Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 22
Lisbeth Bang átti stóran þátt í að skipuleggja neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Læknavaktinni í Osló eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur HÚN var í ræðustól þegar ég kom inn. Framganga hennar þar var traust og rómur hennar skýr. Frá henni stafaði jafnframt þöglum myndugleika þess, sem þekkir og skilur en dæmir ekki. Um þetta sannfærðist ég enn betur þegar við vorum sestar afsíð- is til að ræða um þau málefni sem erindi hennar hafði fjallað um. Danski læknirinn Lisbeth Bang var aðalfyrirlesari á nám- stefnu þeirri sem haldin var 3. desember sl. á Hótel Sögu í Reykjavík um neyðarmóttöku vegna nauðgunar, fyrstu hjálp og meðferð; hlutverk og ábyrgð þeirra sem sinna slíkri neyðarþjón- ustu. Lisbeth Bang átti stóran þátt í að skipuleggja neyðar- móttöku vegna nauðgunar á Læknavaktinni í Ósló sem opnuð var árið 1986 og var sú eina af því tagi á Norðurlöndum þar til íslend- ingar opnuðu slíka neyðarmóttöku á slysadeild Borgarspítalans 8. mars sl. Starfsemi neyðarmóttöku hér á landi er einmitt skipu- lögð með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur í Ósló. Námstefnan á Hótel Sögu er liður I endurmenntun starfsfólks Hún var opin öllum sem vildu neyðarmóttökunnar hér á landi. fræðast um þessi mál. Verði fólk fyrir kynferðislegu ofbeldi getur það snúið sér beint til Læknavaktarinnar í Ósló, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar. „Þangað komu á síðasta ári um 500 þúsund manns af marg- víslegu tilefni. Til hennar getur fólk leitað á nóttu sem degi og þarf ekki tilvísun frá einum eða neinum. Komumenn hitta þar fyrst fyrir hjúkrunarfræðing, því við teljum mikilvægt að ekki sé byijað á neins konar skýrslutöku," segir Lisbeth þegar spurst er fyrir um skipulag neyðarmóttökunnar í Ósló, þar sem hún er yfirlæknir nú. „Þeir sem aðstoðar leita þurfa ekki að geta um nafn eða annan persónulegan fróðleik. Hjúkrunar- fræðingur grennslast í upphafi að- eins fyrir um hvort málið snúist um nauðgun eða annars konar kynferð- islegt ofbeldi. Sé svo þarf viðkom- andi ekki að bíða eftir að röðin komi að honum heldur er sinnt strax á stað þar sem ekki er ónæðis að vænta og umhverfið er vinalega heimilislegt. Með blómum og nota- legum húsbúnaði reynum við að skapa aðstæður sem hafa róandi áhrif. Þar spyr hjúkrunarfræðing- urinn varlega út í líðan þess að- komna, hvað sé honum mikilvægt, hver har.n sé og hvaða þjónusta standi tii boða á neyðarmóttökunni. Komumanneskja getur þá valið þá kosti sem henni henta og í þeirri röð sem hún telur heppilegasta. Til boða stendur læknisrannsókn og læknismeðferð, athugun á lífsýn- um, t.d. sæði, blóði, hári og þess háttar, sem notuð eru við réttar- læknisfræðilega rannsókn, fagleg neyðarráðgjöf, hvort heldur sem er fyrir þann sem fyrir ofbeldinu hefur orðið eða aðstandendur hans og þeir kallaðir á vettvang ef óskað er, t.d. foreldrar ef um ungling er að ræða. Til okkar kemur fólk allt frá fjórtán ára aldri. Einnig eru veittar upplýsingar um gang hugs- anlegrar kæru á hendur ofbeldis- manninum og dómsmáls þess sem í kjölfar slíkrar kæru kynni að fylgja. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem til okkar leita. Sumir sem aðstoðar leita vilja halda nafni sínu leyndu, aðrir segja til nafns en vilja halda ofbeldisverkinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni. Slíkar óskir eru ævinlega virtar. Það fer auðvitað eftir fjölskyldu viðkomandi hvort hún er þess megnug að veita aðstoð í slíkum erfiðleikum. Sé brugðist við með skömmum og ásökunum er verr farið en heima setið. Eiginmenn eiga t.d. oft erfitt með að horfast í augu við að konu þeirra hafi verið nauðgað. Þá kann að grípa reiði og afbrýðisemi, í slík- um tilvikum er fagleg ráðgjöf mjög nauðsynleg. Þá er farið vandlega í hvað nauðgun sé og hve langan tíma það taki að komast yfir slíkt áfall o.s.frv." Lisbeth Bang er fædd og uppalin í Kaupmannahöfn og við háskólann þar hlaut hún læknismenntun sína. „Aðstoð við fómarlömb nauðgunar er þó nokkuð sem ég lærði ekki í háskóla, það er ný starfsemi sem fólk hefur orðið að prófa sig áfram með. Fyrir tilviljun komst ég að því að_ verið var að vinna við þessi mál í Ósló. Mér var þá sem lækni orðið ljóst hve lítil aðstoð fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis stóð í raun til boða og hafði áhuga á að bæta úr því. Sjálf hafði ég aldrei komist í tæri við kynferðisglæpamann, áhugi minn var fyrst og fremst faglegur og einnig sprottinn af löngun til að hjálpa fólki sem varð fyrir þessari erfiðu reynslu. Einkum ýtti við mér mál ungrar stúlku sem kastaði sér fyrir lestarvagn. Hún hafði þegið far í flutningabíl þar sem íjórir menn voru fyrir, þeir réðust á hana og ætluðu að nauðga henni. í skelfingu sinni stökk hún út úr bílnum og dó undir