Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 10 Tríó Reykjavíkur FRÉTTIR ITC-deildin Melkorka heldur fund í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Stef fundarins er: „BHndur er - bóklaus maður“. Uppl. veita Fanney í s. 687204 eða Sólveig í s. 674561. Fundurinn er öllum opinn. JC-FÉLAGAR. Ársreikningar hreyfingarinnar fyrir tímabilið 1. júní til 31. desember 1992 liggja frammi tii skoðunar miðvikudag- inn 12. janúar milli kl. 10 og 14 í Hellusundi 3. HANA NÚ, Kópavogi: Fundur verður í bókmenntaklúbbi á Les- stofu bókasafnins kl. 20 í kvöld. FÉLAGSMIÐSTÖÐ aldraðra, Bólstaðarhlíð 43. í dag kl. 10-14 byijar vefnaður að nýju. HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í kvöldgöngu í kvöld kl. 20 frá Hafnarhúsinu suður í Nauthól- svík. Komið við í Slökkvistöðinni í bakaleiðinni. BÚSTAÐASÓKN. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl.16 og 18. BÓKSALA Félags kaþólskra leikmanna er opin á Hávallagötu 14 kl. 17-18. NESSÓKN. Opið hús kvenfélags- ins í safnaðarheimili í dag kl. 13-17. Leikfimi, kaffi, spjall. Fót- snyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Kóræfíng Litla kórsins í dag kl. 16.15. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Fimmtudagur: Kl. 10.45 helgistund, umsjón sr. Hreinn Hjartarson. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. 10-12 ára starf í safnaðarheimili í dag kl. 17. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegisverður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra á morgun, fimmtu- dag, kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA. Aftan- söngur kl. 18. NESKIRKJA: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. KÁRSNESSÓKN. Mömmumorg- unn í dag kl. 9.30-12 í safnaðar- heimilinu. SELTJARNARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimili. Aðalsafnaðarfundur verður í kirkjunni sunnudaginn 16. janúar nk. að lokinni messu kl. 11. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Unglingastarf (Ten- Sing) í kvöld kl. 20. DIGRANESPRESTAKALL. Kirkjufélagsfundur verður í safn- aðarheimilinu Bjarnhólastíg 26 á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Kaffi- veitingar. Helgistund. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir eldra safnaðarfólk á morgun, fimmtudag, frá kl. 14-17. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfinu, Suðurgötu 11 að stund- inni lokinni. FELLA- og Hólakirkja: Helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn Hjartarson. SAFNAÐARFÉLAG Áspresta- kalls. Sameiginlegur fundur kven- og safnaðarfélaga Ás-, Langholts- og Laugarnessókna verður haldinn á morgun, fimmtu- dag, kl. 20.30 í safnaðarheimili Langholtskirkju. Spiluð verður félagsvist. Kaffiveitingar. ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Hafnarborg var ekki vettvang- ur tónleika Tríós Reykjavíkur eins og venja hefur verið, heldur reyndi tríóið sig að þessu sinni í Víðistaðakirkju og voru það fróð- leg umskipti. Kirkjan hefur að mörgu leyti góðan hljómburð fyr- ir kammermúsík og umgjörð Baltasar á veggjum kirkjunnar geta áheyrendur glímt við að tengja tónlistinni sem flutt er, ef hugurinn á annað borð skyldi verða eitthvað reikull. Tríó Reykjavíkur, sem allt að því eins gæti heitið Tríó Hafnarfjarðar þar sem allir, eða flestir, tónleikar þess fara fram í Hafnarfirði, er orðinn samhæfð- ur hópur sem ekki er spurning um að geri vel heldur, hvort ekki sé hægt að gera ennþá betur. Á efnisskrá tónleik- anna að þessu sinni voru „að- eins“ tvö verk, Tríó í Es-dúr op. 70 nr. 2 fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Beethoven og Kvartettinn um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Kannske er ekki margt líkt með þessum tveim höfundum annað en að báðir voru þeir með- al snillinga þjóða sinna. Annar stendur föstum fótum í klassískri tónlistarhefð sögunnar, með form og hryn njörfað í nákvæ- man og skipulagðan taktaljölda eða nótnagildi sem heimta hárná- kvæman og skipulagðan takta- fjölda eða nótnagildi sem heimta hárnákvæma meðferð ef toppur- inn á að nást. Hinn virðist í