Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Hagræðingarsj óður 781 skip fær kvóta FISKISTOFA hóf í gær úthlut- un 12 þús. þorkígildislesta afiaheimildum Hagræðingar- sjóðs. Alls var útgerðum 781 skips send tilkynning um út- hlutunina. Miðað er við að skip sem urðu fyrir meira en 9,8% skerðingu fái skerðingu um- fram það að fullu bætta. Fiskistofa reiknaði aflamark fyrir hveija tegund, bæði fyrir seinasta fiskveiðiár og yfirstand- andi, miðað við aflahlutdeild við- komandi skips af hverri tegund þann 7. desember sl. Er aflaheim- ildum skipt á milli tegunda í sam- ræmi við hlutfallslega skiptingu aflaheimilda Hagræðingarsjóðs. Þetta leiðir til að 'sum skip fá aflaheimildir af öðrum tegundum en þeim sem þau stunda alla jafna veiðar á. Útgerðum þeirra er heimilt að framselja þær til annarra skipa eða skipta á þeim. Forsætisráðherra vill hafa þrjá bankastjóra í Seðlabankanum Skynsamlegt að viðhalda jafnvægi í stj órn bankans Ólafur Ragnar sakar viðskiptaráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að engin formleg álitsumleit- un hafi verið við þingflokkana um breytta skipan bankastjórnar Seðlabankans en í Morgunblaðinu í gær sagðist viðskiptaráðherra hafa rætt við forsvarsmenn þingflokkanna um þessi mál áður en hann tók ákvörðun um að leggja fram tillögu um að bankastjórarn- ir yrðu þrír þar sem jjóst hafi verið að tillaga hans um að ráða einn bankasljóra í stað þriggja myndi ekki njóta stuðnings meirihluta Alþingis. Davíð segist vera hlynntur því að þrír bankasijórar verði við bankann til að viðhalda ákveðnu jafnvægi í bankanum. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegt að hafa ákveðið jafnvægi í bankanum. Hugmyndin um einn öflugan bankastjóra fól það í sér að það yrði komið upp all öflugu kerfi aðstoðarbankastjóra, þannig að í kerfinu fólst enginn spamaður, og jafnframt var búist við því að þar með yrði bankaráðið gert pólitískara. Það var undirliggj- andi að afskipti flokka kæmu fram með þeim hætti,“ sagði Davíð. Davíð sagði að það hefði gefist vel að viðhalda ákveðnu jafnvægi í stjórn bankans og sagðist ekki telja að flokkamir eða forystumenn VEÐUR / DAG kl. 12.00 / * r * Heimíld: Veðurslofa íslands (Byggt á voðurspá kl. 16.30 (gær) VEÐURHORFUR I DAG. 12. JANUAR YFIRUT: Yfir Grænlandi er 1.032 mb næð en um 600 km suðvestur af Reykjanesi er víðáttumikil 960 mb lægð, sem hreyfist austur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamíð- um, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Norð- austurmiðum, Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. 8PÁ: Austan- og norðaustanátt. 9-10 vindstig og snjókoma á Vestfjörð- um,en nokkuð hægari vindur vfðast annars staðar. Rigning á láglendi um landið auatanvert og eins vfða á Norðurlandi, en úrkomulítið suðvest- antíl. Hægt kólnandi á morgun, einkum um landið norðvestanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustanátt, sums staðar nokkuð hvöss og kólnandi, þó líklega frostlaust sunnanlands og austan. Snjókoma eða éljagangurnorðanlands og á Vestfjörðum.slydda með köflum austan- lands en bjart veður suðvestanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðaustanátt og frost um mestallt land. Dálít- il él norðanlands og austan en bjart veður sunnanlands og vestan. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o <á & ■g£> o Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * r * * * * • JL * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V V V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' "9 ■ æ: ■ ■ - : ■ ■ ' ■ 1 .... ,,:,. ...... ■ ■ •: - FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Hrtl veður Akureyri 3 alskýjaö Reykjavik 7 rignlng Björgvin S hálfskýjað Helsinki +6 komsnjór Kaupmannahöfn 2 súld Narssarssuaq •f3 heiðskírt Nuuk +e heiðskírt Ósló +3 snjókoma Stokkhólmur +1 hálfskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 6 þokaésfð.klst. Barcelons 13 heiðskírt Berlín 2 súld Chicago 1 þokumóða Feneyjar 10 rigning Frankfurt 5 skýjað Glasgow 7 skúrásið. Idst. Hamborg 2 þokumóða London 9 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 5 skýjað Madrid 6 alskýjað Malaga vantar Mallorca 14 léttskýjað Montreal +18 skýjað NewYork +4 skýjað Orlando 16 skýjað Parfa 4 alskýjað Madelra 18 léttskýjað Róm 13 skýjað Vfn 8 alskýjað Washington +3 alskýjað Winnipeg +31 helðskfrt um hrínglandahátt þeirra reyndu með nokkrum hætti að fjarstýra Seðlabankanum. „Þetta hefur hins vegar skapað ákveðið traust á málefnum bankans og ég tel ástæðulaust að rjúfa þá hefð að það verði þriggja manna banka- stjórn. Ég held að það hafi gefist ágætlega og þannig er það víða í heiminum og ég tel enga ástæðu til að breyta því sem vel hefur reynst," sagði Davíð. Forystumenn Alþýðubandalags og Kvennalista