Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 26

Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Heljudáð í Vöðlavík Frækilegt björgunarafrek, sem lengi verður í minn- um haft, var unnið í Vöðlavík eystra í fyrradag. Áhafnir tveggja þyrlna björgunar- sveita varnarliðsins björguðu sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goðans, sem var strandað og hálf- sokkið undan ströndinni. . Þegar þyrlurnar bar að stóð stýrishúsið eitt upp úr sjónum. Veðurfarslegar að- stæður voru ógnvekjandi. Himinháar öldur gengu yfir skipið, sem lá í briminu um 150 metra frá ströndinni, og skipveija, sem héldu til á brúarþaki þess. Þar bundu þeir sig við reykháf, handrið og annað, sem festu hafði. Sýnt þykir, að þyrlurnar máttu ekki vera seinna á ferð, ef ekki átti verr að fara. Sex skipveijum var bjargað á elleftu stundu. Einn úr sjö manna áhöfn skipsins drukknaði eftir að brotsjórinn hreif hann með sér. Rétt fyrir klukkan ellefu í fyrradag barst varnarliðinu beiðni frá stjórnstöð Land- helgisgæzlunnar um aðstoð vegna strandsins í Vöðlavík. Tvær Sikorsky-þyrlur varn- arliðsins héldu af stað hálf- tíma síðar ásamt Herkúles- eldneytisvél. Um svipað leyti hélt þyrla Landhelgisgæzl- unnar, TF-SIF, af stað, en hún varð að snúa við vegna veðurskilyrða og ísingar. Eldsneytisvélin sneri einnig við vegna tæknilegra erfið- leika. Af þeim sökum þurftu Sikorsky-þyrlurnar að milli- lenda á Höfn í Hornafirði til eldsneytistöku. Tóku þær eldsneyti með allar vélar og hreyfla í gangi til að spara tíma, sem skipt getur öllu máli í tilfellum sem þessu. Þyrlurnar tvær voru yfir strandstað um þijúleytið. Veðrahamur var mikill. Onn- ur þeirra lét tvo menn síga niður á brúarþakið til aðstoð- ar skipverjum, sem bjargað var upp í þyrlurnar og fluttir til lands. Búið var að bjarga skipveijum, sex talsins, klukkan 15.40. Þyrla fór síð- an með tvo þrekaða skipveija til Neskaupstaðar. Ekki fer á milli mála að björgunarsveit varnarliðsins vann frækilegt afrek við erf- iðustu aðstæður í Vöðlavík eystra í fyrradag. Tíu manna flugsveit, sem þarna var að verki, vann hetjudáð, sem skráð verður gullnu letri í björgunarsögu þjóðarinnar. Björgunarsveit vamarliðsins hefur oft verið kölluð til gegnum tíðina, þegar slys hefur borið að höndum, bæði á sjó og landi, og bjargað mörgu mannslífinu. Björgun- arafrekið í Vöðlavík er meðal hinna mestu á farsælum björgunarferli hennar. Björg- unarbúnaður hennar hefur og reynzt vel við hinar erfið- ustu aðstæður. Löng og stundum bitur reynslan hefur fært okkur heim sanninn um mikilvægi og nauðsyn öflugs björgunarstarfs hér á landi, þrautþjálfaðs björgunarliðs og öflugs björgunarbúnaðar. Við stöndum í mikilli þakk-. arskuld við björgunarsveit varnarliðsins fyrir áratuga farsælt starf, sem mörgu mannslífinu hefur bjargað. Nú síðast fyrir björgunaraf- rekið í Vöðlavík. Sú hetjudáð þarf að vekja okkur íslend- inga til meiri árvekni og fyr- irhyggju um hvers konar björgunarstarf í landi okkar, ekki sízt þyrlubjörgunar- starfið. __ Við íslendingar höfum á löngum tíma byggt upp öflugt slysavarnastarf, ekki sízt til þess að bjarga mönn- um úr sjávarháska. Fengin reynsla sýnir svo ekki verður um villzt, að björgunarsveitir, sem ráða yfir fullkomnum þyrlum, geta bjargað manns- lífum, sem ella yrði ekki bjargað. Það hefur komið í ljós bæði nú og fyrr. Þegar við horfum til baka fer ekki á milli mála, að hvað eftir annað hafa orðið hörmuleg slys á sjó, þar sem nútíma- tækni hefði komið í veg fyrir mannskaða. Þess vegna er alveg ljóst, að við eigum að stefna að því að byggja upp sterka björgunarsveit með full- komnum þyrlum, hvort sem við gerum það