fjótu bragði brjóta upp formið, helga sig eins konar „mystik", sem hann neitar þó sjálfur að fyrir- finnast í verkum sínum. Nýtt hryn verður til, gömlu gildin öll verða að víkja. En það skyldi þó ekki vera að einmitt hrynið sé þessum höfundum sameiginlegt, að nákvæm meðferð á innra hryni í verkum beggja höfunda sé leyndarrómurinn að kjarnan- um. Þrátt fyrir að margt væri mjög fallega gert í Tríói Beetho- vens var það kannske þetta hryn- vandamál sem mér fannst stund- um á skorta. Sagan um Gieseking gildir enn, þá orðinn frægur píanisti, en varð þó að þjálfa heyrnina mánuðum saman til að heyra eigin ónákvæmni og hafði hann þó einhveija örugg- ustu heyrn sem tónlistarmanni er gefin. Þessa ónákvæmni þótt- ist ég verða var við, og hún verð- ur ekki bætt með fallegum tóni eða miklu skapi. Að skrifa um „Kvartett um endalok tímans“ eftir Messiaen er efni í langa rit- gerð, sem ekki gefst tóm til hér. Sem fangi Þjóðveija í Slesvík skrifar Messiaen þessa stórfeng- legu predikun sína. Textann tek- ur hann úr Opinberunarbókinni, vers 10, 5-7, segir í efnis- skránni, réttara væri þó 10, 1-7, en þar byijar tilvitnunin Messia- ens sjálfs, að því ég best veit. Eftir „Ljósbrot helgisiða", (fyrsti þáttur) þar sem fuglarnir vakna og „kliðurinn rennur saman við ym himinsins“, og eftir annan þátt, „Söng án orða“ þar sem engillinn tilkynnir um endalok tímans, byijar þriðji þáttur þar sem einleiksklarinettið lýsir sorg- um og vonbrigðum og á hinn bóginn söng fuglanna og þrá mannsins eftir eilífu ljósi. Osmo Vanská, aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands, lék á klari- nettið. Þarna fékk hver nóta sína nákvæmu lengd, hvert cresendo og hvert decresendo sína ná- kvæmu meðferð, hver hending yfirveguð og yfir þessu nær því óhugnanleg ró. Þetta var Messia- en. Nr. 4, Intermezzo, eins konar dans, eða ballett, ágætlega flutt- ur í 5. þætti syngur sellóið lof- söng sinn til eilífs Jesús. Þennan söng söng Gunnar Kvaran svo fagurlega og áhrifamikið á selló- ið sitt að mér fannst sem látnir væru ekki fjarri. Verður þetta eftirminnilegur flutningur. Sjötti þáttur verksins er ryðmaæfing, þar sem hvergi má skeika. Þegar Messiaen, í fangavistinni, fékk að sjá og fylgjast með norðurjós- unum hafði það sterk áhrif á hann sem hann nýtir í gegnum verkið. í sjöunda þætti lýsir hann með hægum og löngum boga- strokum hreyfingum norðurljós- anna, þar sem hann lætur engil- inn tilkynna lok tímans. í áttunda og síðasta þætti lofsyngur fiðlan upprisu og ódauðleika Jesú og mannanna barna og lauk Guðný þessum óð feikn fallega. Halldór Haraldsson var að mestu í þjón- ustuhlutverkinu við píanóið að þessu sinni og er ekki lítið hlut- verk að halda öllu saman og til haga. Góðar íbúðir t gott verð Til sölu nokkrar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Grafarvogi. íbúðirnar eru seldar íullbúnctr og þú getur flutt inn við crfhend- ingu. Húsin eru tveggja hceða og allar íbúðir með sér inn- gctngi. Verðið kemur þœgilega á óvart 6.480 þús.-6.980 þús. íyrir íullbúna íbúð! Allar nánari upplýsingar gefa sölumenn okkar á skrifstofunni á Funahöíða 19 í síma 813599. Armannsfell ht. Funahöfða 19 • Sími 91-813599 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmoastjori . KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL, lögqiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í gamla góða Vesturbænum Glæsileg efri hæð í þríbýlishúsi um 155 fm. Allt sér. Tvennar svalir. Innb. bílsk. með geymslu 37 fm. Húsið er byggt 1967. Ræktuð lóð 543 fm með háum trjám. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. góðri íbúð í borg- inni. Tilboð óskast. Á vinsælum stað á Nesinu Glæsileg endurnýjuð 4ra herb. sérhæð tæpir 100 fm í tvíbhúsi við Skólabraut. Sérinng. Góður bílskúr. Skipti æskileg á stærri íbúð í Reykjavík. Gott verð. Á söluskrá óskast: í smíðum helst fokhelt einbhús, raðhús eða sérhæð á höfuðborgar- svæðinu. Traustur kaupandi. • • • Háaleitisbraut - nágrenni. 2ja-3ja herb. íbúft óskast. Opið á laugardaginn. AtMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.