Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994
eftir Guðna Einarsson
STOFNUN Hf. Eimskipafélags íslands
hinn 17. janúar 1914 var stórt skref í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga. Þjóðin hafði
kynnst því af biturri reynslu um margar
aídir hve afdrifaríkt það var að hafa ekki
stjórn á samgöngum til landsins. Eim-
skipafélagið var óskabarn á örlagatímum
og stofnun félagsins varð þjóðinni hvatn-
ing á leið til sjálfstæðis. Á 80 ára afmæli
félagsins líta forystumenn Eimskips um
öxl en ekki síður fram á veg því þangað
liggur leiðin - á vit framtíðarinnar.
Hörður Sigurgestsson var ráðinn forstjóri
Eimskips 1979 og er sá íjórði sem gegn-
ir því starfí. I áranna rás hefur félagið lagað
sig að síbreytilegum tímum en ekki er ofsagt
að í stjórnartíð Harðar hafí breytingamar í
rekstrinum jaðrað við byltingu. Breytingarnar
má meðal annars rekja til örrar tækniþróunar
og nýrrar stefnumótunar.
„Ef einhver hefði spurt fyrir 15 eða 20 árum
hvers konar fyrirtæki Eimskip væri, þá hefði
gjaman verið svarað að það væri skipafélag,"
segir Hörður Sigurgestsson forstjóri. „Ef við
erum spurðir í dag þá lítum við svo á að Eim-
skip annist flutningaþjónustu. Þessi breyting
hefur gerst í áföngum á löngum tíma.“ Flutn-
ingaþjónustan felst í því að nú nálgast félagið
vömna eins nálægt framleiðanda og hægt er
og skilar henni eins langt til neytandans og
kostur er. Flutningakeðjan hefur Iengst og
hiekkjunum íjölgað. Áður sá félagið aðeins
um þann lið sem laut að sjóflutningum en í
dag annast það sem mest af ferðalagi vamings-
ins, jafnt á sjó og landi.
Gámarnir ollu byltingu
Þegar Hörður settist í forstjórastólinn var
flutningum félagsins öðru vísi háttað en nú.
Frystiskipin fóra fullhlaðin frá landinu og
komu hálftóm heim meðan stykkjavöraskip
vora vel lestuð til landsins en illa nýtt á útleið.
Með tilkomu flutningagáma batnaði nýting
skipanna til mikilla muna. Gámavæðing Eim-
skips hófst á 8. áratugnum og lauk snemma
á þeim 9., öll tækni í landi var löguð að ein-
ingaflutningum, eins og gámamir era kallað-
ir. Með gámavæðingunni hefur náðst miklu
meira jafnvægi í áætlanasiglingunum milli
íslands og útlanda og þakkar Hörður gáma-
væðingunni að veralegu leyti aukna hag-
kvæmni í rekstri félagsins á undanfömum
áram. „Fyrir áratug var nær allur frystur físk-
ur fluttur með frystiskipum en nú fer fískur-
inn að mestu í gámum. Stærsti hluti saltfísks-
ins var fluttur í stóram förmum með stórflutn-
ingaskipum, en nú fara um 80% af saltfískin-
um í gámurn."
Lagst i viking
í upphafi þessa áratugar var tekin sú veiga-
mikla ákvörðun hjá félaginu að stækka það
svæði sem litið var á sem heimamarkað í stað
þess að leggja eingöngu áherslu á ísland.
„Við ákváðum að áherslan væri á flutninga
innan Norður-Atlantshafssvæðisins," segir
Hörður. Þetta merkir ekki að félagið ætli í
beinar áætlunarsiglingar yfir hafið milli
Bandaríkjanna og Evrópu, heldur milli þeirra
hafna innan svæðisins þar sem félagið nær
fótfestu.
Kringum íslandssiglingarnar byggðist upp
viðamikið þjónustukerfi, þekking og reynsla.
Þessa innri uppbyggingu mátti nýta betur
og hefur það tekist með því að afla félaginu
viðbótarviðskipta erlendis. Á 9. áratugnum
hóf félagið að opna skrifstofur í öðrum lönd-
um og er starfsemi Eimskips og dótturfélaga
þess nú á 12 stöðum í átta löndum. Hörður
segir að síðastliðin þijú ár hafi verið lögð
áhersla á að auka starfsemi félagsins erlend-
is. Nú eru um 14% af veltunni tekjur af starf-
semi í öðrum löndum, það er rekstri sem
ekki tengist beinlinis flutningunum til og frá
íslandi. I fyrra nam þessi upphæð um 100
milljónum króna á mánuði. Hann segir jafn-
framt að vöxtur félagsins, umfram það sem
gerist í samræmi við hagvöxt innanlands,
hljóti að verulegu leyti að koma að utan í
framtíðinni. „Við verðum að sækja viðbótar-
vöxtinn til útlanda."
Betri nýting á þjónustukerfi félagsins hef-
ur gert Islandsflutningana hagkvæmari og
kemur því bæði félaginu og viðskiptavinum
hér heima og erlendis til góða. Hörður nefn-
ir til skýringar þjónustuna við Nýfundnaland.
„Við erum að sigla á þessu svæði hvort sem
er og það er tiltölulega lítill kostnaðarauki
fyrir okkur að bæta þessu við. Eimskip er
með um 70% af útflutningi Nýfundnalands
til Evrópu. Þetta er 600 þúsund manna land,
þeir eru í fiski eins og við og stríða við vanda-
mál sem við þekkjum. Með þjónustunni við
Nýfundaland nýtum við betur siglingarnar
milli íslands og Bandaríkjanna.“
Er óskabarnió ofvaxió?
