Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.01.1994, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 + Frawnverjum Þóruiui Bima, dóttir Guðmundar Lárussonar, sem vélkvendi á hjólaskautum. Hún fékk ein af verðlaununum á síðasta grímuballi og er gott dæmi um hina nýju list- málningarbúninga. Grimudansleikir áhugaffólks í Reykjavik DULARKLÆÐI hafa kitlað ímyndun arafl fólks löngum. Ymsar ástæður hafa legið til þess að fólk dulbýst, allt frá dauðans neyð til dægurskemmtun- ar, grímudansieikir nútímans eru vænt- anlega af síðarnefnda toganum. Fyrir fimmtán árum komu saman sex pör í Reykjavík og ákváðu að halda grímu- dansleik. Fimm árum síðar héldu þau annan grímudansleik og þann þriðja nú fyrir skömmu. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Okkur datt þetta bara svona í hug og ákváðum að framkvæma það,“ segir Hólmfríður Gísla- dóttir, ein þeirra sem sæti hefur átt í undir- búningsnefnd þessara þriggja dansleikja. „Við þurftum að ná saman um hundrað manns til þess að ballfært þætti, þannig að hvert par varð að fá tíu til fímmtán manns til þátttöku. Það reyndist lítill vandi að smala því liði saman. Allir sem voru spurðir vildu vera með. Fyrsta ballið var ákveðið með nokkurra mánaða fyrir- vara svo fólk gæti haft góðan tíma til þess að útbúa sig. Margir lögðu ótrúlega mikið á sig til þess að koma í góðum búningi, jafnvel mánaðarvinnu við búninga- saum, en auðvitað voru ýmsir sem björguðu sér með því að fara á búningaleigu. Á fyrsta ballinu notfærðu nokkrir læknar í hópnum sér aðstöðu sína og mættu til leiks útbúnir sem skurðlæknar í hinu þekkta græna „dressi". Jólasveinar voru líka fjölmennir þá, enda ballið haldið skömmu fyrir jól. Við ætluðum að halda annað grímuball fljótt aftur en það dróst í fímm ár. Allan þann tíma töluðum við um afstaðna ballið og fannst alltaf svo stutt síðan það var að ekki væri tímabært að halda nýtt fyrr en seinna. Svo voru allt í einu liðin fímm ár og við ákváðum að hugsa okkur aftur til hreyfíngs á ný. Sama gerðist svo eftir næsta ball. Okkur fannst allaf svo stutt síðan það var að aftur liðu fimm ár þar til tími þótti til kominn að efna til nýs grímuballs. Það var svo gert í nóvember sl. Nú höfum við lært af reynslunni og höfum ákveðið að næsta ball verði að fimm árum liðnum, það er greinilega mátulega langur tími milli slíkra dansleikja, það hefur reynslan sýnt. Flest allir sem komu á fyrsta ballið mættu á hin tvö, fáir hafa helst úr lestinni. Markmiðið var í upp- hafí að gera búninga þannig að fólk þekktist alls ekki. Á síðasta ballinu var hins vegar áberandi ný tíska, eins konar listamálun á fólki, sem er skemmtileg en gerir það auðþekkjanlegra. Fyrstu tvo tímana er fólk með grímumar og talar ekki saman, nema þá að breyta rödd. Þá er gengið um og skoðað og dansað, þeir sem geta vegna hita, margir búningamir em kæfandi heitir. Engin leið er oftast að þekkja þá sem em með algrímur, nema þá að hendumar séu berar. Verðlaun eru veitt fyrir bestu búningana. Það gerir hljómsveitin sem við fáum til að spila." Á síðasta grímuballi var Hólmfríður í búningi Hótel Eddu, hafði þokað sér uppávið í þjóðfélagsstiganum því á þeim tveimur fyrri var hún gleðikona og trúður. „Þótt ég hafí veitt Eddu-hótelunum forstöðu þá þekkt- ist ég ekki, fólk hefur vafalaust álitið að mér dytti ekki í hug að höggva svo nærri hversdagslífínu,“ segir hún og hlær. Frá upphafí var skipulagið fyrir ballið þannig að hvert hinna sex para safnaði eins og fyrr sagði hóp í kringum sig, sá hópur skiptist svo í karla- og kvenna- hópa sem hittast hvor um sig fyrir ballið og klæða sig í búningana. „Okkur fannst skemmtilegra að hafa ein- hveija vitorðsmenn en að allir væru að pukrast hver í sínu horni. Það er mikil stemmning hjá okkur konun- um þegar við hittumst til að búa okkur.