Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 11 björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjórakandí- dat, í áttunda sæti listans — baráttusætinu. Eftir það sögðu sumir sjálfstæðismenn sem svo, að ekki væri eftir neinu að bíða fyrir Davíð. Hann ætti að nota þingrofsheimildina hið fyrsta og boða til alþingiskosninga, sem hlyti að verða til þess að sameinuð minnihluta- öfl í kosningabaráttu í Reykjavík sundruðust á nýjan leik, stæðu sömu flokkar í kosningabar- áttu á landsvísu á sama tíma. í fullri alvöru Það sem er athyglisvert við vangaveltur sem þessar, er að sumir sjálfstæðismenn virðast telja að Alþýðuflokkurinn, samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, hafi svikið lit, með því að ganga til samstarfs um sameiginlegt framboð minni- hlutafiokkanna í borgarstjórn. Því væri það Alþýðuflokknum rétt mátulegt, að þing yrði rofið hið fyrsta og boðað til kosninga og hann þar með skilinn eftir í sárum. Aðrir sjálfstæðis- menn telja raunar furðulegt, að sjónarmið í þá veru, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi kröfu á einhvers konar trygglyndi og hollustu af hálfu Alþýðuflokksins í sveitarstjórnarmálum, séu sett fram af fullri alvöru og að það hafi verið á Alþýðuflokksins færi að tryggja Sjálfstæðis- flokknum áframhaldandi meirihluta í borgar- stjórn, með því að neita samstarfí við Fram- sókn, Alþýðubandalag og Kvennalista. Jafnvel enn merkilegri er sú afstaða ákveð- inna krata, að með samstarfi við hina minnihlu- taflokkana í borgarstjórn fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar, felist ákveðin svik við sam- flokknum oddaaðstöðu í Reykjavík. Þegar ekk- ert lá fyrir annað en ljúka málefnalegu sam- komulagi og að fá sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna samþykkt í flokksstjórnum og ráðum flokkanna síðdegis í gær, voru vonir þessara krata um að þurfa ekki að taka þátt í slíku samstarfi orðnar harla daufar. Þrátt fyrir þá staðreynd, að sumir sjálfstæð- ismenn telji að ijúfa beri þing og efna til kosn- inga þegar í vor, getur slíkur kostur ekki tal- ist líklegur, nema eitthvað annað og meira komi til. Aðrir sjálfstæðismenn virðist þeirrar skoðunar, að „hefndarþorsti“ sé ekki næg ástæða til þingrofs. Auk þess myndi slík ráð- stöfun grafa undan trúverðugleika Sjálfstæðis- flokksins að því er varðar samstarfsmöguleika við aðra stjórnmálaflokka. Pólitísk framtíð Steingríms lykilatriði Hugleiðingar um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í kjölfar þingkosninga hafa nokkuð ágerst, en þær eru skilyrtar og slíkur möguleiki talinn ráðast af því hver verði pólitísk framtíð framsóknarforingjans Stein- gríms Hermannssonar, sem lýsti því yfir í kjöl- far síðustu umfjöllunar Morgunblaðsins um innri málefni Framsóknar, að hann hygðist leiða Framsókn í gegnum næstu þingkosning- ar, en hélt því svo galopnu að hætti Framsókn- ar, hvað hann hygðist gera í kjölfar þess að hann hefði leitt Framsóknarflokkinn til sigurs í sínu kjördæmi, Reykjaneskjördæmi. Það þarf ekki mikla stjórnkænsku til þess að lesa út úr orðum formanns Framsóknar- að formannsskipti fari fram innan Framsóknar og Halldór leiði flokkinn. Þannig er sú ákvörðun Davíðs Oddssonar frá 6. janúar sl. þegar hann kallaði Halldór Asgrímsson, varaformann Framsóknar og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, á sinn