Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 20

Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 BJORGUNARAFREKIÐ I VOÐLAVIK Hlýjar móttökur AHAFNIR þyrlnanna tveggja ásamt yfirmanni varnarliðsins og sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Talið frá vinstri: Jim Sills undirofursti, yfírmaður björgunarsveitarinnar, Gary Copsey undirofursti, Rich Assaf liðsforingi, Matt Wells flughermaður, Gary Henderson höfuðsmaður, Jesse Goerz flugher- maður, John Blumintritt höfuðsmaður, Greg Reed liðþjálfí, Bill Payne flughermaður, Jeff Frembling flughermaður, Parker Borg sendiherra og Michael D. Haskins flotaforingi og yfírmaður varnarliðsins. Morgunblaðið/Þorkell Michael D. Haskins yfirmaður varnarliðsins heilsar Matt Wells og Jesse Goerz flughermönnum. Þyrlusveit varnarliðsms vel fagnað við komuna tii Keflavíkurflugvallar „Sjáið þið strákar við erum fyrir ofan forsetann í blaðinu“ ÁHAFNA tveggja Sikorsky HH-60G „Pave Hawk“ þyrlna varnarliðsins, sem björguðu skipveijum Goðans, var beðið með mikilli eftirvæntingu á Keflavíkurflugvelli í gærdag. Eiginkonur áhafnarmeðlima og börn hlupu til móts við þá er þeir gengu frá borði en þyrlurnar lentu laust fyrir hálfsex í gærdag. Tekið var formlega á móti mönnunum inni í flug- skýli og glumdi við lófatak viðstaddra er þeir gengu inn í skýlið. Auk ættingja, vina, sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Parkers Borg, og annarra yfirmanna, tók Michael D. Haskins flotaforingi og yfirmaður varnarliðsins á móti björg- unarmönnunum. Flotaforinginn las m.a. þakkir frá Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra fyrir björgunarafrekið; veifaði Morgunblaði dagsins og benti á forsíðuna til marks um hveiju þeir hefðu áorkað. Varð þá einum úr áhöfninni að orði: „Sjá- ið þið strákar við erum fyrir ofan forsetann í blaðinu!" og átti þar við mynd af Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi NATO. Jim Sills undirofursti, yfirmaður björgunarsveitarinnar, ásamt konu sinni Ali Sills og dóttur, við heimkomuna. Morgunblaðið náði tali af flug- hermönnunum tveimur, Jesse Goerz og Matt Wells, sem sigu niður á stýrishús Goðans til skip- veijanna sex, lækninum Rich Ass- af sem fyrstur lækna liðsinnti þeim, auk Johns Blumintritts höf- uðsmanns og flugstjóra sem fyrst- ur kom á vettvang. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgis- gæsiunnar ætlar að heiðra áhafn- irnar fyrir björgunina seinni part- inn í dag. Rich Assaf læknir og liðsforingi úr 45. eftirlitsflugsveit flotans hélt að hann væri að fara í æfinga- flug: „Mig grunaði ekki í gær- morgun að ég myndi lenda í þessu ævintýri enda ætluðum við í venju- bundið æfíngaflug, m.a. átti að setja eldsneyti á vélina á flugi og þess háttar. Rétt þegar við erum að leggja í hann er okkur tilkynnt að ætlunin sé að fara og reyna að bjarga skipbrotsmönnum við Austurland. Ég var ansi spenntur og talsvert taugaóstyrkur því ég var ekki búinn undir það að fara í björgunarleiðangur, var til dæm- is ekki með læknistöskuna með- ferðis. Ég var í seinni þyrlunni og þegar okkur bar að var sú fyrri búin að flytja mennina tvo sem verst voru á sig komnir á land. Flugið var lækkað og ég settur af til að sinna þeim. Ég kannaði líðan þeirra og sú ákvörðun var tekin að flytja þá á sjúkrahús sem fyrst enda voru þeir gegnkaldir og illa á sig komnir. Þegar hinir höfðu verið fluttir á land var ég steini lostinn yfír því hversu vel á sig komnir þeir voru miðað við aðstæður. Það var ekki laust við að mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds á leiðinni því við höfð- um litlar sem engar upplýsingar um aðstæður á strandstað. Hins vegar er það svo að þegar á hólm- inn er komið er ekkert annað að gera að standa sig með ráðum og dáð,“ segir Rich Assaf að lokum. Lítill tími til hræðslu Jesse Goerz flughermaður var um borð í þyrlunni sem fyrr kom á staðinn og var annar þeirra sem sigu niður á stýrishús Goðans. „Þegar okkur bar að stóð ekkert upp úr nema stýrishúsið. Við fór- um niður í sigvað en okkur leist ekki á blikuna því mikið var af loftnetum og alls