Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 ERLENT INNLENT Björgunar- afrek þyrlu- sveitar ÁHAFNIR tveggja þyrlna björg- unarsveitar vamarliðsins björg- uðu sex skipveijum af þaki björg- unarskípsins Goðans sem var strandað og hálfsokkið í Vöðlavík sl. mánudag. Einn úr sjö manna áhöfn skipsins drukknaði eftir að brotsjór hreif hann með sér en mennirnir sex höfðust við í um sex tíma á stýrishúsi skipsins áður en þeim var bjargað. Að- stæður voru mjög erfiðar og hafa þyrlusveitimar verið heiðraðar fyrir að vinna frækilegt björgun- arafrek í Vöðlavík. Bráðabirgðalög á verkfall RÍKISSTJÓRNIN ákvað á föstu- dagskvöld að binda enda á verk- fall sjómanna með útgáfu bráða- birgðalaga. Lögin öðluðust þegar gildi en með þeim em allir síðast- gildandi kjarasamningar aðila framlengdir til 15. júní og skipuð verður þriggja manna nefnd, sem á að leggja fram tillögur fyrir 1. febrúar um hvemig koma megi í veg fyrir að viðskipti með aflaheimildir hafi óeðlileg áhrif á skiptakjör sjómanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, með milli- göngu ráðherra, tókst deiluaðil- um ekki að fínna flöt á samning- um í vikunni. Hátt í 1.000 sjó- menn komu saman á baráttu- fundi í Reykjavík á fimmtudag þar sem höfuðkrafan var að kom- ið yrði í veg fyrir kvótabrask. Tjón í ofsaveðri MJÖG slæmt veður var á Norður- landi á mánudag og urðu miklar skemmdir sökum foks á Siglu- fírði. Fuku þök af nokkmm hús- um og lögreglu bámst yfir 30 tilkynningar um skemmdir. Á þriðjudag var víða foktjón á Vest- fjörðum í ofsaveðri. Fé drapst í krapaflóði á bæ við Dýrafjörð og rafmagnstmflanir urðu víða. Seðlabanki greiði bætur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað að bankaeftirlit Seðlabankans hafi ekki sinnt lög- bundnum eftirlitsskyldum sínum með starfsemi Ávöxtunar sf. og var Seðlabankanum gert að greiða einum úr hópi þeirra 1.100 manna sem lýstu kröfum í eigur verðbréfasjóða Ávöxtunar tæp- lega 100 þús. kr. skaðabætur. Kosningabandalag FULLTRÚAR minnihlutaflokk- anna í borgarstjóm Reykjavíkur hafa gengið frá samstarfssamn- ingi um sameiginlegt framboð til komandi borgarstjómarkosninga. Gert er ráð fýrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi verði borgarstjóraefni listans en hún hefur þó ekki gefíð endan- legt samþykki sitt. Leitað var eftir umboði frá kjördæmisstjórn- um flokkanna á fundum á laugar- dag en í framhaldi af því er stefnt að gerð málefnasamnings milli flokkanna. ERLENT Evrópuferð Bills Clint- ons forseta BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í vikubyijun í níu daga Evrópuferð, sem hófst á leið- togafundi NATO í Brussel. Það- an hélt Clinton til Tékklands, þar sem hann ræddi við leiðtoga fjögurra Mið-Evrópuríkja. Á fundi með þeim á miðvikudag kvaðst Clinton telja að Atlants- hafsbandalagið myndi koma ríkjunum til hjálpar, yrði á þau ráðist. Frá Tékklandi flaug Clinton til Moskvu, með við- komu í Úkraníu. Clinton og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, undirrituðu á föstudag sögulegt samkomulag um að hætt verða að beina kjamaflaugum hvors ríkisins að hinu. Verður flaugun- um ýmist beint á haf út eða þær geymdar án nokkurs ákveðins skotmarks. í frétt The New York Times frá því í desember sagði að hugsanlegajrði kjarna- flaugunum beint að Ishafínu eða Norður-Atlantshafí. Þá undirrit- uðu Clinton og Jeltsín sam- komulag við Leoníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu, saming um eyðingu kjarnorkuvopna í land- inu. Það skyggði nokkuð