Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.1994, Síða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Buddan KRÓNAN KREIST FRÚ nokkur hér í borg sem hefur fyrir fjögurra manna fjölskyldu að sjá og er með 95.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði, hefur lagt fyrir um 120.000 kr. síðan í sumar. Tvö eldri börn hennar, sem eru í námi en vinna á sumrin, hafa alltaf lagt sumarhýruna sína fyrir og eiga nú samanlagt um 450.000 kr. í banka, auk þess sem annað þeirra á bíl. Fyrir jól'hitti ég kunningja- konu mína og eiginlega hef ég ekki náð mér á strik eftir þann fund, því kon- an var mér svo . miklu fremri hvað sparnað og fjármála- speki snertir. Kona þessi er kennari, frá- skilin og með þijú börn á framfæri, eitt undir sextán ára aldri og tvö um tvítugt, sem bæði eru í námi. Frúin fær útborgað 73.000 kr. á mánuði og fær 10.000 kr. á mánuði í með- lag með yngsta barninu. Á þriggja mánaða fresti fær hún um 38.000 kr. í barnabætur og því má segja að mánaðarlegar ráðstöfunartekjur hennar séu um 95.000 kr. Konan býr í eigin húsnæði, sem er um 200 fermetrar að stærð og að mestu skuldlaust. Á því hvílir aðeins gamalt hús- næðisstjórnarlán, 40.000 kr., og þar sem þau hjónin hafa ekki enn skipt eigninni borgar hún helming af því láni. Auk þess greiðir hún helming af fast- eignagjöldum, eða um 30.000 kr. Hún á þriggja ára gamlan bíl, er nýbúin að endumýja svefnherbergisskápa og hús- gögn, nýbúin að kaupa sér borð- stofusett, nýbúin að kaupa sér þvottavél, gengur í vönduðum fötum, og, hér kemur rúsínan, af þessum tekjum hefur konan önglað saman 120.000 kr. síðan í sumar. Búin að kaupa sér ein- ingabréf fyrir upphæðina því hún er að safna sér fyrir nýjum bíl. Hér er best að gera pásu svo að menn geti náð andanum, því þetta er ekki búið. Tvö eldri börnin hafa ætíð unnið á sumrin, og lagt fyrir eins og mamman. Annað þeirra hefur þénað vel síðustu þrjú sumur og á bíl og 300.000 kr. á banka, og hitt, sem var reynd- ar á lúsarlaunum yfir sumarið, á 150.000 kr. á banka. Þau sjá auk þess algerlega um sig sjálf hvað snertir fatnað og vasapen- inga yfir veturinn. Ekki nóg með það, gáfu mömmu sinni nýjan hátalara og fyrir ferð um landið í sumar. Það er varla að ég geti talað meira um þessa fjölskyldu án þess að fara að kjökra af sjálfs- meðaumkvun, en mig langar þó til að nefna það, svona til að fleirum líði illa en mér, að frúin fer með 25-30.000 kr. í mat á mánuði. Innifalið í þeirri upphæð er líka hádegismaturinn fyrir þau öli. Hvemig er þetta hægt? „Hver króna er kreist þar til hún skrækir," sagði kennslu- konan blíðlega, þegar ég spurði hana eins og afturkreistingur hvernig hún færi að þessu. Og hún hélt áfram: Ég spara af því ég verð að gera það, ég spara til að geta eignast eitthvað og litið þokkalega út, og svo finnst mér það sorglegt þegar allar tekjur manns fara í það að borða dýran og oftast óhollan mat sem sest í fitukeppi utan á mann. Einkum þegar hægt er að borða ódýran og holl- an mat fyrir miklu minna verð.“ Og þá vitum við feitaboll- urnar það. Ég þarf víst ekki að taka það fram að öll fjölskyldan lít- ur hraustlega út og börnin eru öll með heilar og óskemmdar tennur. Það er rosa- legt að fá svona framan í sig. En það er alveg ljóst að ég verð að fara rækilega og nákvæmlega ofan í kjölinn á sparnaðaraðgerðum frúarinnar, einkum þegar mat- vörur eru annars vegar og taka undir það heilan pistil. En svo ég haldi aðeins áfram að velta mér upp úr þessu, þá sagði frúin mér að hún hefði lært sparnað af móður sinni. Og sú er íslensk. Hugsið ykkur, ekki þýsk. Nú, frúin sparar semsagt á öllum sviðum, þótt matvörurnar fái verstu útreiðina hjá henni. Til dæmis borgar hún aðeins milli fimm og sex þúsund í hita annan hvem mánuð, meðan aðr- ir sem búa í svipuðu húsnæði sitja uppi með tíu þúsund króna reikning. Og hvemig fer hún að því? Jú, það er aldrei meira en 20 stiga hiti inni hjá henni. Þarna em böðin alls ekki spömð því öll fjölskyldan fer í sturtu daglega. Hún viðurkennir að stundum sé kalt hjá henni, en þau séu öll orðin vön því. Þetta er náttúrulega sami húshitinn og er hjá flestum Evr- ópuþjóðum. Rafmagnsreikningurinn er