Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 51

Morgunblaðið - 16.01.1994, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 51 Afkvænii „Nei sko, aldrei dreymdi mig um að sambúð ykkar hefði bless- ast í afkvæmi." Undirskrift með- fylgjandi myndar má sjá í skop- myndasyrpu grínistans James Thurbers. Þótt það birtist í marg- endurútgefnu úrvali af gaman- sögum hans er ekkert gefið að þetta þyki fyndið nú. Viðhorfm til afkvæma eru að breytast svo ört að brandari verður utan- gátta. Er ekki að verða eða orð- ið úrelt að tala um börn sem afkvæmi eða framhald af for- eidrunum, eins og liggur í orðum Thurbers? Ekki er það kannski beint sett svo fram, en í raun orðið viðtekið að bam þurfi ekki að vera líkamlegt afkvæmi for- eldra sinna, ef þau aðeins geta slegið eignarrétti sínum á það. Sú hugsun var býsna ríkjandi í okkar samfélögum að með því að eignast afkvæmi, sem væri hold af holdi tveggja foreldra, væru þeir að viðhalda sér, ætt sinni og kynstofni. Hefur lengst af þótt eftirsóknarvert. Ekki bara hjá foreldrunum heldur líka af ættmennum og jafnvel heilum þjóðum. Göfugt var að framleiða hrausta syni til „að veija land sitt“ og þá líka mæður til að halda framleiðslunni við. í þriðja heiminum er sú hugsun rótgróin að mikilvægt sé að eiga mörg böm, til að sjá fyrir sér í ellinni. Ætli þessi rök séu enn í gildi, meðvitað eða ómeðvitað? Varla í okkar heimshluta a.m.k. Og hlýtur ekki þegar að vera upp- fyllt sú tilskipun trúarinnar að margfaldast og uppfylla jörðina, nú þegar jörðin ber varla lengur allan þann mannfjölda sem þarf að lifa á henni og gengur orðið á lifíbrauðið? En hvað með þessa þrá fólks til að viðhalda sér og sínum og fá eigin framlengingu í afkvæm- um? Hefur sú hugsun ekki iíka verið á undanhaldi að undan- fömu? Barn þarf ekki lengur endilega að vera afleggjari eða hold af holdi foreldranna. Allt eins dugar sem efniviður í barn sæði einhvers annars, jafnvel ókunnugs manns. Líka egg eða fóstur úr annarri konu. Þetta er ekki aðeins viðurkennt, heldur beinlínis markviss stefna. Opin- berlega unnið að framkvæmdinni með fjárframlagi úr sameigin- lega sjóðnum. Hefur í fjárhags- legri stöðu sjúkrahúsanna tals- verðan forgang. Nýlegar fregnir um að tæknin sé svo langt komin að brátt verði hægt að framleiða barn án móð- ur annarar en ófullburða eyddu fóstri, ýfðu gárar. Einkum kannski hve fólki virðist nú hrylla við að framkvæma slíkt. Maður staldrar við og áttar sig á því hve vel við eram hiklaust komin af stað á þeirri braut að framleiða fyrir foreldra böm, sem ekki þurfa endilega að vera af þeirra holdi eða framlenging þeirra. Sú hugsun er viðtekin. Ýmsum finnst að vísu felast í því nokkur tvískinnungur að eyða óvelkomnum fóstram við- stöðulaust í einní deild spítala og að framleiða böm fyrir lyst- hafendur handan gangsins. Og lausbeislaður hugurinn spyr áfram eins og bömin óþreyt- andi: Akkeiju? Ja, af hveiju? Er það kannski eignarrétturinn sem þama skiptir mestu máli? Eigin- gimin? Að eiga þennan litla ein- stakling og allan rétt á honum? Fólk sem langar til að eignast bam en er ekki blessað með af- kvæmi af sínu holdi, útvegar sér það líka oft frá móður hér á landi eða erlendis frá. Gengur bami sem foreldri getur ekki veitt framtíðaramönnun í