lestarvagn- inum. Um þetta mál var mikið skrif- að og af lítilli þekkingu. Neyðarmóttaka vegna nauð- ganga, sem sett var á laggirnar hjá Læknavaktinni í Ósló, var mikið spor fram á við í þessum málum, ekki síst sú umQ'öllun sem slík mál fengu í framhaldi af því. Þá var einnig stórt spor í framfaraátt þeg- ar farið var að viðurkenna og tala um sifjaspell sem áður hafði verið þögult samkomulag um í samfélag- inu að þegja sem mest yfir. Nú er tekið á slíkum á málum af festu og þeim fylgt eftir eins og mögu- legt er. Sifjaspell á að tala í hel en ekki þegja í hel. Nú gerir fólk sér betur grein fyrir þeim hræðilega glæp sem sifjaspell eru og er meira á varðbergi gegn slíku. Sifjaspell hafa vafalaust viðgengist í einhveij- um mæli í þúsundir ára en opin umræða mun vinna gegn þessu glæpsamlega framferði. Það mikilvægasta fyrir þá sem sætt hafa nauðgun, er að fá al- mennilega meðhöndlun sem ein- kennist að virðingu og mannkær- leika. Sjálf reyni ég að láta slíkt sitja í fyrirrúmi þegar ég með- höndla þá sem til mín leita. Stund- um hef ég verið spurð hvað væri það erfiðasta sem ég hafi staðið andspænis í starfi mínu. Fyrir fimm árum hefði ég gefið annað svar en í dag, þá hafði ég unnið svo skamm- an tíma við þessi störf. Nú hef ég séð svo margt. Þetta er eins og í stríði, maður sér margt hræðilegt, verður vitni að miklum hörmungum. Þess vegna verður erfiðara og erfið- ara að ákveða hvað sé það versta sem maður hafi séð. Það er mjög misjafnt hvaða möguleika fólk hefur til að jafna sig eftir að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. Það fer m.a. eftir því hvaða stuðning viðkomandi manneskja fær og hvers konar net fjölskyldu og vina hún á í kringum sig. Rann- sóknir sýna að konur úr öllum stétt- um þjóðfélagsins sæta kynferðis- legu ofbeldi. Hins vegar leita þær ekki allar til okkar eða kæra það ofbeldi sem þær hafa sætt. Við höfum stundum átt þess kost að fá fregnir að þeim sem til okkar hafa leitað og það er gleðiefni að margar þeirra hafa náð sér og lifað ham- ingjusömu lífi. Rannsóknir sýna þó að þær konur sem lifað hafa við sifjaspell eða í ofbeldissambandi í langan tíma eiga erfiðara með að komast yfir reynslu sína. Við getum hugsað okkur að því lengri sem hörmungarsagan er því meira sé að horfast í augu við og gera upp. Þetta er þó auðvitað einstaklings- bundið, það sem ein manneskja megnar að þola er annarri kannski ofraun." Þegar neyðarmóttakan vegna nauðgunar tók til starfa í Ósló voru menn helst á því, að karlmenn, myndu ekki eiga þangað mikið er- indi. Menn héldu að það gerðist bara í Bandaríkjunum að karlmönn- um væri nauðgað. En svo kom í ljós er frá leið að æ fleiri karlmenn sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi frá hendi annarra karl- manna, komu til okkar. Oft er um að ræða hópnauðganir, margir karl- menn sem nauðga einum manni, oft eru notuð vopn í slíkum tilvik- um. Sá, sem fyrir slíku verður, þjá- ist mikið og finnur sárt til niðurlæg- ingar sinnar. Konur, sem verða fyr- ir nauðgun, eiga erfitt með að tala um þá reynslu sína, en karlmenn virðast eiga enn erfiðara með að ræða um sína reynslu. Þeim finnst þeir hafa verið sviptir manndómi sínum. Starfsemi neyðarmóttöku fyrir nauðganir er vissulega stórt spor í framfaraátt og sýnir að samfélag- inu er full alvara með að taka á kynferðislegu ofbeldi og reyna að bæta þann skaða sem orðinn er. En skyldi Lisabeth Bang sjá ein- hveija von til þess að draga megi úr slíkum ofbeldisverkum? Kynferðislegt ofbeldi er samfé- lagslegt vandamál sem á sér rætur bæði í menningu og trúarbrögðum. Það tengist einnig valdabaráttu en er yfirleitt ekki tengt geðveiki. Það snýst um misnotkun á valdi. Fólk sem misnotar aðstöðu sína gagn- vart þeim sem eru minnimáttar, t.d. börnum, gömlu fólki eða dýrum eða einhverjum sem óttast þá aðstöðu sem hinn sterkari er í, þarf ekki að vera veikt til þess að gera slíkt. Þetta snertir fyrst og fremst af- stöðu viðkomandi einstaklings til annars fólks. Það þarf að innræta fólki að misnota ekki aðstöðu sína gagnvart þeim sem eru minni mátt- ar og ala fólk upp í að gera það ekki. Þetta er mikilvægt samfélags- legt hlutverk, sem er brýnt að sinna. Allir þeir sem eru í valdaaðstöðu þurfa að gera sér ábyrgð sína ljósa, hún felst í því að misnota ekki vald sitt til að beita annað fólk ofbeldi heldur á að sýna þeim sem eru minni máttar virðingu og kærleika. Kynferðislegt ofbeldi er afar sársaukafull reynsla þeim sem fyrir verður. En þeir sem ná að komast í gegnum þann sársauka og vinna úr honum á fullnægjandi hátt verða oft betri og kærleiksfyllri mann- eskjur sem eru skilningsríkar á þjáningar annarra. Manneskjur sem gott er að vera samvistum við og geta gefið öðru fólki mikið, en okk- ur finnst öllum þýðingarmikið að njóta skilnings og kærleika."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.