Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 16.01.1994, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 Eitt af stórmennum aldarinnar eftir Trausto Ólafsson GÍGUR einn á stjörnunni Venus er kenndur við norsku skáld- konuna Sigrid Undset. Tordis Grjasæter hlaut á liðnu ári verð- laun norskra bókaútgefenda fyrir bók sína Hjörtu mannanna, en hún fjallar um ævi þessarar þekktu skáldkonu. Tordis seg- ir að Sigrid hefði orðið hreykin af nafngiftinni á gígnum á Venus. Sjálf var Sigrid skapheit kona og skapandi, oft eins og virkur gígur á eldfjalli, sem gat gosið hvenær sem var. Sigrid Undset hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 1928. Þegar hún kom heim til Lillehammer eftir að hafa tekið við verðlaununum hugðist bæjarstjórnin í Lillehammer heiðra hana með hátíðarkvöldverði. En skáldkonan færðist undan, bað um að andvirði veislunnar yrði bætt við framlag til aðstoðar við fátæka í bænum. „Sigrid Undset stóð á fertugu þeg- ar Krossinn, síðasta bókin í- trílóg- íunni um Kristínu Lafransdóttur, kom út,“ segir Tordis Orjasæter. „I Krossinum lýsir hún sálarlífi konu sem komin er á efri ár. Eftir að ég sjáif komst á þennan aldur er mér ljóst að sú lýsing er jafnnæm og . sett fram af jafnmiklu innsæi og lýs- ingin á ungu stúlkunni í Kransinum, sögunni um æskuár Kristínar, sem ég hreifst svo mjög af á unglingsár- um. Ég hef oft undrast það hvemig Sigrid Undset á svo ungum aldri gat þekkt kvensálina á öllum aldurs- skeiðum jafn vel og bækur hennar um Kristínu Lafransdóttur bera vitni um.“ Fýrsta bók Sigrid Undset kom út árið 1907 en hún vakti fyrst verulega athygli sem höfundur með skáldsög- unni Jenny árið 1911. Allar götur síðan hefur Sigrid verið meðal um- töluðustu höfunda í heimalandi sínu. Frá því að henni voru veitt Nóbels- verðlaunin í bókmenntum hefur hróð- ur hennar borist um víða veröld, og um skeið var hún meðal vinsælustu höfunda hérlendis. Eins og að líkum lætur skipta því þær bækur sem skrifaðar hafa verið um Sigrid Und- set og verk hennar mörgum tugum. Hvað ætli hafi orðið til þess að Tor- dis tók til við að skrifa enn eina bókina um þessa skáldkonu sem lést fyrir rúmum íjörutíu árum? „Áhuginn dreif mig áfram,“ segir Tordis. „Frá því að ég komst til vits og ára hafa bækur Sigrid Undset verið mér hugleiknar og mér varð snemma ljóst að einkalíf hennar var frásagnarvert. Sigrid Undset átti erfiða ævi. Hún missti föður sinn sem hún var ákaflega hænd að á við- kvæmum aldri og hún varð fyrir miklum vonbrigðum með eiginmann sinn, norska málarann Anders Cast- us Svarstad. Með Svarstad eignaðist hún þijú börn. Miðbamið var stúlka sem þroskaðist ekki andlega. Það var erfið reynsla fyrir Sigrid eins og það Tordis Oijasæter Viötal við Tordis Orjasæter um bók hennar um Sigrid Undset er ævinlega fyrir foreldra þroska- heftra bama. Áhugi minn á Sigrid Undset og ævi hennar jókst mjög eftir að ég sjálf eignaðist einhverfan dreng. Ekki svo að skilja að þessi sameiginlega reynsla hafi verið aðal- atriði fyrir mér, en hinu leyni ég ekki að ég dáist að því hve framsýn og langt á undan sinni samtíð Sigrid Sigrid Undset ferðbúin á Ieið til Stokkhólms að taka við Nóbelsverð- laununum. var hvað skoðanir á málefnum þroskaheftra varðar. Langmestum hluta Nóbelsverðlaunanna varði hún til þess að stofna sjóð sem hafði það hlutverk að styrkja foreldra vangef- inna barna til þess að hafa þau heima hjá sér. Á styijaldarárunum varð Sigrid að flýja Noreg undan þýska innrás- ariiðinu. Fyrsti viðkomustaður henn- ar á flóttanum var Stokkhólmur og þegar þangað kom frétti hún að Anders, elsti sonur hennar, hefði fallið fyrir þýskri kúlu heima í Nor- egi. Ævi hennar var því ákaflega viðburðarík og ég gat ekki slitið mig frá þessari sögu fyrr en ég hafði lokið við að færa hana í letur sem best ég kunni. í fyrstu ætlaði ég ein- ungis að skrifa um æsku Sigrid Undset, árin sem þessi greinda og hæfileikaríka kona var að mótast. En verkið óx í höndum mér og að því loknu finnst mér ég skilja hvern- ig skáldkonan öðlaðist þann þroska og það mikla innsæi í mannlífið sem bestu bækur hennar sýna.“ Tordis var í fimm ár að skrifa bókina um Sigrid Undset. Hún leit- aði víða fanga, las bréf skáldkonunn- ar sem engir utan hennar nánustu ijölskyldu höfðu áður fengið aðgang að, og kynnti sér gögn á söfnum, jafnt í Noregi og utan landsins. „Þetta hefur verið óskaplega skemmtilegur tími,“ segir Tordis „og ég er enn altekin af þessari merki- legu konu sem ég hef verið að skrifa um. Mér finnst vinnan að þessari bók hafa verið ákaflega gefandi fyrir mig og ég gleðst innilega yfir þeim góðu viðtökum sem bókin hefur fengið. Mér er það sérstaklega mikils virði að vita það að bókin er lesin. í mín- um huga er Sigrid Undset ein af stórmennum þessarar aldar. Fyrir okkur hin er ætíð lærdómsríkt að kynnast slíku fólki.