Morgunblaðið - 12.01.1994, Page 52

Morgunblaðið - 12.01.1994, Page 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Bj örgunar beðið í V öðlavík SKIPVERJARNIR sex af Goðanum sem fórst í Vöðlavík í fyrradag biðu í rúmar níu klukkustundir eftir björgun. Vegna óveðurs var ekki hægt að bjargajæim af sjó eða landi og björgun með þyrlu eina vonin. Omar Sigtryggs- son, einn skipveijanna, segir að þeir hafi áttað sig á aðstæð- um og allt eins átt von á að þyrlur kæmust ekki á stað- inn. Því hafi léttirinn verið mikill þegar björgunarmenn í fjörunni gáfu þeim merki um að þyrla væri á leiðinni með því að líkja eftir þyrluspöðum með handleggjunum. Myndirnar voru teknar í Vöðlavík í fyrradag. Myndin til vinstri var tekin um klukkan 15 þegar fyrri björgunarþyrla varnarliðsins var komin yfir slysstað og björgunarmenn að undirbúa sig niður í skipið við erfiðar aðstæður. Tveir menn úr þyrlunni voru látnir síga niður og fjórir sk.ipbrotsmenn voru hífðir upp í þyrluna. Síðan kom seinni þyrlan og tók þá tvo sem eftir voru og þegar fyrri þyrlan hafði skilað mönnunum í fjöruna náði hún í varnarliðsmennina tvo um borð í Goðann. Björgunin sjálf tók 40 mínútur, lauk klukkan 15.40. Þá voru liðnar rúmar níu klukkustundir frá slysinu. Á myndinni til hægri má greina skipbrotsmennirnir á brúar- þakinu en þar náðu þeir að binda sig við reykháfinn og fleiri fasta hluti. Vistin á brúarþakinu var erfið, því brimskaflarn- ir gengu stöðugt yfir þá. Eftir slysið komust þeir í flotgalla og segir Ómar að þeir hafi bjargað miklu. Hann væri þó ekki fyllilega ánægður með gallana því líkaminn hafi ekki náð að hita upp vatnið í þeim og þeir því verið blautir og kaldir allan tímann sem þeir biðu björgunar. Jöfnunargjöld og -tollar til hjálpar skipasmíðaiðnaði Aðgerðir komi til framkvæmda strax TILLÖGUR nefndar á vegum iðnaðarráðuneytisins til þess að rétta við samkeppnisaðstöðu skipasmíðaiðnaðarins voru kynntar í gær og er lagt til að teknar verði upp niðurgreiðslur sem nema 13%. Einnig mun Sighvatur Björgvinsson, iðnaðarráðherra, leggja til við ríkisstjórnina að lagðir verði jöfnunartollar á nýsmíði. Er þetta gert til að jafna út áhrif ríkisstyrkja sem tíðkast í helstu samkeppnislöndum íslands, segir í skýrslunni. Framkvæmdastjóri Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, leggur áherslu á að þessar aðgerðir komi strax til framkvæmda. Sighvatur segir að aðgerðirnar nái ekki að bjarga öllum þeim fyr- irtækjum sem standa illa. „Þetta eru almennar aðgerðir til að jafna samkeppnisstöðu greinarinnar," segir hann. Býst hann við að að- gerðirnar kosti stjórnvöld um 30-40 milljónir króna. Framkvæmdir strax Viðræður sjómanna og útgerðarmanna Fundi slitið og nýr ekki boðaður „ÞAÐ tókst ekki að leiða málið til lykta eftir þeim farvegi sem lagður var á sameiginlegum fundi deiluaðila með sjávarútvegsráð- herra á laugardag og nýr fundur hefur ekki verið boðaður," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, í samtali við Morgun- blaðið skömmu eftir miðnætti, þegar hann hafði slitið fundi sínum með fulltrúum sjómanna og útvegsmanna. Guðlaugur sagði að deiluaðilar hefðu lagt fram tillögur á víxl. Undir miðnætti hefðu sjómenn lagt fram tillögu, en viðbrögð út- vegsmanna hefðu staðfest grund- vallarágreining deiluaðila. Hann kvaðst ekki geta upplýst einstök efnisatriði þessara tillagna, sem lutu að uppgjöri við sjómenn. „Það var ekkert annað að gera en slíta fundinum og nýr hefur ekki verið boðaður,“ sagði ríkissáttasemjari. „Þessar aðgerðir verða að koma til framkvæmda strax og hefðu átt að koma fyrr,“ segir Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri Málms. „Næsta skref er að endur- skipuleggja greinina." Örn Frið- riksson, varaformaður Samiðnar, Sambands iðnfélaga, efast um að þessar aðgerðir dugi til, það hefði átt að stíga stærra skref en að binda niðurgreiðslurnar við 13% sem er upphæð ríkisstyrkja í Nor- egi til skipasmíðaiðnaðarins. Guðfinnur G. Johnsen, fulltrúi Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) í nefndinni, tók ekki afstöðu til jöfnunaraðstoðarinnar sem mælt er með í skýrslunni, en sagði í samtali að útgerðarmenn væru almennt á móti ríkisstyrkj- um. Sjá bls. 21: „Ríkisstyrkir erlendis...“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Við björgnnarstörf BJÖRGUNARMENN unnu .við að loka þaki hússins við Þormóðs- götu en þar urðu auk foktjónsins skemmdir af völdum bleytu. Tugmilljóna Ijón og2-3hús ónýt FIMM hús á Siglufirði eru stórskemmd og 2-3 jafnvel talin ónýt eftir að þak fauk af þeim í aftakaveðri sem geisað hefur bæði í gær og í fyrradag á Siglufirði. Að sögn Björns Valdimarssonar bæjarsljóra er Ijóst að tjón nemur tugum milljóna og einhverjir þeirra 31 húseiganda sem orðið hefur fyrir teljandi tjóni hafði ekki tryggingar sem bæta skaðann. Um 55 menn úr björgunarsveit- inni Strákum, lögreglu og vinnu- flokkum bæjarins hafa átt annríkt við að hefta fok, negla niður þak- plötur, negla fyrir brotna glugga og aftra því að bleyta skemmi enn frekar. Þak fauk í heilu lagi 4-500 m leið af húsi Þorgríms Guðnasonar og Ingibjargar Steinarsdóttur við Eyrargötu 18 og er húsið talið stór- skemmt eða jaínvel ónýtt að sögn Ingibjargar, sem missti stóran hluta eigna sinna í annað sinn því hún missti allt sitt í bruna á ísafirði fyrir 12-13 árum. Hús við Þormóðsgötu sem Magnús Þór Jónsson og fjölskylda keyptu fyrir nokkrum mánuðum og hafa endurbætt liggur undir skemmdum eftir að stór hluti þaks- ins fauk af. Hús Magnúsar var ekki vátryggt en í síðustu viku fékk hann tilboð í tryggingu sem bætt hefði tjónið en hann hafði ekki gengið frá viðskiptunum. Sjá einnig miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.