á eigin vegum eða í samvinnu við Banda- ríkjamenn. Það kostar mikla fjármuni en sannleíkurinn er sá, að við setjum mikla fjár- muni í aðrar þarfir, sem ekki eru jafn nauðsynlegar og þær, sem hér er um að ræða. Þyrlurnar hafa sannað gildi sitt. Við hljótum að haga ákvörðunum okkar og ráð- stöfun fjármuna í samræmi við það. Utanríkisstefna á lýðveldisafmæli eftir Björn Bjarnason BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur ritað greinaflokk undir samheitinu „Utanríkismál á lýðveldisafmæli“. Greinarnar munu birtast næstu daga og fer sú fyrsta hér á eftir: Hinn 1. desember var þess minnst, að 75 ár voru liðin frá gerð samband- slagasáttmálans við Dani frá 1918. Með honum fengu íslendingar rétt til að láta rödd sína heyrast á alþjóða- vettvangi, en framkvæmd utanríkis- stefnunnar var í höndum ríkisstjórn- arinnar í Kaupmannahöfn. Eftir að Danmörk var hernumin vorið 1940 tóku íslendingar utanríkismálin alfar- ið í sínar hendur. Strax árið eftir eða um sumarið 1941 gerðist íslenska rík- isstjórnin aðili að þríhliða samningi við Bandaríkjamenn og Breta um að bandarískir hermenn skyldu taka að sér að veija landið í stað breska hernámsliðsins. Herverndarsamning- urinn var sögulegur í mörgu tilliti. Hann var fyrsta formlega skref Bandaríkjamanna í stríðsátökin á Norður-Atlantshafi, hann styrkti stöðu íslands í alþjóðlegu samstarfí og síðast en ekki síst tóku íslending- ar afstöðu með cflugustu ríkjunum við Norður-Atlantshaf gegn evrópsku meginlandsveldi, sem var að sækjast eftir yfirráðum á hafínu. Sambandslagasáttmálinn gerði ráð fyrir ævarandi hlutleysi íslands. Eftir að lýðveldi var stofnað 17. júní 1944 og við lyktir síðari heimsstyijaldar- innar lifðu íslendingar enn í þeirri von, að óvopnað hlutleysi gæti áfram dugað þeim, sem hornsteinn utanríks- stefnunnar. Þetta reyndist tálvon og þegar ísland gerðist eitt af stofnríkj- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) í apríl 1949 var hlutleysisdraumurinn endanlega úr sögunni og þjóðin skip- aði sér með friðsömum vina- og ná- grannaríkjum. Þessi ákvörðun hefur reynst þjóðinni heilladijúg. Það varð síðan enn til þess að auka gildi aðild- arinnar að NATO, að í grundvelli hennar var gerður tvíhliða varnar- samningur við Bandaríkin árið 1951. Mikilvæg stefnumótun Um sama leyti og íslendingar voru að segja skilið við hlutleysisstefnuna á lokaárum fímmta áratugarins sam- þykkti Alþingi landgrunnslögin. Með þeim var lagður hornsteinn að fram- tíðarstefnu þjóðarinnar varðandi fis- kvernd og hagnýtingu fiskimiðanna við landið. Útfærslur landhelginnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1958, 50 míl- ur 1972 og200 mílur 1975 voru fram- kvæmdar á grundvelli þessara laga. Vegna löndunarbanns Breta á ís- lenskan fisk í fyrstu landhelgisdeil- unni tókust á árinu 1953 viðskipta- samningar við Sovétstjórnina. Lögðu þeir grundvöllinn að samskiptum Is- lands og Sovétríkjanna um áratuga- Björn Bjarnason „Staða íslands á alþjóða- vettvangi hefur breyst verulega vegna umbylt- ingarinnar, sem þar hef- ur orðið. Hugmynda- fræðin í alþjóðlegu sam- starfi er einnig að breyt- ast.