fund í forsætisráðuneytinu til skrafs og ráðagerða um sjómannaverkfallið, í fjarveru Þorsteins Pálssonar, talin hafa ákveðna táknræna merk- ingu og að í henni felist skilaboð til samstarfs- flokksins — Alþýðuflokksins. Forsætisráðherra er með þessu sagður hafa viljað benda krötum á, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fleiri kosta völ, en áframhaldandi samstarfs við krata. Nú fyrr í vikunni varð það opinbert að banka- stjórar Seðlabankans verða áfram þrír. Sighvat- ur Björgvinsson viðskiptaráðherra mun á næst- unni auglýsa stöðu seðlabankastjóra, sem Tóm- as Árnason ^egndi þar til um síðustu áramót. Sjálfstæðismenn ganga margir út frá því að Steingrímur Hermannsson sæki um stöðuna og ýmsir framsóknarmenn vona jafnframt að svo verði. Vel má vera að það reynist ekki einfalt mál fyrir Framsóknarflokkinn að skipta um formann, jafnvel þótt Steingrímur Hermannsson lýsi sig reiðubúinn að draga sig í hlé og taka við stöðu bankastjóra Seðlabanka íslands. Það sem kann að flækja þá leikfléttu, er sú afstaða Alþýðuflokksins að vilja ekki styðja Steingrím í seðlabankastjórastólinn. A.m.k. hef ég það fyrir satt, að í herbúðum krata séu ekki uppi nein siík stuðningsáform við Steingrím Her- mannsson. Sækist Steingrímur eftir stöðunni á hinn bóginn, þá gæti hæglega myndast nýr sitt og stefni að áframhaldandi samstarfi að loknum kosningum. Sú hugmynd á ekki miklu fylgi að fagna í forystuliði Sjálfstæðisflokks- ins. Raunar munu einnig vera efasemdir um ágæti slíkrar yfirlýsingar innan Alþýðuflokks- ins, en hún á sér þó líklega fleiri talsmenn þar innan dyra, en í Sjálfstæðisflokki. Framsókn með pálmann í höndunum? Sú staða getur komið upp, í kjölfar þingkosn- inga, hvort sem þær verða í haust eða vorið 1995, að það verði Framsóknarflokkurinn sem stendur með pálmann í höndunum og á val um hvert næsta stjómarmynstur verður. Ef Fram- sóknarflokkurinn fær þokkalega kosningu, get- ur flokkurinn átt val um að mynda vinstri sljórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, undir forystu Steingríms Hermanns- sonar, eða vinstri stjóm, sem væri samsett af Framsókn, Kvennalista og Alþýðubandalagi, en núverandi stjómarflokkar stæðu utan stjómar. Á hinn bóginn getur Framsókn átt kost á því að mynda meirihlutastjóm með Sjálfstæðis- flokknum, undir forystu Davíðs Oddssonar. Sá möguleiki er einungis talinn fyrir hendi, ef form- annsskipti hafa farið fram í Framsókn og Hall- dór tekið við af Steingrími. Staðföst sannfæring manna virðist vera fyrir því að þeir Davíð Odds- son og Steingrímur Hermannsson gætu ekki starfað saman í ríkisstjórn, en öðru máli gegn- ir um þá Davíð og Halldór Ásgrímsson. Menn kunna að hugsa sem svo að Sjálfstæð- isflokkurinn með hugsanlegum samvinnuá- formum við Framsókn, væri að fara illa með Formannsskipti í nánd? ÝMSIR sjálfstæðismenn telja að Sjálfstæðisflokkurinn gæti átt samstarf við Framsókn- arflokkinn að afloknum næstu kosningum, að því tilskildu að þá hefðu farið fram formannsskipti innan Framsóknar og Halldór Ásgrímsson tekið við af Steingrími Hermannssyni. Ekkert er hægt að fullyrða um það á þessu stigi, að áhugi á slíku stjórnarsamstarfi sé almennur innan Sjálfstæðisflokksins, enda er vitað að ákveðnir forystumenn flokksins hafa hug á áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Alþýðuflokk að afloknum næstu