Þegar Eimskipafélagið var stofnað fyrir
80 árum var það kallað óskabarn og hefur
haldið því gælunafni í gegnum tíðina, að
minnsta kosti á góðum stundum. Sú gagn-
rýni hefur heyrst að óskabarnið sé orðið full
frekt til fjörsins í íslensku viðskiptalífí og
þá vísað til tengsla Eimskips við önnur fyrir-
tæki. Hvernig bregst forstjórinn við slíkri
gagnrýni?
„Eimskip er eitt fárra fyrirtækja sem hef-
ur lifað frá þessum tíma þegar það var stofn-
að og er eitt hið elsta á íslandi. Fyrirtækið
hefur vaxið og dafnað, það hefur slagkraft
og hefur verið þátttakandi og gerst eignarað-
ilí í öðrum atvinnurekstri. Við teljum það
eðlilegt að fyrirtæki sem hefur bolmagn til
sé með í öðrum atvinnurekstri, hvort sem
hann er gróinn eða nýr.“
Hörður segir það ákvörðun stjórnar Eim-
skips á hverjum tíma hvort félagið fjárfestir
í öðrum rekstri. „Við höfum fjárfest í öðrum
félögum vegna þess að við teljum það hag-
kvæmt og skynsamlegt að hafa ekki öll egg-
in í einni körfu. Við höfum lagt áherslu á
það að vera ekki að keppa við okkar viðskipta-
vini. Við sjáum þetta sem fjárfestingarkosti
og þátttaka Eimskips í öðrum fyrirtækjum
skapar stundum festu. Svo sjáum við þetta
í öðrum tilvikum sem hlutdeild í að þróa
nýja hluti. Dæmi um það frá síðustu árum
er þátttaka í fyrirtækjum á borð við Marel
og DNG. Við höfum líka verið þátttakendur
í ýmsu sem ekki hefur tekist."
Samkeppni ó bóóa bóga
Miklar sviptingar hafa verið í farskipaút-
gerð íslendinga undanfarin ár. Nú er svo
komið að helsti keppinautur Eimskipafélags-
ins, Samskip, er kominn í eigu og umsjá við-
skiptabanka félagsins. Hvemig er að búa við
samkeppni af þessu tagi?
„Mér finnst það mjög óeðlilegt til langs
tíma að helsti keppinauturinn sé í eigu okkar
viðskiptabanka. Við skiljum það að slíkt
ástand geti komið upp til skamms tíma, en
við teljum óeðlilegt og óviðunandi að það sé
til lengri tíma. Við teljum reyndar að um-
ræddur banki skilji það, þó hann sé ekki
búinn að losa sig við vandamálið."
En hvað um samkeppni erlendis frá þar
sem tíðkast svonefnd útflöggun og skip eru
gerð út á allt öðrum forsendum og við önnur
launakjör áhafna en hér tíðkast? Hvernig
gengur Eimskip að keppa við slík félög?
„Ef Eimskip þarf að keppa á erlendum
markaði sem lýtur alþjóðlegum lögmálum um
kostnað þá er Eimskip ekki samkeppnisfært
með íslenskum áhöfnum. Þetta gildir ekkert
um okkur sérstaklega heldur allar skipaút-
gerðir í Skandinavíu svo dæmi sé tekið. Þess
vegna hafa Danir og Norðmenn verið að
koma sér upp sérstökum skipaskrám þar sem
gilda allt aðrar reglur. Við höfum af þessu
reynslu. Þegar við erum á alþjóðlegum mark-
aði þá er ekkert um annað að gera en að
reka skipin með erlendum áhöfnum. Að því
er varðar siglingarnar til íslands þá eru ís-
lenskar áhafnir í 80 til 90% tilvika. Um það
hefur verið þegjandi samkomulag. Eimskip
er íslenskt fyrirtæki og það er eðlilegt að
félagið sé íslenskur vinnuveitandi eftir því
sem því verður við komið. Þetta ef ástand
sem menn vilja sjálfsagt hafa en verður ekki
viðunandi, ef við fáum erlenda samkeppni."
Eru líkur á erlendri samkeppni um íslands-
flutninga?
„Það er öllum frjálst að sigla hingað og
þetta hefur Eimskip búið við i 80 ár. Við
höldum ekki okkar hlut nema vera betri en
aðrir. Að sjálfsögðu höfum við notið þess að
vera íslenskt fyrirtæki og við höfum notið
hugsjónarinnar að baki Eimskips, - óska-
barnshugmyndarinnar. Við höfum notið mik-
ils og góðs samstarfs við okkar viðskiptavini
og það umhverfi sem við störfum í, en þegar
til lengdar lætur þá lifum við á engu nema
sjálfum okkur. Við lifum ekki á fortíðinni.
Til þess að fyrirtækið fái lifað verður það
að sinna sínu verkefni betur en aðrir gætu
gert. Það er hluti af viðfangsefni okkar alla
daga og öll ár að gera betur.“
Keppt aó marlcmióum
í upphafí hvers árs er sett markmiðsáætl-
un Eimskips til tveggja eða þriggja ára og
er nýbúið að ganga frá áætlun áranna 1994-
1996. Eitt af viðvarandi viðfangsefnum er
að lækka kostnað. í markmiðsáætlun sem
sett var 1992 var stefnt að því að lækka
kostnað á hveija flutta einingu um 15% á
þremur árum. Talið er að tekist hafi að lækka
kostnaðinn um 10% undanfarin tvö ár og nú
er að sjá hvort síðustu 5% nást á þessu ári.
Að sögn Harðar hafa flutningsgjöld lækkað
um 40% að raungildi á undanförnum 10 árum.
Árið 1992 var Eimskip rekið með tapi en
í fyrra varð afkoman jákvæð. „Við höfum
lagað okkur að samdrættinum og lækkað