Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 IIAGRÆÐING SJÚKRAHÚS- ÞJÓNUSTU í REYKJAVÍK Jóhannes Gunnarsson eftir Jóhannes M. Gunnarsson Á síðustu misserum hefur mjög verið fjallað um hlutverk sjúkrahús- anna í Reykjavík. Fjárhagsástæður knýja á um að ailra leiða sé leitað til hagræðingar og sparnaðar í opin- berum rekstri, þar á meðal rekstri sjúkrahúsa. Af þessum ástæðum er fækkun sjúkrahúsa í Reykjavík með samruna Landakotsspítala og Borg- arspítalans á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar og jafnframt að ákveðin verkaskipting skuli síðan vera með þeim tveim sjúkrahúsum sem eftir standa. Nefnd á vegum heilbrigðis- 'og tryggingamálaráðuneytisins, sem fjallaði um hugsanlegan samruna Landakotsspítala og Borgarspítalans 1991 komst að þeirri niðurstöðu að sameining þessara spítala væri hag- kvæm og gerði hún ítarlega fram- kvæmdaáætlun. Árlegur sparnaður var áætlaður u.þ.b. 300 miiljónir króna. Stjómir beggja þessara spít- ala hafa lýst yfir vilja til samstarfs sem skal ljúka með fullri sameiningu spítalanna í árslok 1996. Með flutn- ingi bráðavakta Landakots var stigið fyrsta skrefið í átt að settu marki. Birgðahald og innkaup voru samein- uð nú um áramótin, tæknideildir og tölvudeildir áformuð á næstu vikum. Bíður samningur um fulla samein- ingu spítalanna nú þess eins að nú- verandi ráðherra heilbrigðismála veiti sitt fulltingi til lokafrágangs hans. Stjórnir spítalanna hafa gert áætl- un um næsta áfanga, sem felst í flutningi barnadeildar og öldrunar- deilda í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Frá sjónarhóli sjúkra barna og aðstand- enda þeirra er hér um mikið þjóð- þrifamái að ræða. Annars vegar myndi barnadeild flytja úr þröngu og óhentugu húsnæði Landakots þar sem ekki er lengur sá almenni við- búnaður sem var á meðan starfsemi Landakots var enn óskert í annað betra og rýmra húsnæði á Borgar- spítala. Hins vegar myndi flutningur bamadeildarinnar á Borgarspítalann leiða til góðrar lausnar á ámælisverð- um aðbúnaði fyrir þau 10-12 börn sem á spítalanum vistast að meðal- tali dag hvem án þess að þar sé nú gert ráð fyrir sérþörfum bamanna og foreldra þeirra í húsnæði, lækn- ingum og aðhlynningu. Ár hvert er tekið á móti 18-20 þúsund bömum á deildum Borgarspítalans, flestum á slysadeild, háls- nef- og eyrnadeild auk heila- og taugaskurðdeildar, en þetta eru einu deildir sinnar tegund- ar á landinu. Leitun er að sjúkrahúsi í hinum þróaða heimi sem annast svo umfangsmikla móttöku barna án þess að hún sé studd sérstakri barna- deild. Stofnkostnaður við flutninginn er áætiaður aðeins um 8 milljónir króna og í rekstri má ætla að veru- leg hagræðing náist. Þama eru því slegnar margar flugur í sama höggi. Áætlunin um fyrirkomulag öldr- unarþjónustunnar á vegum hins sam- einaða spítala er gerð af hópi lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast aldraða. Hún gerir ráð fyrir aukningu um 10 pláss með 30 milljón króna viðbótar rekstrarkostnaði á ári. Þetta er tvímælalaust ódýrasta leið til aukningar þjónustu aldraðra sem völ er á og fuílnægir jafnframt kröfum um gæði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi starfsemi á skurðstofum Landakots vegna aðgerða sem ekki krefjast inn- lagna og rekstri fimm daga deildar þar sem aðgerðir verða af þeirri stærð að ekki krefjist gjörgæslu. Þjónusta við krabbameinssjúka verði svipuð og verið hefur. I Ijósi þess frumkvæðis sem heil- brigðisráðherra hefur áður haft í þessum sameiningarmálum er fast- lega við því að búast að ráðuneytið reki smiðshöggið á sameiningu þess- ara tveggja spítala á næstunni. Verkaskipting Borgarspítala og Landspítala Nefnd á vegum heilbrigðisráð- herra hefur flallað um verkaskipt- ingu sjúkrahúsa í Reykjavík og lokið störfum án samkomulags. Ástæður þess að nefndin náði ekki samstöðu tel ég vera tvær. Þá fyrsta, að