foreldra stað. Að taka barn í fóstur hefur alltaf verið viðtekið á íslandi og þótt sæmd að því fyrir alla aðila. Allt frá því Ari fróði var fóstrað- ur upp í Haukadal hjá Halli Þór- arinssyni og Snorri Sturluson tekinn í fóstur af Jóni Loftssyni í Odda og allar götur fram undir okkar daga. En er ekki þarna orðin viðhorfsbreyting, í stíl við hinn harða og eignaglaða nú- tíma? Sá sem langar til og ætlar að fóstra upp bam, sem ekki er af hans eggi og sæði, verður nú að eiga þennan einstakling með húði og hári, ekki satt? Tryggja sér eignarréttinn á honum, ef af fóstri á að verða. Þeir Snorri og Ari og fósturbörnin sem lentu hjá góðum fósturforeldrum héldu áður áfram að vera afkomendur foreldra sinna og ættar. Þekkist auðvitað ennþá, en er ekki hitt að verða eða orðið ofan á, stutt af opinberri stefnu og með hvatningu fagfólks? Nú þegar spurningar vakna um hversu langt eigi að ganga til að búa til böm úr tiltækum efniviði utan „náttúrulegs getnaðar" verður þá ekki að huga að eignakröf- unni og eignarréttinum? Viðtekið er sem sagt að nátt- úran eigi ekki að ráða því hver á barn og hver ekki. Ailt í einu hrökkva menn svo upp og vilja að samfélagið banni konu að eignast slíkt barn í eigin kviði, ef hún er „komin úr barneign". Það sé ekki náttúrlegt. Litlu telp- urnar geta illfærar í nútíma kröfuþjófélagi átt böm náttúra- lega. Hvar á þá að setja mörkin? Við vangaveltur rekst hvað á annars horn í okkar tillærða hugmyndaheimi. Auðvitað vill og þarf mannkynið að halda sér við. Og er ekki nóg af „náttúralega" tilbúnum og fæddum bömum í heiminum? Hvar ætli við höfum lært að æskilegast sé að eyða náttúrulega tilbúnu börnunum og búa til önnur? Og hvar ætli við íslendingar höfum týnt því gamla viðhorfi að sómi sé að því að veita fóstur þeim börnum sem ekki geta gengið að því vísu, án þess að ná eignarréttinum á þeim? Er yfirleitt hægt að eign- ast aðra manneskju með húð og hári, hvernig sem hún er tilkom- in? mmmmm 0 iYMP IU-TILBOÐ U LkJ fJ U Lr,\ U\ U U í TILEFNI AF VETRAROLYPÍULEIKUNUM í NOREGI BÝÐUR RÖNNING í SAMVINNU VIÐ NOKIA MJÖG GOTT VERÐ Á VÍÐÓMA SJÓNVARPSTÆKJUM SJÓNVÖRP FRAMTÍÐARINNAR UPPFYLLA STRANGAR KRÖFUR UM GÆÐI LEIÐANDI Á SÍNU SVIÐI GERÐ MEÐ ÞIG í HUGA AUÐVELD STJQRNUN MEÐ VALMYNDUM MUSARFJARSTYRING FÁIR TAKKAR - OSD SCART-TENGI SJALFVIRK STOÐVA- STILLING - APS 87.900- NOKIATV7155 - AFB.VERÐ KR. 98.600,- Misstu 0 sinstaka RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 LAUGAVEGI 163 • Innrítun á vornámskeiö fer fram dagana 10.-21. jan.ísima 621661 aö Laugavegi 163 milli kl. 17.00 og 20.00. • Skipuleggjendur námsefnis og abal kennarar eru Bjöm Thoroddsen og Friðrik Karlsson. • Ab þessu sinni verður boöiö upp á kennslu í eftirfarandi stiltegundum: ROKK - BLÚS - HEAVY METAL • JASS COUNTRY - ROKKABILLY - ÞJÓÐLÖG. • RAFBASSALEIKUR Kennsla fyrir byrjendur og lengra komna í flestum stíltegundum. • 12 vikna námskeib ■ Fyrírlestrar 0 Stúdióupptaka í lok námskeiós. 0 Undirbúningsnám fyrir FÍH Innritun í síma: 621661 ROKK - BLÚS - HEAVY METAL - JASS - COUNTRY ÞJÓÐLÖG - RAFBASSI Nemendur skólans fá sérstakan nemendaafslátt í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. R E Y K J A g33ESn VÍKUR EEF i/NVáDtS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.