Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 Upptaka ríkissjóðs á eignum sjávarútvegsins eftir Steingrím J. Sigfússon Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp um að leggja niður Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Um það getur mönnum sýnst sitt hveij- um og verður ekki frekar rætt hér heldur sú ráðstöfun eigna sjóðsins, þ.e. innistæðna sem þar standa eftir frá fyrri tíð, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það er einfaldlega ætlun ríkisstjómarinnar að hirða í ríkissjóð þær u.þ.b. 200 milljónir króna sem standa eftir í Verðjöfn- unarsjóði. Þessar innistæður hafa að sjálfsögðu myndast með iðgjal- dagreiðslum sjávarútvegsfyrir- tækja og eru því eign greinarinnar sem slíkrar. Sá skollaleikur að merkja ráðstöfun þessa fjár rekstr- arkostnaði Hafrannsóknarstofnun- ar, sem greiddur hefur verið úr ríkissjóði, er gamalkunnur eða hef- ur farsinn með sölu veiðiheimilda hagræðingarsjóðs ekkert kennt mönnum. Óþarft er að taka fram að ekki stendur til að auka hafrannsóknir á nokkurn hátt með tilkomu þess- ara peninga heldur einfaldlega draga úr framlögum ríkisins að sama skapi. í umræðum á Alþingi þann 15. desember sl. um frumvarp sjávar- útvegsráðherra um Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins gerði ég þetta mál að umræðuefni og sagði þá m.a.: „Hæstv. forseti. Svo vil ég segja nokkur orð um áformaða ráðstöfun eigna sem eru inn í sjóðnum. Það tel ég mikið metnaðarleysi, svo ekki sé meira sagt, að ætla að leggja það til að gera þessar eign- ir, nánast eins og þær leggja sig, upptækar — í hvað? í rekstur Ha- frannsóknarstofnunar. í rekstur sem ríkissjóður hefur fram að þessu kostað sjálfur. Ég segi alveg eins og er að ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi séu sáttir við þessa ráðstöfun á eignum, á sjóði, sem greinin hefur sjálf staðið undir. Af hveiju gera ekki hinir eiginlegu eignaraðilar þessa verðmæta, sjáv- arútvegurinn, kröfur um að þau fari til uppbyggingar og til nýrra verkefna, til viðbótarverkefna a.m.k. í hafrannsóknum, en ekki bara beint í daglegan rekstur batt- erísins og gufi þannig upp. Mér finnst það metnaðarleysi, ég segi alveg eins og er. Mér finnst það algjört metnaðarleysi og ég tel að það yrði erfitt að standa gegn kröf- um af hálfu hinna eiginlegu eig- enda þessara innstæðna, sem er sjávarútvegurinn, um að þær rynnu til slíkra verkefna og ég hef tillögu i því efni.“ Ráðstöfun eigna Verðjöfnunarsjóðs Tillaga mín um ráðstöfun inni- stæðna Verðjöfnunarsjóðs, að slepptu því sem tekið yrði af inni- stæðu rækju- og hörpudisksdeildar til markaðsátaks í þágu þeirra greina er eftirfarandi eins og fram kom_ í umræðunni. „Ég legg til að þessi sjóður gangi í byggingasjóð skipa hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrir því eru þau rök að þar er framundan mikið átak sem þarf að ráðast í, að endumýja skipakost Hafrann- sóknastofnunar. Það verkefni mun vefjast verulega fyrir mönnum, nema stofnunin fái tekjur af því tagi sem hér væru til ráðstöfunar. Það liggur alveg fyrir að Hafrann- sóknarstofnun er í raun vanmegn- ug þess að sinna hafrannsóknum á þeim svæðum umhverfis landið sem mest er þörfin eða margir