað- ur við Pláhnetuna, en bassaleikari henn- ar, Friðrik Sturluson, er á Stjarna förum utan til Evan náms. Dando. n Vf1 VTD>PAIVT vcip U/lvUK 1 UNLla 1 Hver er besturf Stjörnuhrap Daníel Nýdanskur í Þjóðleikhúsinu. rri • r Tveira toppnum PLÖTUÚTGÁFA var með fjörlegra móti fyrir síð- ustu jól, bæði vegna þess að fleiri plötur voru gefnar út en oftast áður og svo að barist var af meiri ákafa og minni fyrirhyggju en dæmi eru um. Þrátt fyrir það virðast flestir una vel við sitt eftir slaginn, en ólíkt síðustu tveimur plötujólum, þegar nokkrar plöt- ur voru á tcppnum, stungu tvær plötur af og seldust mun meira en þær sem næstar komu. Ljúsmynd/Björg Sveinsdóttir eftir Ámo Motthíasson Síðustu ár hefur piötu- salan orðið dreifðari, þ.e. fleiri plötur hafa borið sig, en aftur á móti hafa færri skilað milljónagróða. Þannig voru nokkrar plötur á toppnum jólin 1991 og 92, en að þessu sinni stinga þeir Kristján Jóhannsson og Bubbi Morthens aðra rækilega af, því plata Bubba, sem lenti í öðru sæti, seldist nær tvöfalt meira en platan í þriðja sætinu. Kristján Jóhannsson sló öllum við með plötu sinni, sem seldist I rúmum 15.000 eintökum, en fast á hæla honum kom Bubbi Morth- ens með plötuna Lífið er ljúft sem seldist í rúmum 13.000 eintökum og gaf þeim langt nef sem spáð höfðu því að Bubbi væri búinn að syngja sitt síð- asta. Nokkuð á eftir var plata Todmobile, Spillt, sem seldist í um 7.000 ein- tökum, sem er það besta sem sveitin hefur náð. Plata Bjarkar Guðmunds- dóttur náði 7.000 eintaka sölu fyrir jól, en þess ber að geta að hún kom snemma út á árinu. Einnig seldist plata Bogomils og milljónara hans í 7.000 ein- tökum, en það er líka plata sem kom út nokkru fyrir jól. Ekki langt undan var KK Band með plötuna Hót- el Föroyar, sem seldist í rúmum 6.000 eintökum, töluvert minna en síðasta plata sveitarinnar, Bein leið, sem hefur reyndar selst í 4.000 eintökum á árinu. Sigga Beinteins kom verulega á óvart með sína fyrstu sólóskífu, sem hún gaf sjálf út og seldist í um 7.000 eintökum, og Stefán Hilmarsson, sem gaf einnig sjálfur út sína Morgunblaðið/Sverrir Metsala Bubbi Morthens. fyrstu sólóskífu, getur vel við unað með 4.000 eintök seld. Aftur á móti hallar undan fæti hjá Nýdönsk, sem seldist í innan við 4.000 eintökum, en hljóm- sveitin hefur stöðugt sótt í sig veðrið síðustu ár og síð- asta plata hennar seldist tvöfalt meira. Önnur sveit sem sígur hressilega niður á við er Jet Black Joe, en plata sveitarinnar seldist í um 3.000 eintökum sem er minna en helmingur af sölu síðasta árs. Plata Rafns Jónssonar seldist í vel á sjötta þúsund eintaka og platan Kom heim, sem var með ýmsum flytjend- um, seldist í rúmum 4.000 eintökum. Borgardætur. komu á óvart og þó plata þeirra hafi komið út rétt fyrir jól seldist hún í rúm- um 2.500 eintökum. Safn- plötur hafa selst vel á árinu og svo var og fyrir jól; Transdans skrejð yfir 3.000 eintök og Ýkt stöff Ljósmynd/Marcol Leilenhof Efstur Kristján Jóhansson. I á þriðja þúsund, en Heyrðu 2 seldist í rúmum 2.000 eintökum og þar skammt undan var Reif á sveimi. Piata Páls Óskars Hjálmtýssonar seldist í um 2.000 eintökum og plötur Bubbleflies og Geirmundar Valtýssonar í álíka upplagi. Þúsundkallar Allmargar plötur náðu að seþast yfir 1.000 eintök, en