segja að Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra hafí ekki haft samband við þessa flokka um breytingar á skipan banka- stjómar Seðlabankans. Viðskipta- ráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í nóvember um heimild til að fresta í eitt ár ráðningu nýs seðlabankastjóra í stað Tómasar Árnasonar, sem lét af störfum um áramót, á meðan leitt yrði í ljós hvaða breytingar yrðu gerðar á starfssviði og fjölda bankastjóra við endurskoðun seðlabankalaganna en frumvarpið var í þingnefnd þegar Alþingi fór í jólaleyfi. I Morgunblað- inu í gær sagði ráðherra hins vegar ástæðulaust að bíða með að ráða bankastjóra í stað Tómasar. Þvertá frumvarp ráðherra Ólafur Ragnar Grímsson sagði alþýðubandalagsmenn mjög undr- andi á yfírlýsingu Sighvats sem gengi þvert á það frumvarp sem hann hefði lagt fram á Alþingi í nóvember. „Það eina sem hefur far- ið okkar á milli um þetta efni var í bytjun desember þegar ég sagði honum í lauslegu spjalli í hliðarsal Alþingis að við værum eindregið þeirrar skoðunar að það ætti að vera eínn bankastjóri við Seðlabank- ann og við myndum fylgja þeirri stefnu í þinginu og værum reiðubú- in að styðja stjórnarfrumvarp um það efni,“ segir Ólafur Ragnar. Ólafur gagnrýndi Sighvat fyrir hringlandahátt í málefnum Seðla- bankans og sagði óþarft að ráða nýjan seðlabankastjóra fyrr en seðlabankafrumvarpið hefði verið afgreitt. „Það er ljóst að málefni bankans hafa verið í mikilli deiglu og að ijúka núna til og ráða banka- stjóra áður en málið er afgreitt er furðulegt,“ sagði Ólafur. Framsókn styður þrjá bankastjóra Steingrímur Hermannsson sagði að framsóknarmenn hefðu oft lýst sig mótfallna því að seðlabanka- stjórum yrði fækkað í einn. Sagði hann að Framsóknarflokkurinn myndi væntanlega styðja þessa til- lögu en vildi þó ekki fullyrða um afstöðu sína fyrr en hann hefði séð frumvarpið. Aðspurður hvort framsóknar- menn gerðu tilkall til stöðu Tómasar Árnasonar sagði Steingrímur: „Það á enginn flokkur ákveðna stöðu í Seðlabankanum og við eigum ekk- ert frekar þessa stöðu heldur en stöðu Jóns eða einhveija aðra. Þeg- ar hún verður auglýst verður bara að koma í Ijós hveijir sækja um. Hins vegar tel ég Seðlabankann svo mikilvæga stofnun í ríkiskerfínu og efnahagsmálum að það þurfi að ríkja trúnaður á milli ríkisstjómar og Seðlabankans en ég hef ekki verið hlynntur þessum svokallaða sjálfstæða seðlabanka. Ég held að menn ættu að forðast að apa það eftir stórveldum eins og Þýska- landi. Það er ekkert óeðlilegt að þama séu menn sem njóta trúnaðar stjórnmálaflokkanna," sagði Stein- grímur. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingflokksformaður Kvennalistans, segir það afstöðu Kvennalistans að bankastjórar eigi að vera þrír en þær vilji jafnframt fjölga fulltrúum í bankaráði Seðlabankans. „Aftur á móti hefur viðskiptaráðherra ekkert rætt við okkar þingflokk, hvorki formann eða aðrar þingkonur. Það er því ekki rétt að hann hafí rætt við formenn allra þingflokka," sagði hún. Skipulagsnefnd Reykjavíkur Bensínafgreiðsla við Gagnveg verði flutt MEÐ hliðsjón af auknum umsvif- um á íþróttasvæði Fjölnis og at- hugasemdum sem borist hafa mælir skipulagsnefnd með þvi við borgarráð að fyrirhuguðum söluturni og bensínafgreiðslu við Gagnveg við Fjallkonuveg í Graf- arvogi verði fundinn annar stað- ur. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar borgarritara. í bókun skipulagsnefndar kemur fram að lagðar voru fram á fundi nefndarinnar að nýju athugasemdir vegna auglýsingar um breytta land- notkun við Gagnveg, þar sem gert er ráð fyrir að almennu útivistar- svæði verði breytt í þjónustulóð. Ný tillaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður nefndarinnar og fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Þar segir að; „Umsvif á íþróttasvæði Fjölnis hafa aukist frá upphaflega samþykktu skipulagi. Gert er ráð fýrir heimaleikjum í íþróttahúsi sem tekur allt að 850 áhorfendur og leikjum utanhúss, bæði í knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum. Þröngt er um stæði inni á svæðinu og því er enn meiri þörf á bílastæð- <r m A 0 J\ s ) (J? E L / Borgarholt x * / S / Gagnvegur-j / ? / Æ SGrafarvogur 7 riHEL/ ! R Lagt er til að Árbær bensínstöð og C) sölutum verði í Höllum um þeim, sem liggja norðan Gagn- vegar, á því svæði sem um ræðir. Bílastæði þessi voru hugsuð sem aukabílastæði fyrir íþróttasvæðið á álagstímum. I þessu ljósi og með. hliðsjón af athugasemdum, sem borist hafa, mælir skipulagsnefnd með því við borgarráð að þessari starfsemi verði fundinn annar staður, þar sem skipulag gerir ráð fyrir slíkri þjón- ustu, t.d. á þjónustusvæði við Suð- urlandsveg undir Hamrahlíð sem nefnt er Hjallar á aðalskipulagi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.