Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 3 RÁÐUM VÉR SJÁLFIR...“ Það ríkti stórhugur og bjartsýni meðal þeirra fjölmörgu íslendinga sem sóttu stofnfund Hf. Eimskipafjelags íslands, laugardaginn 17. janúar 1914. Þjóðin hafði sameinast um að stofna eigið skipa- félag og taka þannig skipaferðir til útlanda í eigin hendur. Mikið var í húfi, eins og lesa má í upphaflega hlutaútboðsbréfinu: „Þá ráðum vér sjálfir, hvert skip vor sigla. Þá látum vér þau sigla til þeirra landa, sem bjóða oss bezt kjör á hverri vörutegund og gefa oss beztfyrir afurðir vorar... En þó að hátt væri stefnt er óvíst að nokkurn fundarmanna hafi órað fyrir þeim stórstígu framförum sem framund- an voru í íslensku þjóðlífi á næstu áratugum og hið nýstofnaða skipa- félag átti eftir að taka þátt í að móta. Eimskip hefur enn, áttatíu árum síðar, mikilvægu hlutverki að gegna í vaxandi samskiptum þjóðarinnar við umheiminn - sem nútíma flutningafyrirtæki að störfum fyrir íslenskt atvinnulíf. Verkefni okkar allra er enn sem fyrr að nýta af stórhug og bjartsýni þau margvíslegu tækifæri sem framtíðin býr yfir. 1914 - 1994 EIMSKIP Fyrir íslenska þjóð HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.