á ferð Clintons að bandarískir fjölmiðl- ar voru uppfullir af fréttum um Whitewater-hneykslið svokall- aða, sem snýst um aðild Clintons að misheppnuðum fasteignavið- skiptum. NATO hótar sprengjuárásum á Serba LEIÐTOGAFUNDUR ríkja NATO var haldinn á mánudag og þriðjudag. Fyrri daginn var samþykkt að bjóða ríkjum Mið- og Áustur-Evrópu til samstarfs á sviði varnarmála, undir for- merkjum svonefnds „Samstarfs um frið“. Þá samþykktu leiðtog- amir að ítreka hótun um loftá- rásir á Serba ef þeir leyfðu ekki kanadískum friðargæsluliðum að yfirgefa borgina Srebrenica. Holst látinn JOHAN Jörgen Holst, utanrík- isráðherra Noregs, lést á fimmtudagsmorgun, 56 ára að aldri. Holst var einhver virtasti stjómmála- maður Norð- urlanda á al- þjóðavett- vangi og var fýrir skömmu tilnefndur til friðarverð- launa Nóbels fyrir að hafa miðl- að málum á milli ísraela og Palestínumanna. Þing Rússlands kemur saman RÚSSNESKA þingið var sett á þriðjudag og var fyrsti fundur þess róstusamur. Á föstudag var Ivan Rybkín, þingrnaður bændaflokksins kjörinn forseti dúmunnar með stuðningi þjóð- ernissinna og kommúnista. Hins vegar var stuðningsmaður Jelts- íns, Vladimír Shúmejko, að- stoðarforsætisráðherra, kjörinn forseti efri deilar þingsins, Sam- bandsráðsins, á fimmtudag. Reuter Kvaðst í Kreml BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, dóttir hans, Chelsea og eiginkona, Hillary, kvöddu Borís Jeltsín og eiginkonu hans, Naínu, í gærmorgun við athöfn í Kreml. Vel fór á með leiðtogunum á meðan heimsókn Clintons til Rúss- lands stóð og sagðist Jeltsín hana hafa heppnast framar vonum. Clinton kvaðst myndu biðja fyrir umbótum í Rússlandi. Frá Moskvu hélt Clinton til Minsk í Hvíta Rússlandi og sýnir á þann hátt þakklæti Bandaríkjamanna í garð Hvít-Rússa fyrir að láta fljótt af hendi SS-flaugar, sem voru í landinu. Síðla á laugardag hélt Clinton til Genfar til viðræðna við Hafez al-Assad, Sýrlandsforseta, sem fram fara í dag. F orsetakosningar fara fram á Krímskaga í fyrsta sinn í dag Ástandinu í landinu líkt við púðurtunnu Kiev. Reuter. FORSETAKOSNINGAR fara fram á Krímskaganum í dag, sunnu- dag, í fyrsta sinn. Ástandinu á Krím hefur verið líkt við púðurt- unnu, en skaginn er sjálfstætt lýðveldi innan vébanda Úkraínu þó að nær 70% íbúanna séu Rússar. Krímskagi ber skelfilegu efnahags- ástandi Úkraínu vitni og horfa fjölmargir rússnesku íbúanna öfundar- augum til Rússslands, þar sem ástandið er betra. Þá óska margir þeirra sjálfstæðis, en hvorugur kosturinn hugnast Úkraínumönnum. Á Krím kristallast að margra mati, togstreitan milli Rússa og Úkraínumanna. Þar er Svartahafs- floti fyrrum Sovétríkjanna staðsett- ur og er enn deilt um framtíð hans. í júlí síðastliðnum lýsti rússneska þingið Sevapostol, aðsetur flotans, rússneskt yfirráðasvæði sem olli mikilli reiði meðal Úkraínumanna. Þá hefur slæmt efnahagsástand og vaxandi þjóðernishyggja sitt að segja. Áf sex forsetaframbjóðendum Árásin á Kerrigan Lífvörður- innjátar Portland. LÍFVÖRÐUR aðalkeppinauts Kerrigan, Tonyu Harding, hefur játað að hafa fengið mann til að ráðast á Kerrigan fyrir rúmri viku. Harding hefur neitað allri vitneskju um árásina en lögregl- an rannsakar nú þátt hennar í málinu. Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á banda- rísku skautadrottinguna Nancy Kerringan, gaf sig fram við lög- reglu á föstudag. Komist lögregla að þeirri niður- stöðu að Harding hafi vitað að árás á Kerrigan hafí staðið til, verður henni meinuð þátttaka á ólympíu- leikunum í Lillehammer í febrúar. Lífvörður hennar hefur fullyrt að svo sé og segir fyrrverandi eigin- mann hennar hafa beðið sig um að finna mann til verksins. Harding sigraði á úrtökumóti fyrir leikana, sem Kerrigan gat ekki tekið þátt í vegna meiðsla en sú síðarnefnda fær að taka þátt í leikunum þrátt fyrir það, jafni hún sig af meiðslun- um. styðja fimm sameiningu við Rúss- land eða sjálfstæði og hafa fjöl- margir þingmenn í Úkraínu krafíst þess að atkvæðagreiðslan verði gerð ógild. Þá hafa nokkrir þeirra sagt að lýsa ætti yfír neyðarástandi í landinu. Ráðgjafi Leoníds Kravtjsúks, forseta Úkraínu, segir hins vegar að slíkar aðgerðir geti reynst enn hættulegri vegna ástandsins í landinu þrátt fyrir það hættuástand sem óhjákvæmilega skapaðist, kæmust öfgaöfl til valda. Kosningabaráttan einkennst af ofbeldi Kosningabaráttan hefur ein- kennst af ofbeldi, þrír stjórnmála- menn hafa verið myrtir, ráðist hef- ur verið á flesta frambjóðendur auk annara bolabragða. Samkvæmt skoðanakönnunum leiðir Mykola Bagrov kosningabar- áttunna en hann er fyrrum komm- únisti og leiðtogi héraðsþingsins. Bagrov hefur náð fram ýmsum rétt- indum Krím til handa með því að kynda undir ótta Úkraínumanna um að héraðið óski sjálfstæðis. Krím hefur eigið þing og forseta og fékk fyrir skömmu stjóm yfir eigin fjármálum. Bagrov vill að Krím verði nokkurs konar brú á milli Rússa og Úkraínumanna og hafí sjálfsstjóm í efnahags- og menningarmálum. Á krímverskan mælikvarða telst Bagrov vera miðjumaður en and- stæðingar hans krefjast ýmist sjálf- stæðis eða sameiningar við Rússa. Tveir andstæðinga hans hafa sam- einingu við Rússland á stefnu- skránni, kommúnistaleiðtoginn Leoníd Grach, sem nýtur aðallega stuðnings ellilífeyrisþega, en þeir eru alls þriðjungur þjóðarinnar, og lögfræðingurinn Júrí Meshkov. Hin- ir styðja sjálfstæði og hafa minna fylgi. Úkraínskir þingmenn hafa hins vegar beðið fólk lengst allra orða að kjósa Bagrov, annað muni leiða til borgarastyrjaldar. KRIMSKAGI Forsetakosningar verða á Krímskaga, sunnudaginn 16. janúar. Héraðið er „sjálfstjórnarlýðveldi" innan Ukraínu. Stærð: 27.000 ferkílómetrar Fólksfjöldi: 2,5 milljónir Rússar: 1,7 milljónír Tatarar: 280.000 Úkrainumenn: 625.000 Her: Höfuðstöðvar Svartahafsflotans eru í Sevastopol, og hefur hann verið deilumál Rússa og Úkraínu- manna í fjölda ára. Úkraínumenn féllust i september á að ihuga að selja Russum sinn hluta flotans en þjóðernissinnar hala mótmæll ákvörðuninni harðlega. Sasa 15. öld Tatarar frá Krím gera skagann að yfir- ráðasvæði höfðingja síns og verður hann miðstóð þrælaversiunar. 1687 Tilraun Rússa til að ná skaganum brotin á bak aftur. 1774 Russar ná yfirráðum yfir Krim. 1783 Krímskagi formlega innlimaður í Rússland. 1853- 1856 Rússar biða lægri hlul fyrir Englendingum, Frökkum og Tyrkjum í Krímstríðinu. 1941 Þýskir herir ná Krím á sitt vald. 1943- 1944 Sovétherinn nær Krim að nýju. Jósef Stalín fyrirskiþar þrottflutning 200.000 Tatara frá Krím vegna gruns um að beir hafi unnið með Þjóðverjum. 1954 Úkralna fær Krim að gjöf i tiiefni 300 ára pólitlskrar sameiningar Ukrarnu oa Rússlands. Janúar 1991 Krimverjar samþykkja i þjóðaratkvæða- greiðslu að gera skagann að sjálf- stjórnarlýðveldi í Sovétríkjunum. Úkraína hunsar niðurstöðuna. Júní 1991 Fjöldi Tatara hefur snúið aftur til síns heima frá árinu 1987 og lýsir þing Krim-Tatara yfir sjálfstæöi. 5. mai 1992 Þing Krímar samþykkir lög um sjálfstæði. reu-[er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.