Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 16. JÁNÚAR 1994 eftir Agnesi Bragadóttur Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa komið fram raddir innan stjórnarflokk- anna um kosningar í haust í stað vors 1995, þegar reglulegar alþingiskosn- ingar eiga að fara fram. Þessar hugmyndir hafa ekki síst komið fram inn- an Sjálfstæðisflokksins. Menn segja sem svo að stjórnarflokkarnir eigi að hagnýta sér þann byr, sem þeir hafa um þessar mundir, einkum Sjálfstæðis- flokkurinn. Sjálfstæðismenn telja að nái þeir viðunandi árangri í sveitar- stjórnakosningunum í vor, komi til greina að fylgja þeim árangri eftir með haustkosningum. Þeir sem best þekkja til í ríkisfjármálum telja nauðsyn- legt að ný ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda komi að erfiðri fjárlaga- gerð fyrir árið 1995. Frá sjónarhóli alþýðuflokksmanna getur verið skynsam- legt að nýta þann meðbyr sem ríkisstjórnin hefur fundið fyrir í kjölfar raunvaxtalækkunar, í þeirri von að þeim verði í kosningum launaður árang- ur í ríkisstjórnarsamstarfinu í vaxtamálum, EES-samningum, GATT-samn- ingnum, utanríkismálum, hjöðnun verðbólgu og stöðugleika, þótt umdeildar embættisveitingar þeirra og fleira hafi að undanförnu gert það að verkum, að samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi Alþýðuflokksins afar takmarkað. Þess vegna er ekki óhugsandi að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, snui sér til þjóðar- innar og biðji um áframhaldandi umboð strax í haust. Þetta er að sjálfsögðu háð því, að sá stöðugleiki sem skapast hefur í þjóðfélaginu verði viðvarandi, verðbólga verði nálægt núll- inu, vextir lækki áfram, og atvinnuástand versni eklíi til muna frá því sem nú er. Komi stjómarflokkarnir þokkaiega út úr sveitar- stjómakosningunum í vor, má jafnvel segja, að borðleggjandi sé fyrir stjórnvöld að boða til kosninga þegar í haust. Viss þreytumerki á sljórnarsamstarfinu Þreytumerki sjást nú þegar á ríkisstjómar- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þótt stjómin sé ekki nema rétt liðlega tveggja og hálfs árs. Pirringur stjómarliða hvers í ann- ars garð er áberandi og hefur komið fram æ ofan í æ í skeytasendingum þeim sem pólitíkus- ar hafa sent hver öðrum, einatt af litlu sem engu tilefni. Skeytin eru jafnan send eftir skil- virkustu boðleiðinni „via“ fjölmiðla og á hvers manns vömm em innan skamms fleyg orð þessa eða hins ráðamannsins, sem um leið vekja upp deilur og átök innan ríkisstjómarinnar. Þrátt fyrir vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur meðal almennings, gerast samráðherrar henn- ar í báðum stjómarflokkum mjög þreyttir á að reyna að hafa uppi samstarf við hana. Þessi uppsafnaða þreyta og pirringur kemur einkum fram, þegar samvinna við félagsmálaráðherr- ann þarf að vera mikil, eins og við undirbún- ing og gerð fjárlaga. Lýsa þeir samstarfmu á þann veg, að það sé orðinn sjálfstæður og slít- andi atvinnuvegur að undirbúa fjárlagagerð með félagsmálaráðherranum. Flestum hrýs hugur við gerð nýrra fjárlaga fyrir árið 1995, í samstarfi við Jóhönnu, verði horfur næsta árs í efnahagsmálum þjóðarinnar ekki til muna bjartari en útlit er fyrir. Prímadonna eða hvíslari Hlutverk foringja þessa ríkisstjómarsam- starfs, forsætisráðherrans, Davíðs Oddssonar, hefur, oftar en ekki, undanfarin misseri, virst vera hlutverk ríkisstjómarsáttasemjara en ekki ríkisstjómarleiðtoga. Slíkt hlýtur að vera leiði- gjarnt fyrir mann sem kom inn í landsmálapóli- tíkina fyrir tæplega þremur árum, eftir farsæl- an borgarstjóraferil, með það helst sér til tekna, að hann var talinn hugmyndaríkur, djarfur, ftjór, húmorískur og stjórnsamur verkstjóri. Fyrir slíkan mann, sem bæði vill og kann Urgurí sjálfstæöismönnum vegna samstarfs Alþýðuf lokks við minnihlutann í borgarstjórn. að stjórna og skylmast, hlýtur það að verða hvimleitt að hafa það að aðalhlutverki, að bera klæði á vopnin. Á leikhúsmáli héti þetta senni- lega, að hafa verið ráðinn í hlutverk príma- donnunnar, en enda í hlutverki hvíslarans. Skiptar skoðanir í báðum stjórnarflokkum Ekki verður sagt að afstaða innan stjórnar- flokkanna til haustkosninga sér hrein og klár. Nær lagi væri að segja, að í báðum flokkum séu menn farnir að velta fyrir sér möguleikan- um á haustkosningum af nokkurri alvöru, en í herbúðum beggja gæti samt sem áður bæði efasemda og andstöðu við slíkar fyrirætlanir. Stjórnarfiokkamir gera sér grein fyrir því að horfur í ríkisfjármálum fyrir næsta ár, 1995, geta verið slæmar, og telja margir stjórnarlið- ar vonlítið að hægt verði að beija saman fjár- lagafrumvarp þess árs, nema að undangengn- um kosningum. Áhrifa