“ Eins og fyrr sagði hafa menn misjafnlega mikið fyrir búningum sínum. „Það er samt ekki spuming hver hefur mest fyrir. Guðmundur Lárusson tannlækn- ir skiptir þrisvar um búning á hveiju balli," segir Hólmfríður þegar farið er nánar út í þá sálmana. „Auk þess smíðar hann gjaman tanngarð fyrir hvem búning svo þetta hefur verið viðamikill undirbúningur hjá honum fyrir hvern dansleik. Einu sinni sleppti hann þó tanngarðinum en það kom ekki til af góðu, hann bjó sig sem háls- höggvinn mann sem virtist hafa glat- að höfði sínu. Til að ná þessum áhrifum hengdi hann á sig blóðugt svínakjötslæri. Hann hefur með ólík- indum mikið hugmyndaflug. Mesta fyrirhöfnina við einn búning hefur þó Samúel Jón Samúelsson læknir að líkindum lagt á sig. Hann lét smíða fyrir sig lítið sjúkrarúm og ofan á það litlar fætur, en með sínum eigin fótum hjólaði hann svo undir rúminu sem tjaldað var hvítuni lökum allt í kring. Auk þess lét hann líka smíða upp í sig heljarstóran tanngarð og var með dökka kvenhárkollu. Hann ók sér svo um salinn og kvartaði sáran yfir afleitum verk í „kjallaranum" eins og hann orðaði það með breyttri rödd. Það þekkti hann enginn og allir voru furðulostn- ir þegar hann mætti á svæðið í sendiferðabíl. Það þurfti líka sendiferðabíl til þess að flytja heljar- stóra ijómatertu á ballstaðinn. Inni í þessari tertu var ein konan úr hópnum. Hún hafði ásamt saumaklúbbn- um sínum saumað þennan tertubúning og þurfti marga klúbbfundi til þess að ljúka þeirri vinnu. Einn ágætur ferðaskrifstofumaður á þó kannski á vissan hátt metið. Hann þurfti að mæta á fund suður í Evrópu og tilkynnti öllum að hann gæti því miður ekki sótt ballið af þeim orsökum. Af miklum dugnaði lauk hann fundahöldunum á ein- um degi og flaug heim um kvöldið. Þegar hann lenti á Keflavíkurflugvelli hringdi hann til vina sinna og eiginkonu og bar sig aumlega yfír að verða af ballinu og óskaði þeim góðrar skemmtun- ar. Síðan snaraði hann sér í búninginn sinn og ók á ballstaðinn og engan grunaði til- vist hans þar fyrr en grímurnar voru látn- ar falla. Morguninn eftir flaug hann aftur til útlanda til að halda starfi sínu áfram. Einn einfaldasta búninginn, en um leið mjög sniðugan, átti Anna Karlsdótt- ir. Hún bjó sig sem skúringakonu Hagkaupsslopp. Síðan gekk hún um salinn og lósaði úr öskubökkum ofan í rauða skúringafötu. Um leið fékk hún sér gjarnan sopa af glösum gestanna. Margir þeirra héldu að hún væri að vinna þarna og voru stórhneykslaðir á hegðun hennar." Hólmfríður og félagar hennar hafa leigt sali undir grímudansleiki sína. „Það hefur allt gengið samkvæmt áætlun nema í eitt skipti, þá var mikið stuð á fólki og sumir voru með spjót og krókstafi í hendi sem þeir slógu taktinn með á gólffjalirnar. Þetta var gert í hugsunarleysi en fjalimar þoldu álagið illa. Það mál tókst þó vel að jafna og menn gá að sér í vígamóðinum eftirleiðis. Að öðru leyti hef- ur þetta dansleikjahald gengið vonum framar og verið svo skemmtilegt að endurminningamar hafa dugað okkur til að hlæja að þangað til undirbúningurinn fyrir næsta ball er kominn á skrið. Nú eru tæp fímm ár í næsta ball, en við erum þegar farin að hlakka til, og hver og einn með sjálfum sér farinn að velta fyrir sér næsta búningi. < Amar Ilauksson lækirir kemur vel fyrir sem kokkur. Holmfriður Gísladóttir tiðskiptafræð- ingur sem Hótel Edda í fanginu á Gabríel erkiengli (Sigurði Óla- syni nenia). \ Samúel Jón Samúelsson heilsu- gæslulæknir sem “lyallara- veik” og tannber kona. Músin við hlið hans er Björg Gísladóttir, systir Hólmfríðar. Anna Karlsdóttir, . kona Kjartans Lárussonar, sem hin hneykslanlega skúringakona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.