fulltrú- ar Landspítala töldu að teljandi hag- ræðing næðist ekki nema stefnt væri að einum stórum spítala, nokk- uð sem ekki var á efnisskrá sam- kvæmt erindisbréfi ráðherra. í annan stað, að Landspítalinn einn væri há- skólaspítali. Þessi sjónarmið geta fulltrúar Borgarspítalans með engu móti fallist á. Þau sker, sem sam- komulag steytti á, standa á grunni þessa meiningamunar. Kostir og gallar stórsjúkrahússins Meginkostur stórsjúkrahússins er samsöfnun sérþekkingar á einn stað, sem ætti að leiða til betri nýtingar hennar. Betri nýting tækja og tækni- búnaðar hefur og verið nefnd. Ýmsar klíniskar rannsóknir gætu einnig orð- ið viðráðanlegri en ella. Vankantar þess að hafa eitt sjúkrahús sem sinnti 80-90% þjón- ustunnar eru hins vegar margir. Einokun gæti leitt til hneigðar til að viðhalda óbreyttu ástandi, skorts á frumkvæði og skorts á hvatningu til að ná sem bestum árangri. Örvandi samkeppni rekstraraðila og faghópa yrði nánast engin. Vegna landfræðilegrar og pólitískrar ein- angrunar landsins utan bandalaga svo sem EB er lítið aðhald erlendis frá. Því er þeim mun meiri ástæða til að örvandi samkeppni sé fólgin í heilbrigðiskerfinu í landinu og sú örvun sem felst í stöðugum saman- burði nauðsynleg til þess að kalla fram besta árangur. Valfrelsi sjúklinga yrði að engu gert. Fjöldi sjúklinga hefur slæma reynslu af viðskiptum við heilbrigð- isstofnanir. Einu gildir hvort sú upp- lifun er rétt eða röng, þetta fólk þarf að eiga von um úrlausn sinna mála annars staðar ef nokkur kostur er. Valkostir sérhæfðs fagfólks innan sinnar sérgreinar kunna að þykja léttvægir en vega þó. Með einu stór- sjúkrahúsi ætti sérhæfður starfs- maður, sem af einhverjum ástæðum lenti í faglegri eða persónulegri and- stöðu við yfirmann eða samstarfs- fólk, ekki annarra kosta völ en að yfirgefa sérsvið sitt eða landið. Sér- þekking sem þannig gæti glatast er líka verðmæti. Einokunaraðstaða rekstraraðila gagnvart greiðanda, þ.e.a.s. ríkis- sjóði. Með mikilli samsöfnun þjón- ustu yrði erfítt fyrir þá sem fjár- magna heilbrigðiskerfið að vefengja fjárþörf og nauðsynlegan lágmarks- búnað á hinum ýmsu sviðum. í þessu kann að felast viss kostur frá sjónar- hóli sjúkrahúss, en varia yrði það til minnkaðra útgjalda eða hagræðing- ar. Stjómun stórs sjúkrahúss er eðli málsins samkvæmt flóknari en stjórn minna sjúkrahúss. Yfirbygging vex hlutfallslega meira en stærðin, yfír- sýn minnkar, nýtt lag kemur í stjórn- unarpýramídann, sem leiðir til lengri boðleiða og þar með aukinnar hættu á því að upplýsingar misfarist. Aug- ljós breyting hefur orðið víða vestan hafs á því hvað talin er hagkvæm stærð sjúkrahúsa frá sjónarmiði rekstrar. Má sjá ákveðna tilhneig- ingu til að minnka þau, jafnvel allt niður í 400-500 rúm. Stórar stofnanir veita jafnan óper- sónulegri þjónustu en'minni. Virðing fyrir einstaklingnum hefur tilhneig- ingu til að verða ómaklega lítil innan veggja stórsjúkrahússins. Samruni svo stórra spítala sem Borgarspítala og Landspítala, með uppskiptum hlutverkum, takmarkar möguleika til þverfaglegra vinnu- bragða á hvorum stað og krefst ann- að hvort sífelldra flutninga á sjúkl- ingum milli spítala, sem oft eru ill- mögulegir eða hættulegir, eða flutn- inga sérhæfðs starfsfólks milli hús- anna, sem er þá oft að vinna fjarri þeirri starfsaðstöðu og tækjum sem það þarfnast. Verkaskiptingu eru því takmörk sett. Samvinna sjúkrahúsanna um þjónustu og fræðslu Það er deginum ljósara að íslend- ingar hafa ekki ráð á að bjóða sjúkl- ingum upp á valkosti í öllun greinum „Islendingar hafa ekki ráð á að bjóða sjúkling- um upp á valkosti í öll- um greinum og undir- greinum læknisþjón- ustu.