Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga myndina Perfect World, Full- kominn heimur, með stórstjörnunum Kevin Costner og Clint Eastwood í aöalhlut- verkum. Leikstjóri þessarar léttu spennumyndar er Clint Eastwood Ævintýri á flótta MYNDIN Fullkomiim heunur genst haustið 1963. Ræninginn Butch Haynes hefur frá unga aldri kynnt sér stafsemi fangelsa Texas-fylkis af eigin raun en þegar sagan hefst finnst honum nóg kom- ið og er í þann veginn að strjúka við annan mann úr fangavist sem ekki átti að Ijúka fyrr en eftir 40 ár. Fangamir taka sjö ára strák í gíslingu til þess að komast undan handtöku en úrvalslögreglu- lið fylkisins með Red Gamett (Clint Eastwood) í broddi fylkingar, rekur flóttann um fylkið þvert og endilangt. Með strákinn sem skjöld kaupir Butch sér tíma sem hann höfði. Strákurinn heitir Philip (T.J. Lowther) og milli hans og Butch mjmd- ast einhvers konar trúnað- ur og vinátta við þessar óvenjulegu aðstæður en samband þeirra byggist helst á því að báðir hafa alla tíð lifað gleðisnauðu lífi utan við það sem telst viðtekið í samfélaginu og bakgrunnur beggja skiptir máli fyrir framvindu sög- unnar. Butch hefur varla átt sér viðreisnar von frá því að hann var sjö ára. Þá drap Butch mann sem hafði misþyrmt móður hans vegna viðskiptaá- greinings en móðirin lagði stund á elstu atvinnugrein siðmenningarinnar allt til æviloka en hún kvaddi jarðlífíð fyrir eigin til- verknað þegar einkason- urinn var 12 ára gamall. Við svo búið hóf Butch verknám í fjölskyldufaginu undir handleiðslu atvinnu- glæpamannsins föður síns og var skömmu síðar grip- inn glóðvolgur við það að stela bíl. Lögreglumaðurinn sem handtók hann þá var eng- inn annar en Red Garrett, ætlar að nýta eftir eigin sá sami og nú er á hælum hans. Red hafði með for- tölum fengið dómarann sem fékk mál stráksa til meðferðar á að sýna nú enga miskunn heldur loka hann bara inni, þá væru meiri líkur á að stráksi gæti orðið að manni heldur en ef hann væriáfram í slagtogi með foðumefn- unni sinni. Þar urðu Red á mistök því að það var fyrst í unglingafangelsinu sem Butch breyttist í alvöm glæpamann. Harmsaga Philip litla er annars eðlis. Pabbi hans er farinn að heiman en mamma gætir þess vel og vandlega að drengurinn víki hvergi af hinum þrönga vegi sem lögmál Votta Jehóva býður að þeir skuli fylgja sem ætli sér að verða meðal sálnanna 200 þúsund sem þeirra heimildir herma að eigi ein- ar möguleika á framhalds- lífí að loknum dómsdegin- um sem ku færast stöðugt nær. Philip fær að gera fæst af því sem önnur böm mega og hefur lengst af stuttri ævi verið útupdan og önnum kafínn við það Flóttamenn KEVIN Costner og T.J. Lowther í hlutverkum stroku- fangans Butch og gíslsins Philips Perry. eitt að búa sig undir fram- haldslífíð. Það verður til að inn- sigla fóstbræðralag þess- ara ólíku utangarðsmanna að fanginn sem strauk með Butch reynir fljótlega eftir gíslatökuna að áreita Philip og misnota hann kynferðis- lega en Butch kemur drengnum til bjargar og skýtur öfuggann til bana. Eftir þetta öðlast Butch nýtt vald yfír Philip sem verður reiðubúinn að fylgja þessari nýju föðurímynd sinni á heimsenda ef því er að skipta en það er ein- mitt langleiðina á heims- enda sem Butch ætlar, því hann lætur sig dreyma um að komast alla leið til Al- aska. Báðir gera sitt ítrasta til að gera ferðina sem eft- irminnilegasta með því að gera eitt og annað sem þá hefur lengi langað til en ekki getað látið eftir sér. Þar er þó sá hængur á að lögregluforinginn Red Garrett (Clint Eastwood) og hans menn em skammt Lög og regla CLINT Eastwood og Laura Dern hafa bæði fengið það hlutverk að vinna að því að fangelsa strokufang- ann og bjarga gísli hans heilum á húfi. Þau greinir á um leiðir. undan og bíða þess albúnir að koma böndum á stroku- fangann. Red þessi er úr- ræðagott hörkutól eins og flestar þær löggur sem Eastwood hefur leikið á sínum mesta ferli en þó ölíkur að því leyti að hann verður sífellt taugaveikl- aðri eftir því sem líður á flóttann enda þykist hann vita að þrátt fyrir ískalt og rólegt yfirborð sé Butch í raun trúandi til alls. Það eykur Red svo van- líðan að eins og aðrar Eastwood-löggur hefur hann sinn djöful að draga í starfinu. Sá er afbrota- fræðingurinn Sally Gerber sem Laura Dem leikur