Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 12

Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 Langlífi Jónasar MIKIÐ er skrifað um Jónas Hall- grímsson, svo mikið að nálgast býsn. Þetta tengist eflaust fræði- legri heildarútgáfu verka hans fyrir nokkrum árum (geta má þess að önnur kom út í fyrra), en ástæðan er líka sú að Jónas ætlar að verða langlífastur skálda. í hausthefti Skírnis (ritstjórar Vilhjálmur Árnason og Ástráður Eysteinsson) er ritgerð eftir Svövu Jakobsdóttur sem nefnist Paradísar missir Jónasar Hallgrímssonar. Rit- gerðin fjallar einkum um Grasaferð og þær ályktanir sem draga má af henni. Túlkun Svövu sannar hve marg- brotna sýn tiltölulega einföld saga getur gefið. Þótt rækilega sé farið í saumana á sögunni má ímynda sér ótal fleiri leiðir til að nálgast hana. Fróðlegur er samanburður við Paradísar missi Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar. Líkur eru leidd- ar að allegórískum þáttum sögunn- ar og algyðistrú víkur að nokkru fyrir kristnum hugmyndum. Úti- legumaður sögunnar verður dæmi um brottvikningu úr Paradís, feg- urð og friðsæld náttúrunnar, en ekki hinn dæmigerði íslenski útlagi eins og hann birtist í þjóðsögum. Hjartavörðurinn í nýrri bók sinni, Um Jónas, hafn- ar Matthías Johannessen kenning- um um algyðistrú Jónasar Hall- grímssonar og leggur áherslu á kristni skáldsins. I því Ijósi skoðar hann eitt eftirminnilegasta kvæði Jónasar, Alsnjóa, kvæði sem færir Jónas beint inn í samtímann, í senn ljóðlistarlega og tilvistarlega um- ræðu. Hjartavörður kvæðisins er Krist- ur samkvæmt rökstuðningi Matthí- asar. Þar með er fundin ný túlkun- arleið kvæðisins án þess að dulúð þess glatist. Fleiri dæmi endurskoðunar og endurmats eru í Um Jónas. Á Bragabekk Um Grím Thomsen og raunsæið nefnist grein eftir Andrés Björnsson í Andvara 1993 (ritstjóri Gunnar Stefánsson). Meðal þess sem Andr- és víkur að eru orð Þorsteins Erl- ingssonar um Grím látinn að engin þörf sé að „skrifa neina leiðbeiningu fyrir þjóðina til að skilja skáldskap Kynningarfundur DALE CARNEGIE® Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið Konráð Adolphsson D.C. kennari H1 Ey/corhæfni og árangur einstaklingsins -■ Byggir upp leiðtogahæfnina -■ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn -■ Skapar sjálfstraust og þor ■ Árangursríkari t j á n i n g -■ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur -■ EykureIdmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 LM: O STJORNUNARSKOLINN Konráó Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Cárnegie® námskeiðin. Jónas Hallgrímsson í augum Ein- ars Jónssonar. hans eða meta hann, það hafi hún þegar gert, hann fái ekki meira lof dauður en lifandi, flest gullkorn hans sé búið að grafa upp og sýna á honum allar hliðar". Andrési Björnssyni þykir fullyrð- ing Þorsteins undarleg og bætir við: „Ekki lítur svo út frá nútíman- um séð. Grími sýnist hafa gengið treglega að koma sér fyrir á Braga- bekk, og kvæði hahs eru ekki ræki- lega könnuð enn í dag.“ Grímur vildi kenna mönnum að forðast ofhól og oflast yfirleitt, en einkum í eftirmælum. Viðvaranir hans eru enn í fullu gildi. Það er vissulega góðs viti að Jónas Hallgrímsson skuli njóta jafn mikillar athygli og aðdáunar og raun ber vitni. En hvernig væri að hvíla Jónas, að minnsta kosti um skeið, og snúa sér til dæmis að Grími Thomsen. Jóhann Hjálmarsson »ií STANDEX Almnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. OIjíIÍlCO í Faxafeni 12. Sími 38 000 Monteverdi _________Tónlist_____________ Jón Asgeirsson Það eru margar ástæður fyrir því að tónverk eftir höfunda, sem voru uppi á 15., 16. og fyrri hluta 17. aldar, féllu í gleymsku, jafn- vel tónverk sem nutu frægðar í tónlistarsögubókum, voru ekki leikin og það var fyrst fyrir nokkrum áratugum, er áhugi vaknaði