Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 Clinton í Moskvu BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við nokkrar starfsstúlkur í bakaríi. í Moskvu síðastliðinn fimmtudag. Arangiisrík Evrópuför í skugga Whitewater FYRSTA Evrópuför Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta getur varla talist annað en árangurs- rík. Enda virðist „árangar" hafa verið það markmið sem skipu- leggjendur ferðarinnar höfðu að leiðarljósi. A leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel á mánudag og þriðjudag náðist samkomulag um að bjóða fyrrum ríkjum Varsjárbanda- lagsins upp á „Samstarf í þágu friðar" en sú hugmynd er uppr- unnin í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu. Hugmyndir Bandaríkjamanna um aðgerðir vegna Bosníudeilunnar náðu einnig fram að ganga. Clinton fékk Úkraínustjóm til að fallast á að afhenda Rússum allar sínar kjarnorkuflaugar og í Moskvu undirritaði hann ásamt Borís Jeltsín Rússlandsforseta yfirlýs- ingu um að risaveldin hættu að beina langdrægum kjarnorku- eldflaugum sínum hvort að öðru á friðartimum. Það eina sem skyggði á þessa fyrstu Evrópu- ferð Clintons sem forseta voru vandamál, sem hann hafði skilið eftir heima, en héldu áfram að ofsækja hann. Bandarískir fréttamenn, sem fylgdust með ferðinni, höfðu flestir nieiri áhuga á að fá svör forsetans við nýjustu atburðunum í Whitewat- er-málinu en að heyra skoðanir hans á framtíð Evrópu. Áfram Evrópa Strax í upphafi ferðarinnar lagði Clinton ríka áherslu á að náin og mikil samskipti við Evrópu yrðu eitt meginatriði bandárískrar utan- ríkisstefnu á meðan hann væri forseti. Sló þetta á ótta margra evr- ópskra ráða- manna um að Bandaríkja- menn hygðust leggja meiri áherslu á samskiptin við ríki Suðaustur-Asíu í stað Evr- ópu. í ræðu sem hann hélt í Bruss- el síðasta sunnudag hét forsetinn því að Bandaríkjamenn myndu áfram taka virkan þátt í vörnum Evrópu þó svo að kalda stríðinu væri lokið. Clinton sagði NATO vera trygg- ingu fyrir öryggi ríkjanna beggja vegna Atlantshafsins og væri bandalagið eina stofnunin sem hefði burði til að bregðast við hin- um nýju aðstæðum í álfunni. Clinton hefur heimsótt sex Evr- ópuríki í vikunni. Að loknum fund- inum í Brussel flaug hann beint til Prag þar sem hann hitti forseta Tékkíu, Póllands og Ungveijalands í því skyni að kynna þeim niður- stöður NATO-fundarins. Þó að rík- in þrjú hafi öll sótt um aðild að NATO og hafi lýst yfir að þau telji Friðarsamstarfið ekki full- nægja öryggisþörfum þeirra féllust þjóðhöfðingjarnir á að taka þátt í því samstarfi, sem Clinton bauð þeim. Að því búnu hélt Bandaríkjafor- seti til Moskvu en millilenti í Kiev, höfuðborg Úkraínu, og átti þar fund með Leoníd Kravtsjúk forseta, sem raunar einnig var á leið til Moskvu. í Moskvu ítrekaði Clinton ein- dreginn stuðning við stefnu Borís Jeltsíns forseta, en hann hefur af mörgum Rússum verið gagnrýndur fyrir að standa of þétt við bakið á rússneska forsetanum. Clinton og Jeltsín áttu þijá fundi auk þess að snæða óformlegan kvöldverð saman og bauð Clmton Rússum þátttöku í Samstarfi í þágu friðar. Það er ekki síst afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Jeltsín er hann braut uppreisn þing- manna á bak aftur með vopnavaldi í október, sem sætt hefur gagnrýni andstæðinga Jeltsíns og að mati sumra ýtt undir mikið fylgi þjóðern- issinnans Vladímírs Zhírínovskíjs í þingkosningunum í desember. Zhír- ínovskíj fór fram á fund með Clint- on meðan á heimsókninni stóð en því var