“ skeið. Of lengi var þó haldið í úrelta viðskiptahætti með vísan til þessara samninga. Á sjöunda áratugnum var opnað fyrir erlent áhættufé í íslensku at- vinnulífí með samningnum við sviss- neska fyrirtækið Alusuisse um að það reisti álver í Straumsvík. Smíði álvers- ins var forsenda þess að gengið yrði til stórvirkjana á íslenskum fallvötn- um. 1970 gerðust íslendingar aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Þá hafði efnahagsstarfsemin í landinu þróast þannig, að tímabært þótti að taka upp nánara samstarf við aðrar þjóðir í verslun og viðskipt- um. Með EFTA-ríkjunum höfum við nú gerst aðilar að evrópska efnahags- svæðinu (EES). Þeir höfuðþættir íslenskra utanrík- ismála, sem hér hafa verið nefndir, ollu meiri sviptingum innanlands og út á við en aðrar mikilvægar ákvarð- anir um utanríkismál á undanförnum áratugum eins og þátttakan í sam- starfí Norðurlandanna, aðildin að Sameinuðu þjóðunum 1946, Evrópur- áðinu 1951 og Ráðstefnunni um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) 1975. Ný viðfangsefni Fram á árið 1991 má segja, að mótun og framkvæmd ísienskrar utanríkisstefnu hafí verið í föstum farvegi. Hún tók eðlilega mið af aðstæðum í heiminum en þar snerust mál einkum um austur-vestur öxulinn og spennuna á milli lýðræðisríkjanna og þeirra ríkja, sem . lutu einræðisstjórnum kommúnista. Við hrun Sovétríkjanna og hins kommún- íska valdakerfís í Evrópu urðu þátta- skil. Staða íslands á alþjóðavettvangi hefur breyst verulega vegna umbylt- ingarinnar, sem þar hefur orðið. Hugmyndafræðin í alþjóðlegu sam- starfí er einnig að breytast. Stór og smá ríki sjá sér meiri hag af því en áður að taka höndum sam- an á sem flestum sviðum. Þótt sér- hver þjóð og hvert einstakt byggðar- lag þurfi áfram að gæta sinna hags- muna, fjölgar þeim hættum, sem tal- ið er, að geti ógnað öllu lífi á jörð- unni. Alþjóðasamstarf tekur mið af þessu og þróast inn á ný svið. Kröfurnar sem gerðar eru til al- þjóðlegrar samhjálpar eru einnig meiri en áður. Ákvarðanir hafa verið teknar um að auka hlut Islands í frið- argæslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Knúið er á um að ísiendingar taki við fleiri flóttamönnum en nokkru sinni fyrr. Skuldbindingar, sem íslenska ríkið hefur undirgengist með aðild að al- þjóðlegum mannréttindasáttmálum, hafa öðlast nýtt vægi með málskoti til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nauðsynlegt er að huga gaumgæfí- lega að réttindum íslenskra ríkisborg- ara í ljósi þessara þjóðréttarlegu skyldna. Tryggja þarf íslenskum skipum rétt til úthafsveiða um leið og gætt er hagsmuna íslands sem strandríkis. Móta verður skynsamlega hvalveiði- stefnu án þess að stofna hagsmunum á fískmörkuðum í hættu. Auðvelda þarf íslenskum fyrirtækjum að heíja starfsemi erlendis. Verði ekki staðið vel að menntun, rannsóknum og vís- indastarfsemi stenst íslenska þjóðfé- lagið ekki þær kröfur, sem gerðar eru á hinum alþjóðlega starfsvettvangi mennta-, fræði- og vísindamanna. Hvað sem líður þessum nýju við- fangsefnum hefur ekki 'orðið nein gjörbreyting á því, að hveiju íslend- ingar þurfa helst að hyggja við gæslu hagsmuna sinna á alþjóðavettvangi. Að þessu verður nánar hugað í nokkr- um greinum hér í blaðinu á næstunni. Stórtjón á fjölmörgum húsum á Siglufirði eftir aftakaveður í gær og fyrradag Mbl/Rúnar Þór HÚS í grennd við Siglufjarðarkirkju sem eigendur þess, íslendingar búsettir í Bandaríkjunum, nýta sem sumarbústað, stórskemmdist og er jafnvel talið ónýtt eftir skemmdir af völdum veðursins. Björgunarmenn unnu að því í gær að Ioka húsinu og tryggja að það þyldi veður. Tjón á 31 húsi nem- ur tugum mílljóna TJÓN í norðaustan óveðrinu á Siglufirði í gær og fyrradag nemur tugum milljóna króna, að sögn Björns Valdimarsson- ar, bæjarstjóra Siglfirðinga. Alls sinntu 55 björgunarmenn í bænum útköllum vegna skemmda á 31 húsi, að sögn Sigurð- ar Stefánssonar formanns björgunarsveitarinnar Stráka. Þar af var um að ræða stórfelldar skemmdir á þökum fimm húsa og er óttast að tvö þeirra séu ónýt en stóran hluta tjóns- ins má rekja til rakaskemmda af völdum vatnsveðurs í þeim húsum þar sem vindur svipti af þökum eða braut