aflasamdráttar, atvinnuleysis og kreppu fari fyrst að gæta til muna þegar líða tekur á þetta ár. Því hugsa ýmsir sem svo, að rétt sé að tryggja áframhaldandi stjórna- rumboð áður en ráðist verður í gerð fjárlaga, jafnframt því sem kjarasamningar verða enn í gildi, ef haustkosningar verða ofan á. Það verði því áhyggjuefni nýrrar ríkisstjórnar, og aðila vinnumarkaðarins, að trvggja kjarasamn- inga á skynsamlegum nótum, upp úr næstu áramótum, og þá þurfí menn ekki að óttast að skynsemisglórunni í kjarasamningum verði fórnað á altari kosningabaráttunnar. Allt er þetta háð útkomu stjórnarflokkanna, ekki síst Sjálfstæðisflokksins, í sveitarstjónia- kosningunum í vor. Auðvitað hefur skapast mun meiri óvissa um það hvort Sjálfstæðis- Stirðleikar í samstarfi? ODDVITAR ríkisstjórnarinnar, þeir Davið Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, eru taldir hafa minna samráð og samvinnu nú en framan af kjörtimabilinu. Ekki varð sú ákvörðun Alþýðuflokksins að bjóða fram með minnilhutanum í Reykjavík, fyrir borgarstjórnarkosningar til þess að bæta andrúms- loftið. Kratar líta þannig á, að forsætisráðherra hafi verið að benda þeim á, með tákn- rænum hætti, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fleiri samstarfskosta völ, þegar hann ráðg- aðist við Halldór Ásgrímsson um sjómannaverkfallið. flokkurinn heldur meirihluta sínum hér í borg- inni, eftir að minnihlutaflokkamir náðu sarnan um sameiginlegan lista og borgarstjórakandí- dat. Líkur þess að Davíð Oddsson ákveði að notfæra sér þingrofsheimildina, sem hann einn hefur, samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna, hljóta að teljast mun meiri ef Sjálfstæðisflokk- urinn heldur meirihluta sínum í Reykjavík. Árið í ár verður samdráttarár Það sem á hinn bóginn mælir gegn haust- kosningum, er að þetta ár verður þrátt fyrir allt samdráttarár. Það skýrist ekki fyrr en með haustinu hvort þorskveiðikvóti næsta fisk- veiðiárs verður aukinn frá því sem nú er. Ger- ist það verða horfumar fyrir árið 1995 bjart- ari en almennt er reiknað með. Sömuleiðis geta auknar veiðar í Smugunni, aukin veiði í utankvótategundum, hækkandi fiskverð og batinn af EES-viðskiptakjörum gert það að verkum að aukin ástæða verði til bjartsýni. Engu að síður verður hér um ávinning að ræða, sem skilar sér ekki fyrr í bættri afkomu þjóðarbúsins en með næsta hausti og fram á árið 1995. Verði um slíkan bata að ræða verð- ur hann ekki orðinn áþreifanlegur fyrir þjóðina i haust. Því má að þessu leyti segja að skynsam- legra væri fyrir stjórnarflokkana að bíða til vorsins 1995, í þeirri von að uppsveiflan hæf- ist þegar næsta haust og væri orðin að áþreif- anlegum veraleika þegar kosningabaráttan hæfíst upp úr næstu áramótum. Verði efnahagsleg uppsveifla frá næsta hausti að veraleika gæfi hún væntanlega svig- rúm til þess að gera upp úr næstu áramótum kjarasamninga sem skiluðu launþegum raun- verulegri kjarabót, sem hafa árum saman þurft að herða sultarólina og stöðugt að fínna ný göt, innar á ólinni. Gefist kostur á slíkum kjara- samningum, sem raunverulega byggist á bætt- um efnahag og auknum hagvexti, þá væri slíkt dýrmætasta veganestið sem stjómarflokkarnir gætu lagt upp með í kosningabaráttu fyrir vorkosningar 1995. Umræðan hefur á margan hátt farið illa með krata í þessu stjómarsamstarfí. Ákveðnar embættisfærslur þeirra, sem skipta þegar á heildina er litið ekki svo ýkja miklu máli, hafa í raun og vera vakið mun meira umtal meðal almennings, en raunveralegir sigrar þeirra í pólitík, til dæmis, að því er varðar EES-samn- inga, GATT-samning, vaxtalækkun, sparnað í heilbrigðiskerfmu og nú síðast samninginn við Bandaríkjamenn um skipan varnarmála hér til næstu tveggja ára, sem var jú allan tímann undir forræði og á ábyrgð Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra. Innan Sjálfstæðisflokksins heyrast þau sjón- armið að með áframhaldandi háttalagi sínu geri kratar ekkert annað en reka Sjálfstæðis- flokkinn í faðm Framsóknar. Margir sjálfstæð- ismenn reiddust upphlaupum krata vegna land- búnaðarmála og andstöðu við þegar gerða kjarasamninga og í samtölum við- sjálfstæðis- menn nú í vikunni hefur afstaða krata í þeim málum iðulega fengið einkunnina „óskaplega heimskuleg!“ úr munni sjálfstæðismanna. Jafnvel rætt um vorkosningar Enn er ónefndur sá möguleiki á þingkosning- um, sem er nýjastur af nálinni í dægurumræð- unni, en það eru þingkosningar þegar í apríl í vor. Sá möguleiki var reifaður nú í fyrsta sinn, fyrir minna en viku, þegar ljóst varð að minnihlutinn í Reykjavík myndi að öllum líkind- um ná saman um framboðslista, með Ingi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.