Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 37 ATVIN NUAUG[ YSINGAR Lögfræðingur Lögfræðistofa í miðbæ Reykjavíkur óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa. Starfið er aðallega við innheimtur og felst í stefnugerð, gerð kröfulýsinga og fleira. Starfsreynsla æskileg en ekki skilyrði. Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 25. janúar merktar: „L - 10877“. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Óskað er eftir forstöðumannni í mötuneyti skólans. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun matreiðslumanns eða sambærilega menntun, góða starfsreynslu og reynslu af rekstri. Umsóknir með nafni, heimilisfangi, síma- númeri og upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skólanum fyrir 22. janúar nk. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma. Öllum umsóknum verður svarað. FLUGLEIDIR/V I Flugfreyjur/ flugþjónar Flugleiðir óska eftir að ráða flugfreyjur og flugþjóna til tímabundinna starfa í sumar. Félagið leitar eftir fólki sem hefur starfs- reynslu í þjónustustörfum og góða þjónustu- lund. Æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 23 ára. Stúdentspróf eða sambærileg menntun er nauðsynleg og góð tungumálakunnátta í ensku, Norðurlandamáli og þýsku. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að sækja kvöldnámskeið í 6 vikur í mars og apríl og taka próf að því loknu. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannaþjón- ustu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli og á sölu- skrifstofum félagsins. Tekið verður á móti umsóknum í starfsmannaþjónustu Flugleiða, Reykjavíkurflugvelli, til og með 24. janúar. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. mars nk. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjanesi. Viltu ná árangri? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja- nesi óskar eftir að ráða tímabundið til starfa forstöðumann við meðferðarsambýli fyrir fatlaða í Kópavogi. Jafnframt er óskað eftir deildarþroskaþjálfum til starfa á hinum ýmsu viðfangsefnum Svæðisskrifstofu. Um er að ræða afleysingar í 6-8 mánuði og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fag- menntuðum starfsmanni með uppeldisfræði- lega menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Forstöðumenn og deildarþroskaþjálfar taka þátt í framsæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofu með öflugum, fag- legum stuðningi í formi handleiðslu, nám- skeiða og víðtæku faglegu samstarfi með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofu. Umsóknarfrestur er til 28. janúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 641822 og umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæð- isskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. St. Fransiskusspítali Stykkishólmi óskar eftir að ráða meinatækni frá og með 1. apríl '1994. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða framkvæmdastjóri í síma 93-81128. Framkvæmdastjóri óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa, sem fyrst. Leitað er að kröftugum og skipu- lögðum einstaklingi, sem hefur menntun eða starfsreynslu til að takast á við þetta starf. Áhugi á því málefni sem þessi samtök standa fyrir er nauðsynlegur. Starfinu fylgja ferða- lög. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, og skal umsóknum er tilgreina aldur, menntun og starfsreynslu skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 24. janúar nk. íþróttir fyrir alla eru landssamtök með aðild að ÍSl' og hafa að markmiði sínu að efla heilsu- og likamsrækt meðal almennings, félaga og starfsmanna fyrirtækja. Gl 7ÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARHÓNU5TA TfARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður HJARTADEILD Staða sérfræðings á hjartadeild Landspítal- ans er laus til umsóknar. Á hjartadeildinni og rannsóknastofum tengd- um henni eru stundaðir sjúklingar með alls kyns hjarta- og lyflæknisfræðilega sjúkdóma, framkvæmd margs konar hjartaritun og ómskoðanir, hjartaþræðingar, gangráðs- ígræðslur, kransæðavíkkanir og aðgerðir þar að lútandi auk vísindarannsókna og kennslu. Umsækjandi verður að vera viðurkenndur sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Hann verð- ur að hafa verulega reynslu í rannsóknum og aðgerðum sem tilheyra greininni, sérstak- lega kransæðavíkkun og skyldum aðgerðum. Stöðunni fylgir kennsluskylda við læknadeild Háskóla íslands og ætlast er til að sérfræð- ingurinn sé virkur í rannsóknastarfsemi. Umsókn skal senda til stjórnarnefndar Ríkis- spítala, Rauðarárstíg 31, 105 Reykjavík, fyrir 10. febrúar 1994. Henni skal fylgja ítarleg greinargerð um starfs- og kennsluferil og Ijósrit af vísindagreinum. Nánari upplýsingar gefa Þórður Harðarson, prófessor, í síma 601266, og Árni Kristins- son, yfirlæknir, í síma 601276. BLOÐBAINIKINN Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra í blóð- tökudeild Blóðbankans er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Umsækjandi þarf að vera hjúkrunarfræðingur og geta hafið störf þann 1. mars nk. Starfið felur í sér yfirumsjón með skipulagningu blóðsöfnunar í Blóðbankanum og í blóðsöfn- unarferðum ásamt eftirliti með blóðgjöfum. Hann hefur jafnframt nána samvinnu við Barnapössun Óskum eftir barngóðri konu til að gæta tveggja barna á aldrinum 3ja mán. og 8 ára í Garðabæ. Vinnutími 1 /2 eða allur dagurinn. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „E - 12156" fyrir 21. janúar. Skipatæknifræðingur Óskum eftir skipatæknifræðing/skipaverk- fræðing í tímabundin verkefni. Áhugasamir sendi inn upplýsingar um fyrri störf á auglýsingadeild Mbl., merktar: „X - 4767“. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar stöður við skattfram- kvæmd. Um er að ræða stöður hjá embætti ríkisskattstjóra, skattstofu Reykjavíkur, skattstofu Vesturlands, skattstofu Vest- fjarða, skattstofu Norðurlands-vestra, skatt- stofu Norðurlands-eystra, skattstofu Austur- lands, skattstofu Suðurlands og skattstofu Reykjaness. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði, eða hafi afl- að sér menntunar eða sérþekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1994. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu. Fjármálaráðuneytið, 1 l.janúar 1994. deildarstjóra rannsóknadeildar og blóðgjafa- skrár í daglegum rekstri. Hann starfar undir stjórn og í samvinnu við forstöðulækni Blóð- bankans, sem gefur nánari upplýsingar um starfið í síma 602030. GEÐDEILD LANDSPITALANS Nú þegar er laus til umsóknar staða hjúkrun- ardeildarstjóra við unglingadeild geðdeildar Landspítalans við Dalbraut 12. Deildin annast sérhæfða greiningu og með- ferð unglinga með geðræn og félagsleg vandamál. Um er að ræða 100% starf - dagvinna. Deildarstjóra gefst tækifæri til að sækja um barnaheimilispláss og húsnæði. Frekari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. HJARTA-OG LUNGNASKURÐLÆKNINGADEILD Laus er til umsóknar staða tæknilegs sér- fræðings við rekstur hjarta- og lungnavélar á hjarta- og lungnaskurðlækningadeild Land- spítalans (skor 053). Um er að ræða spenn- andi og nýstárlegt framtíðarstarf - full staða. Starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér- fræðinga deildarinnar en einnig mun kennsla og þjálfun fara fram erlendis að hluta til. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu við störf á heilbrigðis- eða tæknisviði. Umsóknum skulu fylgja greinagóðar upplýs- ingar um menntun og fyrri störf. Umsóknar- frestur til 20. febrúar 1994. Umsóknir sendist yfirlækni deildarinnar. Allar nánari upplýs- ingar gefa Grétar Ólafsson, yfirlæknir, í síma 601000/601338, eða Viktor Magnússon, deildarstjóri, í síma 601000/601571. RÍKISSPÍT AL AR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferö sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem viö störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Rikisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæöi þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.