rúður. Nokkur hluti tjónþolanna hafði ekki tryggingar. I öðrum tilvkum sem talin voru fauk þakjárn eða rúður brotnuðu en að auki voru björgunarmenn sífellt í því að hirða upp laus- lega hluti og brak og aftra því að það ylli skemmdum. um skemmdir og tjón. Milli þess sem björgunarmenn bundu niður það sem ella hefði fokið og byrgðu brotna glugga var tíma þeirra varið til þess að reyna að koma í veg fyrir frekara tjón vegna bleytu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur verið rætt um það á Siglufirði að kanna þurfi hvort unnt verði að bæta einhvern hluta tjónsins með viðlagatryggingu eða öðrum hætti en Björn Valdimarsson sagði að honum virtist sem lög stæðu ekki til þess að .það væri mögulegt. Eigandinn fékk tilboð í trygg- ingu á föstudag Otryggt hús Magnúsar Þórs Jónssonar stórskemmdist 1 veðrinu í fyrradag „ÉG TALAÐI við tryggingafulltrúann fyrir helgina og fékk hjá honum tilboð og ætlaði að ganga frá tryggingunni nú í vikunni. Þegar ég sá í morgun hvað það var orðið hvasst reyndi ég að hringja en það var ekki opnað fyrr en eftir hádegi svo ég ákvað að vera ekkert að hringja suður heldur bíða bara og sjá til. Maður átti ekki von á þessu,“ sagði Magnús Þór Jónsson á Siglufirði. í hádeginu í fyrradag stórskemmdist hús hans og fjölskyldu hans við Þormóðsgötu þegar hluti þaks fauk af því í norðaustan fárviðri og hefur það legið undir frekari skemmdum af völdum bleytu sem átt hefur greiða leið inn í hluta hússins í stórrign- ingum sem fylgt hafa veðrinu. Þegar þakið tók af var Magnús heima ásamt konu sinni og ungu barni en fjölskyldan er tiltölulega nýflutt inn í húsið eftir að hafa keypt það og ráðist í talsverðar endurbætur á því innanstokks. „Norðan- og norð- vestanvert þakið fauk af eins og það lagði sig,“ sagði Magnús. Hann sagði að fjölskyldan hefði verið niðri þegar hann heyrði að eitthvað var að fara af stað á háaloftinu en plata er milli hæðar og rissins. Magnús sagði að hleri upp á háaloft hefði slegist til í sífellu. „Upp um hlerann sá ég í ber- an himin og sá einangrunarflygsur fjúka um, svo að við klæddum barnið bara í yfirhafnir í skyndingu og flýtt- um okkur í næsta hús.“ Þakið hafði fokið a.m.k. 50 metra í loftlínu upp í hlíðina. Magnús sagði að hús hans hefði skemmst í fyrsta áhlaupinu og því hefði hann strax fengið allan þorra björgunarsveitar- manna á staðinn með efni og segl til þess að tjalda yfir og koma í veg fyrir að vatn kæmist inn. Það hefði þó ekki tekist og mikil bleyta hefði komist inn í eitt herbergi hússins og borist þaðan um húsið. Tjón Magnúsar og fjölskyldu hans er verulegt. Hann kvaðst telja að einn til tvo daga tæki aðeins að loka þak- inu og einangra að nýju en auk þess þyrfti að rífa upp teppi og pússa upp veggi vegna bleytu. Þrátt fyrir að Magnús hafí ekki verið búinn að ganga frá tryggingamálum nefndi hann að það væri lán í óláni að þetta áhlaup hefði skollið á í miðju sjó- mannaverkfalli. „Það gerir það að verkum að það eru margir í landi og því getur maður búist við því að fá góða hjálp,“ sagði Magnús Þór Jóns- son. Magnús Þór Jónsson og eiginkona hans, Arndís, í húsi sínu við Þor- móðsgötu í gær. Eftir að viðgerðum á þakinu lýkur bíður þeirra mik- il vinna við að pússa upp veggi, endurnýja gólfefni og fleira vegna vatns og raka sem valdið hefur Ijóni innanhúss. Almannavarnanefnd Siglufjarð- arbæjar kom saman til fundar síð- degis í gær og þar var farið yfir það tjón sem af veðrinu hafði hlot- ist og safnað saman upplýsingum Misstí aleigrma öðru sinni Tveir menn veðurtepptir í sextán tíma á Slórfelli Vaðbrekku, Jökuldal. TVEIR menn voru veðurtepptir í sextán klukkustundir á Slórfelli