fyrir endursmíði á göml- um hljóðfærum, að farið var að flytja þessi gleymdu listaverk. Mörg af þeim hljóðfærum, sem Monteverdi samdi fyrir, voru orð- in „úrelt“ á síðari hluta 17. aldar. Ný leik- og söngtækni, nýjar gerðir hljóðfæra og miklar breyt- ingar á sviði tónsmíði, gerði gamla tónlist „ónothæfa" og um 1750, þegar sinfóníuhljómsveitin er stöðluð, hafði það m.a. þau áhrif, að ekki þótti tilhlýðilegt að leika verk eftir barokkhöfunda eins og t.d. Bach. Það var ekki fyrr en Mendelssohn braut ísinn með uppfærslu Masttheusarpass- íunnar 1829, að tekið var að endurvekja gamla tónlist, sem þó gekk ótrúlega seint framan af og voru t.d. einleikssónötur Bachs fyrir selló, fyrst flutta af Casals á opinberum tónleikum árið 1931. Nú standa málin þannig, að ófullnægja sú sem nútíma tónlist hefur skapað hjá hinum almenna hlustanda, fær svölun í mjög gamalli tónlist og má segja, að leitin að frumleikanum hafi þar með umturnast í fortíðarþrá. Stríð og friður var yfirskrift tónleika, sem fóru fram í Foss- vogskirkju sl. laugardag, en þar var fluttir nokkrir madrigalar eftir Monteverdi, undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Tónverk- in voru Tempo la cetra og La- mento d’Arianna, sem Rannveig Sif Sigurðardóttir söng af þokka og þó nokkurri tilfinningu fyrir sérstæðum stíl þessa tímabils. Fimmradda kammerkór, undir stjórn Gunnsteins, söng sjö madr- igala og þó margt væri fallega gert, vantaði nokkuð á öryggi og tilfinninguna fyrir stíl. Aðalverk tónleikanna var Combattimento di Tancredi et Clorinda (brot úr kvæðabálki éft- ir Tasso), sem markaði tímamót í leikrænni túlkun og notkun strengjahljóðfæra, þar sem Monteverdi kemur fram með leik- tækninýjungar eins og „pizicato“ og „tremolo". Meginþungi verks- ins hvílir á sögumanni en hlut- verk hans söng Michael Jón Clarke af glæsibrag. Einar Clausen, efnilegur tenór, og Þór- unn Guðmundsdóttir sungu ágætlega bardagahetjurnar, sem áttu aðeins smá innskotssetning- ar hér og þar í verkinu. Tónleikunum lauk með tveim- ur madrigölum, fyrir sex og átta raddir, glæsileg tónverk sem voru um margt vel fluttir. Flutningur ungu tónlistarmannanna, undir stjórn Gunnsteins, er virðingar- verður og fór hið besta fram, þó nokkuð vantaði á að hinn sér- stæði stíll verkanna kæmi nægi- lega vel fram, sem er ekki að furða, því slíkt er ekki á færi annarra en þeirra sem sérstak- lega hafa kynnt sér og æft þessa tónlisLum langan tíma. I tónlist Monteverdis er margt að finna, sem er meira og minna óljóst og ólíkt því, sem tíðkast nú til dags. Hvað sem þessu líður geta þessir tónleikar verið upphafið á frekari flutningi verka eftir Monteverdi og er það vel, því tónlist hans er mögnuð list, gædd galdri hins eilífa og óskilgreinanlega. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Réttindi og skyldur á vinnumarkaði eftir Láru V. Júlíusdóttur. Bókin fjall- ar um þær reglur sem gilda í sam- skiptum starfsmanna og atvinnu- rekanda, um ráðningu til starfa, skyldur atvinnurekanda og starfs- manna, orlof, aukahelgidaga, líf- eyrissjóði og tryggingar, sjúkdóma og slys, fæðingarorlof, atvinnu- leysisbætur, breytingar á ráðning- arkjörum, uppsagnir, brottrekstur úr starfi og reglur sem tengjast gjaldþrotum fyrirtækja svo nokk- uð sé nefnt. Hún skiptist í þrjá hluta, upphaf ráðningar, réttindi og skyldur starfsmanna og lok ráðningar. „Réttindi og skyldur á vinnumarkaði nýtist öllum þeim sem fást við að túlka lög og kjarasamn- inga á vinnu- markaði, lög- fræðingum, starfsmanna- Júlíusdóttir. haldi fyrir. tælga og launafólki,“ segir í kynningu útgefanda. Útgefandi er Alþýðusamband íslands. Bókin er 280 bls. og innbundin. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um dreifingu. Verð til félagsmanna ASÍ er kr. 1.200. Lára V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.