telja að mest sé þörfin nú um stundir, á djúpmiðunum, vegna þess að gömlu hafrannsóknaskipin hafa ekki toggetu og búnað til þess að stunda þar rannsóknir. Það hefur staðið til að fara í mikla leið- angra á djúpmiðin og kanna þar vannýttar tegundir og ókannaðar togslóðir, en það hefur strandað á því að Hafrannsóknastofnunin sjálf hefur ekki skipakost til þess og leiga á stórum og öflugum tog- skipum sem ráða við aðstæður er svo dýr að hún er ofvaxin greiðslu- getu stofnunarinnar. Það er upp- lýst að það kosti um 1,5 millj. kr. á dag að leigja stóran frystitogara sem ræður við aðstæður á 700- 1.000 m dýpi eða hvað það nú er, hefur togkraft og útbúnað til þess að gera þar rannsóknir. Þess vegna hlýtur að koma til álita og á mínu mati að undirbúa að stofnuninni verði gert kleift að bæta úr þessu ástandi með því að auka eða endurnýja skipakost sinn að þessu leyti. Þarna er tækifæri til þess að auðvelda það með því að ráðstafa þessum fjármunum til uppbyggingar af því tagi. Það munu vera þar einhveijir peningar í sjóði frá því að hafrannsóknar- skipið Hafþór var selt og þá mundu þessir ijármunir koma þar til við- bótar. Ef menn kyngja þessari ráðstöf- un, þessari upptöku á eignum Verðjöfnunarsjóðs í rekstrarhít ríkissjóðs, því það er auðvitað ekki verið að gera neitt annað en að gera þessa eign upptæka í ríkissjóð sem heur fjármagnað Hafrann- sóknarstofnun, þannig að það má nákvæmlega eins flytja um það tillögu að þetta renni í ríkissjóð „Þessi sjóður gangi í byggingasjóð skipa hjá Hafrannsóknastofnun.“ eins og að vera að þeim skollaleik að merkja þetta Hafrannsókn, þá verða menn algjörlega af þessum möguleikum. Þá er það auðvitað ekki annað en skattlagning á sjávarútveginn sem hefur borgað í formi iðgjalda inn í sjóðinn, lagt til þessa fjár- muni. Það er ekkert' annað en enn einar álögurnar á greinina. Þetta vona ég að verði tekið til rækilegrar skoðunar í hv. sjáútvn. Það vill svo til að þegar sjáútvn. fór yfir tekjuhlið fjárlagafrv. þá fjallaði hún ítarlega um stöðu haf- rannsóknanna og reyndar kemur það sérstaklega fram í umsögn sjútvn. til fjárln. að sjútvn. hafi haft áhyggjur af þessum lið.“ Svo mörg voru þau orð og nú hefur Arnar Sigurmundsson, for- maður samtaka fiskvinnslustöðva, riðið á vaðið og gert þessa upptöku að umtalsefni í áramótablaði Morg- unblaðsins. Ég hvet fleiri forsvars- menn sjávarútvegsins til að beita sér í þessu máli. Höfundur er varaformaður Alþýðubandalagsins og á sæti í sjá varútvegsnefnd. NYROG BREYTTUR IMYTT UTLIT. Framhlutinn hefur veriö endurhannaöur meö nýju grilli og svuntu. Vindskeiö er staöalbúnaöur á 3ja dyra Sunny. Nýir hjólkoppar. IMÝ IIMIMRÉTTIIMG. Nýtt áklæöi er komiö á sæti og er breytt, þannig að sætin aölagast líkamanum en betun. Mjóhryggsstuöningur en stillanl. Nýtt og þægilegra stýrishjól og mælum hefur einnig verið breytt, einnig hefur útihitamælir bæst viö. NISSAN SUNNY 3JA DYRA HL/vÐBAKUR VERÐ 1.007.000 KR. FJÖLIIMIMSPRAUTUIM: Nú er 160Q cc vélin búin fjölinnsprautun og 16 ventlum, sem eykur aflið upp í 102 hestöfl. IMISSAIM BILASYNIIMG LAUGARD. /SUNNUD. KL. 14-17 Ingvar ig Helgason hf. Sævarhöföa 2 sfma 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.