skammt frá Möðrud- al í gær og fyrradag. Voru þeir innilokaðir í húsi, sem þar er, hurðin opnast út og ekki viðlit að opna hana vegna veðurhamsins. Það var klukkan tíu á mánudagsmorgun sem Vilhjálmur Vernharðsson og Stefán Ólason lögðu af stað frá Möðrudal til að freista þess að gera við símaendurvarpa Pósts og síma á Slórfelli, en símasambandslaust hafði verið í Möðrudal í tæpan sólarhring. Ekki hafði verið hægt að komast til viðgerðar vegna veðurs. Það var svo seint á mánu- dag sem veðrinu slotaði svo hægt var að leggja á Slórfellið. Vilhjálmur og Stefán fóru á tveimur snjósleðum og gekk ferðin vel upp undir topp Slórfells en þá rak saman með snælduvitlausu veðri svo ekki var stætt og var auk þess mjög ísað á fjallinu og flug- hált. Sleðamir fuku til og frá undir þeim félögum og ekki var viðlit að snúa við því alófært var á móti veðrinu. Komu þeir því sleðunum í var við stóra vörðu sem skammt er frá húsinu, sem endur- varpinn er í, og skriðu þaðan með nokkrum erfið- leikum vegna veðurofsans. Fljótlega gekk að koma endurvarpanum í lag en þá var ekki hægt að komast út vegna veðurs. Að sögn Stefáns var veðurhæðin svo mikil að vart var hægt að opna hurðina þar sem hún opn- ast út. Þarna í húsinu létu þeir fyrirberast í sext- án tíma þar til klukkan eitt í gær, en þá hafði lægt svo mikið, að hægt var að komast út. Þeir gátu látið vita af sér heim í Möðrudal gegnum handtalstöð sem þeir voru með. Stefán sagði vistina hafa verið góða og að þeir hefðu getað rennt sér á kaffi upp úr eimuðu vatni en þarna er aðstaða til þess að hella upp á kaffi en ekki neyðarkostur að öðru leyti. Kvað Stefán þá hafa haft einna mestar áhyggjur af snjósleðun- um því veðurhæðin hafi verið svo mikil að þeir bjuggust alveg eins við að þeir hefðu fokið ofan af fjallinu. Létti þeim félögum því mikið er veðr- inu slotaði og þeir fundu sleðana á sínum stað undir vörðunni. Þá var haldið heim í Möðrudal þó enn væri varla stætt. - Sig. Að. Þakið á húsi Ingibjargar Steinars- dóttur og Þorgríms Guðnasonar fauk um 400 metra í hvassviðrinu „ÉG VAR í stofunni á efri hæðinni en maðurinn var niðri þegar það kom skyndilega snörp hviða og þakið fór af fauk burt með einangruninni. Ég hrópaði á manninn minn og það er óhætt að segja að þetta liafi fengið svo á mig að ég hafi orðið næstum því frávita," sagði Ingibjörg Steinarsdóttir en hús hennar og eiginmanns hennar, Þorgríms Guðnason- ar, stórskemmdist og er jafnvel talið ónýtt eftir að þak fauk af því og sveif yfir hús 4-500 metra leið áður en það skall til jarðar. Hluti braks- ins lenti við gaflinn á stórskemmdu húsi Magnúsar Þórs Jónssonar og fjölskyldu sem þak hafði fokið af fyrr um daginn. „Björgunarmennirnir komu skömmu síðar og vildu að við færum burt en ég var ekki á því í fyrstu og sagði: Þetta eru mínar eigur. Ég hef nefnilega áður lent í því að missa allt mitt,“ sagði Ingibjörg og sagðist hafa misst aleigu sína í bruna á Isafirði fyrir 12-13 árum. Björgunarsveitarmenn björguðu innbúi hjónanna úr húsinu í gær en að mati þeirra er húsið, sem stendur við Eyrargötu 18 og er á tveimur hæðum, algjörlega ónýtt eftir. Þorgrímur og Ingibjörg keyptu húsið í maí í vor og hafa síðan unnið mikið við það að standsetja það að sögn Ingibjargar. Þau dveljast nú á heimili kunningjafólks en í gær var óráðið hvort ráðist yrði í viðgerðir á húsinu eða endurbyggingu eða hvern- ig yrði brugðist við tjóninu. Ingibjörg sagði þó ljóst að þeirra tryggingar hefðu verið í lagi ólíkt því sem var þegar aleiga hennar brann á Isafirði fyrir um 13 árum. Ingibjörg Steinarsdóttir. Morgunbladið/Rúnar Þór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.