“ □ HELGAFELL 5994011719 IVA/ 2 □ GIMLI 5994011719 III = 1 I.O.O.F. 10 = 1751178 = IE. O MÍMIR 5994011719 I 1 Frl. Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bibliulestur sr. Halldórs S. Gröndal miðvikudag kl. 18.00. „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagðurer, sem er Jesús Krístur. “ I.O.O.F. 3 = 1751178 = E.l. Auúlvrkka 2 . Kopmvaur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Allir velkomnir. Þriðjudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hreinn Bernharðs- son. Barnagæsla og barnasam- koma á sama tíma. Allir hjartan- lega velkomnir. fíimhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Frá Sálar- rannsókna- félagi íslands „Litir Ijóss, hugarog handa" Námskeið undir leiðsögn Helgu Sigurðardóttur verður haldið 21. og 22. janúar. Helga er þekktur listamaður Sem málar myndir í dulrænum stfl. Hún kennir þátttakendum að komast í samband við ínnri vit- und, skynja hvaða áhrif litir hafa á einstaklinginn og hvernig við getum notaö liti í daglegu lífi. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. auglýsingor SÍK, KFUM, KFUK, KSH Stórsamkoma verður í Breiðholtskirkju í dag kl. 17.00. Bænasamkomur á sama tíma. Ragnhildur Ásgeirs- dóttir hefur upphafsorð og sr. Gísli Jónasson talar. Samkoman er öllurrr opin. Samkoma f Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Eirný Ásgeirs- dóttir prédikar. Söngur, lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. *Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Sunnudagur 16. jan. kl. 11: Helgunarsamkoma og sunnu- dagaskóli. Lt. Sven Fosse talar. Kl. 20.00: Samkirkjuleg sam- koma. Sr. Hjalti Guðmundsson talar. Kvartett aðventista og Guðný og drengirnir flytja tón- list. Velkomin á Her. Mánudagur 17. jan. kl. 16: Heimilasamband. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir hjartan- lega velkomnir! Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. Hugræktarnámskeið Ný námskeið hefjast þann 22. jan. Vekur athygli á leiðum til jaf n- vægis og innri friðar. Kennd er hugrækt og hugleiðing og veittar leiðbeiningar um iðkun yoga. Kristján Fr. Guðmundsson, sími 50166. UTIVIST 'Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 16. jan. Kl. 10.30 Lýðveldisgangan. Gangan hefst við Ingólfstorg, gengið upp Þingholti, og sfðan með ströndinni út í Laugarnes og lýkur göngunni um kl. 18.00 við Árbæjarsafn. Ekkert þátt- tökugjald er í þessari ferð. Dagsferð sunnud. 23. jan. Kl. 10.30: Vitagangan 1. áfangi og fjölskyldugangan. Útivist. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG @> ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 16. janúarkl. 13.00 A) Kjalarnes, fjöruferð. Gengið út á nesið meðfram ströndinni (sunnanmegin). Kjörin fjöl- skylduferð, létt og þægileg gönguleið. Verð kr. 1.000,- B) Skíðagönguferð í Bláfjöll- um. Ekið að þjónustumiðstöð- inni og gengið þaðan: Þetta verður fyrsta skíðagönguferð ársins, en framvegis á sunnu- dögum verða slíkar ferðir ef snjóalög reynast hagstæð. Verð kr. 1.100,- Brottför í ferðirnar er frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin og Mörkinni 6. Börn innan 15 ára fá frítt. Þriðjudagskvöld 18. jan. Opið hús í Mörkinni 6 (risi). Ferðaáætlunin 1884er komin út! Komið og fáið ykkur nýja ferða- áætlun. Stærri og fjölbreyttari. Þetta verður sannkallað ár Is- landsferða. Ferðanefnd mætir og veitir upplýsingar. Heitt á könnunni. Allir velkomnir á fyrsta opna hús ársins. Ferðafélag íslands. Opin vinnustofa, Eiðistorgi 11 í dag kl. 13-17. Foreldrar og börn GIFSMÓTUN. Sími 611570. Útsala - útsala Viðskiptavinir athugið! 30% afsláttur af öllum hljóðritun- um (geisladiskum, kassettum). Athugið að tilboð þetta stendur aðeins út þennan mánuð. Landsins mesta úrval af kristi- legu tónlistarefni. Líttu inn, það borgar sig. l/erslunin Hátúni 2, sími 25155. Á Kk Kristilegt 'fip heilbrigðisstétta Afmælis- og fjáröflunarfundur verður haldinn mánudaginn 17. janúar í safnaöarheimili Laugar- neskirkju kl. 19.00. Hátíðardag- skrá og kvöldverður. Hátíðar- ræða: Margrét Hróbjartsdóttir. Meðal gesta Guðný og drengirn- ir. Miðaverð kr. 1.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 91-14327. Bandarískur „Wall Street" bankamaður, 35 ára, svartur karlmaður, 180 cm, 80 kg, hefur áhuga varanlegu sambandi við konu á aldrinum 24-29 ára. Sendið svar ásamt mynd til: Alan, 61 West 62nd st. Apt. 23D, NY, NY10023, USA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.