alfarið hafriað. Ræddi við andstæðinga Jeltsíns En þó að Clinton hafi í nokkrum ræðum sínum í vikunni óbeint gagnrýnt Zhírínovskíj áttu sér stað ýmsar þreifingar við andstæðinga Jeltsíns á bak við tjöldin. í móttöku í embættisbústað bandaríska sendiherrans í Moskvu voru marg- ir stjórnarandstæðingar meðal gesta og virtist Bandaríkjaforseti gera sér far um að ræða við for- ystumenn jafnt gamla kommún- istaflokksins sem flokks Zhír- ínovskíjs. Vakti það sérstaka at- hygli að Anthony Lake, öryggis- ráðgjafi forsetans, ræddi í tuttugu mínútui' við Gennadí Zjúganov, formann Kommúnistaflokksins. Evrópuferðin samanstóð þó ekki af fundum og móttökum einvörð- ungu. Öll umgjörð ferðarinnar (og raunar nánast hvert einasta andar- tak hennar) var þrautskipulögð af sérfræðingum í almenningstengsl- um þannig að hún byði upp á sem flest myndatækifæri fyrir ijöl- miðla. í Prag rölti Clinton milli öldurhúsa ásamt Vaclac Havel for- seta og gekk yfir Karlsbrúna með Pragkastala í baksýn. í Moskvu heimsótti hann bakarí og slátrara, klæddur rússneskri pelshúfu, tók í hendurnar a fólki og skiptist á skoðunum. „Ég vil hjálpa almenn- ingi,“ sagði hann meðal annars við éldri konu, sem var meðal þeirra er flykktust að honum og á fundi með Jeltsín lofaði hann efnahags- legum stuðningi upp á marga millj- arða dollara. Hann talaði beint til rússriesku þjóðarinnar í sjón- varpsávarpi og í kirkju við Rauða torgið kveikti hann kerti í minn- ingu móður sinnar, sem var jarð- sett sama dag og hann hélt til Evrópu. Hápunktur ferðarinnar var svo er forsetar Rússlands og Banda- ríkjanna undirrituðu á föstudag samkomulag um að hætta að beina kjarnorkueldflaugum að öðrum ríkjum. Nýrri eldflaugar eru það fullkomnar að þær þurfa ekkert stöðugt skotmark en eldri tegund- um, sem þurfa slíkt, verður beint á haf út. Á leiðinni frá Rússlandi kom Clinton við í Hvíta-Rússlandi og Genf, en þar hitti hann m.a. Assad Sýrlandsforseta að máli. Hefur vaxið í áliti Flestir eru sammála um að Clinton hafi vaxið mjög í áliti í Evrópu eftir þessa ferð. Hann er talinn hafa sýnt mikla forystu á NATO-fundinum og slegið á rétta strengi í samskiptum sínum við Austur-Evrópuríkin. Afköst ferð- arinnar eru óhemju mikil, ef tekið er tillit til þess hve stutt hún var, og jafnvel reyndustu embættis- menn voru orðnir uppgefnir um miðbik hennar. Clinton sjálfur virt- ist hins vegar ef eitthvað er eflast eftir því sem leið á vikuna. Á meðan Clinton ferðaðist um Evrópu héldu hins vegar áfram vangaveltur um tengsl hans og eiginkonu hans Hillary við gjald- þrota sparisjóð í Arkansas-fylki og lóðaviðskipti hans. Hefur meðal annars verið gefið í skyn að spari- sjóðurinn hafi greitt hluta af kosn- ingaskuldum Clintons eftir ríkis- stjórakosningar og að hann hafi hugsanlega með ítökum sínum dregið það að sparisjóðurinn varð að hætta starfsemi, þrátt fyrir að ljóst væri að hann stefndi í gjald- þrot. Mörgum spurningum er enn ósvarað um tengsl Clinton-hjón- anna við þetta mál (þó ekkert bendi til að þau hafi aðhafst neitt ólög- legt) og beinast böndin ekki hvað síst að Hillary. Ákvað Janet Reno dómsmálaráðherra í vikunni að láta fara fram óháða rannsókn á málinu. Það beið því ýmislegt Clintons er hann kom heim úr Evrópuförinni. BAKSVID eftir Steingrím Sigurgeirsson Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík 30. og 31. jan. rjfiCTTTTFTTT] grundvöllinri að heira man niífi (bondmii Kjósum í Kaupmannahöfn FÆST i BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.