um fímm þúsund krónur annan hvern mánuð. Hún segist til dæmis aldrei nota þurrkara þótt hún eigi hann og ljósin em ekki látin loga í mannlausum her- bergjum. Símreikningurinn er hins veg- ar höfuðverkur, segir hún, en hann er 6.000 kr. annan hvern mánuð. Nú fékk ég það ekki út úr henni hver það er sem masar mest, en þar sem tvö ungmenni eru í heimili þá veit ég það af reynslu að símanum er auðvitað misþyrmt á hveijum degi. Ég kemst ekki lengra í upp- talningunni að sinni, en segi næst frá því hvernig menn geta komist af með 25 til 30 þúsund krónur í mat á mánuði og litið hraustlega út. Kristín Marja Baldursdóttir Morgunblaðið/Júlíus DANS Suður-amerískir- og samkvæmisdansar vinsælastir Sænski danskennarinn Göran Nordin, sem búsettur er í Lond- on og keppt hefur undanfarin ár fyr- ir Englands hönd í suður-amerískum dönsum, var staddur hér á landi síð- ari hluta vikunnar sem gestakennari í Dansskóla Auðar Haralds. Þetta er fjórða ferð Görans til landsins síð- an í haust og mánaðarlegar ferðir eru í bígerð fram á vor. Göran hefur ásamt eiginkonu sinni Nicole náð langt í heimsmeistarakeppnum á undanfömum árum. í fyrra urðu þau hjónin t.d. heimsmeistarar í Rising Star, sem er keppni fyrir nýútskrif- aða atvinnumenn í dansi. Vítamínsprauta fyrir nemendur Göran kennir nemendum Auðar sem keppa í fijálsum riðlum í suður- amerískum dönsum, en þjálfar einnig þá sem keppa í grunnsporum. Auður sagði að almennt væri mikill fengur að fá gestakennara til landsins, því þeir komi gjarnan með nýjar hug- myndir. „Þetta virkar eins og vít- amínsprauta á nemendur skólans og áhugi þeirra glæðist til muna, þann- ig að þeir fara að æfa af kappi,“ sagði hún. Göran tók undir þetta en bætti við að vandamálið væri að danspörin þyrftu auk námskeiðanna að koma til Englands einu sinni til tvisvar á ári til þess að bæta tækni og fleira í þeim dúr. Þeim væri einn- ig nauðsynlegt að taka þátt í stærri keppnum sem oftast. Göran er einnig fatahönnuður og nemendur fá hjá honum hugmyndir í sambandi við nýjustu tísku varð- andi dansbúninga. „Dansbúninga- tískan er mjög breytileg. Að undan- förnu hefur borið mikið á síðum kjól- um með langri klauf, en nú eru kjól- arnir farnir að styttast," sagði Auð- ur. Dansparið Gunnar Már Sverrisson og Anna Björk Jónsdótt- ir fær hér tilsögn hjá gestakennaranum Göran Nordin. Með þeim á myndinni er Auður Haraldsdóttir danskennari. Morgunblaðið/Þorkell BANDARIKIN íslenskjólaböll meðjólasveini, súkkulaði og pönnukökum Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Það hefur verið fastur siður hjá íslendingafélögunum í Bandaríkjunum að efna til jólaballs fyrir börn og fullorðna. Hið unga félag íslendinga á Orlandosvæðinu í Flórída hélt fyrsta jólaball sitt á Langfordhótelinu í Winter Park á annan dag jóla, að undangenginni jóla- messu. Um hundrað manns sótti ballið en nokkru færri mættu til messunnar. Á jólaböllum Islendingafélaganna koma félagskonur með tertur, pönnukökur, smákökur, flatkökur og jafnvel laufabrauð, en á staðnum er kaffí og súkkulaði að göml- um íslenskum sið. Gengið er í kringum jólatré og kyijað- ir íslenskir jólasöngvar. Kertasníkir spilaði á hamoníku og söng jólalög fyrir rúmlega 30 böm sem þama vom. Fjöldi íslenskra fjölskyldna hefur eignast aukaheimili á Orlandosvæðinu og koma ýmsir gestir úr þeim húsum á jólaballið í Winter Park ásamt félagsfólki I íslendingafé- laginu sem heitir Leifur Eiríksson. Tvær íslenskar húsmæður í Flórída að undirbúa pönnukökurnar á jólaballinu. Sigrún Morneau (t.v.) sem býr i Tampa og Helga Andersen sem býr í Orlando. Á jólaballi íslendingafélagsins í San Francisco mættu um 120 manns og héldu hefðbundið íslenskt jólaball með kökum, söng og dansi í kringum jólatré. Jólaböll og messur vora víða haldin meðal íslendinga, t.d. í New Y-ork, Washington, Los Angeles og Jackson- ville og e.t.v. víðar. í Chicago hefur um nokkurra ára skeið verið sungin íslensk messa, en þar starfa tveir íslenskir prestar, sem reyndar eru hjón. Hluti barn- annaájóla- ballinu á Or- landosvæð- inu ásamt Kertasníki sem spilaði jólalögin á harmoniku. Morgunbla^ið/A.St.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.