Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 Skipting skatttekna árið 1994 * Utsvarsprósenta verður 9% á árinu Sorphreinsigjald lagt á í fyrsta sinn BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í gær skiptingu skatttekna á árinu 1994. Útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda verður á árinu 9% af útsvarsstofni og álagningar- prósenta fasteignaskatts af at- vinnuhúsnæði verður 1,4%, sem er fullnýting þess skatts. Fráveitugjald verður 0,18% af álagningarstofni og þá verður nýtt heimild til innheimtu sérstaks fast- eignaskatts, 1,25% á álagningar- stofn verslunar- og skrifstofuhús- næðis. Loks var samþykkt að legga á sorphreinsigjald á íbúðarhúsnæði, 1.000 krónur á hveija íbúð. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gjald er innheimt á Akureyri, en Akur- eyrarbær hefur verið einn fárra bæja á landinu sem ekki hefur lagt á sérstakt sorphreinsigjald fram til þessa. Félag áhugamanna um heimspeki Málstofufyrirlest- ur Páls Skúlasonar PÁLL Skúlason flytur mál- stofufyrirlestur í Deiglunni, sal Gilfélagsins í Grófargili, föstudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30. og hefst þar með vetrarstarf Félags áhuga- manna um heimspeki á Akur- eyri. Fyrirlesturinn heitir: Hvemig verður mannheimur til? og í honum verður íjallað um reynslu okkar af veröldinni og leitast við að skýra hvernig hugsun, trú og tjáning skapa forsendur mannlífs og menningar. Innangengt verður á Kaffi Karólínu þar sem fjölbreytt- ar veitingar verða falar, bæði í hléi og að fyrirlestri loknum. Síðar í vetur verður málstofa í Deiglunni um atvinnu og atvinnu- leysi í umsjón Jóns Bjömssonar og Þrastar Ásmundssonar. Þórg- nýr Dýrfjörð heimspekingur mun kenna á námskeiði sem hann kall- ar „Afturgöngunámskeið" en heit- ið sækir hann til Henriks Ibsens. Fjallað verður um siðfræðikenn- ingar, einkum skyldukenningar og nytjastefnu, og eru dæmin m.a. sótt í verk Ibsens. Þá munu Guð- mundur Andri Thorsson og Gísli Sigurðsson halda málstofu um bókmenntir frá sjónarhóli þess sem skrifar þær annars vegar og þess sem les þær. Málstofuna kalla þeir „Ábyrgð höfunda og lesenda“. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Rafmagnsveitustjórar INGÓLFUR Árnason sem verið hefur rafmagnsveitustjóri Raf- magnsveitna ríkisins á Akureyri í hartnær fjóra tugi ári lét af störfum um síðustu áramót. Við starfi hans tók Tryggvi Þór Har- aldsson. Starfsfólkið kvaddi Ingólf í samsæti í húsakynnum Raf- magnsveitna ríkisins við Óseyri fyrir helgi og voru honum færðar þakkir fyrir farsælt starf. Á myndinni eru þeir Tryggvi Þór og Ingólfur. Miðstöð fólks í at- vinnuleit Nýtt átaks- verkefni til umræðu OPIÐ hús verður í Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, miðviku- dag. Gestir á samverustundinni sem hefst kl. 15 verða Heimir Ingimarsson, formaður atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar, og Bjarni Guðleifsson ráðunautur. Stjórn Atvinnuleysistryggingar- sjóðs hefur samþykkt að veita Akur- eyrarbæ styrk til að ráða 120 manns í vinnu í tvo mánuði og er nú verið að leita að verkefnum til að nýta þennan möguleika, en augljós vand- kvæði fylgja árstímanum og tíðarf- arinu. Heimir mun ræða atvinnu- málin almennt og þau átaksverkefni sem framundan eru og svara fyrir- spurnum. Bjami Guðleifsson ráðunautur mun taka á ýmsum málum en hann er kunnur fyrir að slá á létta strengi. Veitingar verða á borðum á þess- ari samverustund eins og áður og ýmsar upplýsingar liggja frammi, en einnig eru upplýsingar gefnar í síma milli kl. 15 og 17 á þriðjudög- um og föstudögum. Ágreiningur milli Akureyrarbæjar og Vátryggingafélags íslands um verktryggingu Bærínn telur sig eiga 12 millj. inni hjá tryggingafélaginu Verið að skaða hagsmuni bæjarsjóðs, segir formaður bæjarráðs ÁGREININGUR um greiðsluskyldu og fjárhæð vegna verktrygginga Bréfið finnst ekki vegna Helgamagrastrætis 53 milli Akureyrarbæjar og Vátrygginga- félags íslands var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Tryggingafélagið hafði óskað eftir að ágreiningurinn yrði lagður fyrir gerðardóm, en bæjarráð taldi sig ekki geta orðið við þeirri beiðni. Verktakafyrirtækið Híbýli var að