en hennar minnast 70 þúsund ísiendingar úr Júragarðin- um frá því í sumar. Leikstjóri Fullkomins heims er enginn annar en Clint Eastwood, tvöfaldur Óskarsverðlaunahafí frá því síðastliðið vor þegar vestrinn Unforgiven kom, sá og sigraði. Fullkominn heimur er sautjánda mynd- in sem Clint leikstýrir en 38. aðalhlutverk hans á hvíta tjaldinu. Sagan er byggð á frum- sömdu handriti eftir John Lee Hancock. Annar fram- leiðenda myndarinnar er Mark Johnson, sá sem þekktastur er fyrir sam- starf sitt við Barry Levin- son en hann hefur fram- leitt allar myndir hans til þessa. Hinn framleiðand- inn heitir David Valdes og hefur árum saman unnið fyrir Eastwood hjá Malp- aso fyrirtæki hans en hóf feril sinn sem aðstoðar- maður Francis Ford Copp- ola. Meðal annarra að- astandenda myndarinnar Fullkomins heims eru menn úr vinningsliði Eastwoods frá síðustu ósk- arsverðlaunahátíð, þ.á m. klipparinn Joel Cox og kvikmyndatökumaðurinn Jack Green auk Henry Bumstead sviðsmynda- hönnuðar sem hlaut ósk- arsverðlun fyrir vinnu sína við hinar sígildu myndir The Sting og To Kill a Mockingbird. Komast þeir fyr- ir á einu tjaldi? HVAÐ eiga Kevin Costner og Clint Eastwood sam- eiginlegt fyrir utan kvikmyndina Fullkominn heim. Báðir hafa hlotíð tvenn sömu óskarsverð- launin fyrir kvikmynd sem þeir báru að öllu leytí ábyrgð á, léku aðalhlutverk í og leikstýrðu. Síðast- liðið vor veitti Clint viðtöku óskarsverðlaunum fyrir bestu mynd ársins og einnig fyrir bestu leik- sljórn á vestranum Unforgiven en þar var hann í aðalhlutverki. Tveimur árum áður hafði Costner hlotið óskarsverðlaun fyrir bestu mynd ársins og leikstjórn á myndinni Dansar við úlfa en þar var hann sjálfur í aðalhlutverki. Dansar við úlfa var tilnefnd tU 12 óskarsverðlauna, Unforgiven tíl níu. Hvorug myndanna hefði orðið til hefði þess- ara manna ekki notíð við, þeirra eigin fyrirtæki framleiddu þær, hjá þeim fæddust hugmyndimar og þeim var eignuð velgengnin. Clint Eastwood og Kevin Costner eru meira en heimsfrægir leikar- ar. Þeir eru raunverulegir áhrifamenn í banda- riskum kvikmyndaiðnaði. Sumir hafa sagt að þeir séu svo miklir stórlaxar að sama kvikmyndaíjald- ið getí varla verið nógu stórt fyrir báða í einu. Fullkominn heimur ber vott um annað. r TFullkomnum heimi fer -*■ Eastwood með hlutverk lögreglumanns líkt og ótal sinnum áður en Costner er hins vegar í hlutverki dæmds glæpamanns á flótta. Þetta er fyrsta í fyrsta skipti sem Costner — einn frægasti hetjuleik- ari síðari ára — fer með hlutverk skúrks í kvik- mynd. Einmitt þar var fólgið aðdráttarafl hlut- verksins í huga Costners; manninn sem á undanfóm- um árum hefur leikið Hróa hött í Robin Hood: Prince of Thieves, Elliot Ness í Untouchables og Jim Garrison í JFK og lífvörð Whitney Houston í Bo- dyguard var farið að langa í tilbreytingu. Ásamt með hlutverkinu í Dansar við úlfa hafa fyrmefndar kvik- myndir á fáum ámm lyft Costner í hæstu haeðir Hollywood. Costner sást fyrst á tjaldi arið 1981 í mynd sem hét Shadows Run Black og næstu ár lék hann hlutverk í myndunum Night Shift og Chasing Dreams og fór með smárulli í myndinni Bófinn KEVIN Costner leikur sitt fyrsta andhetjuhlutverk í myndinni Fulkominn heimur þótt hann sé ekki mjög illúðlegur á þessari mynd. um ævi leikkonunnar Frances Farmes, árið 1983, þar sem Jessica Lange var í aðalhlutverki. Árið 1983 fór hann með aðalhlutverk í Stacy’s Knights. Allt fram yfir gerð þeirrar myndar vann Costner aukavinnu sem sviðsstjóri í kvikmynda- stúdíói til að hafa í sig og á. Mynd Lawrence Kasdan, Big Chill, var ákveðið bak- slag á ferlinum árið 1983 en þar sluppu atriði með honum ekki í gegnum klippingu. Kasdan gaf Costner þó síðar tækifærið sem réði úrslitum fyrir hann, það bauðst í vestran- um Silverado og myndin American Flyer fylgdi í kjölfarið og eftir næstu mynd þar á eftir, The Untouchables, var farið að tala um Kevin Costner sem stórstjömu. Ótalin eru að- alhlutverk hans í No Way Out, Bull Durham og Re- venge. Frá því að Fullkom- inn heimur var fullgerður hefur Costner lokið við gerð nýrrar myndar, enn undir stjórn Lawrence Kasdan, en mynd þeirra félaga er byggð á ævi hetj- unnar úr villta vestrinu Wyatt Earp og ber nafn hans. i U I l f I t ( I 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.