Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Af misheppnuðu ástarlífi stóðhests
Stöðugt færist í vöxt, að hryssum sé haldið á húsi, en þá er mikil-
vægt að eigandi hryssunnar fylgist með gangferli hryssunnar.
^^Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamannakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun.
Vaskhugi hf. Sími 682 680
ÖRYGGIS OG
GÆSLUKERFI
FRÁ ELBEX
SPARIÐ TÍMA FÉ
OG FYRIRHÖFN
og skapið öruggari
vinnu og rekstur með
ELBEX sjónvarpskerfi.
Svart hvítt eða í lit,
úti og inni kerfi.
Engin lausn er of
flókin fyrir ELBEX.
Kynnið ykkur möguieikana.
Einar Farestveit & co hf.
Borgartúni 28, sími 91-622900
Hestar
Valdimar Kristinsson
I síðasta þætti var fjallað um
tískusveiflur í hrossaræktinni sem
veldur hrossaræktarsamböndum
og öðrum stóðhestaeigendum oft
erfiðleikum í kaupum og sölum á
kynbótagripum. En það er ýmis-
legt annað sem vert er að huga
að þegar fjallað er um hrossarækt
í víðu samhengi. Til dæmis má
leiða hugann að því hvort ekki sé
tímabært að semja vinnureglur
sem segja til um hvernig skuli
standa að málum þegar hryssur
fyljast ekki hjá stóðhestum.
í seinni tíð hefur borið nokkuð á
því að ýmsir stóðhestar hafi skilað
fáum folöldum og margir hryssu-
eigendur setið eftir með sárt ennið,
greitt folatollinn en ekkert fengið
í staðinn. Eru dæmi um að fyljunar-
prósenta einstakra stóðhesta hafi
farið allt niður í tíu prósent sem
er að sjálfsögðu með öllu óviðun-
andi. Hafa ýmsir hestar verið út-
hrópaðir vegna þessa. Nú hefur
komið í ljós að gæði sæðisins í hest-
unum eru mjög mismunandi' frá
einum tíma til annars, en svo virð-
ist að oftast sé um tímabundið
ástand að ræða hjá hveijum hesti.
Vaknað hafa upp spurningar hvort
ekki sé eðlileg krafa að könnuð séu
gæði sæðis hjá vinsælum og dýrum
stóðhestum í upphafi hvers tíma-
bils. Vissulega væri best að vita um
ástandið í upphafi hvers gangmáls,
en á því eru annmarkar sem útiloka
það. Þegar fyljunarprósenta er talin
léleg hjá einstökum hestum koma
fram kröfur hryssueigenda um að
fá að leiða hryssur sínar á nýjan
leik undir viðkomandi hest að ári
eða endurgreiðslu tollsins. En ekki
er öll sagan sögð því fyljunarpró-
senta hefur yfirleitt verið reiknuð
út frá fæddum folöldum að ári liðnu
sem er engan veginn rökrétt. Sam-
kvæmt erlendum rannsóknum láta
frá 15 og upp í 30% hryssanna fóstri
og þar á stóðhesturinn að sjáifsögðu
enga sök að máli. Þá er það alltaf
spurning, hvort hryssur sem ekki
fyljast hafi verið í lagi þegar þær
fóru til stóðhests. Af þessu má sjá
að stóðhestarnir eru ekki einu söku-
dólgamir þegar færri folöld fæðast
en búist hafði verið við.
Góð meðferð mikilvæg
Heilbrigði og hreysti stóðhest-
anna skiptir verulega miklu máli
og að sjálfsögðu er það skylda hvers
eiganda að hugsa sem best um sinn
eðla grip. Meðferð stóðhesta hefur
reyndar verið kapítuli út af fyrir
sig á liðnum árum. Hefur hún oft
og tíðum verið með þeim ósköpum
að undrun og hneykslun sætir. Eru
til margar ljótar sögur um slæma
meðferð þeirra eftir að hlutverki
þeirra lýkur síðsumars. Hafa sumir
þeirra hreinlega gleymst í skjól- og
graslitlum girðingum og jafnvel leg-
ið við horfelli þegar þeir hafa loks-
ins verið teknir úr girðingunum
síðla hausts eða í byijun vetrar.