“ og undirgreinum læknisþjónustu. Flestir geta sæst á að ekki sé hag- kvæmt að bjóða valkosti í mjög há- tæknilegri, mjög sjaldgæfri eða mjög sérfræðilegri þjónustu svo sem geislalækningum, heila- og tauga- skurðlækningum eða hjartaskurð- lækningum. Einnig ættu menn að geta fallist á að ekki sé rétt að ann- ast móttöku slasaðra nema á einum spítala, vegna þess hversu mikils við- búnaðar, mannafla og tækja hún krefst auk mjög kostnaðarsamrar sérþjálfunar starfsfólks. Aftur á móti var samdóma álit fulltrúa Land- spítala og Borgarspítala í verkaskipt- ingarnefnd að aðrir þjónustuþættir, sem geta flokkast sem minna tækni- legir, algengir eða minna sérhæfðir, verði samkeppninnar vegna hag- kvæmari í rekstri og betri að gæðum fyrir það að bjóðast á tveimur eða jafnvel fleiri sjúkrahúsum í Reykja- vík. Skilin eru óljós og hvergi skil- greind milli þjónustu þar sem sam- keppni verður æskileg og greinir spítalana á í þessu efni. Þá er mat á þessum skilum breytilegt. Tölvu- sneiðmyndatækni og hjartaþræðing- ar var flokkað sem hátækni á fyrstu árum þessara tækja, en er nú sjálf- sagður hluti tæknibúnaðar allra sjúkrahúsa, sem fást við alhiiða þjón- ustu. Hátæknihugtakið er því vand- meðfarið í allri umræðu eins og önn- ur þau hugtök, sem ekki eru skil- greind án tvímæla. Tvö sjálfstæð sjúkrahús með ákveðinni verkaskiptingu og sam- vinnu er í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Bent hefur verið á að núverandi verkaskipting Landspítala og Borgarspítalans er umtalsverð og fellur auk þess vel að þeim hugmyndum, sem fram hafa verið settar um hvaða sérgreinum æskilegt sé að halda óskiptum. Leidd hafa verið rök að því að samruni eða mjög langt gengin verkaskipting hafi í för með sér marga ókosti, en að tveir spítalar svipaðrar stærðar hvað varðar almenna þjónustu séu af hinu góða. Sameining Borgarspít- alans' og Landakots er skilyrði þess að nokkurt jafnræði geti orðið með þessum sjúkrahúsum og ekki sé umtalsverð mismunun í flárveiting- um til þessara sjúkrahúsa. Tryggt þarf þó að vera að allra dýrustu, sjaidgæfustu og sérhæfðustu verk- efnin verði ekki tvöfölduð. Samvinna sjúkrahúsanna tveggja er á mörgum sviðum til fyrirmyndar. Aukin sam- vinna þeirra mun ugglaust styrkja þau faglega og gæti einnig aukið rekstrarhagkvæmni í einhveijum til- vikum. Flutningur verkefna eða deilda milli spítalanna getur aldrei orðið markmið í sjálfu sér, heldur þarf að sýna fram á ávinning í hveiju til- viki. Hins vegar gæti þjónusta batn- að við það að raða samstæðari sér- greinum saman. Gæta þarf að mögu- leikum í þessum efnum með opnum huga. Vegna fæðar okkar og smæðar hefur læknadeild ekki ráð á öðru en að nýta til fulls efnivið og kennslu- krafta Borgarspítalans. Slysadeild er afar mikilvægur þáttur í lækna- kennslu og rannsóknarstarfi vegna þess að hún snertir hinar ýmsu sér- greinar. Þróun skurðlækninga teng- ist einkum slysadeild. Vegna þess sérstaka hlutverks sem Borgarspítal- inn gegnir í slysaþjónustu og vegna ýmissa annara læknisverka sem ein- göngu eða nær eingöngu eru þar stunduð er annað fráleitt en að spítal- inn þjóni læknadeild HÍ, sé með öðr- um orðum háskólasjúkrahús. Fræði- leg þekking og reynsla starfsmanna Borgarspítalans er auðlegð sem Há- skólinn getur illa án verið. Alþekkt er að læknadeildir erlendis eiga skipti við fleiri en eitt sjúkrahús. Sjónar- mið eins og það að allt sem tengist læknadeild HÍ þurfí að vera á einni lóð vinnur þannig gegn hagsmunum læknadeildar auk þess sem það kem- ur í veg fyrir samkomulag sjúkrahús- anna um samstarf og verkaskipt- ingu. Niðurstaða Farsælast er að sameiningu Landakots og Borgarspítala Ijúki sem allra fyrst. Þannig verði til tveir spítalar af heppilegri stærð, sem veiti hvor öðrum aðhald í þjónustu og rekstri, gefi starfsfólki, en um- fram allt sjúklingum valfrelsi í öllu öðru en hátæknilegustu, sérhæfð- ustu og dýrustu greinum. Báðir spít- alamir þjóni læknadeild til kennslu og rannsókna. Höfundur er Iækningaforstjóri og formaður læknaráðs Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.