kyns stöngum sem stóðu upp af stýrishúsinu. Ég kom auga á mennina og sá að þeir höfðu bundið sig fasta við stýrishúsið. Við Wells festum okk- ur líka og reyndum að gera okkur grein fyrir aðstæðum á meðan þessar háu öldur skullu yfír okkur og skipveijana. Ég held að ekki hafí liðið meira en 10 sekúndur á milli. Þyrlan flutti fyrstu mennina að landi og við reyndum að ganga úr skugga um að þeir sem eftir voru væru öruggir. Við reyndum líka að hressa þá við með því að lofa að koma þeim í land. Þegar þyrlan kom aftur til baka lét einn úr áhöfninni vaðinn síga og við fluttum hina um borð og að landi, tvo í senn. Þótt við höfum beðið þama á stýrishúsinu gafst enginn tími til hræðslu, þjálfunin sér til þess. Maður einbeitir sér bara að næsta skrefí. Það er engu líkara en einhvers konar sjálfstýringar- búnaður taki völdin,“ segir Jesse Goerz. Rich Assaf liðsforingi. Viljið þið far strákar? Matt Wells var á stýrishúsi Goðans ásamt Goerz: „Við áttum ekki einu sinni að vera með í þjálf- unarfluginu. Ég var á skrifstof- unni og Jesse Goerz var heima hjá sér þegar hljóðmerki heyrðist frá símboðanum. Ég dreif mig af stað enda biðu þyrlurnar. Þegar við vorum á leið austur stóð mér ekki John Blumintritt höfuðsmaður. alveg á sama vegna þess hversu vont veðrið var. Eg hef aldrei séð svona mikið brim og öldugang á ævinni. Séð úr lofti virtist Goðinn ótrúlega lítill. Hann reyndist þó stærri þegar niður var komið þótt lítill hluti hans væri úr kafí. Samt sem áður höfðum við ekki mikið svigrúm til athafna. Við bundum okkur við stýrishúsið og það var ekki gott að sjá þyrluna fara en ég gat rétt grillt í hana frá landi svo þetta var ekki svo slæmt. Mér skilst að við höfum beðið á stýris- húsinu í um klukkutíma. Það virt- ist miklu styttra enda vorurn við önnum kafnir við að sinna mönn- unum. Við einbeittum okkur að því að spjalla við þá og halda þeim rólegum. Þeir voru mjög sam- vinnuþýðir, gerðu ekkert sem gat stofnað þeim í hættu, hlustuðu og héldu ró sinni. Það fyrsta sem ég sagði við þá þegar ég var kominn niður var: „Strákar, vantar ykkur far?“. Þeir fóru að hlæja og ég sagði sem svo að líklega þætti þeim mál að fara að drífa sig í burtu. Þeir tóku undir það,“ segir Matt Wells. Héldu sér í tíma „Þetta eru erfiðustu aðstæður til flugs sem ég hef lent í og að- stæðumar á strandstaðnum voru ógnvekjandi þegar við komum að. Skipið var að mestu sokkið og sjór gekk stöðugt yfír það. Mennirnir héldu sér í mastrið og annað það sem var fast ofan á stýrishúsinu," segir John Blumintritt höfuðsmað- ur og flugstjóri þyrlunnar sem kom fyrr á strandstaðinn. Blumintritt segir að erfítt hafí verið að lækka flugið yfir Goðanum bæði vegna veðurhamsins og loftneta á brúnni sem einnig hefðu gert erfíðara að koma björgunarmönnum um borð. Hann hafí sent tvo menn niður og þeir hefðu aðstoðað skipveijana sem auðsjáanlega hefðu verið orðnir mjög þrekaðir. „Fyrst tók- um við tvo menn um borð og ann- an björgunarmanninn og fluttum þá í land. Björgunarmaðurinn seig síðan aftur niður á skipið og þá tókum við tvo menn um borð og fluttum í land. Hin þyrlan var þá komin á vettvang og tók skipveij- ana tvo sem eftir voru. Einir eftir Þá voru björgunarmennirnir orðnir einir eftir úti í skipinu og við biðum auðvitað ekki boðana með að sækja þá. Við lentum svo í fjörunni ásamt hinni þyrlunni til að ráða ráðum okkar og þar sem tveir skipbrotsmannanna voru slasaðir og illa á sig komnir var ákveðið að flytja þá til Egilsstaða. En veðurhamurinn var slíkur að við urðum frá að hverfa. Þegar við flugum til baka sáum við ljós- in á Neskaupstað og ákváðum lenda þar. Fyrir valinu varð bíla- stæði og við vorum bæði þakklátir og ánægðir þegar við höfðum fast land undir fótum aftur. Móttök- urnar sem við fengum hjá fólkinu á Neskaupstað verða okkur örugg- lega ógleymanlegar og ég er stað- ráðinn í að fara þangað með fjöl- skylduna í sumar,“ segir John Blu- mintritt höfuðsmaður um sinn þátt í frækilegu björgunarafreki þyrlubjörgunarsveitarinnar í Vöðlavík mánudaginn 10. janúar sl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.