Þarna hafa átt hlut að máli verð-
mætir gripir, jafnvel stóðhestar með
1. verðlaun fyrir afkvæmi. Vonandi
er að meðferð í þessum dúr heyri
fortíðinni til. Mikilvægt er að stóð-
hestarnir séu skynsamlega fóðraðir
og hryssufjöldi sé jafnvel ákveðinn
í samráði við dýralækni. Það er
tvímælalaust réttmæt krafa hryssu-
eigenda að nýting hestanna sé inn-
an skynsemismarka. Þá er mikið
atriði að forða hestunum frá streitu
því hún kemur niður á afkastagetu
þeirra. Til gamans má geta stóð-
hestsins Svips frá Akureyri sem var
í eigu Haralds Þórarinssonar skóla-
stjóra á Laugalandi, en meðferð
hans og umönnun á hestinum var
til mikillar fyrirmyndar. Haraldi var
að sögn svo annt um hest sinn að
þegar hann var Ieigður til fjarlæg-
ari staða fylgdi hann hestinum og
fylgdist grannt með framgangi
mála. Skráði hann hjá sér fyljunar-
daga og ef svo færi að hesturinn
vildi ekki einstakar hryssur var að
sjálfsögðu ekki greiddur folatollur.
Breytt viðhorf með nýrri tækni
Með tilkomu sónartækninnar
hafa möguleikar og viðhorfin í þess-
um rnálum breyst verulega. Telja
má eðlilegt allra hluta vegna að
SKÓVERSLUN, BORGARKRINGLUNNI, SÍMI 677267
Tími hinna þurru
hófa genginn í garð
NÚ hafa flestir hestamenn tekið
hross sín á hús, búið að járna,
hrossin búin að jafna sig á fóður-
breytingum og útreiðar hafnar af
fullum krafti. En nú gengur einn-
ig í garð sá tími sem fer að bera
á ofþornun í framhófum sem getur
haft afdrifaríkar afleiðingar sé
ekkert að gert.
Þeir sem járna hrossin verða
varir við þennan ofþurrk en í mörg-
um tilvikum gera hestamenn sér
ekki grein fyrir vandamálinu fyrr
en í óefni er komið. Þegar hrossin
eru járnuð standa þau um átta til
tíu millimetrum hærra en fyrir
járningu og eru því ekki í eins
náinni snertingu við rakann í bás-
unum. Þá fá hross sem höfð eru á
básum afar litla hreyfingu sem
þýðir að blóðstreymi minnkar til
hófsins og þar með eykst hætta á
ofþornun. Til að gera sér grein
fyrir réttu eða röngu rakastigi
hófsins er gott að lyfta fótum öðru
hveiju og athuga málið. Sé hóf-
tungan mjúk og fjaðrandi eins og
gúmmí er allt í góðu lagi en sé
hún hörð er ofþornun komin af
stað og því harðari sem hún er því
meiri hætta á að hófurinn springi
að aftanverðu. Sér i lagi á þetta
við þegar þurrkviðrasamt er og
hart undir fót eins og nú er á
Suður- og Vesturlandi og ef til
vill víðar. Mikii hætta á hófsprung-
um getur skapast undir þessum
kringumstæðum, sér í lagi ef hratt
er riðið. Mikii hreyfing er í aftan-
verðum hófnum og því getur reynst
erfitt að fá sprungur þar til að
gróa og dæmi eru til um að orðið
hafi að fella hesta sem hafa orðið
fyrir slíku. Þegar kemur að því að
járna þessa þurru hófa lenda menn
oft í vandræðum, bæði hófhnífar
og hófjárn bíta illa á hófana og
jafnvel getur reynst erfitt að klippa
þá með hófklippum. Eggin á þess-
um tólum slævist fljótt og tálgun
eða klipping verður oft með öðrum
og verri hætti en menn hafa ætlað
sér.
En hvað er til ráða? kann ein-
hver að spyija. í Eiðfaxa fyrir um
ári var bent á gott ráð til að mýkja
harðan hóf á stuttum tíma þar sem
segir að til þurfi svamp og plast-
brúsa eða fötu. Klippt sé spöng
út úr plastflöskunni eða fötunni
þannig að hún nái undir brúnir
skeifunnar að innanverðu, svamp-
urinn er gegnvættur og settur á
hófbotninn og spöngin spengd und-
ir skeifnabrúnirnar þannig að hann
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
Námskeið í ættfræði hefjast í næstu viku (5-7 vikna
grunnnámskeið). Kennsla, þjálfun og leiðsögn í ætt-
arleit og uppsetningu á ættarskrám, með rannsókn-
araðstöðu í heimildasafni um þorra íslendinga fyrr
og nú. Einnig helgarnámskeið úti á landi. Eldri nem-
endur geta fengið einstök rannsóknarkvöld á vægu
verði og notað sér stóraukið heimildasafn. Uppl. í
s. 27100 og 22275. Ættfræðiþjónustan tekur að sér
að semja ættartölur o.fl. rannsóknarverkefni.
VISA*
JEttfræðlDifinustan, sími 27100.