þingkosningum. starfsflokkinn í ríkisstjórn — svik sem geti haft ófyrirsjáaniegar afleiðingar fyrir Alþýðu- flokk. Raunar segja ákveðnir kratar að þeir hafi í lengstu lög búist við að andstaða innan flokks- ins við slíkt samstarf kæmi í veg fyrir að af því yrði, og sérframboð Alþýðuflokksins í Reykjavík gæti þannig hugsanlega skapað flokksins, að hann ætli sér forsætisráðherra- embættið einu sinni enn, standi honum það á annað borð til boða þriðja sinni. Ef ekki, sé hann reiðubúinn tii þess að draga sig í hlé og rýma fyrir erfðaprinsinum, Hall- dóri Ásgrímssyni. Það er greinilegt að allar hugmyndir sjálfstæðismanna um stjórnarsam- starf við Framsóknarflokkinn byggjast á því Þreytir samráðherrana FLOKKSBRÆÐUR Jóhönnu Sigurðar- dóttur í ríkisstjórn sem ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins bera sig aumlega undan félagsmálaráðherranum og lýsa samvinnu við hana í tengslum við undirbúning og gerð fjárlaga sem sjálfstæðum og slítandi atvinnuvegi. meirihluti í bankaráði Seðlabankans, þ.e. meiri- hluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, en á endanum væri það á valdi aiþýðuflokksráð- hen'ans Sighvatar að skipa í stöðuna. Rætt hefur verið um að stjórnarflokkarnir gæfu út sameiginlega yfirlýsingu, áður en gengið verður næst til alþingiskosninga, um að flokkarnir vilji endurnýja stjórnarumboð Pirringur og þreyta farin að setja svip sinn ó samstarf ríkisstjórn- arflokkanna samstarfsflokk sinn, Alþýðuflokkinn. í þeim efnum mega menn ekki gleyma því að Alþýðu- flokkurinn er ekki hvað síst kosningaflokkur, með Jón Baldvin í broddi fylkingar. Hann er baráttumaður, sem tvíeflist iðulega í kosninga- baráttu. Alþýðuflokkurinn kemur einatt mun verr út úr skoðanakönnunum en kosningum. Menn skyldu því fara varlega í að draga jafnað- arrperki á milli útkomu Alþýðuflokksins í skoð- anakönnunum þessar vikurnar og kosningum. Pólitísk skammtímablinda Það má leiða rök að því, að stjórnarsinnar séu slegnir pólitískri skammtímablindu, sjái þeir ekki hvaða hagsmunir eru fólgnir í því fyrir þá, að Steingrímur Hermannsson leiði Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Það hlýtur að teljast óiíklegt að formaður sem hefur lýst því yfir að hann ætli að leiða flokk sinn í gegnum næstu þingkosningar, en hætta svo kannski og snúa sér að öðru, eigi mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, í eigin kjördæmi, eða á landsvísu. Út frá því sjónarmiði ættu stjórnarflokkarn- ir að sjálfsögðu ekkert að aðhafast, sem auð- veldaði Framsókn, að koma sér í lykilstöðu í kjölfar næstu þingkosninga — stöðu sem gerði flokknum kleift að hafa val um að setjast að kjötkötluúum, og að hafa val um með hveijum hann situr við katlana. Sumarið 1970 lagði Sjálfstæðisflokkurinn til að efnt yrði til kosninga þá um haustið í stað vors 1971. Alþýðuflokkurinn hafnaði þeirri til- lögu. í kosningunum í júní 1971 missti þáver- andi viðreisnarstjómin meirihluta sinn og vinstri stjóm var mynduð í fyrsta sinn frá ámnum 1956-1958. Flest bendir til að viðreisnarflokk- arnir, Sjálfstæðisflokkut' og Alþýðuflokkur, hefðu náð betri árangri í kosningum haustið 1970 en raun varð á í júníkosningunum 1971. ÚTSALAN HEFST Á MORGUN 10-60% AFSLÁTTUR »hummél^P SPORTBÚÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, íþróttaskór, íþróttagallar o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.