Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 B 21 Þátttakendur í mynsturdansi, sem vöktu á sínum tíma mikla at- hygli og voru m.a. eftirsóttir sem skemmtiatriði á árshátíðum. Tíu ára afmæli skólans Tíu ár eru síðan Auður stofnaði dansskólann. Hún hefur hins vegar verið tengd dansinum allt frá sex ára aldri, _en þá fór hún í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Danskenn- aranám hóf hún 17 ára gömul og kenndi því næst hjá Heiðari í tíu ár. „Þegar ég var hjá Heiðari voru eng- ar danskeppnir hér á landi heldur einungis sýningarflokkar, m.a. í mynsturdönsum. Heiðar var fyrstur manna til að setja upp slíkan sýn- ingaflokk,“ sagði Auður. Sjálf hefur hún verið með slíka mynsturdans- hópa, sem vöktu á sínum tíma verð- skuldaða athygli í erlendum dans- keppnum og dansblöðum. „Mynsturdanshóparnir duttu niður hjá Heiðari eftir nokkurra ára starf og hafa engir slíkir hópar verið starf- andi fyrr en ég tók þá upp aftur fyrir nokkrum árum. Nú eru þeir líka dottnir upp fyrir hjá mér og eru lang- flestir sem voru í þeim hópum hætt- ir.“ Mynsturdansinn byggist upp á því að pörin, sem þurfa að vera sex til átta, mynda eina heild. Útkoman á að vera eins og aðeins eitt par sé á gólfinu, þannig að búningar, hár- greiðsla og meira að segja hárið verð- ur að vera eins á litinn. Dómararnir dæma síðan út frá því hvaða hópur er með skemmtilegasta munstrið og hvernig honum tekst að halda lín- unni þráðbeinni svo og hringnum. Þá verða höfuð- og handahreyfingar að vera eins. Auður jánkaði því að þjálfunin hafi verið erfið en skemmti- leg. „Það var mikil eftirspurn eftir hópunum þegar þeir voru starfandi, til dæmis á árshátíðum og víðar. Um var að ræða tvo latin-hópa og einn ballroom-hóp.“ Tískusveiflur eru í dansinum Tískusveiflur eru alltaf einhveijar í dansinum og þá aðallega hjá áhugadönsurum. Þannig urðu dansar eins og „grease", „break“ og „lambada" tilefni uppsveiflu hjá dansskólunum. Aðspurð sagði Auður að vinsælustu dansarnir hjá keppnis- fólki hefðu í langan tíma verið suður- amerískir dansar og samkvæmis- dansar. Hjá almennum hjónahópum sé rokkið_ vinsælt, svo og tjútt og boogie. „Ég held að ég geti sagt að við séum eini dansskólinn sem sinnir rokki í einhveijum mæli, fyrir utan dansskóla Hermanns Ragnars, enda höfum við verið sigursæl í þeim keppnum og átt fjölda íslandsmeist- ara gegnum árin,“ sagði Auður að lokum. SJÓNVÖRP FRAMTÍÐARINNAR HEYRNATÓLATENGl SCART-TENGI ISLENSKT TEXTAVARP MEÐ S SÍÐNA MINNI 9.900- NOKIA TV6355 - AFB.VERÐ KR. 84.100,- MUNALAN, VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR VIÐÓMUR (NICAM STEREOl 2x15W SJÁLFVIRK STÖÐVA- STILLING - APS Njóttu nýjunganna frá Nokia RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 BJÓÐAST NÚ Á FRÁBÆRU VERÐI LEIÐANDI Á SÍNU SVIÐI UMFRAM ALLT GERÐ MEÐ ÞIG í HUGA AUÐVELD STJÓRNUN MEÐ VALMYNDUM MÚSARFJARSTÝRING FÁIR TAKKAR - OSD UPPFYLLA STRANGAR KRÖFUR UM GÆÐI Elísabet Bretadrottning. Lech Walesa. KÓNGAFÓLK Drottningin og ráð- leggingar Lech Walesa Inýútkominni bók um Austur-Evr- ópu er sögð sagan af því þegar Lech Walesa forseti Póllands kom í opinbera heimsókn til Bretlands árið 1991. Hann bjó meðal annars í Windsor-kastala sem gestur Elísa- betar Bretadrottningar. Walesa hafði ekki dvalið lengi í höllinni þegar hann uppgötvaði að eitthvað væri bogið við raflagnir í húsinu. Með mestu vinsemd benti forsetinn drottningunni á vandamálið og bauðst meira að segja til að ráð- leggja hvernig hægt væri að bæta ástandið, því hann er lærður raf- virki. Uppi varð fótur og fit meðal siðameistara og annarra, því ekki þótti við hæfi að forsetinn blandaði sér í slík mál. Var boðið því afþakk- að með allri virðingu. Drottningin og hennar fólk hefur eflaust séð mikið eftir því að hafa ekki þegið ráð Walesa því nokkrum mánuðum síðar brann kastalinn. Eldsupptök voru rakin til ónýtra raflagna... SLYS Bobbi Brown hlaut þriðja stigs brunasár Hin tíu mánaða gamla Bobbi Kristina Brown, dóttir Whitney Houston og Bobbys Brown, varð fyr- ir því slysi fyrir nokkru að fá þriðja stigs brunsár á upphandlegg. Hún er þó á batavegi og kom heim af spítalanum rétt fyrir jól. Slysið vildi þannig til að barnfóstran var að hita krullujárn, en gætti sín ekki nógu vel. Bobbi litlu fannst snúran úr Bobbi Brown í fangi föður síns Bobbys Brown. krullujárninu óskaplega spennandi og togaði í hana með fyrrgreindum afleiðingum. Eróbikk -fyrir unglinga 12-15 ára ýA^Námskeiðið hefst r LY18. janúar og verður V—K á þríðjudögum og fimmtudögum Irf. 18.30. Dúndur hressir tímar, tröppuþrek púl, og fleira. Nýjasta danstónlistin! i ísíUa AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKlAVÍK S, 689868 uu/uiiu ipungls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.