byggja fjölbýlishúsið við Helgamagrastræti þegar það var gjaldþrota árið 1989 og hefur bærinn reynt að fá greidda út verktryggingu sem Híbýli keypti en kaupandi flestra ibúðanna var Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar. Sigríður Stefánsdóttir formaður bæjarráðs sagði það ekki umdeil- anlegt að Akureyrarbær hefði orðið fyrir tjóni af völdum gjaldþrots Hí- býlis og því hefði verið farið fram á það við Vátiyggingafélag íslands sem fyrirtækið keypti af verktrygg- ingu á sínum tíma að fá þ'á trygg- ingu greidda út. Akureyrarbær teldi sig eiga að minnsta kosti 12 milljón- ir króna inni hjá félaginu, en trygg- ingafélagið hefur vefengt rétt bæjar- ins til að fá trygginguna greidda út. Á fundi Sigríðar og Halldórs Jóns- sonar bæjarstjóra með fulltrúum VÍS var lagt fram bréf frá 11. októ- ber 1989, degi áður en Híbýli var lýst gjaldþrota, þar sem fram kom að forsvarsmenn Híbýlis fóru fram á að félagið yrði leyst undan verk- framkvæmdum samkvæmt verk- samningi, en formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var ekki kunnugt um tilvist þessa bréfs. Þetta bréf hefur hvergi fundist í skjalaskápum Akur- eyrarbæjar að sögn Signðar. Fyrir liggur álit fyrrverandi bæj- arstjóra og bæjarlögmanns á Akur- eyri. Bæjarlögmaður telur að ekki hafí verið ætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar að falla frá kröfum í verk- tryggingar vegna hugsanlegra galla á verkum sem unnin hefðu verið og í fyrrverandi bæjarstjóri telur að umrætt bréf hafi verið rit- að í tilefni af gjaldþroti Híbýlis hf. Sigríður sagði að um alvarlegt mál væri að ræða og verið væri að skaða hagsmuni bæjarsjóðs. Hún sagði að málið myndi nú hafa sinn eðlilega gang fyrir dómstólum. Lausar stöður við Háskólann á Akureyri Til sölu úr þrotabúi Járntækni hf. M.a. plötusax, kantpressa, fjölklippur, raf- suðuvélar (kolsýru, tic og transar), renni- bekkir, fræsivél, plasmaskurðarvélar, plötuvals, pressa, loftpressur, lofthreinsi- búnaður, vinnupallar, gámar 20 og 40 feta, ýmis önnur tæki og áhöld. Ennfremur hand- verkfæri og skrifstofuáhöld. Upplýsingar veitir: Ágúst Karl Gunnarsson, Draupnisgötu 3, Akureyri, símar 96-12121 og 96-12122, fax 96-12123. Óiafur Birgir Árnason, hrl., skiptastjóri. Þijár umsóknir um stöðu háskólarektors ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu rektors Háskólans á Akur- eyri, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þá rann einnig út frestur til að sækja um tvær stöður forstöðumanna deilda við skólann og barst ein umsókn um hvora stöðu. Þeir sem sækja um stöðu rektors eru Fanney Kristmundsdóttir PhD, lektor í líffærafræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi, Haraldur Bessason, núverandi rektor Háskól- ans á Akureyri, og Þorsteinn Gunn- arsson, vísinda- og menntamálafull- trúi við sendiráð Islands í Brussel, en hann er með PhD-gráðu á sviði uppeldis- og menntamála. Að sögn Stefáns Stefánssonar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, verða umsóknir sendar háskólanefnd Háskólans á Akureyri sem skipa mun þriggja manna dóm- nefnd sem síðan mun skila nefnd- inni áliti sínu. Menntamálaráðherra ræður rektor að fenginni tillögu frá Háskólanefnd. Skipunartími núver- andi rektors rennur út 31. maí næstkomandi. Þorsteinn sækir um rekstrardeild Einnig voru auglýstar til um- sóknar stöður forstöðumanna við rekstrardeild og heilbrigðisdeild við Háskólann á Akureyri og rann umsóknarfrestur út á mánudag. Um stöðu forstöðumanns heilbrigð- isdeildar sótti Sigríður Halldórs- dóttir, núverandi forstöðumaður deildarinnar, en hún hefur gegnt stöðunni síðastliðin þijú ár. Þor- steinn Sigurðsson vélaverkfræðing- ur sótti um stöðu forstöðumanns rekstrardeildar, en hann hefur síð- asta ár verið staðgengill núverandi forstöðumanns deildarinnar, Stef- áns G. Jónssonar, sem verið hefur í rannsóknarleyfi. Samkvæmt lög- um um Háskólann á Akureyri ber að auglýsa stöður forstöðumanna deilda á þriggja ára fresti. Ólafur Búi Gunnlaugsson, skrif- stofustjóri Háskólans á Akureyri, sagði að þessar tvær umsóknir hefðu borist, en ekki væri útilokað að fleiri væru á leiðinni í pósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.