ekki er gott að gera sér grein fyrir því hveijum það hefur dugað fyrir kostnaði. Þannig voru þau á svipuðu róii innan við 1.600 eintök Orri Harð- arson, Haraldur Reynisson, Ómar Ragnarsson, og Súkk- at, en Móeiður Júníusdóttir var rétt yfir 1.000 eintökum og Rokk i Reykjavík sömu- leiðis. Safnplata Megasar seldist í um 1.500 eintökum og Stuðmannasafnið var þar ekki langt undan. Rómantík, safiiplata Skífunnar, seldist líka í rúmum 1.000 eintök- um. KOMIN á kortið ÞAÐ kemur iðulega hljómsveit á kortið þegar frægari kollegar láta lofsamleg orð falla um hana, þó það sé reyndar ekki oft, því margir popparar eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir sjá ekkert annað. Þannig vildu allir fá viðtal við Grant Lee Buffalo þegar Michael Stipe úr R.E.M. bar sveitina lofi. Grant Lee Buffalo, sem snýst um gítarleikar- ann, söngvarann og laga- smiðinn Grant Lee Phillips, er á líkan hátt og R.E.M. að vinna úr bandarískum tónlistararfi og skapa eitt- hvað nýtt. Sveitin varð til upp úr Los Angeles-hljóm- sveitinni Shiva Burlesque, sem fjaraði út og að lokum voru það bara þrír sem mættu á æfíngar. Gamla nafninu var snimhendis kastað og nýtt tekið upp og sveitin þróaði sig í nýjar átt- ir, þar sem niðurrif var aðal. Niðurstaðan varð svo breið- skífan Fuzzy, sem kom Stipe á bragðið og áður er rakið. Gagnrýnendur hafa líkt frábærri frumraun Grant Lee Buffalo, sem dregur nafn sitt af leiðtoga sveitar- innar og um leið skepnu sem nánast er útdauð, við eins- konar úttekt á Bandaríkjun- um, ýmist súrrealíska eða miskunnarlausa í raunsæi. Þar skiptir ef til vill máli að Phillips nam kvikmyndagerð og segist vilja koma mynd- rænni hlið innblásturs síns á framfæri. Ekki er gott að segja hvort velvild Stipes sé nóg til að velta heimsfrægð- arhlassinu, en þó ljóst að tónlist sveitarinnar veldur því að Fuzzy er jafnan talin með því besta sem út kom á liðnu ári. Uttekf Grant Lee Buffalo, DÆGILEGT SVEITAROKK EIN þeirra sveita sem slógu óforvarandis í gegn á síðasta ári var sú bandariska Lemonheads. Helst var það fyrir Simon og Garfunkel-stemmuna um frú Robinson, en þegar að var gáð var meira í sveitina spunnið. emonheads er hljómsveit Evans jDandos, sem hefur flest með sér; 'er laglegur, vinmargur og af auðugum. Til viðbótar er hann ijbtækur lagasmið- ur og söngvari, einfag heyra mátti á plötunni sem frú RoBmSon skreytti, en þó helst á nýlegri þíStu sveitarinnar, Come Feel the Lemonheads, sem var litið vart í jólaflóðinu hér á landi. Lemonheads á rætur í groddarokki, en hefur með tíma um þróast í átt að dægilegu feveitarokki að bandavísktim hætti. Á plötunni nýju eru fj*Biörg dæmi þess að sWitin hefur stigið enn lengra frá gtfkldanum og Dando notar færri hljóma og færri orð til aðAjá sig, með eftit*minnileg- ur árangri. J'lýliðið ár var erilsamt fyrir Dando og félaga, því sveit- in þijrfti að leggja á sig mikið stúss í kjölfar aukinna vin- safeldá. Lögin á plötunni eru og obbinn af tónleikadagskrá sv'eitnrinnar og reyndar var platan hljóðrituð í hlutum, lag og íag á milli tónleikaferða. Ekki er það þó að heyra á gP?nni; allt er á sínum stað, enginn að flýta sér og fyrir vikið er þar komin ein af eftirminnilegri plötum liðins árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.